Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 nn Ummæli Góðærið og ríkisstjórnin „Forkólfar ríkisstjórnarinn- ar hafa gumað af góðæri og hafa efni til þess. En þeir hafa gleymt því að j valdið til þess að láta alla lands- ; menn njóta þess liggur í þeirra höndum. Og það er mín skoöun að Davíð og Halldór, formenn helmingaskiptaflokkanna, bera ábyrgð á því að góðærið hefur farið fram hjá mörgum." Gísli S. Einarsson alþingis- maður, í DV. Meira um góðærið „í hvert sinn sem forsætis- og íjánnálaráðherra lýsa yfir góðæri koma aldraðir og ör- yrkjar upp í huga minn. Væri : ekki rétt hjá Davíð Oddssyni og Geir Haarde og öðrum þátt- takendum í góðærinu að gefa einmana gamalmennum tæki- færi til að kynnast því.“ Kjartan Ágústsson kennari, í Morgunblaðinu. Margir á útleið „Það eru margir á útleið úr stjómmálum um þessar mund- ir. Vera má að þetta tengist al- mennri hnignun stjórnmálanna, allir djöflast á stjómmálamönn- l um og heimta að þeir ráði helst engu og séu ekki að þvælast fyrir blessunarríkri og ósýnilegri hönd markaðarins." Árni Bergmann rithöfundur, i Degi. Pressan sem ekki finnst „Það þýðir ekkert annað en | halda áfram að byggja sig upp og bæta þannig að maður geti kannski farið að fmna fyrir þess- ari pressu sem verið er að tala um að ég eigi að fmna fyrir.“ Örn Arnarson sundkappi, í Morgunblaðinu. Tónleikaálag „Tvennir tónleikar minnka álagið. Ef það em bara einir \ tónleikar er mað- ur eins og í geð- veiku stærð- fræðiprófi." Björk, í Degi. Persónulegur slagur „Samfylkingin eins og hún er orðin er persónulegur slag- ur þar sem fólk keppist um að kenna Kvennalistanum um ófarimar." Álfheiður Ingadóttir, í Degi Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi og stjómarformaður Spalar M.: Markmiðið að gjaldið um göngin verði eins lágt og kostur er DV, Akranesi: „Tilnefningin kom mér á óvart en það má segja að stjóm Spalar hf., sem vann að gerð Hvalfjarðarganga, hafi hlotið að vekja einhverja athygli fyrir þetta mannvirki sem breytir miklu fyrir alla landsmenn," segir Gisli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi og stjómarformaður Spalar hf., sem var kjörinn Vestlending- ur ársins 1998 af Skessuhorni, vikulegu fréttablaði Vestlendinga. Hann var í for- svari fyrir þaö fyrirtæki sem stóð fyrir einu mesta stórvirki íslenskrar sam- göngusögu, gerð Hvalflarðar- ganga sem opnuð voru 11. júlí 1998. Hann var til- II nefndur bæði fyrir störf sín sem bæjar- I stjóri og ekki 1 '' síst sinn þátt í að XI Hvalfjarðargöng- \ in urðu að vera- leika. Gísli tók nokkra áhættu þegar hann tók að sér stjórnarformennsku: „Þetta snýst um það sem maður hefur trú á og það var svo að frá upphafi vega þá hafði ég eins ög nokkrir aðrir óbilandi trú á því að Hvalfjarðargöng væru hag- kvæmur kostur, bæði peningalega og þjóðhagslega, þannig að það er ekkert álitamál að ég myndi taka þennan sama slag með sömu félögunum ef það Maður dagsins byðist. Annað stórt verkefni, sem er mér ofarlega i huga, er Landmælingar og flutningur þeirrar stofnunar til Akraness. Þar er einnig um að ræða verkefni sem allir era ekki sammála um en skiptir gríðarlegu miklu máli fyrir Vesturland og Akranes." Gísli segir umferðina um göngin hafa gengið mjög vel: „t upphafi var gert ráð fyrir tiltölulega hóflegri um- ferð og hóflegri aukningu en það er svipað og með framkvæmdina, um- ferðaraukningin hefur farið fram úr björtustu von- um og ef það helst þá á eftir að koma vegfar- endum og Vest- urlandi tu góða. Ég þori ekki að segja til um það hvað gangagjaldið lækkar mikið enda á ým- islegt eftir að skoða í því efni en ég get hins vegar sagt það að það mun verða meginmarkmið meðan ég fæ einhverju ráðið að gjaldið verði eins lágt og kost- ur er.