Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 7 sandkorn Fréttir Óbættur Framkvæmdir viö Brydebúð ganga vel: Mikil spenna er í efsta lagi þjóðfélagsins uin það hver hljóti það hnoss að verða seðlabanka- stjóri. Helst er talað um að fall- inn landsbankastjóri, Halldór Guðbjarnason, fái starfann. Hann hefur með sér að vera af réttum pólítískum lit og ekki skemmir vináttan við Finn Ingólfs- son viðskipta- ráðherra. Langt er liðið síðan Steingrímur Hermannsson lét af starfi en gárungar innan bank- ans segja það nokkur tíðindi því enginn hafi tekið eftir því að hann sé farinn og óbættur. Reyndar eru þeir fáir sem vilja taka upp evruna sem gjaldmiðil og þá megi leggja niður Seðla- bankann... Geta betur Nú er að hefjast hin æsispenn- andi keppni RÚV, Gettu betur. Búið er að skipta um áhöfn þar sem hinn geðþekki stjórnandi, Davíð Þór Jónsson, og hans fólk er horfið af sjónarsviðinu. í hans stað fellur það Loga Berg- mannEiðssyni í skaut að stýn þættinum og 1 framhaldinu taka þá skelli sem til falla þegar rifist verður um úrslit milli einstakra skóla. Þó er talið er að forsetaskipti í einstökum nemendafélögum auki líkur á því að friðurinn veröi ekki sundur slitinn.... í „skammarkrók" Það var margt um skipin í Ak- ureyrarhöfn um jól og áramót, skip við allar bryggjur og víða þurfti að flytja skip til svo við- leguplássið nýttist sem best. Það vakti hins vegar fljótlega athygli þeirra sem gerðu það að gamni sínu að aka um bryggjurnar og skoða skipin um hátíðarnar að eitt skip lá við bryggju út við fiskimjölsverk- smiðjuna i Krossanesi. Það var reyndar engin smáfleyta, heldur sjálf Guðbjörgin frá ísafirði, þetta mikla aflaskip sem að einhverju leyti er komið undir Samherja- menn eins og svo margt annað fleyið. Kunnugir höfðu á orði að það væri dálítið skrýtið að sjá „Gugguna" í skammarkróknum í Krossanesi á meðan öðrum skip- um væri raðað upp við bryggjur bæjarins. Lítið fer nú fyrir vest- firska flaggskipinu... Á áætlun Tekið hefur verið eftir því hversu illa hefur gengiö hjá Flug- félagi íslands að halda áætlun. Þetta á sérstaklega við um þær leiðir þar sem ekki ríkir sam- keppni. Þannig munu ísfirðing- ar vera orðnir langþreyttir á því að bíða úti á velli klukkustund- um saman. Sagan segir að reikni orðið með seinkunum á ákveðnum leiðum. Það styrkir þessa kenningu að kona nokkur kom á Reykjavikurflugvöll á dög- unum og spurði um ísafjarðarvél- ina. „Henni seinkar því miður um klukkustund," var svarið. „Nú hún er þá á áætlun," sagði konan um hæl... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Húsið nánast fullgert að utan DV, Vík: Endurbætur á gamla verslunar- húsinu Brydebúð í Vík hafa gengið vel. Nú eru framkvæmdir utanhúss langt komnar, búið er að endumýja klæðningu og einungis á eftir að skipta um jám á norðurþekju húss- ins og klæða þar kvist. Að sögn Sveins Pálssonar, hjá fé- laginu sem stendur að endurbygg- ingunni, era framkvæmdir innan- dyra að hefjast. Ekki liggur ljóst fyr- ir hvenær þeim lýkur en það ræðst af því hvernig gengur að afla fjár til verksins. „í fyrra fékkst 1.250.000 króna styrkur frá Húsfriðunarsjóði til Brydebúðar og síðan fengum við framlag upp á 1.500.000 krónur til framkvæmda við húsið úr sjóði sem Einar Oddsson, fyrrum sýslumaður Skaftfellinga, hefur umsjón með. Auk þess fengum við nokkra smærri styrki. Siðan höfum við góð- ar vonir með að fá töluvert fjár- magn til framkvæmda á þessu ári.