Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 íþróttir (£Íj ENGIAND Dave Bassetí var í gær rekinn úr starfl knattspyrnustjóra hjá Notting- ham Forest. Ekki hefur verið ákveðið hver muni taka við stjóminni en Micky Thomas, aðstoðarmaður Bas- setts, mun stýra liðinu þar til nýr maður finnst. Ron Atkinson er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið en hann er fyrrum knattspymustjóri hjá Aston Villa og Sheffield Wednesday og þá hefur nafn Stuarts Pearce ver- ið nefnt en hann lék um árabil með liðinu og stýrði því um tíma en hann er nú leikmaöur hjá Newcastle. Nott- ingham Forest situr í botnsæti ensku A-deildarinnar og hefur ekki unnið í síðustu 17 leikjum sxnum í deildinni. Alex Ferguson, stjóri United, hef- ur allan leik- mannahópinn til að velja úr fyrir leikinn gegn West Ham á sunnudag- inn. Gary Neville og David Beck- ham eru lausir úr leikbanni sem þeir vom i gegn Middlesbrough á sunnudaginn og þeir Ronny Johnsen og Paul Scholes hafa jafnaö sig á flenstmni sem herjaði á þá um helgina. Lee Sharpe hefur verið lánaöur frá Leeds United til ítalska A-deildar liös- ins Sampdoria út leiktíðina. Sharp hefur verið á sölulista hjá Leeds um nokkxtrt skeið en hann var keyptur frá Manchester United fyrir 500 millj- ónir áriö 1996. Leikmaðurinn varð fyrir alvarlegum hnémeiðsium sem gerði það að verkum að hann lék fáa leiki með Leeds. Gerard Houllier, knattspymustjóri Liverpool, hefur endanlega gengið frá kaupum á norska vamarmanninum Frode Kippe. Hann er 19 ára gamall og hefur leikið með norska A-deild- arliðinu Lilleström. Liverpool greiðir 77 milljónir fyrir Kippe en sú tala get- ur hækkað en það fer eftir því hve marga leiki hann spilar með aðallið- inu. Duncan Fergu- son, hinn stóri og stæðilegi fram- herji Newcastle, verður frá i ein- hverjar vikur en hann meiddist i nára í leik gegn Liverpool á dög- unum. Ferguson gæti þurft að gangast undir að- gerö og þá yrði hann frá knattspymu- iökun í tvo mánuði. David O’Leary, knattspymustjóri Leeds United, er að leita af sterkimi vamarmarmi en sem kunnugt er þá meiddist Hoilendingurinn Robert Mo- lenaar það ilia að harm leikur ekki með á trmabilinu. Alan Stubbs, leikmaður Celtic, er einn þeirra sem O’Leary hef- ur verið að skoða og þá er hann með portúgalska landsliösmanninn Beto í sigtinu en hann ku vera sterkur spiiari. ítalski vandræðagemlingurinn Pa- olo Di Canio mætti ekki til Sheffield Wedneday á mánudaginn eins og til stóð og hann hefur nú rætt við for- ráðamenn liösins um að fá dvelja i að minnsta kosti einn mánuð til viðbót- ar á Ítalíu. Sem kunnugt er var Di Canio dæmdur i 11 vikna bann fyrir að hrinda dómara. Hann var laus úr banninu á öðrum degi jóla en lét ekki sjá sig og allar likur em á að hann hafi leikið síðasta leik sinn í búningi Wednesday. Andy Ritchie .knattspymu- stjóri hjá Oldham, segir að Chelsea eigi góöa mögu- leika á að vinna tvöfalt í ár, það er úrvalsdeildina og bikarkeppnina. Ritchie, sem sá sina menn tapa fyrir Chelsea, 0-2, í bikamum um síðustu helgi, segir að leikmannahópur Chelsea sé feikilega öflugur og breiddin mikil eins kom í ljós þegar sjálfur stjórinn, Gianluca Vialli, skoraði bæði mörkin. Emmanuel Petit, sem skoraði 2 mörk fyrir Arsenal í 4-2 sigrinum á Preston I bikarkeppninni í fyrra- kvöld, segir að Alex Ferguson, stjóri United, sé bara hræddur við lið Arsenal þegar hann segi að Petit og fleiri leikmenn i Arsenal-liðinu geri í því að efna til áfloga i leikjum Arsenal. „Það er ekki hægt að banna mönmim að tala en þessi xunmæli sýna að hann skíthræddur við okk- ur,“ segir Petit. -GH Aron Kristjánsson er hér í leik með Haukum á íslandsmótinu í handknattleik á síðasta keppnistímabili. Á innfelldu myndinni er Hulda Bjarnadóttir en þau skötuhjú hafa bæði staðið sig mjög vel liði Skjern í Danmörku. Aron Kristjánsson hefur slegið í gegn með Skjern í danska handboltanum: Kau p ársi ns - segja dönsku blöðin og hrósa íslendingnum í hástert Kaup ársins segja dönsku blöðin um kaup danska handknatt- leiksliðsins Skjern á Haukamannin- um Aroni Kristjánssyni. Aron gerði tveggja ára samning við Skjern í sumar og hann hefur svo sannar- lega staðið sig vel með liðinu sem hefur komið mikið á óvart á leiktíð- inni. Skjern er nýliði í deildinni en undir stjóm hins kunna þjálfara og fyrrum leikmanns, Anders Dahls Nilsens, er liðið sem stendur í 2. sæti deildarinnar og á dögunum