Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 9 Utlönd Játvarður prins sagður opinbera trúlofun sína Talsmenn Buckingham-hallar neituöu snemma í morgun aö tjá sig um þær fréttir að yngsti sonur Elísabetar Englandsdrottningar, Játvarður prins, myndi opinbera trúlofun sína og unnustu sinnar, Sophie Rhys-Jones, síðar í dag. Sjónvarps- og útvarpsstöðvar í Bretlandi vitnuðu í morgun i frétt breska blaðsins The Sun að brúðkaup Játvarðs og Sophie færi fram síðar á þessu ári í Westminster Abbey. Játvarður, sem er 34 ára, hefur lifað rólegu lifi í skugga tveggja eldri bræðra sinna, Karls og Andrésar. Hann er reyndar eini bróðirinn sem hefur kosið að sjá fyrir sér með launaðri vinnu í stað þess að sinna opinberum störfúm konungsfjölskyldunnar. Játvarður hefur verið nám- fúsastur bama Elísabetar og hann hefur alltaf reynt að halda ástarlífi sínu utan við sviðsljós fjölmiðla. Sophie hefur verið unnusta Játvarðar i mörg ár og hafa fjölmiðlar lengi velt því fyrir sér hvers vegna prinsinn hefur dregið það svo lengi að opinbera trúlofun þeirra. Sumir hafa giskað á að hann hafi ekki viljað taka slíka ákvörðun án þess að hugsa sig vel um. Öll systkini hans hafa skilið við maka sína. Fram yfir tvítugt þótti Játvarður, sem fæddist 10. mars 1964, ákaflega myndarlegur piltur en hann fór að missa hárið snemma á þrítugsaldri. Játvarður er þekktur fyrir stríðni en hann hefur einnig skapofsa föður síns. Þegar fjölmiðlar sýndu góðgerðarátaki hans lítinn áhuga eitt sinn rauk hann út af fundi með Játvarður prins, í miðið, ásamt Vilhjálmi prinsi og unnustu sinni, Sophie fréttamönnum og sagði að þeir Rhys-Jones. Símamynd Reuter þyrftu að læra mannasiði. Þótt Reykvíkingar hafi ekki haft ástæðu til að kvarta undan veðrinu síðustu dagana og vikurnar er blíðan hjá okkur þó langt frá því að vera hin sama og í París, höfuðstað Frakklands. Þar sitja borgarbúar á útikaffihúsum og njóta veöurblíöunnar og góöra veitinga. Hungraðir drepa börn og borða í Norður-Kóreu Flóttamenn frá N-Kóreu greina frá því að hungursneyðin í landinu sé svo alvarleg að íbúar ýmissa svæða hafi lagt stund á mannát. Meðal annars hafi böm verið tekin á götum úti, þau drepin og síðan étin. „Þegar maður er svangur missir maður vitið. Maður hugsar ekki lengur rökrétt og að lokum er litið á börn sem bráð,“ segir Kim Soon-Hee sem flúði frá N-Kóreu til Kína. Samkvæmt norska blaðinu Dagbladet hafa margir flóttamenn greint frá mannátinu. Margir foreldrar yfirgefa auk þess börn sín í þeirri von að einhver finni þau og gefi þeim mat. Eins o| ástandið er núna þyki'r ómögulegt fyrir utanaðkomandi að fá sögurnar um mannát staðfestar. Starfs-mönnum Alþjóða rauða krossins er meinaður aðgangur að mörgum héruðum. Þess vegna er ekki vitað hvað fer þar fram. Sameiginleg mynt ESB vekur misjafna hrifningu: Finnskur bóndi í hungurverk- falli vegna nýju myntarinnar Finnskur bóndi, sem er fúllur tor- tryggni út í Evrópusambandið, fór í hungurverkfall á gamlársdag þegar Finnland gaf gamla góða markið upp á bátinn og tók upp evruna, sameiginlega mynt ellefu landa inn- an Evrópusambandsins. Finnska út- varpið skýrði frá þessu í gær. Útvarpið hafði það eftir bóndan- um Antti Pesonen að efnahags- og hernaðarmaskína Evrópusam- bandsins væri að gleypa heimaland hans, land sem eitt sinn hefði veri eitt fárra óháðra