“ Gísli hefur verið bæjarstjóri á Akra- nesi i tólf ár og verður það næstu 4 ár Ég hef alltaf sagt að þetta sé fjögurra ___________ ára ráðning í senn og það eru báðir óbundnir hvor af öðrum. Þegar kemur að kosningum eru samningar lausir. Það hefur komið fyrir áðm- að maður hefur velt því fyrir sér hvort rétt sé að halda áfram. Ég er ráðinn til næstu fjögurra ára og ætla að klára dæmið en kjörtímabilinu lýkur árið 2002. Hvað þá verður veit nú enginn en það hlýtur að koma að því að ég þurfi að ákveða hvað ég ætla að verða þegar ég verð „stór“. Hitt er annað að þessi tími hefur verið ómetanlegur og skemmtilegur á allan hátt, þó svo að stundum sé þetta starf erfitt." Gísli er forfallinn íþróttafikill og þá sérstaklega varðandi knattspymu og körfubolta sem hann stundaði af miklu kappi á sínum yngri árum með KR auk þess hefur hann áhuga á stangaveiði. Gísli er kvæntur Hall- beru Fríði Jóhannesdóttur, kennara og háskólanema. Þau eiga saman þrjú börn: Hallberu Guðnýju, 12 ára, Þor- stein, 14 ára, og Jóhannes, 16 ára. Auk þess á Gísli einn son af fyrri sambúð, Magnús Kjartan, 22 ára nema í verkfræði DV-mynd Daníel við HI. -DVÓ Kristín Mjöll Jakobsdóttir og Eydís Franz- dóttir eru meðal þeirra sem koma fram á tónleikum í Iðnó f kvöld. Poulenc-há- tíð í Iðnó Tónskáldið Poulenc hefði orðið eitt hundrað ára á morgun og af því tilefni verða haldnir Poulenc-tón- leikar í Iðnó í kvöld. Það er Eydís Franzdóttir óbóleik- ari sem hefur í nokkra mánuði undirbúið sér- staka tónlistar- hátíð Poulenc til heiðurs. Hátíðin hefst í kvöld með tónleikunum í Iðnó og heldur hún síðan áfram næstu þrjú þriðjudagskvöld. Aö sögn Eydísar eru fyrstu tón- leikarnir byggð- ir upp utan um söng-kamm- erverk og koma fram á tón- Tónleikar leikunum Þórunn Guð- mundsdóttir sópran og Ólaf- ur Kjartan Sigurðsson barítón. Tónleikamir hefj- ast kl. 20.30 Elva Ósk Ólafsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum hjónanna Nóru og Þorvalds. Brúðuheimili Jólaleikrit Þjóðleikhússins er sem oftast áður sótt í smiðju sí- gildra verka og varð Brúðuheimili fyrir valinu nú. Brúðuheimili er eitt þekktasta verk Henriks Ibsens og var leikritið á sínum tima gíf- urlega umdeilt. Þótt verkið veki ef til vill ekki jafhsterk viðbrögð nú á dögum á þessi sígilda perla engu að síður fullt erindi til okkar og kemm- enn á óvart. Hefur upp- færsla Þjóðleikhússins fengið góð- ar viðtökur gagnrýnenda sem og hins almenna áhorfanda Leikhús Leikarar eru: Elva Ósk Ólafs- dóttir, Baltasar Kormákur, Edda Heiðrún Backman, Pálmi Gests- son, Þröstur Leó Gunnarsson, Halldóra Bjömsdóttir og Margrét Guðmundsdóttir. Þýðandi er Sveinn Einarsson. Höfundur leik- myndar er Þómnn Sigríöur Þor- grímsdóttir, höfundar búninga Margrét Sigurðardóttir og Þórunn Sigríður, lýsingu hannar Bjöm Bergsteinn Guðmundsson. Leik- stjóri er Stefán Baldursson. Næsta sýning verður annað kvöld. Bridge Ef spiluð er slemma á hendur AV verður sagnhafi að vanda sig í úr- spilinu. Geram ráð fyrir að spiluð séu 6 hjörtu í vestur og norður hitti á að spila út spaðatvisti. Hætt er við að sagnhafi sé svekktur yfir því að fá þetta útspil, því slemman á góða möguleika ef ekki kemur út spaði: * K42 v 10 * D1086432 * 64 * 105 4* * Á9543 * ÁKG * D108 4 D76 4» K872 * 975 * 972 N V A S 4 AG983 4» DG6 ♦ - 4 ÁKG53 Sagnhafi verður að drepa strax á ásinn og vonast til að trompið sé upp á engan gjafaslag. Hjartadrottn- ingu er spilað og legan gerir það að verkum að hægt er að taka þrisvar sinnum tromp. Vörnin á samt einn trompslag, en ekki þýðir að gefast upp. Vinningsmöguleikinn byggir nú á þvi að suður eigi að minnsta kosti 3 lauf og þá er hægt að henda spaðatapslagnum í blindum ofan í fjórða laufið. Sex laufa samningur er vandasamari og krefst nákvæmr- ar spilamennsku. Gerum ráð fyrir að vestur sé sagn- hafi og norður spili út einspili sínu í hjarta. Ef hjörtun liggja 3-2 fær sagnhafi auð- veldlega 13 slagi, en ef þau liggja 4-l(eins og útspilið bendir til) er varúðar þörf. Sagnhafi ætti að leggja fyrst niður laufkónginn og spila síðan laufi á drottningu. í þessari stöðu er sagnhafa óhætt að spila lágu hjarta að heiman án þess að eiga það á hættu að tapa spilinu. Ef norður á aðeins eitt hjarta og 3 tromp fær hann aðeins einn slag á tromp. í þessari legu getur sagnhafi hins vegar spilað næst laufi á tíuna og svínað spaðatíu. Hjartanían er síðan innkoma til þess að endurtaka spaðasvíninguna. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.