Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Side 19
18 ÞRHXFUDAGUR 26. JANÚAR Iþróttir Þórður Lárusson er tekinn við kvennalandsliðinu í knatt- spyrnu. Knattspyrna: Þórður þjálfar kvennaliðið Þórður Lárusson hefur verið ráðinn þjálfari kvennalandsliðs íslands í knattspyrnu til tveggja ára og mun hann einnig stjóma 21-árs landsliði kvenna. Þórður þjálfaði síðast karlalið Stjömunnar árin 1995 til 1997 en hann þjálfaði drengjalandsliðið á ámnum 1990 til 1993. Þórður tek- ur við af Vöndu Sigurgeirsdóttur sem er tekin við liöi KR. Frímann fræöslustjóri KSÍ Þá hefur Frímann Ari Ferdin- andsson verið ráðinn fræðslu- stjóri KSÍ í staö Gústafs Bjöms- sonar sem hefur verið ráðinn þjálfari hjá úrvalsdeildarliði Fram. -VS Skammtímasamningurinn viö Bolton rennur út 17. mars: Stefnan tekin heim - segir Birkir Kristinsson landsliösmarkvörður „Ég hef haft mjög gott af veranni hjá Bolton. Hér æfir maður við topp- aðstæður á grasi á degi hverjum og þjálfunin er fyrsta flokks. Það er miklu betra fyrir mig að vera hér en heima, þar verður ekki komist á gras fyrr en í byrjun mai,“ sagði Birkir Kristinsson landsliðsmarkvörður í samtali við DV í gær. Birkir gerði eins og kunnugt er skammtímasamning við Bolton fyrir áramót en á þeim tíma var félagið i vandræðum vegna meiðsla tveggja markvarða. Þetta vora þeir Keith Branagan og Gavin Ward en þeir áttu báðir við nárameiðsl að stríða og gengu undir uppskurð af þeim sök- um. Þeir era smám saman að koma til. Finnskur markvörður hefur varið mark Bolton og Birkir er varamark- vörður. Birkir hefur ekki fengið tækifæri með aðalliðinu en leikið einu sinni með varaliðinu. Birkir gerði samning við Bolton til 17. mars og eins og staðan er i dag kemur hann heim þegar þeim tíma lýkur. „Ef ekkert breytist þá verður stefn- an tekin heim eftir 17. mars. Það setti auðvitað strik í reikninginn að fara til Bolton varðandi með hvaða félagi ég myndi leika heima á íslandi næsta sumar. Nú þarf ég að fara að huga að þeim málum á nýjan leik,“ sagði Birkir en Fram og ÍBV vora á eftir honum áður Bolton kom inn í dæm- ið. Birkir átti von á því að taka þátt í æfingaleik með varaliðinu gegn Nott- ingham Forest á fímmtudaginn kem- ur. Aðalliðið á síðan heimaleik í deildakeppninni gegn Norwich á laugardaginn. -JKS Sigurður Jónsson hjá Dundee United: stöðuna í vor áá Sigurður Jónsson, fyr- irliði ís- lenska lands- liðsins í knattspymu, hefur náð sér af meiðslum í hásin og leikur að öllum líkind- um með lundee United gegn Dunfermline >egar úrvalsdeildin hefst að nýju iðafloknu vetrarfríi sem haldið var í ýrsta skipti. Staða liðsins er slæm )g ljóst að tíminn fram að vori verð- ír erfiður. „Það er mjög mikilvægt fyrir liðið að vinna heimaleikinn á laugardag- inn. Sem lið höfum við ekki náð að stilla strengina saman. Liðið er fullt af góðum einstaklingum en það er bara ekki nóg. Það er óljóst hvað ég geri þegar tímabilinu lýkur í vor en ég er með samning út þetta tímabil og einnig það næsta. Það eru breyt- ingar fýrirsjáanlegar, leikmenn að koma og aðrir á förum. Ég ætla að sjá hugmyndir framkvæmdastjórans eftir tímabilið og meta síðan stöð- una. Ef ekki verður not fyrir mig nenni ég ekki að vera hér áfram,“ sagði Sigurður Jónsson i samtali við DV í gær. Dundee Unitd notaði fríið m.a. til æflngaferðar til Orlando og sagði Sigurður það hafa verið góð ferö. „Ég held að menn hefðu viljað meira