Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1999
17
Góð ráð til nýbakaðra foreldra:
Vörumst alla
gerviþarfir
Fæðing bams er alltaf gleðiefni
sem veldur jafnan talsverðum
breytingum á högum foreldranna,
sérstaklega þegar frumburðurinn
kemur í heiminn. Litla bamið kall-
ar á mikla athygli, andvökunætur
og breytt lífsmynstur en fæðingu
bams fylgja líka talsverð fjárútlát.
Hagsýni tók Steingrím J. Sigfús-
son alþingsmann tali og bað hann
að gefa nýbökuðum foreldrum góð
ráð um hina fjárhagslegu hlið barn-
eignanna.
Steingrímur er síður en svo ný-
græðingur í faginu því hann á fjög-
ur börn, allt frá fjórtán ára ung-
lingssyni niður í nokkurra mánaða
dóttur sem skírð hefur verið Vala.
Peninganna virði
„Ég vil nú kannski fyrst segja
að fólk ætti alls ekki að láta
fjárhagslegu hliðina aftra
sér frá barneignum
Það er auðvitað
hárrétt að það
kostar sitt að
eiga börn en
ánægjan
sem því fylg-
ir vegur upp
á móti og rúm-
lega það.
Vandinn er auðvitað
m.a. að íslenskt samfélag er
alls ekki nógu bamavinsam-
legt. Þar vantar mikið upp á,
Steingrímur J. Sigfússon al- V:
þingismaður telur að fóik
eiga að hafa varann á og forð-
ast allar gerviþarfir í sam-
bandi við kaup á barnavörum.
t.d. í skattkerfmu og ýmsu slíku,“
segir stjórnmálamaðurinn Stein-
grímur.
Steingrímur segir þó að draga
megi verulega úr þeim kostnaði
sem fylgir barneignum með útsjón-
arsemi af ýmsu tagi. „Ég held t.d. að
það sé mikilvægt að hafa í huga að
ekki þarf að kaupa allt nýtt á börn-
in. Þau stækka mikið á fyrstu mán-
uðum og áram ævinnar og því er
hver hlutur eða flík ekki lengi í
notkun. Því er upplagt að fá lánuð
fot og annað bamadót hjá frænkum
eða frænd-
um
nota
fót og
dót
af eldri systkinum bamsins ef þau
era til staðar."
Samnýting
stórfjölskyldunnar
Steingrímur segir auk þess að
samheldni og samstaða innan stór-
fjölskyldna sé afar mikil-
væg þegar kemur að
barneignum.
„Þá geta ætt-
ingjarnir
hjálpast
að, passað
börnin og
skipst á
Steingrímur kann svo sannarlega handtökin enda er litia daman, sem heitir
Vala, fjórða barn hans og konu hans, Bergnýjar Marvinsdóttur.
barnadóti. Við
skömmumst okkar
alla vega ekkert
fyrir að fá lánað
og gefins frá ætt-
ingjum okkar.
Auk þess eiga
bæði ég og kon-
an mín mörg
systkini sem
hafa eignast hörn
á sama tíma og
við. Það leiðir nátt-
úrlega til þess að mikill
handagangur er í öskj-
unni á þessum skiptimarkaði
þar sem skipst er á vögnum, föt-
um, kerram, bílstólum og fleiri
hlutum sem vel er hægt að
samnýta.“
Gerviþarfir
Eins og áður sagði
eiga Steingrímur
og kona hans
fjögur böm og er
elsti sonur
þeirra fjórtán
ára. En skyldi
vera mikill
munur á íjárút-
látum vegna
barnavara nú
eða fyrir fjórtán áram?
„Ég býst við að ósjálfrátt séu
kröfurnar um orðnar meiri og
græjurnar orðnar allar fínni. Til
dæmis eru flestir hættir að nota
taubleyjur. Hraðinn er orðinn meiri
í umbúðasamfélaginu sem við lifum
í og auðvitað sést það á barnavörun-
um líka.
Mönnum finnst sjálfsagt að
kaupa ýmsa hluti í dag sem ekki
voru sjálfsagðir fyrir fjórtán árum.
Fólk ætti því að athuga hvort það er
að gera eðlilegar kröfur í þessum
efnum eða hvort markaðurinn er
búinn að skapa gerviþarfir sem
okkur fínnst við einfaldlega þurfa
að uppfylla. Við getum tekið sem
dæmi svona þráðlaus tæki til að
fylgjast með bömunum þegar þau
eru sofandi. Slík tæki eru e.t.v.
óþörf ef bamið sefúr alltaf rétt fyrir
utan stofugluggann.
