Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Síða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Sviðsljós Unglingar áreittu Pamelu Anderson í Úrúgvaí Fyrrverandi strandgellan Pamela Anderson fór á dögunum í fússi frá Úrúgvaí. Þangað haföi hún komið til að leika í auglýs- ingamynd um sólaráburð. Henni hafði einnig verið boðið aö vera gestur I sjónvarpsþætti í Brasilíu. Vandræðin hófúst á fundi með fréttamönnum á strönd í Úrúgvaí. Á fundinum gerðu unglingar hróp að Pamelu sem var léttklædd. Og þegar blaðamaður spurði hana um myndbandið fræga með henni og eiginmanninum fyrrverandi, Tommy Lee, sagðist hún vera að hugsa um að halda heim. Seinna umkringdu unglingamir Pamelu, hrópuðu klúryrði að henni og reyndu að káfa á henni. Kate Winslet hefndi sín á skólasystur Titanicstjarnan Kate Winslet lét gamla skólasystur heyra það nýlega. „Þú ert tæfa. Þú gerðir líf mitt að helvíti," sagði Kate við skólasystur sem starfar í snyrti- vörudeild í vöruhúsi. Kate var í verslunarleiðangri með mömmu sinni þegar hún sá skólasysturina sem hafði tekið þátt í að gera henni lifið leitt og meðal annars kallað hana „fitubollu". Kate og afgreiðslustúlkan höfðu verið saman í leiklistarskólanum Redroofs Theatre School í Berks- hire í Englandi. „Ætlaðir þú ekki að verða fyrirsæta eða dansari. Af hverju ertu þá bak við búðar- borö?“ hæddist Kate að skólasyst- urinni. Kate segist hafa tekið þá ákvörðun að láta eineltið ekki buga sig heldur styrkja sig. Sonur Peters Sellers slúðrar um föður sinn: prinsessunnar Kvikmyndaleikarinn Peter Sell- ers átti í löngu ástarsambandi við Margréti prinsessu, systur Elísabet- ar Englandsdrottningar, snemma á áttunda áratugnum. Margrét var þá enn gift Snowdon lávarði. Breska blaðið News of The World hefur það eftir syni Peters, Michel Sellers, sem þá var 16 ára, að Peter hafi sjálfur gortað af sambandinu. Blaðið segir að söngkonan Madonna hafi í hyggju að gera kvik- mynd um ástarsambandið. Robin Williams er sagður koma til greina í hlutverk Peters Sellers og Helena Bonham Carter í hlutverk prinsessunnar. Peter Sellers, sem meðal annars er þekktur fyrir leik sinni í kvik- myndunum um Bleika pardusinn, var margkvæntur. Ein eiginkvenn- anna var sænska kvikmyndastjarn- an Britt Ekland. Samkvæmt frásögn Michaels Sellers á samband Peters og Margrétar að hafa hafist eftir skilnaðinn við Britt. „Hann sagði að prinsessan hefði boðið honum til kvöldverðar í Kens- ingtonhöll. Að máltíðinni lokinni hefðu þjónarnir dregið sig í hlé og það var þá sem það gerðist," segir Peter í viðtalinu. Peter greinir frá því að faðir sinn hafi gortað af því að hafa mörgum sinnum átt ástarstundir með prinsessunni eftir fyrsta róman- tíska kvöldverðinn. Sambandið varði til ársins 1973 þegar Margrét tók upp samband við garðyrkjumanninn Roddy Llewellyn. Margrét og Peter endur- nýjuðu kynni sín 1979 þegar hann varð alvarlega hjartveikur en þá einungis sem vinir. Peter lést 1980. Margrét prinsessa, systir Elísabetar Englandsdrottingar. Símamynd Reuter Michael Jackson neitar að hjálpa foreldrunum Michael Jackson er orðinn þreyttur á að borga reikningana fyrir foreldra sína. Hann á að hafa tilkynnt foreldrunum um áramótin að hann væri búinn að hjálpa þeim nóg. Nú yrðu þeir að standa á eigin fótum. Foreldramir, Joe og Katharine Jackson, þénuðu á sinum tíma vel sem söngvarar en þeim hefur tek- ist að sólunda mestöllu fé sínu. Bílasali í Los Angeles er búinn að sækja til þeirra glæsikerru sem þau gátu ekki greitt af. Bíllinn var af gerðinni Rolls Royce Silver Cloud og var hann dreginn burt á dráttarvagni frá heimili foreldra söngvarans á meðan forvitnir ná- grannar fylgdust spenntir með. Foreldrar Jackson verða víst að hætta að lifa um efni fram. Kvikmyndaleikkonan Gwyneth Paltrow var að vonum ánægð þegar Golden Globes verðlaunin voru afhent á sunnudagskvöld. Gwyneth var kjörin besta gamanleikkonan fyrir hlutverk sitt í myndinni Shakespeare in Love. Með Gwyneth á myndinni eru Harvey Weinstien, einn stjórnarmanna Miramax kvikmyndafyrirtækisins, og leikkonan Cameron Diaz. Jim Carrey var kjörinn besti leikarinn fyrir hlutverk sitt í The Truman Show og Cate Blanchett var kjörin besta leikkonan. Hún fékk verðlaunin fyrir leik sinn í myndinni Elizabeth. Titilinn besti leikstjórinn hlaut Steven Spielberg fyrir myndina Save Private Ryan. Símamynd Reuter Cindy Crawford á von á barni Ofurfyrirsætan Cindy Craw- ford á von á bami með eigin- manninum og veitingahússeig- andanum Rande Gerber sem hún giftist í maí í fyrra. Ekki er langt síðan hjónakornin greindu fjöl- skyldum sínum gleðitíðindin, að því er segir í bandaríska blaðinu USA Today. Cindy og Rande hafa engan áhuga á að vita fyrirfram hvers kyns bamið er. Þau ætla bara að bíða spennt og fagna frumburðinum þegar þar að kem- ur. Fyrirsætan hyggst halda áfram störfum sínum þrátt fyrir ástandið. Hún ætlar einnig að halda áfram fyrirsætustörfúnum eftir að bamið er fætt. Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aörir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið. Næsti lanqi lauqardaqur er 6. febrúar 1999 Augiýsingar þurfa að * * * berast fyrir kl. 12 Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu í DV föstudaginn 5. febrúar 1999 er bent á a& hafa samband vii Sigurb Hannesson sem fyrst, í síma 550 5728. iriðjudaginn 2. febrúar 1999 Var ástmaður

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.