Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 Leigumarkaðurinn ýtir fólki út f að kaupa eigið húsnæði: Hikaði ekki við að kaupa - segir Sigurjón Pálsson, ungur verkfræðingur Sigurjón Pálsson verkfræðingur býr einn f tveggja herbergja íbúð í nýju fjölbýlishúsi við Sóltún sem hann keypti í stað þess að fara á leigumarkaðinn. DV-mynd Teitur lán, 20%, sem verð- ur 1.340.000 krónur fáist það samþykkt. Greiðslubyrðin af húsnæðislánunum er samtals um 28.900 krónur. Fast- eignagjöld og lög- boðnar tryggingar eru um 2.700 krónur á mánuði og greiðslubyrðin því 31.600 krónur. Sam- kvæmt upplýsing- um frá fasteignasala ættu hámarksvaxta- bætur að fást vegna kaupanna, sem nema um 19.000 krónum á mánuði. Hjón: 3Ja herbergja íbúó - 65 fm + bílskýll Verd: 6.700.000 kr. Húsbréfalðn (70%): Viðbótarlán (20%): Eigið fé: Greiðslubyröi: Fast.gjöld og tryggingar: Greiðslubyrði alls: Vaxtabætur: Greiðslubyrðl: Leiguverð: Ekki er tekiö iiílit til afskrífta eöa 4.690.000 kr. 1.340.000 kr. 670.000 kr. 28.944 kr. 2.700 kr. 31.644 kr. 19.000 kr. 12.644 kr. 40.000 kr. viöhalds. Einstaklingur: 2Ja herbergja íbúö - 65 fm Verö: 6.700.000 kr. Áhvílandi: Eigiö fé og lán: Greiöslubyröi nú: Um Húsbréfalán (70%): Greiðslubyrði þá: Um Fast.gjöld og tryggingar: Greiðslubyrði alls: Vaxtabætur: Greiðslubyrði: Leiguverö: Um 5.000.000 kr. 1.700.000 kr. 40.000 kr^k 4.690.000 kr. 34.000 kr. 2.700 kr. 36.700 kr. 12.000 kr. 24.700 kr. 40.000 kr. Ekki er tekiö tillit til afskrifta eöa viöhalds. „Ég er nýkominn heim úr verk- fræðinámi og þurfti að ná mér í húsnæði. Ég þurfti ekki að reikna dæmið upp á krónu því það lá nokkurn vegin ljóst fyrir að betra væri að kaupa íbúð en leigja hana. Greiðslubyrðin er léttari auk þess sem maöur myndar eign,“ segir Sig- urjón Pálsson verkfræðingur sem býr einn í tveggja herbergja íbúð í nýju fjölbýlishúsi við Sóltún. Sigurjón keypti íbúðina sína á 6,7 milljónir króna af byggingarfélag- inu sem byggði húsið. Hann yfírtók 5 milljóna króna lán sem hvíldu á íbúðinni af hálfu byggingarfélags- ins, reiddi fram eigið fé og tók lán fyrir því sem vantaði upp á. Sigur- jón vinnur nú að því að fá húsbréfa- lán frá íbúðalánasjóði. Þegar lánið er gengið í gegn býst hann við að mánaðarleg greiðslubyrði lækki töluvert. En lítum nánar á dæmi Sigur- jóns. Að hans sögn er greiðslubyrð- in nú um 40.000 krónur á mánuði. Ef Sigurjón fær húsbréfalán fyrir 70% af andvirði íbúðarinnar ætti greiðslubyrðin að lækka I um 34.000 krónur á mánuði. Sé fasteignagjöld- um og lögboðnum tryggingum bætt við, um 2.700 krónum, verður greiðslubyrðin um 36.700 krónur. Sigurjón mun væntanlega fá óskert- ar vaxtabætur sem nema um 12.000 krónum á mánuði. Greiðslubyrðin er því komin niður í um 24.700 krónur. íbúðin er alveg ný og segist Sig- uijón þess fullviss að hún yrði leigð út fyrir að minnsta kosti 40.000 krónur á mánuði. Ef hægt er að tala um hagnað Sigurjóns í þessu dæmi þá er hann ríflega 15.000 krónur á mánuði. Rétt er að geta þess að ekki er tekið tillit til afskrifta eða viðhalds í þessu dæmi. Gert er ráð fyrir að Sigurjón hefði greitt hita og raf- magn í ámóta leighúsnæði og þeim kostnaðarlið því sleppt, hann jafn- ast út. Annað dæmi DV rædi við fasteignasölu í borg- inni í fyrradag. í hádeginu hafði selst 3ja herbergja, 65 fermetra íbúð í fjölbýlishúsi á Seltjarnarnesi. Stæði í bílskýli fylgdi. Verð hennar var 6,7 milljónir króna. Kaupandi, hjón, lagði sjálfur fram 670.000 krónur eða 10% söluverðs. Hús- bréfcdánið, 70%, nam 4.690.000 krón- um. Hann hafði sótt um viðbótar- Greiðslubyrðin er því komin í um 12.600 krónur. Þessi íbúð var leigð út fyrir 40.000 krónur á mánuði. Hagnaður af því að kaupa nemur