Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1999, Qupperneq 15
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 1999 15 Samfylking án alþýðubanda- lagsmanna er ekki samfylking Margt bendir til þess að unnt verði að koma við sterkum áherslum vinstri stefnu í starfi samfylkingarinnar. Það sýna þær áherslur sem greint hefur verið frá í jafnréttismálum, kven- frelsismálum, mennta- málum, velferðarmál- um og umhverfismál- um. Sú ákvörðun að hafha skólagjöldum og aðkomugjöldum í heil- brigðisstofnunum er mjög mikilvæg fyrh al- menning í þessu landi. En til þess að halda uppi merkjum Alþýðu- bandalagsins þarf menn sem þekkja áherslur og baráttu þess í gegnum tíðina og fólk sem tekur málefni hreyfingarinn- ar alltaf fram yfir sjálft sig. Hlutur Alþýðubandalagsins Það var Alþýðubandalagið sem beitti sér fyrh uppbyggirigu heil- brigðiskerfisins fremur en nokkur Kjallarinn „Það var Alþýðubandalagið sem beitti sér fyrir uppbyggingu heil■ brigðiskerfisins fremur en nokk- ur annar einn stjórnmálaflokkur, með ráðherratíð þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Svavars Gests■ fyrh erfiðar efna- hagsaðstæður og þrátt fyrh skamma tíð sem þá fékkst til verkanna. Nú eru aðstæður aðrar; nú þarf að vera unnt að byggja upp mennta- og heilbrigðiskerfið á nýjan leik. Það þarf að gerast á næstu árum. Til þess þarf það að gerast í fyrsta lagi að Al- þýðubandalagið verði sterkt í sam- fylkingunni. Þess vegna þarf Alþýðu- bandalagið að bera sigurorð af keppi- nautum sínum í prófkjörinu í _______ Reykjavík 30. janú- ar. í öðru lagi verða sigurvegarar í prófkjöri Alþýðu- bandalagsins að vera fólk sem heldur merki Alþýðubandalagsins á lofti innan samfylkingarinnar og stendur vörð um þau málefni sem Alþýðubandalagið hefur sett á oddinn. Og í þriðja lagi verð- ur samfylkingin sem heild að vinna kosninga- sigur í vor. Guðrún Sigurjónsdóttir sjúkraþjálfari og fram- bjóðandi í framboði samfylkingarinnar í Reykjavík sonar. annar einn stjórnmálaílokkur, með ráðherratíð þeirra Magnúsar Kjartanssonar og Svavars Gests- sonar. Þá var lagður grunnurinn að því besta sem heilbrigðiskerfið hefur skapað í þessu landi í sátt við starfsmenn heilbrigðisþjónust- unnar. í menntamálaráðherra tíð okkar manna hafa líka verið unn- in stórvirki í menntamálum þrátt Bætum heil- brigðiskerfið á nýjan leik Á næsta kjör- tímabili þarf að byggja upp menntakerfið á ný þannig að því auðnist að standa undir framtíð þjóðarinnar til batnandi lífskjara. Þjóð sem ekki sinnir menntamál- um af metnaði dregst aftur úr í samkeppni um fólkið. Það er sér- staklega varasamt fyrir fámenna menningarþjóð eins og íslendinga. Um leið þarf að hefja endurbóta- starf í heilbrigðiskerfinu í sam- vinnu við heilbrigðisstéttirnar. „Þjóð sem ekki sinnir menntamálum af metnaði dregst aftur úr í sam- keppni um fólkið," segir m.a. í grein Guðrúnar. Aðalerindi mitt í prófkjör Alþýðu- bandalagsins nú er að gefa kost á mér til starfa á pólitískum vett- vangi í þágu velferðarsjónarmiða og þehra jafhréttisviðhorfa sem eru forsenda uppbyggingar heil- brigðiskerfisins. Ég þekki af eigin raun ömurleika niðurskurðar, vonleysis og lágra launa heilbrigð- isstétta. Ég skora á ykkur sem lesið þessa grein að styðja mig til þess að við saman getum bætt heil- brigðiskerfið á Islandi þannig að það verði á nýjan leik fyrhmynd að