Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Fréttir Matareitranir tífaldast á síðustu fimm árum - þrátt fyrir aukið hreinlæti og fræðslu „Við vitum ekki hvað er að ger- ast. Tölumar sýna okkur einfald- lega að skráðum matarsýkingum er að fjölga svo um munar. Ekki að- eins hér á landi heldur einnig í ná- grannalöndunum og þetta gerist þrátt fyrir aukið hreinlæti og stór- aukna fræðslu," segir Franklín Ge- orgsson, forstöðumaður rannsókn- arstofu Hollustuvemdar ríkisins. Skráðar matareitranir hér á landi voru á síðasta ári rúmlega tíu sinnum fleiri en árið 1993. Þá vora þær 23 talsins en í fyrra var til- kynnt um 265 tilfelli. Flestar komu þær fram í fermingarveislum síðast- liðið vor, svo og í mötuneytum nokkurra opinberra stofnana. Áriö 1996 vom skráðar eitranir vegna matvæla 221 og munar þar mest um rjómabollur sem komu frá Mjólkur- samsölunni á bolludaginn það ár. „Þessar tölur em aðeins toppur- inn af ísjakanum," segir Franklín Georgsson. „Það er viðtekin venja bæði hér heima og í nágrannalönd- unum að áætla sem svo að skráð tilfelli séu tæplega tíundi hluti af þeim sýkingum sem upp koma. Sænska matvæla- stofnunin gerði símakönnun á þessu fyrir skemmstu og kom þá í ljós að 500 þúsund manns höfðu veikst af neyslu matar á því ári. Skráð tilfelli í Svíþjóð það ár vom hins vegar ekki nema 2000.“ Franklín segir erfitt að henda reiður á hvað valdi þessari fjölgun. Breyttar matarvenjur hafi sitt að segja. Fólk borði nú meira úti en áður þegar menn létu helst ekkert ofan í sig nema þekkja það vel. Fólk sé spennt fyrir nýjum og áður óþekktum réttum. „Aukin ferðalög fólks valda því að örverur sem ekki voru til hér á landi eru nú komnar til að vera. Til dæmis hefur tíðni campylobat- er-sýkilsins tvöfaldast í sýnum. Sá sýkill er nú kominn í annað sætið á eftir salmonellunni. Hann smit- ast helst frá alifulgum og húsdýr- um og eru páfagaukar og hundar þar hvað skæðastir," segir Frank- lin Georgsson. -EIR Franklín Georgsson. Farþegi bíöur eftir strætó vlð sjónvarpshúsið: - Betra að standa fyrir aftan það. DV-mynd ÞÖK Strætóskýlið snýr öfugt Strætóskýlið fyrir framan sjón- varpshúsið á Laugaveginum í Reykjavík snýr öfugt. Það er álit meirihluta strætisvagnafarþega sem nota skýlið. „Við erum í lífshættu hér þegar blautt er í veðri því skvettumar sem ríða yfir okkur eru eins og holskeflur," sagði einn farþeganna þar sem hann beið í skýlinu. „Þess vegna er betra að standa fyrir aft- an það. Þar er betra skjól af því.“ Farþegamir vom sammála um að best væri að snúa skýlinu við. Það sneri öfugt. -EIR Kolsvört skýrsla um örlög Flateyringa: Enginn skilinn eft- ir á köldum klaka - segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri Það er ekki rétt að fólk hafi verið skilið eftir á köldum klaka. Það lá ekkert fyrir eftir að flóðið féll að það ætti að bæta eitthvað annað en bara tjón á húsum sem ekki urðu fyrír altjóni," sagði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Isafirði, í samtali við DV. Blaðið leitaði viðbragða hans við frétt DV í gær af svartri skýrslu Guð- jóns Petersens um örlög Flateyringa eftir snjóflóðið mannskæða í október 1995. Halldór sagði að drög að skýrsl- unni væm enn vinnuplagg og ekki væri enn búið að gera hana opinbera. Hann harmaði að þessi drög hefðu lekið út og væra orðin að fféttaefni áður en skýrslan er i raun orðin til. DV hefur heimildir fyrir því að aðeins eitt minnisblað sé til frá bæjarstjóm til nefndar þriggja ráðuneytissijóra sem ætlað var að taka strax á málum sem kæmu upp í kjölfar snjóflóðsins. Önnur erindi hafi ekki borist nefnd- inni. Þá er stjórn Samhugar í verki sögð hafa bragðist Flateyringum en nú hefuir verið ákveðið að leggja eft- irstöðvar af söfnunarfénu í almenn náttúruhamfarasjóð. Samkvæmt heimildum DV er skýrslan í grandvallaratriðum tilbúin og aðeins eftir að lagfæra einstök at- riði hennar. I henni er framkoma op- inberra aðila, svo sem sveitarstjómar og Húsnæðisstofnunar í garð þolenda hamfaranna, gagn- rýnd í skýrslunni. Vegna afskiptaleys- is þeirra hafi fólk ekki fengið bætur vegna húsa sem skemmdust, að undanskildum þeim sem urðu fyr- ir