Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 ðv Fréttir Odd Reitan Reitan gefst upp í Tékklandi DV, Ósló: Hlutur norska kaupmannsins Odds Reitan í Baugi hf. á íslandi stendur óhaggaður þrátt fyrir að fyr- irtæki hans hafi orðið fyrir áfalli í markaðssókn sinni í Austur-Evrópu. Allri starfsemi er nú hætt í Tékk- landi en þar var á 15 mánaða tíma- bili búið að opna 17 verslanir undir heitinu Rema 1000. Samstarfið við heimamenn gekk ekki; neytendum líkaði hvorki vöru- úrval né gæði, og nú er Odd Reitan búinn að pakka saman og hefur selt allt sem hann átti í landinu. Umtals- vert fé mun hafa tapast en Reitan vill ekki gefa upp hve mikið. Reitan hefur haft það að markmiði að opna eina verslun á hverjum mið- vikudegi fram til aldamóta. Þetta markmið næst ekki, og nú ályktar norska viðskiptablaðið Dagens Nær- ingsliv sem svo að Reitan hafi ætlað sér að gína yfir of miklu. -GK Nýr bátur I Hólminn DV, Vestnrlandi: Nýr bátur, Rún, kom til Stykkis- hólms sl. laugardag. Báturinn er 194 brúttótonn, smíðaður i Noregi 1960 og hét upphaflega Amar. Það er Guðbrandur Björgvinsson, útgerð- armaður í Stykkishólmi, sem kaup- ir skipið án kvóta frá Dalvík. Guð- brandur átti fyrir skelbátinn Amar sem hann hefur nú selt Þórsnesi hf. í Stykkishólmi. Að sögn Gúðbrands mun hann fá þorskvóta út úr þeirri sölu auk kvóta sem hann kaupi til viðbótar til að veiða á nýja skipinu. í eigu Guðbrands fær skipið sitt upprunalega nafn, Amar, og er stefnt að því að skipið hefji neta- veiðar 7. febrúar. -DVÓ/GK Svipaður fjöldi flyst innan Akraness og Reykjavíkur DV, Vesturlandi: Af sex stærstu sveitarfélögunum á Vesturlandi hafa Akurnesingar ver- ið iðnastir við að flytjast innan sveit- arfélags samkvæmt bráðabirgðatöl- um Hagstofu íslands frá 1.1-1.12. 1998. Samtals fluttu 14,2% íbúa á Akranesi innan sveitarfélagsins. íbú- ar þar vom 5.187 1. desember. í Snæfellsbæ fluttu 12,47% en íbú- ar þar vom 1.721. 11,66% fluttu f Eyrarsveit en íbúar þar voru 943. 10,62% flúttu í Stykkishólmi en íbú- ar þar vom 1.242. 8,32% fluttu í Borgarbyggð en íbúar þar voru 2.414 og í Dalabyggð fluttu 4,8% en íbúar þar voru 696. Ef miðað er við höfuðborgarsvæð- ið, Reykjanesbæ og Akureyri þá flytjast flestir innan Reykjavíkur eða 15,35%, 12,1% flyst innan Hafn- arfjarðar, 14,94% innan Reykjanes- bæjar og 15,19% innan Akureyrar. Kópavogsbúar, Seltimingar og Mosfellingar virðast hins vegar ánægðir þar sem þeir búa enda ekki nema 5-8% þeirra sem flytja innan sveitarfélagsins. Fólk hefur flykkst til Kópavogs á undanfömum árum þar sem fjölgað hefur mest. -DVÓ krónur 69.900 krónur Eunocard daemi: Engin útborgun greitt á 36 mánaðum, vextir og kostnaður (24/01 '99) meðalt greiðsla pr. mán. kr. 2.513 VERÐDÆMI SONY KV-29X5 betri þjónusta betra verð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.