Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Síða 21
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
25
Fréttir
Kuldi einkennir samskipti í bæjarstjórn Hveragerðis:
Knútur er
kominn aftur
- samskiptanefnd lögð niður en ekki hægt að afleggja fleiri nefndir Knúts
DV, Hveragerði:
Það andaði köldu miUi L-lista-
manna og eina fuiltrúa D-lista sjálf-
stæðismanna, Knúts Bruun, á fyrsta
fundi ársins í bæjarstjóm Hvera-
gerðis í Foss Hótel Örk fimmtudag-
inn 14. janúar sl. Þetta er annar
fundurinn sem Knútur sitiu- eftir aö
hann hætti afskiptum af stjómmál-
um á sínum tíma eftir illvígar deil-
ur við félaga sína í Sjálfstæðis-
flokknum. Þær deilur urðu til að
meirihlutinn klofnaði frá Knúti sem
sat einn eftir í minnihluta og dró
sig í hlé í framhaldinu. Hann tók
við sæti Einars Hákonarsonar þeg-
ar hann sagði af sér sl. haust. Á
þessum fundi lagði Knútm- fram
fimm bókanir, sem
vörðuðu flestar fyrri
fundargerðir. Hann
lagði auk þess fram
tvær tillögur,
annarri var visað til
næsta fundar og hin
felld. Knútur sat hjá
við atkvæðagreiðslu
um fjárhagsáætlun
bæjarins, aðallega
vegna þess að hon-
um höfðu ekki
borist umbeðnar
upplýsingar um
kostnað vegna bæj-
arskrifstofu og fleiri
mála. Knútur tók sæti Einars Há-
konarsonar í þremur nefndum af
Knútur Bruun.
fiórum. A fundinum
var samþykkt að
leggja niður sam-
skiptanefnd Hvera-
gerðis og ölfús-
hrepps sem Knútur
átti sæti í. Samþykkt
var að forseti bæjar-
stjórnar og bæjar-
stjóri tækju sjálfir aö
sér þessi samskipti.
Stofnað var til nefnd-
arinnar árið 1998 en
aldrei hefúr verið
haldinn fundur í
henni. Aðrar nefndir
sem Knútur á sæti í
eru lögskipaðar og ekki hægt að
leggja þær niður. -eh
Þeir voru þreyttir en fegnir slökkviliðsmennirnir tveir sem slökktu eld í versl-
unarmiðstöðinni f Mosfellsbæ á föstudagskvöldið. Eldurinn, sem mun hafa
kviknað út frá rafmagni, olli ekki miklum skemmdum DV-mynd HH
Matthías Sævar Lýðsson bóndi.
DV-mynd Guðfinnur
Bolungarvík:
Bakki hyggst auka
vinnsluna í vor
Rækjuvinnsla Bákka hf. í Bolung-
arvik, sem Nasco hf. í Reykjavík
keypti meirihlutann í af Þorbirni
hf. í Grindavík sl. haust, hefur nú
yfír nægu hráeöii að ráða næstu
mánuði. Þannig komu til Bolungar-
víkrn- um áramótin 20 gámar með
um 400 tonnum af iðnaðarrækju
sem unnin verður hjá Bakka.
Nasco á nú um 60% í Bakka og
hefur aðgang að umtalsverðum
veiöileyfum á Flæmingjagrunni.
Fær Bakki nú iðnaðarrækju þaðan.
Agnar Ebenezerson hjá Bakka segir
hráefnið duga vel fram á vor en þá
er ráðgert að auka vinnsluna í hús-
inu eftir að veiðar á flæmska hattin-
um fara að fullu í gang aftur með
vorinu.
Ástandið hjá rækjuvinnslunni í
Bakka er því talsvert ólíkt því sem
er hjá flestum rækjuvinnslum á
landinu um þessar mundir en ör-
deyða hefur verið á flestum rækju-
miðum við landið að undanfomu.
Búið er m.a. að loka veiðisvæðum
frá Grímsey og austur fyrir land og
rækjuskip eru nú sem óðast að
skipta yfir í grálúðu- eða bolfisk-
veiðar.
Agnar segir ástandið hjá Bakka
vissulega gleðilegt í ljósi þess að í
haust hafi útlit rækjuvinnslunnar í
Bolungarvík ekki verið bjart. Auk
rækjuvinnslunnar er nú veriö að
koma í gang á nýjan leik bolfisk-
vinnslu hjá fyrirtækinu en hún hef-
ur legið niðri síðan í september. Um
60 manns vinna nú hjá Bakka en
Agnar áætlar að ráða 15 manns til
viðbótar í bolfiskvinnsluna sem
verður þá með 20 starfsmenn.-HKr.