“ Sveinn sagði að reiknað væri með að komast sem lengst með fram- kvæmdir á þessu ári. „Það er búið að panta húsið til sýningarhalds árið 2000 og það setur á okkur ákveðna pressu. Það er eiginlega framar björtustu vonum að geta klárað það fyrir þann tíma. Þetta er sýning sem Sigrún Jónsdóttir kirkjulistakona ætlar að setja hér upp að tilstuðlan kirkjunnar í til- Brydebúð hefur tekið miklum breytingum frá því framkvæmdir hófust. DV-mynd NH efni af 1000 ára afmæli kristnitök- framkvæmdir koma til með að húsið geti verið tilbúið þegar að unnar. Við vitum ekki hvernig ganga en það verður allt reynt til að þessu kemur.“ -NH Axel Eiríksson uppfinningamaður: Hækjur sem standa sjálfar Uppfinningamaðurinn Axel Ei- ríksson, 78 ára gamall, hefur sent frá sér sjálfstandandi hækjur sem læknum og þeim sem annast um sjúklinga líst vel á. Axel segir að uppfinningin gangi út á að neðan á hækjunum er búnaður, fætur, sem hægt er að spenna út þegar hún er ekki í notkun. Hægt er að láta hana standa á gólfi. Þeir sem þurfa að nota hækjur eru iðulega í erfiðleikum með að leggja þær frá sér og sumir eiga erfitt með að nálgast þær þegar þær liggja á gólfinu. Axel hefur fundið ýmislegt upp um ævina, til dæmis naglamottu sem leigubílstjórar hafa notað mikið. Axel Einarsson uppfinningamaður og Gunnar Ingi Gunnarsson heilsu- gæslulæknir með hækjuna góðu sem Axel hefur endurbætt þannig að hún stendur sjálf. DV-mynd Teitur Gunnar Ingi Gunn- arsson, heilsu- gæslulæknir í Árbæ, er ánægður með þetta framtak Axels. „Það er fullt af fólki sem hefði gott af því að hafa þennan útbúnað á stöfum sinum og hækjum, til dæmis þegar farið er í heimsóknir, í opin- berar stofnanir og á læknastofur. Þessu fólki er nauðsynlegt að geta nálgast hjálp- artækin án erfið- leika. Þetta er hreint ágætt fram- tak hjá Axel og ég mæli eindregið með þessum bún- aði,“ sagði Gunnar Ingi í samtali við DV. -JBP Veðurstöð á Ströndum SteinSrfmsfjöröur ^ Broddanes / Ennishofði 'F° Skriðsenni Veðurstöð á Ennishöfða DV, Hólmavík: Að vetri til getur vegurinn yfir Ennishöfðann milli Bitrufjarðar og Kollaíjarðar verið ein mesta sam- gönguhindrun á leiðinni frá Reykjavík til Bolgungarvíkur. Þessi hluti leiðarinnar heldur áfram að vera það þar til úrbætur verða gerðar - hann færður eða göng gerð þar í gegn. Þó hæsti hluti vegarins nái ekki 300 metra yfir sjó er þar oft á vetrum mikið ólíkt veður þvi sem er við sjóinn beggja vegna sem engan þarf að undra. Hafa óhöpp verið þar tíð en aldrei sem betur fer alvarleg slys eða manntjón þó oft hafi þeim sem hafa fyrstir komið fundist litlu hafa munað. Á sl. sumri var komið fyrir bún- aði á efsta hluta vegarins sem skráir margháttaðar upplýsingar og þá ekki síst til öryggis fyrir veg- farendur s.s. um vindhraða, vind- átt, lofthita og veghita svo eitthvað sé talið. Upplýsinga þessara geta þeir sem leið eiga þarna um aflað sér fyrir ferð hverja á textavarp- inu. Mikið öryggi er í þessu sem þegar hefur sannast, þó nánast engin vetrarveður hafi enn gert. Það var verkfræðistofan Vista ehf. í Reykjavík sem hafði á hendi upp- setningu og allan frágang á þessum þarfa búnaði. -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.