frí en þetta. Vegna þess hve veðrið var vont tókst okkur einungis að æfa 3-4 sinnum á grasi allan des- ember. Síðustu dagana hefur veðrið verið leiðinlegt, rigningar og frost, og hafa æfíngar á grasi stundum fall- ið niður. Menn sjá jafnvel fýrir sér tveggja mánaða frí í desember og janúar og byrja þá tímabilið í júlí. Vellimir sumir hverjir eru illa fam- ir en þeir era ekki margir upphitað- ir. Völlurinn hjá okkur er þó búinn þannig búnaði," sagði Sigurður Jónsson. -JKS West Ham klúbburinn á íslandi efnir til hópferðar til London sem standa mun frá 25.-28. febrúar. Far- ið verður m.a. á æflngu hjá félag- inu þar sem klúbburinn mim af- henda þeim leikmanni viðurkenn- ingu sem kjörinn var leikmaður ársins 1998. Síðan verður farin skoðunarferð á Upton Park og horft á liðið í leik gegn Blackbum í úrvalsdeildinni. Á sunnudeginum verður möguleiki að fara á leik Chelsea og Liverpool. Verð til fé- lagsmanna er 43.900 en aimennt verð er 46.000. Nánari upplýsingar hjá ÍT-ferðum. Marko Viduka, sem allt hefur snú- ist um á íþróttasíðum skoskra blaða siðustu vikurnar, mætti á sína fyrstu æfingu hjá Celtic í gær. Viduka var keyptur til Celtic í lok nóvember en af persónulegum ástæðum hefur hann ekki mætt fyrr en núna. Skoska A-deildar liðið Aberdeen keypti í gær Þjóðverjann Andreas Mayer frá norska félaginu Rosen- borg. Aberdeen greiddi 25 milljónir fyrir leikmanninn sem er 26 ára gamail miðjumaður. Aron Kristjánsson átti stórleik fyrir lið Skjern í dönsku A-deild- inni í handknattleik í fyrrdag. Aron skoraði 6 mörk og fiskaði 3 vítaköst þegar Skjem komst á topp deildarinnar með því að leggja Ajax, 33-25. Arngrimur Arnarson knatt- spymumaður er genginn í raðir úr- valsdeildarliðs Fram og gerði 3ja ára samning við Safamýrarliöið í gær. Amgrímur, sem er 20 ára gamall, hefur leikið allan sinn feril með Völsungi á Húsavík og verið mjög iðinn við markaskorun. Hann skoraði 11 mörk fyrir Völsung i 2. deildinni í sumar. Þá hefur Am- grímur leikið bæði með U-16 og U- 18 ára unglingalandsliðunum. Alan Giresse var i gær ráðinn þjálfari hjá franska knattspymulið- inu Tolouse í stað Guyla Combe sem fékk reisupassann eftir að lið- ið var slegið út úr bikarnum af áhugamannaliðinu Jura Sud Foot. -JKS/GH Spillingin innan ólympíuhreyfingarinnar heldur áfram: Sydney fékk leikana eftir mútugreiöslur - Ástralir og Kínverjar ekki barnanna bestir Því fer víðs fjarri að hneykslismálum innan Alþjóða ólympíunefndarinnar linni. Þvert á móti vex villimennskan sem aldrei fyrr og daglega og oft á dag berast staðfestar fréttir utan úr heimi þar sem flett er ofan af siðspillt- um meðlimum IOC eða ólympíunefnda ein- stakra landa. Ólympíuleikamir fara fram á næsta ári í Sydney í Ástralíu. Nú er komið í ljós að Ástralir notuðu svik og pretti til að verða sér úti um leikana eins og öragglega flestir ef ekki allir aðrir. Peningagreiðslur Ástrala Forseti ólympíunefndarinnar í Ástralíu, John Coates, hefur nú viðurkennt að kvöldið áður en atkvæði voru greidd um það á fundi IOC hvar leikamir færu fram áriö 2000, hefði hann lofað tveimur fulltrúum í IOC beinum peningagreiðslum, 2,5 milljónum króna hvor- um, og myndu peningamir renna til ólympíu- nefnda í viðkomandi löndum. Sydney og Peking börðust mjög hart um að fá að halda leikana á næsta ári. Sydney hafði betur en það munaði aðeins tveimur atkvæð- um þegar upp var staðiö, 45-43. Kínverjar