heilbrigðisþjónustu annars staðar, eins og það var um skeið. Alþýðubandalagið hefur orðið fyrir miklum skakkafóllum í sam- fylkingarferlinu. Við alþýðubanda- lagsmenn sem erum eftir á þeim vettvangi verðum því að verða þeim mun öflugri I átökunum í prófkjörum næstu vikna. Ef það tekst ekki þá fer illa. Samfylking án alþýðubandalagsmanna er ekki samfylking. Svo einfalt er það. Guðrún Sigurjónsdóttir Mergurinn málsins Það er vissulega svo að þeim sem lengi hafa staðið i baráttu fyr- h bættum hag síns fólks, þykir býsna vænt um endurómun og góðar undirtekth þeirrar baráttu frá þeim sem utan við standa og hafa þó haldgóða þekkingu og heiða yfirsýn til málanna. Það staðfesth þá líka þá trú okkar að við séum í engu að fara villur vegar í baráttunni, séum engan veginn að ýkja þá dökku lífskjaramynd svo alltof margra sem við eðlilega og með fullum rökum drögum upp. Oft er nefni- lega að því ýjað að sú mynd sé dekkri en raunveruleikinn. Slíkar eru staðreyndir Ef menn hins vegar reyna að setja sig í spor öryrkja með sléttar 65 þús. kr. heildartekjur á mánuði, hafandi um leið ýmsan aukakostn- að af fótlun sinni, þá hygg ég að flestir myndu einfaldlega spyrja sig að því, hvernig 1 ósköpunum væri unnt að sinna brýnum lífs- nauðsynjum með slík kjör, hvað þá einhverju umfram það. Ekki síður yrði myndin dökk ef menn tækju raunsatt dæmi af hjónum eða sambúðarfólki sem bæði eru öryrkjar og verða að láta sér nægja samtals til síns lífsframfær- is um 87 þús. kr. á mánuði. Slíkar eru nú einu sinni staðreyndimar og út frá þeim einum eiga menn að ganga. Þessar stað- reyndh þekkh af ríkri reynslu fyrrverandi landlæknh.Ólaf- ur Ólafsson, enda segh hann orðrétt í viðtali viö BSRB blaðið nú fyrh áramót- in síðustu: „Upp- lýsingar um ör- orkugreiðslur hér á landi eru ekki til að fara með í aðra hreppa, þær eru svo lágar, þrátt fyrh að við höfum ver- ið ein tekjuhæsta þjóð í heimi í áratugi." Ekki er nú unnt að kveða skýrar eða skarpar að orði en þetta. Hógværar kröfur Um þau skerðingarákvæði sem í framkvæmd eru segh fyrrv. landlæknh að með þeim séu öryrkj- ar hneppth í helsi, séu með öðrum orð- um í ákveðnum víta- hring skerðinganna, m.a. og sér í lagi vegna vinnutekna. Ólafur minnh einnig á nýlega könnun landlæknisembættis- ins sem í ljós leiddi „að 15 % aðspurðra höfðu hætt við eða frestað för til læknis á síðustu mánuðum vegna fjárskorts." Og auðvitað eru ör- yrkjar fjölmennir í þessum hópi, það seg- h sig sjálft. Kröfur öryrkja um kjarabætur eru í raun ákaflega hógværar, þeh fara í raun fram á þau mannréttindi ein að mega komast af, að kjör þeirra séu slík að því allra nauösynlegasta sé sæmilega borgið, að þeh þurfi ekki ævinlega að velta fyrh sér hverri krónu til lífsnauðsynja. Þegar horft er til þehra neyslutalna sem opinberh aðilar gefa út sem hreina nauðsyn fólks til að lifa sómasamlegu lífi, þá eru þær í svimandi hæð yfh þeim töl- um sem öryrkjum er gert að lifa af. Svo einfalt er nú það. Engu að síður þykh mér á því bera, að fólk sem betur á að vita og hefur þess- ar tölur fyrir eyrum og augum, skelli við þeim skollaeyrum. Aðrh eru fullkomlega meðvitaðh um þetta eins og fyrrverandi landlæknh er ágætt dæmi um. Út frá staðreynd- um einum í annan skal vitnað sem metur stöðuna einnig út frá stað- reyndum einum. Biskupinn yfh ís- landi, herra Karl Sig- urbjömsson, sagði