Sumir hlutir era hins vegar ódýr-
ari og hugvitssamlegri nú heldur en
fyrir fjórtán árum. Ég get t.d. nefnt
bamavagnana sem nú er hægt að
nota einnig sem burðarrúm og
kerra. Fyrir fjórtán árum þurfti
maður hins vegar að eiga þrjá hluti
í stað eins,“ segir fjölskyldufaðirinn
Steingrímur J. Sigfússon að lokum.
-GLM
A hálum ís:
Skautar fyrir smáa og stóra
Skautaíþróttin er ein af elstu vetr-
aríþróttum almennings hérlendis.
Hagsýni kannaði verð og úrval á
skautum fyrir böm og fullorðna í fjór-
um verslunum á höfuðborgarsvæð-
inu. Þær eru: Markið, Fálkinn, Útilíf
og Örninn.
Plast eða leður
Verslunin Útilif býður fjórar gerðir
af skautum.
Fyrsta má nefna skauta frá fyrir-
tækinu Geka. Þeir skautar fást bæði í
barna- og fullorðinsstærðum, frá
stærð 28 til 42, eru úr leðri að innan-
verðu en svokölluðu PVC-efni að ut-
anverðu. Geka-skautarnir kosta 4850
krónur.
Útilíf býður einnig plastskauta frá
Trezeta á góðu verði. Hægt er að fá
skauta með einni smellu fyrir börn á
3980 krónur, listskauta með tveimur
smellum á böm og konur á 5290 krón-
ur og hokkískauta með þremur smell-
um á 6440 krónur.
Einnig er hægt að fá listskauta og
hokkískauta frá Jofa. Listskautarnir
kosta 5850 krónur og hokkískautamir
6890 krónur.
Að lokum býður Útilíf tvær gerðir
listskauta frá Wifa sem eru þeir bestu
sem í boði er hjá Útilífi. Annars veg-
ar er um að ræða Wifa Prima þar sem
efri hluti skautanna er úr styrktu
leðri, þeir m.a. fóðraðir að innan með
thermoefni, ilin stálstyrkt og sólinn
hertur með leðri. Blöð skautanna,
sem fást i stærðum 34-37, era áskrúf-
uð. Wifa Prima skautarnir kosta
11.900 krónur.
Hins vegar býður Útilíf Wifa
Skatec-D skauta í stærðum 37-41. Þar
er efri hluti skautanna einnig úr
styrktu leðri, þeir fóðraðir að innan
með mjúku leðri, sólinn hertur með
leðri og ilin hert með stáli.
Wifa Skatec-D skautarnir eru fáan-
legir með eða án blaðs og kosta 13.980
með blaði.
Hokkískautar
Fálkinn býður margar gerðir af
skautum í hinum ýmsu verðflokkum.
Fyrst má nefna barna- og fullorðins-
skauta úr leðurliki eða leðri frá Is-
sport sem kosta frá 5900-12.900 krón-
ur.
Einnig má nefna plastskauta fyrir
börn og fullorðna með smellum sem
kosta á bilinu 5900 til 7950 krónur,
smábamaskauta úr plasti með smell-
um á 3500 krónur og
12.900
hokkískauta fyrir böm og fullorðna í
ýmsum gæðaflokkum á verðbilinu
6900-20.800 krónur.
í Eminum er hægt að fá allar
stærðir af leðuræfíngaskautum fyrir
lengra komna á 4980 krónur, plast-
skauta með smellum fyrir böm á 3990
krónur og
reimaða
vinýl- og leð-
urskauta fyrir
börn, einnig á
3990 krónur.
Einnig er
hægt
20.800
Hvað kosta skautarnir?
að fá vinýl- og leðurskauta fyrir full-
orðna á 4600 krónur, hokkískauta úr
plasti fyrir börn á 3990 krónur og
hokkískauta fyrir fullorðna á 5990
krónur.
Stækkanlegir skautar
Verslunin Markið býður nokkrar
gerðir af skautum fyrir börn og full-
orðna, auk alls annars sem þarf til
skautaiðkunar.
Þar má nefna smellta listskauta úr
plasti með einangrunarsokk innan í á
5795 krónur (barnastærðir) og 6270
krónur (fullorðinsstærðir)
og hokkískauta fyrir
börn á 5795 krón-
ur og hokkís-
kauta fyrir full-
orðna á 6270
krónur.
Einnig má
nefna stækk-
anlega
skauta sem
ættu að
henta vel
þegar börnin
eru að taka
vaxtarkipp.
Þá má fá í
stærðunum
25-35 og kosta
þeir 6600 krónur.
Það er því ljóst að
flestir ættu að geta
fundið eitthvað við sitt hæfi áður
en haldið er út á hálan ísinn.
-GLM
Fálkinn Útilíf Orninn Orninn Örninn Örninn Útilíf Orninn Útilíf Markiö Markiö Útiiíf Fálkinn FálkinnÖrninn Markiö Markiö Útilíf Markiö Útilíf Fálkinn Útilíf Útilíf