Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. Ekki er sopið kálið í ausu Kára Pyrrhus kóngur í Epírus komst að raun um, að kálið er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið. Hann vann hverja orrustuna á fætur annarri, en tapaði samt stríðinu. Hvenær sem hann hafði sigur, mögnuðu Rómverjar gegn honum nýja herflokka og ný vandræði. Sigur bandaríska fyrirtækisins deCode Genetics á ís- lendingum er ekki fyllilega í höfn, þótt stjórnarmeiri- hluti SjáifstæðisfLokks og Framsóknarflokks hafi á Al- þingi knúið í gegn lög um einkarétt fyrirtækisins á fjölvíðum gagnagrunni heilbrigðismála. Stofnað hefur verið félag til að kynna þjóðinni, hvern- ig menn geti á einfaldan hátt komið í veg fyrir, að nafn þeirra og kennitala komist inn í fjölvíðan gagnagrunn Stóra bróður í Delaware og til að fylgjast með aðgerðum Landlæknis til að virða vilja þessa fólks. Undirróður af þessu tagi fær stöðuga næringu frá um- ræðunni úti í heimi, sem haldið hefur áfram, þótt mál- inu sé formlega lokið hér á landi. Eitt mesta áfall gagna- grunnsmanna er grein í New York Times eftir fremsta erfðafræðing heims, Lewontin í Harvard. Það verður hvellur í Harvard og vísindaheiminum al- mennt, þegar búið er að þýða á ensku, að forstjóri deCode Genetics telur Lewontin vera þekktan öfgamann og strengbrúðu íslenzks fræðimanns. Hætt er við, að þetta magni enn frekari vandræði úti í heimi. Gagnagrunnur deCode Genetics er orðinn að meiri háttar umræðuefni í ýmsum þekktustu prentfjölmiðlum heims, New York Times og Washington Post, Le Monde og The New Yorker, Newsweek og Guardian. Að meðal- tali er umræðan gagnagrunninum stórlega í óhag. Hvorki umræðan í heild né grein Lewontins sérstak- lega er móðgun við íslendinga, þótt Kári Stefánsson haldi slíku fram. Móðgunin er eldri og felst í samþykkt gagna- grunnslaganna á Alþingi. Öll umræðan síðan í útlöndum er ekki annað en eftirmáli við móðgunina. Á liðnu hausti risu vonir um, að sættir mundu takast í gagnagrunnsmálinu um brottfall sérleyfis og aukna per- sónuvemd. En deCode Genetics og umboðsmenn þess í landsstjóminni vildu, þegar á reyndi, ekki sætta sig við annað en fullan sigur í frumvarpsbardaganum. Þegar valtað er yfir andstæðinga eins og gert hefur verið í gagnagrunnsmálinu hér á landi, er ekki auðvelt að meta, hvort sigurinn er varanlegur eða aðeins stund- arfriður. Eftir sigra í orrustum í Heraclea og Asculum varð Pyrrhus að bíða lægri hlut í Beneventum. DeCode Genetics hefði grætt mikið á að fara með lönd- um í málinu, fallast á tilgangsleysi sérleyfisins og sam- þykkja harðari persónuvemd. En forstjórinn vildi ekki annað en fullan sigur og þarf því að sæta linnulausri andstöðu þeirra, sem hann valtaði yfir. Það em fleiri seigir en Rómverjar. Svo er um þá, sem standa í Mannvernd að baki Sigmundi Guðbjarnasyni, fyrrum háskólarektor. Svo er einnig um þá, sem standa í Harvard að baki Lewontin erfðafræðingi. Svo er einnig um stóru alvörufj ölmiðlana úti í heimi. Það er hægt að hafa ráðamenn íslands og meirihluta íslendinga að fífli. Það er hægt að halda fram hverju sem er í deilum innan okkar vasaútgáfu af þjóðfélagi foringjadýrkunar. En