því 27.400 krónum. Mikil eftirspurn Fólk á leigumarkaði er að gera sér grein fyrir að mjög oft er hagstæðara að kaupa en leigja við núverandi að- stæður. Að sögn fasteignasala sem DV ræddi við hefur verið mikil eftirspum eftir íbúðum sem kosta í kring um 7 milljónir króna og þær runnið út. Virðast þær hafa hentað mörgu fólki sem hefur leigt. Er DV tjáð að fjöl- skyldufólk sé margt orðið fráhverft leigumarkaðnum en eignaríbúð skapi meiri stöðugleika og öryggi þar sem skólaganga bamanna er annars veg- ar. Þá er DV kunnugt um að keypar hafi verið íbúðir undir skólafólk utan af landi í tilfellum þar sem leiga heföi áður þótt sjálfsögð. Er það bæði til að tryggja fasta og ömgga búsetu og eins til að sleppa betur frá kostnaðarliðn- um húsnæði. -hlh Velta á hlutabréfamarkaði 1998: Mest með bréf íslandsbanka Yfirlit um veltu í viðskiptum með hlutabréf, sem finna má á vefsíðu Landsbréfa, sýnir að á síðasta ári urðu mest viðskipti með hlutabréf í íslandsbanka og Eimskip. Velta hluta- bréfa í íslandsbanka nam 1.515.235.978 krónum eða ríflega einum og hálfum milljarði. Eimskip kom næst á listan- um en velta með hlutabréf þess nam 1.020.688.027 krónum eða rúmum milljarði. í 3. sæti kom Fjárfestingar- banki atvinnulífsins og síðan Flug- leiðir, Samherji og SÍF. Tölvufyrirtækin, sem hækkað hafa mest í verði síðastliðnar vikur, eru neðar á listanum. Efst þeirra er Opin kerfi, í 17. sæti, þar sem veltan nam 227.875.902 krónum. Nýherji er í 21. sæti þar sem veltan nam rúmri 161 milljón og Tæknival í 29. sæti en velt- an þar nam tæpum 90 milljónum króna. Hraðfrystihúsið Hnífsdal skrapar botninn en viðskipti með hlutabréf þess námu 669.450 krónum. Gríðarlegt bil er milli fyrirtækja á toppi og botni þessa lista. í hópi fyrirtækja þar sem minnst viðskipti urðu eru Guðmund- ur Runólfsson hf. (1,3 milljónir), Hans Petersen (1,6 milljónir), KEA (4,2 milljónir), Bifreiðaskoðun (Frum- herji) (5,4 milljónir) og Héðinn Smiðja (6,4 milljónir). í átta fyrirtækjum urðu hlutabréfaviðskipti lægri en 10 milljónir. -hlh 10 vinsælustu hlutafélögin - samkvæmt hlutabréfavettu 1998 Greiðslumat Greiðslumat er forsenda um- sóknar um húsnæðislán íbúða- lánasjóðs. Sótt er um greiðslumat hjá fjármálastofnun (banka eða sparisjóði) þegar samþykkt kauptilboð eða kostnaðaráætlun vegna byggingarframkvæmda liggur fyrir. Einfaldast er að snúa sér til þeirrar fjármálastofnunar sem umsækjandi á mest viðskipti við. Tvíþætt Greiðslumat er tvíþætt. Fyrst er greiöslugeta einstaklings eða fjölskyldu reiknuð út frá tekjum og eignum. Að því loknu er veitt ráðgjöf á grundvelli útreikning- anna þar sem farið er yfir helstu þætti varðandi lántökuna og áætlaða greiðslubyrði. Vaxtabætur Hámark vaxtabóta er 144.426 krónur hjá einstaklingi, 185.742 krónur hjá einstæðu foreldri og 238.840 krónur hjá hjónum/sam- búðarfólki íbúðalánasjóður Vextir og afföll Vaxtagjöld vegna lána sem tek- in hafa veriö til öflunar á íbúðar- húsnæði mynda rétt til vaxta- bóta. Vaxtagjöld teljast gjaldfalln- ir vextir og gjaldfallnar verðbæt- ur á afborganir og vexti og affoll af verðbréfum, víxlum og öðrum skuldaviðurkenningum. Afföll vegna sölu húsbréfa teljast ein- göngu til vaxtagjalda þegar selj- andi þeirra er jafhframt skuldari fasteignaveðbréfs. Vaxtagjöld Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta geta aldrei orðið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda eins og þær eru í lok hvers árs. Frá vaxtagjöldum eru dregin 6% af tekjustofni sem er frábrugðinn tekjuskattsstofni að þvi leyti að fjármagnstekjur eru teknar með og fjárfestingar í atvinnurekstri koma ekki til frádráttar. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.