Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 4
4
FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999
Fréttir
Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi á morgun:
Spennandi slagur
- íjórir berjast um fyrsta sætið
Á morgun, laugardag, fer fram próf-
kjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi.
Þeir sem gefa kost á sér á væntanleg-
an lista flokksins í kjördæminu eru
Þórunn Drífa Oddsdóttir, Steingríms-
stöð, Grímsnesi, Kjartan Þ. Ólafsson,
Hlöðutúni, Ölfusi, Árni Johnsen,
Höfðabóli, Vestmannaeyjum, Kjartan
Bjömsson, Jómtúni 3, Selfossi, Krist-
ín S. Þórarinsdóttir, Básahrauni 47,
Þorlákshöfn, Ólafur Bjömsson, Star-
engi 1, Selfossi, Víglundur Kristjáns-
son, Ártúni 2, Hellu, Óli Rúnar Ást-
þórsson, Hafnartúni 1, Selfossi, Drífa
Hjartardóttir, Keldum, Rangárvalla-
hreppi, og Jón Hólm Stefánsson,
Gljúfri, Ölfusi.
Óhætt er að segja að þetta verði eitt
mest spennandi prófkjör ársins. Árni
Johnsen úr Vestmannaeyjum sækist
ákveðið eftir fyrsta sætinu nú þegar
foringinn í kjördæminu um árabil,
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra,
er að hverfa á braut. Samkvæmt hefð-
inni er nærtækt að álykta að mögu-
leikar sitjandi næstefsta þingmanns
flokksins á því að færast upp í fyrsta
sætið séu meiri en þeirra utanþings-
manna sem líka sækjast eftir því. Víst
má telja að Ámi færist ekki baráttu-
laust upp í fyrsta sætið. Hann er tölu-
vert umdeildur í fyrsta sætið þótt
margir vilji endilega hafa hann sem
þingmann. Af þessari ástæðu hafa
þrír frambjóðendur sjálfsagt ákveðið
að keppa um fyrsta sætið við Árna
Johnsen. Þessir þrir menn em allir
búsettir á Selfossi eða í næsta ná-
grenni við Selfoss. Þeir em Kjartan
Ólafsson, Ólafur Bjömsson og Óli
Rúnar Ástþórsson. Aðrir frambjóð-
endur sækjast ekki eftir fyrsta sæt-
inu.
Tvö til þrjú örugg þingsæti
Prófkjörið er barátta um tvö til þrjú
nánast örugg þingsæti og af viðræö-
um við Sunnlendinga má ráða að þeir
telji Árna Johnsen nokkuð öruggan
með að ná fyrsta sætinu. Það verði
því harður slagur um annað sætið og
það þriðja einnig. Sjálfstæðisflokkur-
inn hefur nú tvo þingmenn á Suður-
landi. Drífa Hjartardóttir er í þriðja
sætinu sem hún háði harða baráttu
um fyrir síðustu kosningar við Eggert
Haukdal og sigraði. Eftir prófkjörið
þá fór Eggert Haukdal í sérframboð
sem hlaut um 1100 atkvæði. Það skipt-
ir því augljóslega talsverðu hvert þau
atkvæði fara nú. Sérframboð Eggerts
kostaði sjálfstæðismenn þriðja þing-
sætið í Suðurlandskjördæmi í síðustu
kosningum. Ekki er að vænta sér-
framboðs nú og því ekki ólíklegt að
flokkurinn nái þriðja þingsætinu í
höfn í vor.
Bandalag Drífu og Árna
Drífa Hjartardóttir er bóndi á hinu
forna höfuðbóli Keldum á Rangárvöll-
um. Hún hefur lýst yfir stuðningi við
Áma Johnsen í fyrsta sætið og að sjálf
sækist hún eftir öðra sætinu. Þetta
bandalag þeirra gæti hugsanlega skil-
að henni því sæti sem hún óskar. Það
er undir því komið að stuðningsmenn
Áma viöurkenni bandalagið og kjósi
þá Drífu í annað sætið um leið og þeir
tryggja sínum manni brautargengi.
Eftir flestum sólarmerkjum að dæma
er af þessum ástæðum tvísýnt um
hvernig hvert þeirra Drífu Hjartar-
dóttur og þremenninganna frá Sel-
fossi raðast í annað þriðja og fjórða
sætið, að því gefnu að Ámi Johnsen
vinni fyrsta sætið. Kosningarnar á
morgun verða þvi mjög spennandi.
Þórunn Drífa Oddsdóttir.
Árni Johnsen.
Kristín S. Þórarinsdóttir.
Fréttaljós
Stefán Ásgrímsson
Höfuðkeppinautar Árna
Þremenningamir fyrmefndu sem
keppa við Árna Johnsen um fyrsta
sætið em allir þekktir og vel kynntir
menn í kjördæminu. Fyrstan skal hér
nefna Óla 'Rúnar Ástþórsson en frami
hans hefur verið undraskjótur innan
flokksins á Suðurlandi. Hann gekk
ekki formlega í flokkinn fyrr en fyrir
fáum mánuðum, eða um sama leyti og
hann tilkynnti að hann gæfi kost á sér
á framboðslista flokksins á Suður-
landi. Óli Rúnar er ættaður úr
Rangárþingi og úr Vestmannaeyjum
þar sem hann ólst að miklu leyti upp.
Hann en tiltölulega nýfluttur í kjör-
dæmið, eftir háskólanám og störf utan
þess, m.a. hjá Eimskip og sem fram-
kvæmdastjóri bílaumboðsins Jöfurs
hf. Hann er menntaður hagfræðingur
og gegnir nú starfi framkvæmdastjóra
Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands og í
gegnum starfið er hann í nánum
tengslum við atvinnulífið í kjördæm-
inu. Óli Rúnar nýtur stuðnings
margra öflugra manna f atvinnulífi og
sveitarstjórnum í kjördæminu, m.a. í
Hveragerði og Þorlákshöfn. Þá á hann
traust fylgi í V-Skaftafellssýslu einnig.