greiddu fyrir hraðbraut í Malí í dag þegar ræflldómur Ástralanna liggur fyrir era Kínverjar æfir. Þeir kepptust við það í gær að senda frá sér sverar yfirlýsingar, for- dæma fulltrúa áströlsku ólympiunefhdarinn- ar og einnig kröfðust þeir afsagnar út og suð- ur. En Kínverjar era ekki bamanna bestir. Juan Antonlo Samaranch forseti Alþjóða ólympíunefndarinnar var aumkunarverður á blaðamannafundinum í fyrradag og ekkert bendir til að hann ætli að víkja úr starfi forseta þrátt fyrir háværar kröfur. Reuter Umræddur Coates var á ferð í Malí árið 1993. Þá þóttist hann skynja að Ólympíuleikarnir 2000 væra að renna Áströlum úr greipum. Honum var ljóst að Kínverjar vora að sækja í sig veðrið. Þegar Coates var ekiö frá flugvell- inum og til höfuðborgarinnar var honum tjáð að kinversk yfirvöld greiddu fýrir allar fram- kvæmdimEir við hraðbrautina. Þess má geta að fulltrúi Malí í IOC var einn þeirra sem for- seti nefndarinnar „tók af lífi“ á blaðamanna- fundinum um liðna helgi. Þannig er staðan innan ólympíuhreyfingarinnar. Það væri hægt að skrifa margar blaðsíður um hneyksl- ismál tengd hreyfingunni, liggur við daglega. Slíkt syndaflóð hefur ekki skollið fyrr á íþróttahreyfingunni um heim allan og þess verður langt að bíða að ólympíuhreyfingin nái að krafla sig út úr þeim ógöngum sem siðlaus- ir áhrifamenn hafa sökkt henni í. Aumkunarverður forseti Juan Antonio Samaranch, forseti IOC, var aumkunarverður á blaðamannafundinum um síðustu helgi. Þar reyndi hann að venju að hvítþvo sjálfan sig og nær alla alþjóðlegu nefndina. Aðeins sex svörtum sauðum skyldi fómað og það tímabundið. Eitt stærsta „batt- eríið“ i íþróttahreyfingu heimsins er auðvitað lamað og laust við alla virðingu með slíkan mann í forsæti. Það var fullyrt í erlendum fjölmiðlum í gær að Samaranch sjálfur væri á kafi í spillingu og hefði margoft þegið mútur. Hann hefiir sjálfur viðurkennt að hafa þver- brotið reglur IOC. Og einhverra hluta vegna era það vopn í öllum tilfellum sem hann hef- ur viðurkennt að hafa þegið sem gjafir frá hinum og þessum aðilum. Fyrst vora það for- láta byssur í Bandaríkjunum og siðan tæplega milljón krónu sverð í Japan. Öll nefndin ætti að segja af sér Þessi sami forseti IOC kemur síðan fram á blaðamannafundi og biður íþróttamenn um víða veröld afsökunar á framferði sex manna í nefndinni. Samaranch á að segja af sér og það sem fyrst. í raun ætti öll nefndin að segja af sér, hver einasti maður. Það er eina leiðin sem fær er út úr þessu hyldýpi siðleysis sem nefhdin er sokkin í. Vera má að forráðamenn IOC vonist til þess að yfirklórið síðustu daga nægi til að koma IOC til vegs og virðingar á ný en því fer fjarri. Fjölmiðlar um allan heim era á fullri ferð að rannsaka spillinguna og daglega líta nýjar fréttir dagsins ljós. Salt Láke City einn daginn, Nagano annan daginn, og Sydney þriðja daginn. IOC rannsakar IOC Eitt það alvarlegasta í þessu máli öllu sam- an er að IOC hefur ákveðið að láta sína eigin menn rannsaka spillinguna. Á þetta var bent í DV á dögunum. Nokkrir aðilar era að rann- saka málið en forráðamenn IOC með Samar- Emch i broddi fylkingar ákváðu að skipa sína eigin menn í rannsóknina og hunsa aðrar rannsóknir. Fróðlegt verður að fýlgjast með niðurstöðunni hjá öðram rannsóknaraðilum. -SK ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 23 Friðrik Ragnarsson, fyrirliði Njarðvíkinga, þurfti að