ríkja í Evrópu. „Finnland hefur verið tekið inn í myntsamstarfið og við höfum glat- að okkar eigin mynt, gjaldeyris- forða og peningastefnu," sagði Pesonen. „Næsta skref verður að tengja Finnland við sameiginlega utanríkis- og öryggisstefnu Evrópu- sambandsins sem þýðir hemaðar- bandalag." Á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu Nóg var aö gera í kauphöllunum í gær, á öörum degi evrunnar. stal japanska jenið senunni frá evr- unni þegar gengi þess hækkaði gagnvart Bandaríkjadollar og hafði ekki verið hærra í nítján mánuði. Evran sjáif gaf aðeins eftir gagnvart dollar á öðram degi viðskipta með hinn nýja gjaldmiðil. Viðskipti í kauphöllum Evrópu vora almennt lífleg í gær nema hvað heldur dauft var yfir Frank- furt. Gengi evrunnar féll gagnvart jen- inu, rétt eins og gengi Bandaríkja- dollars. Evran náði sér þó aðeins á strik undir lok viðskiptanna í gær. Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í London, þeirri stærstu í Evrópu, hækkaði um 1,3 prósent. Við lok viðskipta hafði vísitalan ekki verið hærri í fimm mánuði. Fjármálasér- fræðingar þakka það góðu gengi símafyrirtækja og lyfjaframleið- enda, auk þess sem hækkun varð á Dow Jones vísitölunni. Dole enn aö velta fýrir sér forsetaframboði Bob Dole, fyrram leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að það myndi vera frábær byrjun á nýju árþúsundi aö kjósa konu í emb- ætti Bandaríkjaforseta. Hann sagði þó að Elizabeth, eiginkona sín, væri enn að velta fyrir sér hvort hún ætti að sækjast eftir að komast í Hvíta húsið í kosningun- um á næsta ári. Dole, sem sjálfur hafði ekki er- indi sem erfiöi í þremur tilraun- um sínum til að verða forseti, sagði að frúin gæti blásiö nýju lífi í Repúblikanaflokkinn. „Við þurfum stefnuskrá, við þurfum nýjar hugmyndir, við þurfum að laða fleira fólk að flokknum, einkum konur, blökku- menn, fólk af asískum uppruna og spænskumælandi," sagði Bob Dole í sjónvarpsviðtali. Uppreisnarmenn í Kongó þræta fyrir fjöldamorð Uppreisnarmenn í lýðveldinu Kongó myrtu að minnsta kosti fimm hundruö óbreytta borgara, þar á meðal konur og börn, um áramótin, að því er fréttastjóri kaþólskrar trúboösfréttastofu skýrði frá í gær. Leiðtogi uppreisnarmanna af ættbálki tútsa sagði ekkert hæft í ásökununum og sagði að allt hefði verið með kyrrum kjöram undan- farna daga á því svæöi þar sem morðin áttu að vera framin. Ekki tókst í gær að afla frekari upplýs- inga frá meintum morðstað. Frakkar og Kan- ar áformuðu að ræna Karadzic Stjómvöld í Washington og Paris skipulögðu í smeiningu ferð sérsveita til að nema Radovan Karadzic, leiðtoga Bosníu-Serba, á brott. Hvorir tveggja gerðu sér fulla grein fyrir því að Karadzic, sem hefúr verið ákærður fyrir stríðsglæpi, kynni að láta lífið. Frá þessu er greint í nýrri bók sem kemur út í þessari viku. Frönsku sérsveitimar áttu að gera lífverði Karadzics óvíga en hinar bandarísku að góma stríðs- glæpamanninn og koma honum undir manna hendur. Að sögn Toms Sanctons, blaða- manns við tímaritið Time og ann- ars höfundar bókarinnar, varð ekkert af aðgerðunum, meðal annars vegna tortryggni milli Frakka og Bandarikjamanna. Pitsukassar Ódýrt 12“ ,minnst 2.100 stk. Aðeins kr. 16 stk. 16“ ,mínnst 2.100 stk. Aðeins kr. 21 stk. Evrópumarkaður ehf. Simi 698 3788

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.