Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999
*
*{kvikmyndir
** *
Stjörnubíó/Laugarásbíó - Stepmom
Ekki karlmannsverk
^ Það undrar mig alveg
stjórnlaust að Bandaríkja-
menn halda áfram að framleiða
kvenfjandsamlegar kvennamyndir
og að Bandaríkjakonur skuli láta
sér slíkt vel líka. Stjúpan er eitt af
þessum ofurdramatísku erfiðleika-
drömum og sver sig í ætt við vasa-
klútamyndina miklu, Terms of
Endearment, með smásnerti af
Kramer-hjónunum. Skilnaður og
sjúkdómar virð-
ast vera endalaus
uppspretta upp-
hafinnar væmni í
Hollywood en
þetta keyrði ger-
samlega um þverbak og var dramað
svo sviðsett og ýkt að mér leið alltaf
eins og þama væru leikarar í stílæf-
ingu fremur en tilraun til að gefa
mynd af togstreitu tveggja kvenna
um mann og böm.
Sagan segir frá Luke (Ed Harris)
og Jackie (Susan Sarandon) sem era
skilin og nýrri konu Lukes, Isabel
(Julia Roberts), sem bömum Lukes
og Jackie líkar ekki við. Konumar
takast á um bömin og Isabel reynir
eins og hún getur til að falla inn í
hið fullkomna móðurhlutverk sem
hún viðurkennir þó að hcifa engan
sérstakan áhuga á. Eins og til þess
að tryggja að hún eigi enga undan-
komuleið fær Jackie krabbamein.
Það var afskaplega áhugavert að sjá
hina gamalkunnu hlutverkaskipt-
ingu ganga þama aftur, rétt eins og
við væram að bíða komu aldamót-
anna 1900 en ekki 2000. Því það er
að sjálfsögðu Isobel sem verður að
fóma frama sínum og ljósmyndara-
ferli til þess að hugsa um bömin.
Faðirinn er algerlega utangátta, hef-
ur alltaf komið sér undan bama-
gæslu með vinnu og heldur því
hamingjusamlega áfram með nýja
konu. Þegar sú gamla getur ekki
haldið uppi 24 stunda móðurhlut-
verki verður sú nýja bara að taka
við - bamagæsla
er ekki karlmanns-
verk. Þannig geng-
ur myndin út á það
að ala Isabel upp
sem hina full-
komnu fómfúsu móður.
Eins og vanalega er Sarandon eft-
irminnileg í sínu hlutverki en
henni virðist alltaf takast að gæða
lífi hverja þá þvælu sem hún annars
brotlendir í. Roberts er hins vegar
hálfutanveltu, eins og hennar hlut-
verk reyndar er, og Harris er jafn-
ósannfærandi sem heitur elskhugi
og faðir. í heildina fannst mér þetta
alveg voðaleg mynd og ég vildi helst
geta komist í gegnum mitt daglega
líf án þess að vita að svona lagað sé
framleitt. En ég er líklega í minni-
hlutahópi hér því það var ekki
þurrt auga i húsinu.
Leikstjórn: Chris Columbus. Hand-
rit: Gigi Levangie. Aðalhlutverk:
Julia Roberts, Susan Sarandon, Ed
Harris, Jena Malone, Liam Aiken.
Úlfhildur Dagsdóttir
Kvikmyn^da
GAGNRÝNI
Susan Sarandon og Julia Roberts leika mömmuna og stjúpmömmuna.
T O P P 2 0
í Bandaríkjunum
- aðsókn dagana 22. - 24. Janúar. Tekjur í milljónum dollara og helldartekjur
Litlar breytingar
Þaö var ekki mikið um frumsýningar á nýjum kvikmyndum um síöustu helgi í
Bandaríkjunum. Eina myndin sem vakti forvitni var Gloria sem er endurgerö
þekktrar kvikmyndar John Cassavettes frá áttunda áratugnum. Þrátt fyrir aö
Sharon Stone væri í titilhlutverkinu þá var aösókn mjög lítil og náöi hún ekki
aö komast nema I fimmtánda sætiö.
Engar breytingar eru á efstu sætum
listans, I efsta sæti situr Varsity Blues,
sem er enn ein gamanmyndin um fót-
boltastrák sem gerir það gott. Stutt er
síðan önnur slík, The Waterboy, náöi mik-
illi aösókn. Golden Globe-veröláunin voru
veitt um síöustu helgi og þar kom mik-
iö viö sögu Shakespeare in Love, sem
enn heldur sínu striki og er meðal efstu
kvikmynda á listanum. +IK
Robin Williams í Patch Adams en hún
skreiö yfir 100 milljón dollarana í vikunni.