tapaði liðið fyrir Kolding í fram- lengdum úrslitaleik í bikarkeppn- inni. Aron á drýgstan þátt í velgengninni Ekstra Bladet sagði í frétt um Aron á dögunum að hann ætti drýgstan þátt í velgengni liðsins á leiktíðinni og baráttukraftur hans hefði svo sannarlega smitað út frá sér. Aron er leikstjórnandi liðsins og leikur stórt hlutverk í varnar- leiknum. Hann hefur undatekn- ingarlaust átt góða leiki með Skjern í vetur og hefur skorað tæp 60 mörk í þeim 12 leikjum sem liðið hefur leikið í deildinni. Skjem gerði jafn- tefli, 29-29, á heimavelli gegn Vrold Skanderborg á sunnudaginn og skoraði Aron 5 mörk. Skjem er í 2. sæti með 17 stig en Danmerku- rmeistararnir í GOG eru i toppsæt- inu með 19 stig. Tólf lið era í A- deildinni og keppnin er með sama sniði og hér heima. Átta efstu liðin tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Markvörðurinn handarbrotnaði „Þetta hefur gengið vonum fram- ar. Við erum nýliðar og því reikn- uðu flestir með því að við yrðum að berjast neðar á töflunni. Markmiðið hjá okkur er samt enn að halda sæt- inu í deildinni og allt annað er bara plús. Anders Dahl er frábær þjálf- ari og honum hefur tekist að móta sterka liðsheild. Liðið hefúr náð mjög vel saman. Varnarleikurinn hefur verið góður og hefur það skapað okkur mörg hraðaupphlaup. Við voram hins vegar að lenda í óhappi. Aðalmarkvörður okkur handarbrotnaði á æfingu og verður frá í 8 vikur og gæti sett strik í reikninginn," sagði Aron í spjalli við DV í gær. Fullt á öllum heimaleikjum Frammistaða Skjern í vetur hefur gert það að verkum aö mikill hand- boltaáhugi er í bænum og það heyr- ir til undantekninga ef það er ekki fullt hús á heimaleikjum liðsins. Aron segir að Skjern eigi ágæta möguleika á að geta náð langt í vet- ur en lið eins og GOG og Kolding séu líkleg til afreka. - Hvemig metur þú muninn á íslensku deildinni og þeirri dönsku eftir að hafa spilað í deildinni hér heima í nokkur ár? „Það er svolitið erfítt að meta það enda hef ég ekki séð neina leiki heima í vetur. Miðað við deildina heima í fyrra er þetta svipað en ég held Scimt að það séu fleiri sterkari lið í deildinni hér úti og að deildin sé ívið sterkari en heima. Danskur handbolti er á uppleið. Landsliðinu gekk mjög vel í undankeppni HM og tryggði sér farseðilinn til Egypta- lands og það hefur auðvitað haft já- kvæð áhrif í deildina. Það er mikið af ungum og efnilegum leikmönn- um í deildinni enda Danir með bæði Evrópu- og heimsmeistarara í U-21 árs flokki." Vilja framlengja samninginn Aron skoðaði aðstæður í Þýska- landi áður en hann ákvað að gera samning við Skjern og Viggó Sig- urðsson, þjálfari Wuppertal, var með hann í sigtinu. Forráðamenn Skjern buðu hins vegar Aroni að koma út í sumar og æfa með liðinu og það tók þá ekki langan tíma að ákveða að bjóða honum samning. „Ég gerði tveggja ára samning við Skjern sem ég sé ekki eftir. For- ráðamenn liðsins hafa reynt að fá mig til að semja til lengri tíma. Ég vil ekki gera það strax heldur meta stöðuna eftir næsta tímabil. Ég er mjög ánægður héma og það hefur ekki skemmt fyrir að mér hefur gengið vel og hef fallið vel inn í lið- ið. Anders Dahl hefur verið að gera góða hluti. Hann er mjög virtur hér í Danmörku og hann hefur mjög góð áhrif á okkur leikmennina. Þá valdi ég að fara frekar til Danmerkur út af náminu en ég get stundað nám við kennaraháskólann í fjarnámi." - Aron hefur lítið fengið að spreyta sig með íslenska landslið- inu en ætlar hann ekki að kom- ast í það aftur? „Að sjálfsögðu stefnir maður að því og hefur metnað til þess. Það komast hins vegar ekki allir að í einu en ef kalliö kemur þá er ég til- búinn,“ sagði Aron. Hulda best í liðinu Unnusta Arons er Hulda Bjama- dóttir, landsliðskona í handknatt- leik og fyrrum leikmaður Hauka eins og Aron. Hulda er eins og Aron að spila með Skjem. Liðið leikur í B-deildinni og er þar í 3. sæti. Hulda, sem var lykilleikmaður í ís- landsmeistaraliði Hauka fyrir tveimur árum, hefur staðiö sig vel á línunni og í vinstra horninu og er einn besti leikmaður liðsins. Það hefur auðvitað vakið athygli að þau Aron og Hulda séu bæði að spila með Skjem og Aron segir að fólk í bænum viti alla vega hvar ís- lendingamir búi í bænum. Aron verður í eldlimmni um helgina en þá mætir Skjem Viborg á útivelli og verður leikurinn sýndur beint í danska sjónvarpinu. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.