Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 9 dv Stuttar fréttir Utlönd Óveður í Svíþjóö Fárviðri gekk yfir suður- og vesturhluta Sviþjóðar í gærkvöld. Tré féllu yfir vegi og rafinagnslín- ur og urðu yfir 20 þúsund heimili rafmagnslaus. Albright í Moskvu Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, snæddi í gærkvöld kvöldverð í Moskvu í boði Jevgeníjs Prima- kovs, forsætis- ráðherra Rúss- lands. Albright er í þriggja daga heimsókn í Rússlandi til að ræða bæði utan- ríkismál og efnahagskreppuna í Rússlandi. Mordechai í framboð Yitzhak Mordechai, sem var rekinn úr embætti varnarmála- ráðherra ísraels um helgina, til- kynnti í gær aö hann hefði hug á að verða næsti forsætisráðherra landsins. Dísilbílar hættulegir Sænsk rannsókn sýnir að út- blástur úr dísilbílum er tíu sinn- um hættulegri en útblástur bens- ínbíla. Á von á 20. barninu 40 ára bresk ofurmamma, Nicola Pridham, gengur með 20. bam sitt. Nicola hefur fætt barn á hverju ári undanfarin 20 ár. Kona forsetaefni Stjómarandstöðuflokkurmn CDU í Þýskalandi hefur útnefnt Dagmar Schipanski, sem er a- þýskur háskólaprófessor, forseta- efhi flokksins. HlV-maðurinn í íran Mehdi Tayeb, sem grunaður er um að hafa haft mök við hundmð kvenna í Svíþjóð án þess að greina þeim frá því að hann væri alnæmissmitaður, er talinn fela sig í íran. Nýr ríkisarfi Hussein Jórdaníukonungur undirritaði í gær tilskipun um að sonur hans Abdullah, sem er 37 ára, verði krónprins. Kon- ungurinn svipti í síðustu viku bróður sinn krónprinstitlin- um. Var kon- ungurinn óánægður með frammi- stöðu bróður síns á meðan hann dvaldist í Bandarikjunum í hálft ár vegna krabbameinsmeðferðar. Abdullah er sonur annarrar eig- inkonu Jórdaníukonungs, Tinu Gardiner ffá Bretlandi. Bútaði líkið Sænska lögreglan greip á götu í Stokkhólmi á sunnudagskvöld 45 ára konu sem gmnuð er um aðild að morði á 81 árs manni. Lík mannsins fannst bútað sundur í Riddarfjárden í Stokkhólmi í nóv- ember síðastliðnum. Öflugur jarðskjálfti í kaffiræktarhéraði Kólumbíu: Á fjórða hundrað manns týndi lífi Öflugur jarðskjálfti varð á fjórða hundrað manna að bana í kaffírækt- arhéraði Suður-Ameríkuríkisins Kólumbíu í gær. Meira en þúsund manns særðust í skjálftanum sem mældist 6 stig á Richter og eyðilagði byggingar og olli aurskriðum. Kraftur skjálftans var svo mikill að graíhvelfingar opnuðust og haus- kúpur og bein flugu um allt, eins og sjónvarpsmyndir úr kirkjugarðin- um í bænum Cajamarca. Héraðshöfuðborgin Armenia sem er hátt uppi í Andesfjöllunum varð verst úti. Miklar skemmdir urðu í um tuttugu borgum og bæjum. íbúamir í Armenia rótuðu í húsa- rústunum með berum höndum í all- an gærdag í von um að fmna ein- hverja á lífi. Þegar skyggja tók voru flestir orðnir niðurdregnir og úr- vinda af þreytu. Eldar sem kveiktir höfðu verið á götum úti vörpuðu daufri birtu sinni yfir sviðið og sírenuvæl fyllti kalt fjallaloftið. „Við þorum ekki að sofa af því að það gæti komið annar skjálfti og það litla sem eftir er gæti hmnið of- an á okkur,“ sagði kona nokkur sem leitaði í rústum heimilis síns með aðstoð vasaljóss. Á sjónvarpsmyndum frá borginni Pereira mátti sjá