Tekjur Heildartekjur
1. (1) Varsity Blues 10.574 30.757
2. (2) Patch Adams 8.101 108.588
3. (3) A Civll Action 7.648 40.786
4. (4) The Thin Red Line 5.794 22.313
5. (6) Stepmon 5.145 78.556
6. (5) At First Sight 4.787 14.553
7.(7) You've Got Mail 4.112 104.139
8. (8) The Prince of Egypt 3.926 87.327
9. (10) Shakespeare in Love 3.629 25.882
10. (-) A Simple Plan 3.422 7.070
11. (9) Vlrus 3.012 10.014
12. (13) A Bug's Life 2.720 151.734
13. (11) In Dreams 2.700 8.161
14. (12) Mighty Joe Young 2.575 43.401
15. (-) Glorla 2.143 2.143
16. (16) Waking Ned Devine 1.862 14.675
17 - (-) Playing by Heart 1.529 1.577
18. (16) Enemy of the State 1.205 106.000
19. (14) The Faculty 1.059 36.710
20. (19) Life Is Beautiful 1.055 15.836
Robert DeNiro leikur mikinn harðjaxl sem er fyrrum leyniþjónustumaður.
Bíóborgin - Ronin
Allir gegn öllum
John Frankenheimer
hefúr ekki átt erindi sem
erflði i siðustu kvikmyndum sín-
um og hefúr því meira og meira
snúið sér aftur að sjónvarpinu og
náð þar að gera nokkrar ágætar
myndir. Hann fær nokkra upp-
reisn æm í Ronin, virkilega
skemmtilegri og spennandi kvik-
mynd þar sem Frankenheimer er á
heimaslóðum og sýnir að hann
hefur engu gleymt í gerð samsær-
ismynda. Þá sýnir hann ekki síður
að hann er enn einn fárra sem
kunna að setja á svið almennileg-
an bílaakstur í stórborg.
í byrjun fylgjumst við með þeg-
ar hópur fyrrum leyniþjónustu-
manna, sem hver kemur frá sínu
landi, hittist í París. Ástæðan er
freistandi peningatilboð sem fylgir
verkefni sem ekki virðist svo flók-
ið á yfirborðinu. Þeir eiga að ræna
vel varinni skjalatösku sem inni-
heldur eitthvað sem sá sem hefur
ráðið þá verður að fá í sínar hend-
in. Hver það er sem ræður hópinn
og hvað það er sem í töskunni er
liggur ekki á lausu og hópurinn,
með amerískan málaliða Sam (Ro-
bert DeNiro), í forsvari veröur því
að reiða sig á orð Deirdre
(Natashca McElhone) sem er milli-
göngumaður, auk þess sem hún er
Kvikmynda
GAGNRÝNI
þátttakandi í ráninu. Fyrsta til-
raun til að ræna töskunni mistekst
og eftir það ræður vantraust ríkj-
um í hópnum, enda eru ein-
staklingamir hver og einn hörku-
tól og vanir því að treysta ein-
göngu á sjálfa sig. Það á lika eftir
að koma í ljós að þaö er ömggasta
aðferðin ef þeir vilja halda lífi.
Það er margt sem gerir Ronin að
góðri afþreyingu en hún er einnig
nokkuð tæp á svellinu í sumum at-
riðum. Til að mynda era i mynd-
inni einhver flottustu bílaeltingar-
leikatriði sem lengi hafa sést og
liggur við að fari um mann við að
horfa á öll ósköpin. Þá er leikara-
hópurinn sterkur, með Robert
DeNiro í hörkuformi, og loks bera
að geta þess að þrátt fyrir ýmsa
vankanta i handriti gengur þessi
flókna atburðarás að mestu leyti
upp og dettur ekki niður í lokin
eins og oft vill verða. Endirinn er
því mjög góður þegar miðað er við
vandaræðaganginn inn á milli.
Ronin er því hin besta skemmtun
fyrir spennufíkla og gaman að sjá
að Frankenheimer kann enn tökin
þegar hann fær réttu verkefnin.
Leikstjóri: John Frankenheimer.
Handrit: J.D. Zeik og Richard
Weisz. Kvikmyndataka: Robert
Fraisse. Tónlist: Elia Cmiral. Að-
alleikarar: Robert DeNiro, Jean
Reno, Natascha McElhone, Stell-
an Skarsgárd og Michael Lons-
dale.
Hilmar Karlsson