altjóni, fyrr en löngu eftir flóðið og fjárhagur margra fjölskyldna af þeim ástæðum farið illa. Halldór Halldórs- son sagði að hugmyndin að gerð skýrslunnar hefði verið sú að fá í hendur heildarmynd af ástandinu og hvar mætti bæta stöðuna. „Ef við þurfum að bæta stöðuna hjá einstak- lingiun þá gerum við það. Skýrslan er tæki til að greina stöðuna og laga það sem hægt er að laga af það er mögu- leiki." Halldór sagði það ekki rétt að mál Flateyringa hefði dagað uppi eftir sameiningu sveitarfélaganna sem nú mynda ísafjarðarbæ. Flóðið hefði fall- ið í októbermánuði en siðan líður rúmlega hálft ár þar til sameiningin á sér stað. Þeir sem þessu héldu fram ættu fremur að athuga hvað gerðist í þessum málum fram að sameiningu. Þá sæist að skriður hefði komist á málin eftir hana. -SÁ Miölægur gagnagrunnur: Auglýsingastríð á Vísi.is Hafið er auglýsingastríð milli tveggja öndverðra póla í gagna- gmnnsmálinu á síðum Vísis.is. Um alllanga hríð hefur Vísir veriö með upplýsingar íslenskrar erfðagrein- ingar, fréttir, greinar, spumingar og svör. Almenningur hefur notfært sér þessa slóð og lesið sér til um gagnagrunninn. í gær birtist samkeppnin, slóö sem liggur til samtakanna Mann- vemdar, sem barist hefur hart gegn gagnagrunninum. Þar era fjölmarg- ar greinar gegn miðlægum gagna- granni, innlendar og erlendar. -JBP Forsíða Vísis.is en þar er hægt að kynnast báðum hliðum á gagna- grunnsmálum, hlið Kára og hlið Mannverndar. Stuttar fréttir i>v Nýr framkvæmdastjóri Björg Ámadóttir, blaðamaður og kennari, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Miðstöðvar sí- menntunar á Vesturlandi. Björg hefur mikla reynslu af kennslu og fræðslumálum. Hún hefur m.a. kennt á öllum skólastigum, frá forskóla upp í háskóla. Síðustu fjögur árin hefur hún verið stundakennari viö Menntasmiðju kvenna á Akureyri. 1500 kvartanir Landlæknisembættinu bárust alls 1500 kæmmál og kvartanir á ár- unum 1991-1997 í embættistíð Ólafs Ólafssonar. Helm- ingur kæranna var vegna meintra mistaka læknanna og 12% vegna samskiptaörðug- leika. Meira lauslæti Samkvæmt niðurstöðum könn- unar Landlæknisembættisins era karlmenn í lista-, skemmtana- og fjölmiðlageiranum manna lauslát- astir. Heimavinnandi konur em mun lauslátari en þær sem eru útivinnandi. Vilja líka Bæjarstjóm Reykjanesbæjar hefur skorað á ríkisstjómina að endurskoða áætlanir um menn- ingarhús og vill fá eitt slíkt hús í sína byggð. Gosaskan skemmdí Talið er að aska úr gosinu í Vatnajökli hafi valdiö miklu tjóni á hreyfli einnar af vélum íslands- flugs. Þetta er niðurstaða rann- sóknar breskra flugvirkja sem könnuðu vélina. Viðgerð kostar tugi milljóna króna. Össur bætir sig íslenska hátæknifyrirtækið Össur hf. hefur aukiö sölu sína á síðasta ári um 34%. Veltan fór í fyrsta sinn yfir milljarð og heild- arsala hefúr tvöfaldast á tímabil- inu 1995-1998. Hulduhermenn Margir manna sem kenndir hafa verið við hulduher Alberts heitins Guðmundssonar mættu á fjölmennt landsþing Frjáls- lynda flokksins um síðustu helgi. Þeirra á meðal nefnir Dagur Ásgeir Hannes Eiríks- son og Jón Oddsson. Tugþúsundir á hestamót Aðstandendur Landsmóts hestamanna áriö 2000, sem haldið verður í Reykjavík, reikna með tugum þúsunda gesta þá sex daga í júlí sem mótið stendur, þar af 8-10 þúsund útlendingum. Forseti íslands verður verndari mótsins. Polyolverksmiðja Líkur hafa aukist á því að byggð veröi polyolverksmiðja hér á landi í samvinnu við S-Afríkumenn o.fl. Polyol er hráefhi til plastfram- leiðslu, yfirleitt unnið úr oliu en verður hér unnið úr sykri eða sterkju. Finnur Ingólfsson iðnaðar- ráðherra er nú í S-Afríku að ræða nýsköpun í iðnaði viö þarlenda. Hækkuðu tvöfalt Laun opinberra starfsmanna hækkuðu að jafnaði tvöfalt meira á síðasta ári en laun fólks á al- menna vinnumarkaðinum sam- kvæmt tölum Hagstofunnar. Slysin dýr Rannsóknamefnd umferðar- slysa er tekin til starfa. Umferðar- slys em talin kosta 11-15 milljarða á ári. Þórhallur Ólafsson, formaö- m- Umferðarráðs, segir við Dag að í 15 dauðaslysum síðasta árs hefðu 14 að líkindum lifað af hefðu þeir veriö í bílbeltum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.