fylgjast með sínum mönnum af varamannabekknum síðustu mínúturnar en hann fór af velli með 5 villur. Bikarkeppnin í körfuknattleik: Draumaleikur - Njarðvík lagði Hauka og mætir Keflavík í úrslitum „Markmiðið var að vinna leikinn og komast í Höllina og ég er ánægður með að það tókst en engu að síður vorum við næstum búnir að kasta frá okkur sigrin- um þegar við fóram að gera einhverja óskiljanlega hluti í seinni hálfleik. Við spiluðum fyrri háifleikimi mjög vel og vorum að framkvæma hlutina mjög vel en svo í seinni háifleik byrjum við að bulla og þá sérstaklega í sókninni," sagði Friðrik Rúnarsson, þjálfari Njarðvík- inga, eftir sigur í framlengingu á Hauk- um í bikarkeppni KKÍ í Njarðvík í gær- kvöldi. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 74-74 en lokatölur urðu 91-84. Haukamir ætluðu greinilega að selja sig dýrt í þessum leik og blása á allt tal spekinga um öraggan sigur Njarðvík- inga. Þeir börðust vel í byrjun og áttu í fullu tré við heimamenn. Njarðvík virt- ist þó vera sterkara liðið og náði yfir- höndinni í leiknum um miðjan fyrri hálfleik og var komin með 18 stiga for- skot þegar fyrri háifleik var lokið, 51-33. Hairstone fór hamförum Haukamir vora ekki hættir þrátt fyr- ir að staðan væri ekki árennileg og mættu ákveðnir til seinni hálfleiks. Þeir smásöxuðu á forskot heimamanna og Roy Hairston, erlendi leikmaðurinn þeirra, fór hamforam og skoraði grimmt. Þegar 5 mínútur vora eftir af venjuleg- um leiktíma voru Haukamir óvænt komnir yfir, 68-70, og Friðrik Ragnars- son og nafni hans Stefánsson báðir fam- ir út af með 5 villur. Haukar komast yfir, 72-74, með körfu frá Roy Hairston þegar rétt rúm mínúta var eftir af venjulegum leiktíma og Teitur jafhaði stuttu seinna. Haukamir nýttu ekki sína sókn og Njarðvíkingar fengu síðasta skotið en Brenton Birmingham hitti ekki úr þröngu færi. Þar með varð að grípa til framlengingar og þar reyndist reynsla Njarðvíkur meiri og tryggði sér þar með réttinn til að spila til úrslita við granna sína í Keflavík um Bikarinn eftirsótta. „Maður fer nú að setjast niður fljót- lega og fara yfir bikarúrslitaleikinn en þessi lið þekkja hvort annað mjög vel. Þetta era bestu liðin á landinu í dag og þetta verður alvöruleikur," sagði Frið- rik um bikarúrslitaleikinn við Keflavík. 2-8, 10-10, 18-16, 27-19, 36-25, 42-28, 49-28, (51-33), 55-37, 5844, 58-53, 65-53, 65-62, 70-70, 72-74, (74-74), 77-77, 82-77, 82-77, 82-82, 86-84, 91-84. Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 33, Páll Kristinsson 14, Teitur Örlygsson 13, Her- mann Hauksson 11, Friðrik Stefánsson 8, Frið- rik Ragnarsson 5, örvar Kristjánsson 5, Guð- jón Gylfason 3. Stig Hauka: Roy Hairston 41, Ingvar Guð- jónsson 13, Bragi Magnússon 12, Jón Amar Ingvarsson 8, Daniel Ámason 8, Sigfús Gizzur- arson 2. Víti: Njarðvík 23/28, Haukar 11/22 3ja stiga.' Njarðvík 5/18 Haukar 4/13 Fráköst- Njarðvik 28, Haukar 32 -BG íþróttir Viggó Sigurðsson settur af sem þjálfari Wuppertal: Verð ekki lengi atvinnulaus Þjálfaraskipti urðu hjá þýska handknattleiksliðinu Wuppertal í gær. Viggó Sigurðsson fékk að taka pokann sinn og Stefan Schöne, leik- maður liðsins, var ráðinn í hans stað. Þessi tíðindi þurfa svo sem ekki að koma á óvart. Wuppertal hefur gengið allt í óhag á síðustu vikum og á sunnudaginn tapaði lið- ið sjötta leik sínum í röð þegar það beið lægri hlut fyrir Magdeburg. í síðustu viku sagði