það er ekki hægt að hafa alla íslendinga að fifLi og enn síður frjálsa umheiminn. Forstjóri deCode Genetics í Delaware þarf sífellt að ná vopnum sínum og á af ýmsum slíkum ástæðum erfitt með að súpa kálið, sem komið er í ausu hans. Jónas Kristjánsson „Flokksböndin hindra menn ekki lengur í að vinna að sameiginlegum hugsjónum," segir hér í greininni. - Nokkrir frambjóðendur samfylkingarinnar samankomnir á Hótel Borg. Sóknarfæri sameiningar áður en endanlegu marki er náð. í kjöifar sameiginlegs framboðs er óhjákvæmilegt að ný og breið hreyfing sem hefur jafnaðarstefnuna að leiðarljósi spretti fram. Næsta ár, sem er ár hinna miklu tíma- móta þegar aldir og ár- þúsund skiptast, er kjör- ið til að setja þá hreyf- ingu á stofh með form- legum hætti. Samhliða verða liðs- menn hins nýja stjórn- málaafls að leggja sig alla fram um að vinna því brautargengi meðal þjóðarinnar. Lokaáfang- anum er ekki náð fyrr en það hefur náð nægi- legum styrk og tiltrú „Sameinað framboð Kvenna- lista, Alþýðufíokks og Alþýðu- bandalags með liðstyrk ótal munaðarlausra vinstri manna er orðið að veruleika. Flokksböndin hindra menn ekki lengur í að vinna að sameiginiegum hug- sjónum.“ Kjallarinn Össur Skarphéðinsson sækist eftir að leiða lista samfylkingarinnar í Reykjavík Um áratugi hefur vinstri vængurinn verið tættur af sundurlyndi. A- flokkamir, sem í raun vinna í þágu sömu hugsjóna, hafa stundum stað- ið gráir fyrir jám- um andspænis hvor öðram. Jafnaðar- menn allra flokka sem tilheyra þeirri kynslóð sem komst til pólitísks þroska um miðjan áttunda áratuginn hafa átt sér þann draum að búa til eina öfluga og sameinaða hreyf- ingu úr vinstri vængnum. Ég er sjálfur hluti af þessari kynslóð. Þessi draumur hef- ur verið hluti af mínu pólitíska farteski frá því ég stálpaðist. Nú virð- ist ekkert geta kom- ið í veg fyrir að hann rætist. Ný landsstjórn Við sem höfum í meira en áratug unnið markvisst að því að A-flokkarnir græfu stríðsöxina og tækju upp sam- vinnu höfum ástæðu til að gleðj- ast. Sameinað framboð Kvenna- lista, Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags með liðstyrk ótal mun- aðarlausra vinstri manna er orðið að veruleika. Flokksböndin hindra menn ekki lengur i að vinna að sameiginlegum hugsjónum. Sameinað framboð er hins vegar aðeins áfangi, en ekki lokatakmark. Tveimur öðrum áfóngum er ólokið meðal þjóðarinnar til að fara með forystu í ríkisstjórn. Þá fyrst, þegar sjónarmið nútímalegrar jafnaðar- stefnu setja mark sitt á landsstjóm- ina, er sigurinn unninn. Mikil sóknarfæri Lýðræöið er styrkast þegar út- breidd sjónarmið hafa öfluga tals- menn og öflugan bakhjarl. Sjónar- mið jafnaöarstefnunnar njóta fjöldafylgis á íslandi en skipting vinstri vængsins í tvenn og jafnvel þrenn samtök hefur hindrað þau í að móta samfélagið í samræmi við það. Þetta er ástæðan fyrir því hörkulega stjórnarfari sem farið er að setja mark sitt á ísland, þar sem einn flokkur og jafnvel einn maður fer sínu fram án tillits til óska fjöldans. Þessvegna fá sæ- greifarnir að valsa óáreittir með sameign þjóðarinnar, þessvegna em Reykvíkingar útilokaðir frá umráðum yfir hálendinu og