Grettistaki lyft í menningarmálum:
Ummerki byggöar í Kirkju-
bólshreppi tölvuskráð
Marinó Álfgeir Sigurðsson við eyðibýlið
Kot. DV-mynd Guðfinnur
DV, Hólmavik:
Matthías Sævar Lýðsson, bóndi í
Húsavík, og Vignir Öm Pálsson frá
Gmnd áttu frumkvæði og beittu sér
fyrir að safnað yrði öllum upplýs-
ingum um mannvistarleifar í
Kirkjubólshreppi, munum og merkj-
um sem sjáanleg væra og/eða hægt
væri að afla vitneskju um. Nútíma-
tækni er síðan notuð til að koma
vitneskjunni á aðgengileg form.
Ekki síst var haft í huga varðveislu-
gildi slíkra heimilda og einnig að
sem flestir sem áhuga hefðu, gætu
notið upplýsinga sem slík söfnun
byði upp á.
„Sumarið 1994 skrifuðum við
Vignir Öm bréf sem við afhentum
öllum ábúendum í sveitinni. Meö
bréfinu fylgdi loftmynd af hverri
jörð sem við höfðum fengið hjá
Landmælingum til að létta fólki
vinnuna við að skrá upplýsingar
um hvaðeina sem viðkomandi jörð
tengdist og þjónaði tilgangi þessa
máls,“ segir Matthías.
„Búsetulandslagi má skipta í tvo
flokka. Annars vegar það sýnilega
og má þar nefna tóftir, stekki,
naust, mógrafir og vörður sem oft
vom t.d. hlaðnar til að sýna eykta-
mörk frá bæjum séð. Meðal þess
ósýnilega má nefna slægjulönd á
engjum og lagnir á sjó bæði fyrir
hrognkelsi og svo selalagnir.“
Til munu vera skrár um ömefni
allra jarða í Kirkjubólshreppi. Þau
verða öll með í þeirri samantekt
sem verið er að vinna. „Markmiöið
er að við eigendaskipti þar sem fólk
er öllu ókunnugt, eða ef byggð
leggst af á einhverjum jörðum, þá
verði búið að tryggja varðveislu
þessara upplýsinga um sögu
byggðarinnar frá löngu liðnum
tíma, sem nefna má okkar
menningararfleifð. “
Með tímanum verða upplýs-
ingamar gerðar aðgengilegar
fyrir almenning og þá einkum í
gegnum tölvu. Matthías segir
að þetta sé glettilega mikil
vinna og langt í frá að það sjái
fyrir endann á henni.
„í sumar var imgur náms-
maður í vinnu við þetta verk-
efni, Marinó Álfgeir Sigurðs-
son. Fór hann um hluta sveit-
arinnar búinn GPS staðsetn-
ingartæki, stafrænni myndavél
og tölvu. Hann skráði öll merki
mannvistar og búsetu og mynd-
aði allt sem myndrænt mátti
telja, svo sem tóftir og mó- og
smalakofa."
Matthías segir að jafn yfir-
gripsmikið verk eins og þetta
sé augljóslega mjög kostnaðar-
samt. „Hingað til hefur stór
hluti undirbúningsvinnunnar verið
unninn í sjálfboðavinnu. I upphafi
kom þó nokkurt framlag úr poka-
sjóði Landvemdar, sem þá var og
hét, eða 250.000 krónur. í fyrra barst
gott ffamlag frá Byggðastofnun,
300.000 krónur, sem við erum mjög
þakklát fyrir. Það er þó ljóst aö mun
meira fjármagn mun fara í þetta
verkefni." -Guðfinnur
Leiðrétting frá Jóni
Viðari Jónssyni
í gær birtist í DV mynd af und-
irrituðmn með þremxu- glæsileg-
um leikkonum og einum glæsileg-
um leikstjóra. Myndin var tekin á
ffumsýningu leikritsins Frú Klein
í Iðnó sl. sunnudagskvöld. í texta
undir myndinni stendur að ég sé
aðstoðarleikstjóri sýningarinnar.
Mér þykir alveg óskaplega fyrir
því að þurfa að bera þetta til baka.
Ég var aðeins gestkomandi í bún-
ingsklefa þegar myndin var tekin
að ósk ljósmyndara DV. Hefði ég
þó sannarlega ekki haft neitt á
móti því að eiga einhvern hlut að
þessari vönduðu sýningu þar sem
Margrét Ákadóttir vinnur einn af
mestu leiksigrum sínum. En mál-
ið er því miður ekki þannig vaxið
og þvf bið ég DV vinsamlegast um
að koma þessari leiðréttingu á
framfæri.
Magnús Ingólfsson á
stjornmal.is
sendibíla
SKEIFUNN117 • 108 REYKJfiVÍK
SÍMi 581-4515 • FfiX 581-4510