Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
Fréttir
Kosovo-albanskur leikskólaleiöbeinandi í Kópavogi nýkominn úr „heimsókn“:
7 klukkustunda mar-
tröð og misþyrmingar
- í höndum grimmra Serba - fór til aö giftast unnusta sínum
„Lögreglumaðurinn sló mig í and-
litið, hann reif í hárið á mér og
sparkaði í mig. Hann sló mig með
sígarettukartoni og einu kílói af
kaffi og hrinti mér. Þetta stóð lengi
yflr. Ég bara grét og grét. „Af hveiju
talar þú ekki? Hvað ertu að gera á
íslandi," spurði hann, segir Sabrije
„Sonja“ Zogaj, 22ja ára Kosovo-Al-
bani, sem er búsett hér á landi en
kom á sunnudaginn úr mikilli
hættuheimsókn til heimalands síns
þar sem hún giftist unnusta sínum
sem er einnig á leið heim til íslands.
Serbar misþyrmdu henni andlega
sem líkamlega í um eina klukku-
stund á landamærum Serbíu og
Kosovo.
Sonja starfar á leikskólanum
Marbakka í Kópavogi. Hún fluttist
hingað til lands í október 1997 og er
ein af 70-80 Albönum sem búa hér á
landi. DV hitti hana og fjölskyldu
hennar, 14 manns, á einu af þremur
heimilum systkina hennar og for-
eldra í Breiðholti í gærkvöldi. Flest-
ir úr fjölskyldunni komu hingað á
síðasta ári.
Nauðsynlegt að giftast
Albert Ukason, bílstjóri hjá Skelj-
ungi, er bróðir Sonju. Hann hefur
búið hér á landi í 8 ár og aðstoðaði
Sonju við íslenskuna.
„Sonja varð fyrir miklu áfalli, lík-
amlegu sem andlegu. Hún er að
jafna sig og er í rauninni enn þá að
segja okkur sögu sína,“ sagði Al-
bert. „Henni var misþyrmt andlega
sem likamlega i um eina klukku-
stund.“
Megintilgangur ferðar Sonju til
Kosovo var að giftast unnusta sín-
um - Samidin. Hann fær í raun ekki
dvalarleyfi hér á landi nema giftast
Sonju, þ.e. ef þau vilja búa hér sam-
an. Hann er enn í Kosovo en Sonja
fór á fund útlendingaeftirlitsins í
morgun i þeim tilgangi að ganga frá
pappírum fyrir hann.
Bílstjóri og aðstoðarmaður
drepnir
Sonja lagði af stað frá íslandi til
Þýskalands þann 10. janúar. Þremur
dögum síðar fór hún til Kosovo.
„Vandræðin byrjuðu þegar þau
komu til Serbíu," segir Albert.
„Sonja var í rútu
með 12 manns, 11
körlum og aldr-
aðri konu. Öllum
var haldið í 48
klukkutíma áður
en rútan fékk að
fara til Kosovo. í
vikunni á undan
höfðu bílstjóri og
aðstoðarmaður
hans úr sömu
rútu verið drepn-
ir. Þar voru
Serbar að verki.
Sonja var því að
taka áhættu með
því að fara með
rútunni," segir
Albert.
Sonja fór síðan
og hitti sinn heittelskaða. Þau
gengu í hjónaband, allir pappírar
komust í lag og hún hélt heim á leið
til íslands með giftingarvottorðið
þann 25. janúar.
Þá hófust hörmungarnar
„í landamærabænum Podujevo
stöðvuðu serbneskir lögreglumenn
rútuna," segir Albert. „I henni voru
30 manns. Bíllinn var látinn aka inn
á bílastæði. Þarna var kalt, engin
ljós, enginn matur, ekki neitt. Allur
farangur var tekinn af fólkinu, allar
töskur, allt, meira að segja pening-
ar.
Móðir Sonju, Qeurime Zogaj og faðirinn, Uka, á heimili
foreldranna í Breiðholti í gærkvöld.