þess- vegna fá gælufyrirtæki útdeilt einkarétti á silfurdiski. Sameinuð fjöldahreyfing með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi mun breyta þessu. Hún er nauð- synleg til að vængstýfa þá óheilla- þróun í stjómmálunum, þar sem lýðræöið er skmmskælt og vilji þjóðarinnar í mikilvægum málum er hundsaður. Prófkjörið Sameinað framboð á miklu meiri möguleika en má í fljótu bragði lesa úr skoðanakönnun- um. Erfiðleikamir frá í haust em aö baki. Þeir sem hafa dregið sig í hóp hinna óráðnu, og ekki gefið sig upp á flokka, eru líklegir til að koma á nýjan leik til liðs við sameiningarsinna. Stjómarflokk- amir hafa hins vegar ekki á nein ný mið að sækja. Til að efla trú fólks á hið nýja stjómmálaafl er nauðsynlegt að framboðslistinn hér í höfuðborg- inni verði sem öflugastur. Besta leiðin til að tryggja það er að sem flestir komi að því að velja hann. Víðtæk þátttaka í prófkjör- inu á laugardaginn kemur, 30. jan- úar, mun í senn tryggja farsælustu niðurstöðuna á vali frambjóðenda, og sýna fram á styrk hinnar nýju hreyfingar. - Láttu ekki þitt eftir liggja! Össur Skarphéðinsson Skoðanir annarra Mismunun í sparnaðarformum „Sú var tíðin, að ekki var lögð eins mikil áherzla á jafnræði á öllum sviðum eins og nú. En tímamir hafa breytzt. Jafnræðiskrafan er nú svo sterk, að það má spyrja, hvort mismunun af þessu tagi myndi standast fyrir dómstólum...Það gildir einu, hvort um er að ræða skattlagningu fjármagnstekna eða greiðslu örorkubóta. Það á ekki að gera upp á milli spamaðarforma. Öryrki, sem á sparnað í peninga- legum eignum á ekki frekar að þurfa að sæta skerð- ingu bóta en sá öryrki sem geymir spamað sinn í fasteign." Úr forystugrein Mbl. 23. jan. Þjóðarsátt og launahækkanir „Hætt er við að þjóðarsáttir láglaunafólksins á ís- landi fæm fyrir lítið ef það notaði sömu aðferðir til að knýja fram betri kjör ef ASÍ og VSf tækju upp svipuð vinnubrögð og þeir sem ákvarða lífsgæði kjaraaðalsins. Alþingismenn hafa neitað að taka við launahækkunum Kjaradóms, vegna þess að þeim fannst þær pólitískt rangar. Eitthvað er til í því, en hins vegar hefur aldrei nokkur þingmaður mjamtað kjafti þegar sá dómur er að ausa fé og fríðindum til aðalsins í þeim mæli að út yfir tekur fyrir allt vel- sæmi. Ekki vegna þess að þessar upphæðir séu svo óskaplega háar, heldur hins, hvaö öðrum er naumt skammtað og hve illa ríkiö er rekið. Oddur Ólafsson í Degi 23. jan. „Hvaö rétt og hvaö rangt?“ „Á furðuskömmum tíma hafa ýmsar greinar raun- vísinda og læknisfræði, sem fjalla um erfðir og frjó- semi, vakið athygli fólks. Þetta birtist meðal annars í orðaforðanum, orð eins og „klónun“ er skyndilega komið á hvers manns varir. Rannsóknir á ýmsum sviðum þessara vísindagreina virðast nú vera að skila árangri í stórum stíl...Byltingum af þessu tagi fylgir óvissa og spurningar vakna, meöal annars sið- ferðislegs eðlis...Engan þarf því aö undra að spuming- ar vakni: Hvað er rétt og hvað er rangt? Veldur mað- urinn þekkingu sinni? Hvemig getur hann haldið svo á málum að ný þekking geri ekki út af við hann?“ Gunnar Kristjánsson í Lesbók Mbl. 23. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.