Viggó í samtali við DV að honum kæmi ekki á óvart þó honum yrði vikið úr starfi enda fengi þjálfarinn oftast að súpa seyðið af slöku gengi. Gekk vel framan af vetri Wuppertal gekk mjög vel fram- an af vetri eða fram til 30. desem- ber. Liðið var þá í 8. sæti deildar- innar og mjög nálægt efstu liðum. Síðan hefur allt gengið á afturfót- unum og hver tapleikurinn á fætur öðrum hefur litið dagsins ljós. Viggó tók við liðinu þegar það lék í B-deildinni árið 1997. Hann kom því upp í efstu deild í fyrsta skipti i 15 ár á sínu fýrsta ári sem þjálfari og á síðasta tímabili hafn- aði það í 8. sæti deildarinnar. Sá árangur vakti mikla athygli enda frábær árangur nýliða í deildinni. Viggó var með samning við Wupp- ertal fram til júní árið 2000 og fé- lagið mun því þurfa að greiða hon- um laun fram til þess tíma. Get verið stoltur af árangrinum „Það má segja að þetta hafi legið í loftinu. Ég er settur í frí til að byrja með, eins og það er kallað, og þeir tóku þann kostinn að standa við gerða samninga sem ég er auð- vitað mjög sáttur við. Á næstu vik- um mun svo félagið gera starfs- lokasamning við mig og eftir það er ég laus allra mála. Ég get veriö Viggó Sigurðsson er hættur að þjálfa þýska handknattieiksliðið Wuppertal. mjög stoltur af þeim árangri sem ég náði með þetta lið. Það hefur enginn þjáifari hjá Wuppertal náð betri árangri. Rótin að vandamál- inu er sá, og það er einnig mér að kenna, að við gerðum of miklar væntingar til liðsins í byrjun. Þeg- ar við byrjuðum að spila var mér ljóst að það var ekki líkt því eins sterkt og í fyrra og nýju leikmenn- imir, að Valdimar undanskildum, hafa bragöist og þá hafa meiðsli sett strik í reikninginn. Ég vildi styrkja liðið en mér var tjáð að ekki væra peningar til þess,“ sagði Viggó í samtali við DV í gær. - Ert þú þá á heimleið? „Ég er svona rétt að melta þetta en það er alveg öruggt að við verð- um hér úti til vors. Krakkamir klára skólann og ég mun sjá til næstu daga hvað er í boði. Ég hef ekki trú á að því að ég verði lengi atvinnulaus. Ég hef skapað mér það gott nafn og þegar þessar frétt- ir spyrjast út býst ég við að samn- ingaviðræður fari af stað. Það era alla vega fimm þjálfarar í deildinni í hættu að missa starfið. Ég hefði ekkert á móti því að slappa aðeins af í nokkrar vikur. Það er búið að vera gífurleg pressa á manni að undanfomu og mikil spilatörn en ég mundi samt ekki sleppa feitum bita ef hann byðist," sagði Viggó -GH Nýi Kaninn hjá ÍA: Lék með New Jersey Nýi bandaríski leikmaðurinn sem körfuknattleiksliö ÍA hefur fengið til liðs við sig, Kurk Lee, hefur leikið í NBA-deildinni. Hann spilaði meö New Jersey Nets tímabilið 1990-91 við hliðina á köppum eins og Derrick Coleman, Mookie Blaylock og Drazen Petrovic. Lee taldist þó til minni spámanna hjá New Jersey, lék einna minnst af þeim 14 sem skipuðu leikmannahópinn og skoraði 1,4 stig að meðaltali í leik. Lee var aðeins þetta eina tímabil í NBA en hefur lengst af síðan spil- að með ToPo í Finnlandi. Hann hætti þar um áramót þegar nýir eigend- ur tóku við félaginu og stokkuðu allt upp. Samt var hann nú um áramót- in kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Finnlandi af þjálfurum liðanna. Lee, sem er 31 árs bakvörður, spilar stóra mennina vel uppi og á mik- iö af stoðsendingum. Hann skoraði 14,7 stig að meöaltali í leik i Finn- landi fyrir áramótin en hefur skorað meira - gerði