Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.01.1999, Page 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 Fólk í fréttum________________ Arnbjörg Sveinsdóttir Ambjörg Sveinsdóttir alþingis- maður, Austurvegi 30, Seyðisfirði, fékk mjög afgerandi kosningu í fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna á Austurlandi og er því fyrsta konan sem leiðir lista Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningum. Starfsferill Ambjörg fæddist í Reykjavík en ólst upp á Seyðisfírði. Hún lauk stúdentsprófl frá MR 1976 og stund- aði nám við lagadeild HÍ 1980-82. Ambjörg stundaði m.a. flsk- vinnslustörf á námsárunum. Hún var starfsmaöur afgreiðslu Smyrils og Eimskips á Seyðisflrði 1975-79 og kennari við Seyöisfjarðarskóla 1976-77. Ambjörg flutti til Reykjavíkur 1977 og var þar fufltrúi í launadeild Ríkispítalanna 1977-80 og stundaði verslunar- og skrifstofustörf 1980-83. Þau hjónin fluttu síðan aft- ur til Seyðisfjarðar 1983 og hafa átt þar heima síðan. Ambjörg stundaði skrifstofustörf hjá Fiskvinnslunni hf. og Gullbergi hf. 1983-90 og var skrifstofu- og fjár- málastjóri Fiskiðjunnar Dverga- steins hf. 1990-95. Ambjörg sat í bæjarstjóm Seyðis- fjarðar frá 1986-98 og hefur verið al- þingismaður Austurlands frá 1995. Ambjörg var formaður bæjarráðs Seyðisfjarðar annað hvert ár frá 1986-94, varaforseti bæjarstjórn- ar frá 1990 og forseti bæj- arstjórnar annað hvert ár frá 1994, sat í skóla- nefnd, var formaður menningarmálanefndar Seyðisfjarðar, sat í af- mælisnefnd vegna hundrað ára afmælis kaupstaðarins, sat í hafn- arstjórn, var formaöur héraðsnefndar Múla- sýslna, sat í stjórn Hér- aðsskjalasafnsins og í skólanefnd ME. Ambjörg hefur setið í félagsmála- nefnd Alþingis, í menntamálanefnd og fjárlaganefnd. Hún sat í stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins frá 1995, í undirbúningsnefnd íbúðar- lánasjóðs og situr nú í stjóm íbúð- arlánasjóðs. Þá sat hún í nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum á vegum félagsmálaráðuneytisins, í laganefnd um félagsþjónustu sveit- arfélaga vegna yfirfærslu málefna fatlaðra og situr í stýrihópi um jafn- rétti kynjanna. Fjölskylda Arnbjörg giftist 27.12. 1975 Garð- ari Rúnari Sigurgeirssyni, f. 30.7. 1953, skrifstofustjóra skiltagerðar- innar Undur og stór- merki. Hann er sonur Sig- urgeirs Garðarssonar, bónda á Staðarhóli í Eyja- fjarðarsveit, og Brynhild- ar Rögnu Finnsdóttur húsfreyju. Börn Arnbjargar og Garð- ars Rúnars era Guðrún Ragna, f. 13.6. 1976, skrif- stofumaður í Reykjavík en sambýlismaður henn- ar er Jón Valur Sigurðs- son, starfsmaður hjá SÍF í Hafnarfirði; Brynhildur Bertha, f. 15.5. 1980, nemi. Systkini Ambjargar era Bjöm, f. 5.1. 1950, skrifstofumaður í Reykja- vík;Ámý Sigríður, f. 18.11. 1958, landfræðingur, búsett í Kópavogi; Bóthildur, f. 15.11. 