björgunarsveita- menn draga hálfklædd lík fómar- lamba skjálftans út úr húsarústun- um á meðan eldar sem kviknuðu í kjölfarið eyddu þvi sem eftir var af húsunum. „Umfang skjálftans er svo mikið að okkur fallast hendur," sagði Al- berto Parra, yíirmaður almanna- varna í Kólumbíu. Yfirvöldum taldist til aö meira en þijú hundruð manns hefðu týnt lífi í hamfórunum og rúmlega eitt þús- und særst. Búist var við að þær töl- ur myndu hækka. „Allt er eyðilagt. Það er ekkert eftir innan dyra. Við biðum bara eftir að birti. Þá ætlum við að bjarga því sem bjargað verður og sjá til hvert við forum,“ sagði Benja- min Ortiz í Armenia og tók utan um eiginkonu sina og tvær dætur. Þau sluppu öll ómeidd þegar heimili þeirra hrundi til grunna í jarð- skjálftanum. íbúar bæjarins Armenia fylgjast örvæntingarfullir með tilraunum björgunarsveitamanna til að bjarga fólki úr rústum heimila sinna eftir gífurlega harðan jarðskjálfta sem skók miðhluta Kólumbíu í gær. Meira en þrjú hundruð hafa þeg- ar fundist látin og er óttast að sú tala eigi eftir að hækka. Kommar hleraðir í 13 ár Sænska öryggislögreglan hleraði öll símtöl til og ffá skrifstofum kommúnistaflokksins sænska í Gautaborg á ánmum 1953 til 1966. Þetta kemur fram í áður óþekktum skjölum sem fundust hjá saksókn- ara í borginni, að því er segir í frétt- um sænska blaðsins Dagens Nyhet- er. Meðal skjalanna er fjöldi skýrslna um leynilegar símahleranir í Gauta- borg. Flestum þeirra var beint gegn deild kommúnistaflokksins þar á bæ. Skjölin leiða í ljós hvemig þús- undir manna voru kortlagðar og skráðar, þar á meðal kvikmynda- leikstjórinn Roy Andersson og rit- höfúndamir Sture Kállberg og Jan Myrdal. Öryggislögreglan þurfti ekki ann- að en að tilkynna að einhver úr for- ystu kommúnistaflokksins væri gmnaður um njósnir til að fá leyfi fyrir hlerununum. Dómstóll endur- nýjaði leyfið í hverjum mánuði og í lok hvers mánaðar var send skýrsla til viðkomandi dómstóls. Þrátt fyrir hleranimar var eng- inn hinna hleruðu nokkru sinni gripinn eða yffrheyrður. Brúðkaup við fýrstu sýn Ungt enskt par gekk í hjóna- band í gær um leið og það var að sjást í fyrsta sinn. Carla Germaine, sem er 23 ára fyrirsæta, og Greg Cordell, sem er 28 ára sölumaður, höfðu tekið boði út- varpsstöðvar í London um brúð- kaupsferð til Bahamas, lán á sport- bil og lúxusíbúð í eitt ár til þeirra sem þyrðu að giftast strax þeim sem þeir sæu í fyrsta sinn. Tvö hundrað manns skrifúðu útvarps- stöðinni og kváðust reiðubúnir að taka sjensinn. Carla og Greg ætla að láta hjóna- bandiö endast. Leiðtogar ensku kirkjunnar em ævareiðir yfir upp- átæki útvarpsstöðvarinnar. Aðalljós Európustaðall ^ Þekkirdu þetta verð? Nissan Micra '93 8.600. M. Benz 190 '84-‘91 13.300. M. Benz 230 '86-'93 12.600. Peugot 405 '92 8.600. Toyota Corolla '93 6.800. VW Polo '95 8.800. Mazda 323 '86-'88 5.400. Nissan Primera '96 8.800. Mazda 626 '88 7.200 og fleiri gerðir. Mikið úrval stefnuljósa Afturljós á japanska pickupa, verð 3.400. Afturljós á vörubíla. Ljósabretti fyrir kerrur, verð 3.300,- o.fl. Póstsendum samdægurs. Q* varahlutir Hamarshðfða 1 sími 567 6744

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.