t.d. 28 stig að meðal- tali í leik meö liðinu 1996-97. Hann spilar sinn fyrsta leik með Skaga- mönnum gegn Haukinn í úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöldið. -VS • Ólafur með ÍA í sumar? Svo getur verið að vamarjaxlinn Ólafur Adolfsson leiki með Akur- nesingum að nýju í úrvalsdeildinni í knattspymu í sumar. Hann þjálf- aði og lék með Tindastóli í 2. deild- inni síðastliðið sumar en spilaði með ÍA frá 1991 til 1997. „Ég hef ekki ýtt þessu út af borð- inu. Auðvitað dauðlangar mann að spila með ÍA en það sem getur kom- ið í veg fýrir það er atvinna mín. Það hefur gengið illa fýrir liðið að brúa bilið og það togar í mann að koma aftur,“ sagði Ólafur við DV í gær. Ólafur er 31 árs gamall og hefur leikið 99 leiki fyrir ÍA í efstu deild. Hann varð fimm sinnum íslands- meistari með Skagamönnum og frammistaða hans í vörn ÍA gerði það að verkum að hann vann sér sæti í íslenska landsliðinu þar sem hann lék 21 leik. Bland í noka Hanna Dögg Maronsdóttir frá Ólafsfirði og Baldur Ingvarsson írá Akureyri sigruðu í flokkum fullorð- inna á Þðrsmótinu í skíðagöngu sem haldið var í Hlíðaiflalli á laugardag- inn. Jón Konráðsson frá Ólafsfirði sigraði í flokki karla 3549 ára. Jón Arnar Magnússon tugþrautar- maður skrifaði um helgina undir samning við H.P.H. Reebok umboðið á fslandi og notar því íþróttavörur frá Reebok. Samingurinn er tvíþætt- ur, annars vegar stór alþjóðlegur samningm- við Reebok Intemational og hins vegar viðaukasamningur við Reebok-umboðið á fslandi. Arnór Gunnarsson, sem lék með Val og síðan Stjörnunni í fyrra, er genginn til liðs við 1. deildar lið ÍR í knattspymu. KA hefur fengið einn leikmann enn fyrir átökin í 1. deildinni í knatt- spymu næsta sumar. Það er Róbert Skarphéóinsson úr Völsungi en hann hefur áður leikið með KA. Mart Poom, markvöröur Derby og eistneska landsliðsins í knattspyrnu, handarbrotnaði í bikarleik Derby gegn Swansea á laugardaginn. Hann veröur frá keppni i nokkrar vikur. Herrakvöld Fram verður haldið í fé- lagsheimilinu i Safamýri fostudags- kvöldið 5. febrúar. Nánari upplýsing- ar gefur Ágúst Guömundsson t síma 568-0343. Jónatan Bow og félagar i Edinburgh Rocks unnu frækinn sigur á Thames Valley Tigers í bresku A-deildinni i körfuknattleik á simnudaginn. Þeir skomðu síöustu 13 stig leiksins og unnu, 71-69. Edinburgh er í 10. sæti af 13 liöum en á enn möguleika á sæti í átta liða úrslitunum. Bow, sem verð- ur löglegur með íslenska landsliðinu í vor eða sumar, hefur gert 10,25 stig að meðaltali í leik og er meö tæplega 40 prósent nýtingu i 3ja stiga skotum, næstbesta í liðinu. New York Knicks samdi í gær við Dennis Scott sem lék bæði með Phoenix og Dallas i NBA-deildinni í körfubolta í fyrra en áður lengst af með Orlando. Þá samdi Miami við Clarence Weatherspoon sem lék með Golden State í fyrra. -VS -GH Hæpin vítaspyrna - bjargaði Chelsea í bikarnum gegn Oxford Oxford, sem er í þriðja neðsta sæti í B-deild ensku knattspymunar, var nærri búið að slá Chelsea út úr bikarkeppninni í gærkvöld. Dean Windass hafði á 52. mínútu komið Oxford yfir en Frank Leboeuf jafnaði úr umdeildri vítaspymu á lokamínútunni eftir að dómarinn taldi að Gianluca Vialli hefði verið felldur í teignum. Liðin eigast við að nýju á Stamford Bridge 3. febrú- ar og það lið sem kemst áfram mætir Sheffield Wednesday í 5. umferð. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.