Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1999, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1999 Sviðsljós Johnny Depp huggar Kate Ofurfyrirsætan Kate Moss er farin að taka þátt í tískusýning- um á ný eftir dvöl á sjúkra- stofnun vegna ofþreytu. Hún hefur einnig sést með gamla kærast- anum sínum, Johnny Depp. Johnny, sem á von á bami með frönsku kærust- unni sinni, Vanessu Paradis, hitti Kate í einkasamkvæmi í London. Síðar um kvöldið heim- sótti Johnny Kate. Sagt er aö hann hafi stutt hana vel og dyggi- lega í veikindunum. Vill verða fyrsta stjarnan í geimnum Kvikmyndaleikarinn John Tra- volta, sem er flugmaður og á þijár flugvélar, vill verða fyrsta kvikmynda- stjarnan sem fer út í geim- inn. John hefur sagt vinum sínum að banda- ríska geim- ferðastofnunin NASA sé alvarlega að íhuga beiðni hans. Er kvik- myndaleikarinn meira að segja tilbúinn að losa sig við nokkur kíló til að geta gerst geimfari. ið Allar stærðir sendibfla ÚTSÖLULOK Utsölunni lýkur laugardaginn 30. janúar 50% afsláttur af öllum skóm ^íœóí skórinn Glæsibæ s. 5812966 Ein kynþokkafyllsta stjarnan fékk strangt uppeldi: Var bannað að ganga í bíkini Salma Hayek hefur ekkert á móti þeirri athygli sem hún fær vegna þess hversu fagurlega hún er vaxin. En henni þótti athyglin erfið i byrj- un. „Ég fékk sektarkennd. Foreldr- ar mínir voru mjög strangir. Ég fékk hvorki að mála mig né klæða mig í bíkini. Ég var alin upp við að kynlíf væri ósiðlegt," segir Salma i nýlegu viðtali. En tilraunir foreldranna til að halda aðdáendunum í fjarlægð tókst ekki. „Strákamir eltu mig samt og feður þeirra líka,“ greinir Salma frá. Þegar Salma, sem er frá Mexíkó, kom til Los Angeles fyrir átta árum kunni hún litla ensku. Fáir trúðu því að hún kæmist áfram í kvik- myndabransanum. Menn gleymdu því hins vegar að Salma var þá þeg- ar ein af þekktustu leikkonum Mexíkó og komin með mikla reynslu. Salma Hayek. Símamynd Reuter Nú er Salma orðin ein af vinsæl- ustu leikkonunum í Hollywood og hefur undirritað samning við Col- umbiafyrirtækið. Hún hefur einnig samið um framleiðslu eigin sjón- varpsmyndaflokka á bæði ensku og spænsku. Eftir leik sinn í kvikmyndinni From Dusk till Dawn var Salma út- nefnd ein af kynþokkafyllstu leikkonum heims af mörgum tíma- ritum. Vegna útnefningarinnar fékk hún milljónasamning við snyrti- vörufyrirtækið Revlon. Salma er önnum kafin og hefur lítinn tíma til skemmtana. Núna leikur hún í mynd um lif listakon- unnar Fridu Kahlos en það hlutverk vildi Madonna fá. í sumar er væntanleg á hvíta tjaldið myndin Wild, Wild West. íhenni leikur Salma á móti Kevin Kline og Will Smith. Billy Bob kvænist hið fimmta sinnið Bandaríski leikstjórinn Billy Bob Thornton er ekkert smeykur við að ganga í hjónaband í fimmta sinn þótt fyrstu fjórar til- raunirnar hafi mis- tekist hrapaEega. Sú lukkulega, eða þannig, heitir Laura Dem, marg- fræg kvikmynda- leikkona og krúttíbeib. Síðasta kona Billys Bobs, Pietra heitir hún, er sennilega þekktust fyrir að hanga utan í bónda sínum við óskarsverðlaunaathöfnina 1997 og ota fram ógnarstórum upp- blásnum brjóstum sínum sem voru að því komin að sprengja ut- an af henni kjólinn. Nokkrum vik- um síðar sótti hún um skilnað og sakaði Billy Bob meðal annars um að hafa barið sig og bitið. Gary Busey gekk í skrokk á frúnni Lítið lagðist fyrir kappann Gary Busey, leikara i Hollywood, um daginn þegar hann sneri eiginkonuna í gólfið í einni rifr- ildissenunni. Gary fékk aö gista fanga- geymslur lögregl- unnar í strandbæn- um Malibu fyrir vikið. Þrátt fyrir aðfarimar sást ekkert á frúnni, aö sögn lögreglunnar. Leikarinn var ákærður fyrir eiginkonubarsmíðar og var gert að mæta fyrir dómara síðar. Bus- ey hefur áður komist í kast við lögin. Franska fyrirsætan Laetitia Casta hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir mjúkar og ávalar línur sínar og þykir kærkomin tilbreyting frá öllum hor- rengiunum starfssytrum hennar. Hér er hún í blómafötum frá YSL. Jerry spáir í skilnað vestra Stórfyrirsætan Jerry Hall, eig- inkona og barnsmóðir Rollings- ins Micks Jaggers, íhugar nú að sækja um skilnað frá bónda sín- um fyrir dómstólum í Kalifomíu. Dómstólar þar ku vera afskap- lega rausnarlegir í garð þess hjónanna sem á minna en hitt og sækist eftir að fá sinn skerf af auðæfum makans. Eins og er í þessu tilviki. Jerry hefur þegar sótt um skilnað í Englandi vegna ítrekaðs framhjáhalds Mikka. Hann svar- aði þá að bragði og sagði að hjónaband þeirra hefði aldrei verið lagalega gilt. Rokkarinn er á tónleikaferð í Ameríku og þaðan sendi hann spúsunni kaldar kveðjur þegar hann söng um aö sumar stúlkur færðu honum böm og þær elskaði hann aðeins einu sinni. Patsy á nætur- löngu fylliríi Breska leikkonan Patsy Kensit fór á næturlangt fyllirí með fjór- um strákum sem hún þekkir á fínu hóteli í London. Til að bæta gráu ofan á svart lét hún svo skrifa brennsann á eiginmann- inn, popparann Liam Gallagher. Og reikningurinn hljóðaði upp á litlar tvö hundruð þúsund krón- ur, takk fyrir. Hvort það er til- viljun, skal ósagt látið, en vert er þó að benda á að Patsy brá undir sig betri fætinum aðeins tveimur dögum eftir að Liam skvetti úr klaufunum með tveimur rosagell- um. Varla þarf að taka fram að Liam varð alveg brjálaður. Langur laugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið. ----— Næsti langi laugardagur er 6. 1999 Auglýsingar Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu i DV föstudaginn 5. febrúar 1999 er bent á a& hafa samband viS Sigurá Hannesson sem fyrst, í síma 550 5728. að rast fyrir kl. 12 ___triðiudaginn j > 2.iebrúar 1 m '■ d. ! - * ' 'M '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.