Mál Bretans Kios Alexanders Briggs:
Vitnið kemur
til íslands
Karlmaður á þrítugsaldri, búsett-
ur á Benidorm á Spáni, sem hefur
verið vitni í e-töflumáli Bretans Kios
Briggs, kemur aftur til íslands um
miðjan febrúar til að bera vitni. Hér
er um að ræða manninn sem hefur
m.a. sagt fyrir dómi að hann hafi
gert samning við lögregluna og í DV
að hann hafi „fórnað Bretanum" til
að fá frið fyrir eigin fikniefnainn-
flutning til íslands.
Saksóknari fékk málinu frestað á
miðvikudag um ótiltekinn tíma. Bú-
ast má við að réttarhöldum verði
fram haldið og jafnyel lokið þegar
maðurinn kemur til íslands.
Helgi Jóhannesson, veijandi Bret-
ans, hefur óskaö eftir að eftirfarandi
atriði komi fram vegna umfjöllunar
um málið.
í DV á miðvikudag var m.a. greint
frá því að Helgi hefði lagt áherslu á
það í réttarhaldi að ásetningur hefði
orðið hjá vitninu í málinu, framan-
greindum íslendingi, um að senda
flkniefni til íslands með því að vitn-
ið hefði fjármagnað farmiða Bretans
til íslands og gert uppdrátt af Leifs-
stöð. í fétt DV var einnig sagt frá því
að ásetningurinn væri byggður á því
að vitnið hefði séð Kio stinga efnun-
um í tösku sína áður en hann hélt tU
íslands. Síðan hefði það sagt lögregl-
unni frá.
Rétt er að árétta í þessu sambandi
að einungis vitnið hefur haldið því
fram að það hafl séð Kio stinga efn-
unum í tösku Bretans. Kio hefur
ávallt haldið því fram, eins og verj-
andinn segir, að efnunum og upp-
drættinum af Leifsstöð hafi verið
komið fyrir í töskunni án vitundar
sakbomingsins.
-Ótt
„Eg bara grét og grét og var frávita af hræðslu. „Hvað ertu að gera á Islandi,
hvers vegna svarar þú ekki,“ spurði lögreglumaðurinn. DV-myndir Teitur
„Eruð þið að fara að hjálpa KLA
(frelsissamtök Kosovo Albana)?“
spurðu lögreglumennimir sem voru
fullir. Þeir drekka áfengi til að vita
minna hvað þeir eru að gera fólk-
inu,“ sagði Albert.
Nú tók Sonja við. Andlit hennar
lýsti miklum þjáningum:
„Þeir tóku einn og einn fyrir í
einu. Þegar kom að mér lamdi lög-
reglumaðurinn mig með sígar-
ettukartoni. Hann reif í hárið á mér,
hann sló mig alls staðar. Hann
sparkaði líka í mig. Þeir hótuðu að
drepa mig. Ég var frávita af hræðslu
og kom ekki upp orði. „Hvað hefur
þú verið að gera á íslandi. Hvers
vegna talar þú ekki“,“ sagði Sonja.
Albert sagði að Serbar hefðu mis-
þyrmt systur hans i um eina klukku-
stund. Þegar fólkinu var leyft að fara
eftir 7 klukkustunda martröð hefðu
allir verið allslausir. Vinafólk fjöl-
skyldunnar í Þýskalandi hefði skotið
skjólshúsi yfir hana áður en hún fór
til íslands.
Kosovo-Albanirnir í Breiðholti
vonast nú til að Samidin, eiginmað-
Albert Ukason, bróöir Sonju, hefur
verið búsettur hér á landi í 8 ár.