orðrétt í áramótapré- dikun sinni: „Iðulega lýtur hinn minni máttar í lægra haldi og er sífellt þokað neðar á forgangslistanum. Fátæktin vex og aukinn fjöldi fólks lendh í öngstræti örbhgðar- innar, jafnvel hér. Á þriðja þús- und einstaklinga þurftu að þiggja aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir nýliðin jól og það í mesta góðæri íslandssögunnar. Þetta fólk er flest öryrkjar sem ættu sam- kvæmt grundvallarsiðgildum okk- ar þjóðar að njóta velferðar og stuðnings samfélagsins. Eitthvað er nú að.“ - Eru ekki orð þessara mætu manna verð umhugsunar og að- gerða? Það er nefnilega eitthvað að. Helgi Seljan „Þegar horft er til þeirra neyslutalna sem opinberir aðilar gefa út sem hreina nauðsyn fólks til að lifa sómasamlegu lífi, þá eru þær í svimandi hæð yfir þeim tölum sem öryrkjum er gert að lifa af. Svo einfalt er nú það.u Kjallarinn Helgi Seljan, framkvæmdastj. ÖBÍ Með og á móti Nýtt námasvæöi Klsiliðj- unnar Skynsamleg nýting auðlindar „Kísiliðjan við Mývatn hefur nú starf- að í 32 ár. All- an þann tíma hefur verk- smiðjan verið að nýta nátt- úruauðlind sem verður til á botni Mý- vatns. í dag er búið er að nýta í kringum 8% af þeim kísilgúr sem fínnst í vatninu. Þrátt fyrh að Mývatn sé mest rannsakaða vatn á landinu þá hefur ekki enn tekist að sýna fram á að vinnslan sé sá skað- valdur sem af er látið, Því hefur verið haldið fram áð svoifliu' í líf- riki Mývatns séu af völdum Kís- iliðjunnar. Við segjum hins veg- ar að það séu ótal aðrh þættir sem hafi þar haft áhrif. Má þar nefna Kröfluelda, veðurfar, botn- hækkun og fleira. Alltaf hefur verið gengið út frá því að ef sveifla í lífríkinu á sér stað þá sé það Kísiliðjunni að kenna. Allir vita þó að það eiga sér stað mikl- ar náttúrulegar sveiflur í öllu líf- ríki. Nægir þar að nefna sveiflur í fiskstofnum í kringum landið. Að okkar mati er það því for- svaranlegt að taka ný náma- svæði í notkun í Syðriflóa. Það væri mjög óskynsamlegt fyrir þjóðfélagið allt að kasta frá sér nýtingu á þessari auölind." Nauðsynleg náttúruperla Árni Bragason, for- stjórí Náttúru- verndar. um sem stundaðar hafa verið á Mývatni, mest rannsakaða vatni á íslandi. Og niðurstöður þehra rannsókna hafa ekki breyst frek- ar en það hefur breyst að lífríki Mývatns er sérstætt á heims- mælikvarða. Lögín um Laxá og Mývatn eru sett til að tryggja þetta einstaka lífríki, því okkur ber skylda til þess. Sagt hefur verið að Náttúruvemd beri enga ábyrgð á mannfólki við Mývatn og geti þess vegna mótmælt áframhaldandi námavinnslu. Ég tel hins vegar að mannlíf við Mý- vatn eigi allt sitt undh lífríkinu og með því að tryggja að það verði ekki fyrh skaða sé áfram- haldandi búseta á svæðinu tryggð. Öll ferðaþjónusta við Mý- vatn er tengd náttúru svæðisins. Markmið Náttúruvemdar er því að tryggja að komandi kynslóðir muni áfram njóta náttúrunnar. Ef rannsóknh, sem framkvæmd- ar em, sýna hins vegar að áfram- haldandi kísilvinnsla geti farið fram án þess að skaða lífríkið munum við að sjálfsögðu ekki setja okkur á móti vinnslunni. En sönnunin þarf að vera ótví- ræð og eðlilegt er að náttúran njóti vafans." -KJA „Sagt hefur verið að mót- mæli Náttúru- vemdar við nýju náma- svæði í Mý- vatni séu byggð á úrelt- um forsend- um. Því er ég ekki sammála. Við göngum út frá rannsókn-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.