1960, endurskoð- andi í Reykjavík. Foreldrar Arnbjargar; Sveinn Guðmundsson, f. 25.11.1922, d. 13.10. 1995, síldarsaltandi og fram- kvæmdastjóri Strandarinnar á Seyðisfirði, og k.h., Guðrún Björns- dóttir, f. 15.4. 1929, d. 1.9. 1971, hús- móðir. Ætt Sveinn var sonur Guðmundar, b. á Mýrarlóni, bróður Aðalsteins á Vaðbrekku, fóður dr. Jóns Hnefils prófessors, dr. Stefáns, fram- kvæmdastjóra Norræna genabank- ans, Hákonar, skógarb. og hagyrð- ings, og Guðrúnar, móður Hrafn- kels A. Jónssonar, fyrrv. alþm. Hálf- bróðir Guðmundar, samfeðra, var Jón, alþm. á Hvanná, afi Sigríðar Hagalín. Guðmundur var sonur Jóns Hnefils, b. á Fossvölum í Hlíð Jónssonar, b. á Bæ í Lóni Jónsson- ar, hreppstjóra í Hafnamesi í Nesj- um Magnússonar, pr. í Bjarnamesi Ólafssonar, sýslumanns í Haga á Barðaströnd Ámasonar. Móðir Jóns á Fossvöllum var Steinunn Pálsdótt- ir. Móðir Guðmundar var Guðrún Bjömsdóttir frá Ekkjufelli í Fellum. Móðir Sveins var Arnbjörg, systir Jóns, bæjarstjóra á Akureyri, fóður Brynhildar, deildarstjóra í utanrík- isráðuneytinu. Ambjörg var dóttir Sveins, b. á Ámastöðum í Loð- mundarfirði og í Geitavík í Borgar- firði eystra Bjamasonar, b. á Stóra- bakka og Heykollsstöðum í Hró- arstunguhreppi Jónssonar. Móðir Sveins var Bóthildur Sveinsdóttir. Móðir Arnbjargar var Sigríður Ámadóttir, á Ámastöðum Jónsson- ar, og Þorbjargar Pálsdóttur. Guðrún var dóttir Bjöms, bróður Guðmundar á Mýrarlóni. Móðir Guðrúnar er Árný Stígsdóttir, á Grand á Jökuldal Jónssonar, b. í Teigagerði Jónssonar. Móðir Stígs var Guðbjörg Jónsdóttir. Arnbjörg Sveinsdóttir. Fréttir Snæfellsnes: Afli glæðist hjá netabátum DV, Vesturlandi: Afli hjá netabátum sem róa frá höfnunum fjórum á Snæfellsnesi var heldur að glæðast í síðustu viku. í Stykkishólmi rær Þórsnesið eitt skipa með net og var með 48 tonn eftir vik- una. Smábátar sem róa með línu á Breiðafirði gátu lítið verið að vegna ógæfta í síðustu viku og var heildar- afli 5 Stykkishólmssmábáta rúm 12 tonn eftir vikuna. í Grandarfirði era þrír bátar á net- um og var heildarafli þeirra 40 tonn í síðustu viku. Þeirra hæstur var Grundfirðingur með tæp 21 tonn. Fimm línubátar í Grundarfirði voru með 14 tonn eftir vikuna. Þá lönduðu togaramir tveir og togbátarnir Sóley og Farsæll samtals tæpum 200 tonn- um í Grundarfirði i síðustu viku. í Ólafsvík róa 5 bátar með net og lönduðu þeir samtals 52 tonnum. Þeirra hæstur var Guðmundur Jens- son með 23 tonn. Níu dragnótabátar lönduðu í Ólafsvík í síðustu viku, samtals 122 tonnum. Þeirra hæstur var Sveinbjörn Jakobsson meö 26 tonn eftir vikuna. Þá lönduðu 37 línu- bátar í Ólafsvík í síðustu viku, sam- tals 190 tonnum. í Rifi eru fimm bátar á netum og var afli þeirra í síðustu viku samtals 105 tonn. Þeirra hæstur var Magnús með 47 tonn eftir vikuna. í Rifi var landað 110 tonnum af linufiski í síð- ustu viku, þar af áttu