Hann er bflstjóri hjá Skeljungi.
ur Sonju, fái að koma heim til kon-
unnar á næstunni. Þau óttast mjög
um afdrif hans þegar hann þarf að
fara í gegnum landamæravörslu
Serba. -Ótt
Stuttar fréttir i>v
Samkynhneigðir ættleiði
Ólafur Örn Haraldsson, þingmað-
ur Framsóknar-
flokks, gagn-
rýndi á Alþingi
að í stjórnar-
frumvarpi að
nýjum ættleið-
ingarlögum skuli
ekki tryggð rétt-
indi bama til að
alast upp 1 staðfestri samvist sam-
kynhneigðra. RÚV greindi frá.
Háskóii íslands sekur?
Hæstiréttur dæmdi Háskóla ís-
lands í gær til að greiða blindri
stúlku 600.000 kr. í miskabætur og
800.000 kr. í málskostnað í héraði og
fyrir Hæstarétti. Stúlkan hélt því
fram að hún hefði ekki fengið þá að-
stoð og aðstöðu sem fötlun hennar
krafðist þegar hún var í námi í Há-
skólanum. Vísir.is greindi frá.
ÍE í Financial Times
í breska dagblaðinu Financial
Times, sem kom út í gær, er fjallað
um deCode Genetics, móðurfélag ís-
lenskrar erfðagreiningar. í grein FT
kemur fram að stjórnendur félags-
ins íhugi nú að skrá hiutabréf þess
á markað bæði í New York og í
Reykjavík. Viðskiptavefur VB á
Vísi.is greindi frá.
Bæjarstjóri Hornafjarðar
Á fundi bæjarstjórnar Horna-
fjarðar í gær var gengið frá ráðn-
ingu Garðars Jónssonar sem bæjar-
stjóra Hornarfjarðar. Vísir.is
greindi frá þessu. Sturlaugur Þor-
steinsson, fyrrverandi bæjarstjóri
hefur, eins og áður hefur komið
fram, verið ráðinn framkvæmda-
stjóri byggingafélagsins Úlfarsfells
sem hyggur á uppbyggingu Blika-
staðalands.
Nýr flugvöllur
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra segir að ef borgaryflrvöld séu
að velta fyrir
sér nýjum flug-
velli úti í
Skerjafirði
muni það kalla
á mikið um-
hverfismat og
mikla skipulags-
vinnu. Hann
hyggur til dæmis að það muni loka
siglingaleiðinni til hafnarinnar í
Kópavogi. Dagur greindi frá.
Læknir sýknaður
Hæstiréttur íslands staðfesti í
gær sýknudóm Héraðsdóms Reykja-
víkur yfir lækni sem ákærður var
fyrir að hafa haft holdlegt samræði
við konu sem óskaði eftir aðstoð
hans. Vísir.is greindi frá.
Farsæl málalok
Svala Stefánsdóttir, húsvörður
í Melasíðu, þar sem íbúð var full
af sorpi, segir að farsæl málalok
hafi náðst á fundi í fyrrakvöld
vegna málsins. Þar voru meðal
annarra mættir íbúar fjölbýlis-
hússins, fulltrúar Örykjabanda-
lagsins og formaður félagsmála-
nefndar Akureyrarbæjar og var
gengið að öllum kröfum íbúanna
um úrbætur í húsinu. Dagur
greindi frá.
Húnvetningur
Dagur telur að Vestur-Húnvetn-
ingar úr öllum flokkum og þvert á
pólitískar línur muni flykkjast á
kjörstað í prófkjöri Samfylkingar
að baki alþýðubandalagsmannin-
um Pétri Vilhjálmssyni, kennara
á Laugarbakka.
Vilja skrifstofuna burt
Sjálfstæðismenn í borgarstjóm
Reykjavíkur hafa lagt tii að at-
vinnu- og ferða-
málaskrifstofa
borgarinnar
verði lögð niður.
Stofnunin sé
óþörf og draga
þurfi úr þenslu
borgarbáknsins
sem orðið hafi í
stjómartíð R-listans. Ingibjörg Sól-
rún Gísladóttir borgarstjóri lagði til
aö vísa málinu til borgarráðs.
- íbk/SÁ