Faxaborg og Örvar 80 tonn. Auk þess lönduðu þrir dragnótabátar 33 tonnum og tveir tog- bátar 12 tonnum í Rifi í síðustu viku -DVÓ/GK Slökkvilið í Reykjavík var kallað út vegna elds í bíl við Torfufell á laugardag- inn. Eigandi bílsins ætlaði að þurrka mottur í bílnum með hárþurrku sem hann skildi eftir í gangi í bílnum. Eldur kviknaði síðan út frá hárþurrkunni og olli miklum skemmdum á bílnum. DV-mynd HH Þegar Ijósmyndari DV var á ferðinni í nágrenni Gróttu um helgina hitti hann Oliver Hilmarsson sem hélt á þessum fugli. Oliver fann fuglinn niðri í fjöru en sá litli var skaddaður. Taldi Oliver að óveðrinu væri um að kenna. Fugl- inn var kominn í öruggar hendur en Oliver ætlaði með hann til fuglafræð- ings. DV-mynd HH Til hamingju með afmælið 26. janúar 90 ára Björg Bjamadóttir, Freyjugötu 49, Reykjavík. Friðbjörg Friðbjarnardóttir, Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 85 ára Ásta Gimnarsdóttir, Hrafnistu, Reykjavík. 80 ára Gísli Sigurðsson, Blómvallagötu 12, Reykjavik. Jörgen M. Jörgensson, Bólstaðarhlíð 46, Reykjavík. Þór Ingimarsson, Hringbraut 50, Reykjavík. 70 ára Helgi M. Sigvaldason, Hliðarvegi 38, Njarðvík. Olga Bettý Antonsdóttir, Tjamai’bóli 6, Seltjamamesi. 60 ára Gunnar Mogensen, Markarvegi 3, Reykjavík. Heiðar Kristjánsson, Hæli, Torfalækjarhreppi. Ragnar L. Benediktsson, Skipasundi 70, Reykjavík. Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Nautaflötum, Ölfushreppi. Sigurður Guðbjartsson, Naustahlein 1, Garðabæ. Skæringur Eyjólfsson, Hlíðarhjalla 17, Kópavogi. 50 ára Aðalbjörg Þórey Ólafsdóttir, Lautasmára 2, Kópavogi. Einar Þórir Dagbjartsson, Kaldaseli 14, Reykjavík. Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Heiðarbraut 3 E, Keflavík. Jón Atli Játvarðsson, Hellisbraut 8 B, Reykhólahreppi. Kristtn G. Sigurðardóttir, Kríuhólum 6, Reykjavík. Kristjana Kjartansdóttir, Frostaskjóli 15, Reykjavík. Sigurbjörg Gísladóttir, Stekkholti 32, Selfossi. Snjólaug Jónmundsdóttir, Digranesvegi 42, Kópavogi. Sólveig Magnúsdóttir, Seilugranda 2, Reykjavík. Sólveig Vignisdóttir, Holtagötu 4, Drangsnesi. 40 ára Auður Gunnarsdóttir, Löngumýri 12, Garðabæ. Bergþór Kristleifsson, Húsafelli I, Borgarbyggð. Edda Hrafnhildur Bjömsdóttir, Sæviðarsundi 4, Reykjavík. Gestur Júlíusson, Austurvegi 59 A, Reyðarfirði. Guðjón Birgisson, Melum, Hrunamannahreppi. Guðmundur Guðfinnsson, Logafold 190, Reykjavik. Gylfi Sigurðsson, Áshamri 14, Vestmannaeyjum. Jónas Jóhannsson, Grettisgötu 12, Reykjavík. Margrét Helma Karlsdóttir, Hlíöargötu 22, Sandgerði. Oddur Magnússon, Kaplaskjólsvegi 53, Reykjavík. Sigurður Arinbjömsson, Lambastaðabraut 5, Seltjamamesi. Sigurgrímur Skúlason, Flatahrauni 16 B, Hafnarfirði. Una Sveinsdóttir, Austurbyggð 8, Akureyri. Þorsteinn Kristleifsson, Bergsmára 10, Kópvogi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.