Garðyrkja og steypa
Kjartan Ólafsson er innfæddur Sel-
fyssingur, sonur Ólafs Jónssonar,
fyrrverandi kaupmanns á Selfossi.
Kjartan er garðyrkjufræðingur frá
Garðyrkjuskóla ríkisins og stundaði
einnig framhaldsnám í Danmörku.
Hann starfaði við fag sitt þar til á síð-
asta ári að hann tók við starfi sem
framkvæmdastjóri Steypustöðvar
Suðurlands á Selfossi af fóður sínum.
Hann hóf störf sem garðyrkjuráð-
unautm- Búnaðarsambands Suður-
lands árið 1975 og var kosinn formað-
ur Sambands garðyrkjubænda árið
1990. Kjartan hefur því einnig mikla
reynslu og þekkingu á atvinnulífi
kjördæmisins. Talið er að Kjartan eigi
stuðning þeirra bænda, ekki síst garð-
yrkjubænda, á Suðurlandi sem styðja
stefnu Sjálfstæðisflokksins, vísan og
þeir era allnokkrir í kjördæminu,
einkum í Ölfusi, Biskupstungum og
Hrunamannahreppi. Þá hefur Kjart-
an, og raunar Ólafur Bjömsson
einnig, það forskot á Óla Rúnar að
hafa starfað um tveggja áratuga skeið
í Sjálfstæðisflokknum í kjördæminu.
Hann hefur setið i stjómum sjálfstæð-
isfélaga og kjördæmisráðs á Suður-
landi og var formaður ráðsins
1993-1995. Hann var kosningastjóri
Sjáifstæðisflokksins í Suðurlandskjör-
dæmi 1979 og hefur verið í kosninga-
stjómum fyrir kjördæmið í flestum al-
þingiskosningum síðan.
Ferðamál og lögmennska
Ólafur Bjömsson er 36 ára gamall,
sonur hins þekkta ferðaþjónustustór-
bónda Bjöms Sigurðssonar í Úthlíð í
Biskupsfungum. Hann er hæstaréttar-
lögmaður og rekur lögmannsstofu á
Selfossi og útibú frá henni í Vest-
mannaeyjum. Jafnframt lögfræðistörf-
um hefur hann tekið þátt í rekstri Út-
hlíðarbúsins ásamt foreldram sínum.
Ólafur hefúr setið í stjóm og vara-
stjórn SUS árin 1987-1990 og verið for-
maður kjördæmissamtaka SUS á Suð-
urlandi 1991-1992. Hann var formaður
sjálfstæðisfélagsins Óðins á Selfossi
frá 1993-1998 og skipaði 6. sæti fram-
boðslista flokksins á Suðurlandi í síð-
ustu kosningum.
Þessi fimm sem hér hafa verið
nefhd að framan era þau sem
sterkastan svip setja á prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins á Suðurlandi og flest
bendir til að þau muni skipa efstu
sætin. Aðrir frambjóðendur hafa ekki
náð að stimpla sig jafn skýrt inn í
hugskot kjósenda til efstu sætanna:
Þórann Drífa Oddsdóttir, sem gefur
kost á sér í prófkjörinu, er húsmóðir
og býr á Ljósafossi í Grímsnesi. Hún
hefur tekið virkan þátt í félagsmálum
og skólamálum í sinni heimabyggð og
gegnt formennsku í Félagi sjálfstæð-
iskvenna í Árnessýslu. Kjartan
Bjömsson er rakari á Selfossi, sonur
Bjöms Gislasonar rakara sem er
kunnur sjálfstæðismaður og sveitar-
stjómarmaður á Selfossi. Kristín S.
Þórarinsdóttir er hjúkranarfræðingur
í Þorlákshöfn en starfar við rekstur
fjölskyldufyrirtækisins sem er útgerð-
arfyrirtæki. Víglundur Kristjánsson
er frá Hellu. Hann hefur m.a. starfað
að ferðamálum. Þá er enn ónefndur
Jón Hólm Stefánsson, bóndi að Gljúfri
í Ölfusi.
Kjartan Þ. Ólafsson.
Kjartan Björnsson.
Ólafur Björnsson.
Óll Rúnar Ástþórsson.
Drífa Hjartardóttir.
Stuttar fréttir r>v
Áfrýja sennilega
Sjóvá-Almennar áfrýja að öll-
um líkindum til Hæstaréttar úr-
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur
þar sem segir að tekjuskerðing
miskabóta eftir aldri tjónþola
stangist á við stjómarskrá. Fyrir
Alþingi liggur nú frumvarp um
breytingar á skaðabótalögum. Þar
er m.a. gert ráð fyrir að bætur
fyrir varanlegan miska skerðist
fyrr en nú er, eða við 49 ára ald-
ur, og svo jafnt og þétt til 74 ára
aldurs. Ríkisútvarpið greindi frá.
RÚV ekki selt
Bjöm Bjama-
son mennta-
málaráðherra
lýsti því yfir á
Álþingi að ekki
væri í undir-
búningi að selja
Ríkisútvarpið.
Hann sagði að
skoða þyrfti stöðu RÚV í nýju um-
hverfi en sagðist ekki ætla að
flytja frumvarp þess efnis. Ríkis-
útvarpið sagði frá.
Með hærri vinnulaun
Öfugt við aðrar stéttir eru fang-
ar almennt með tvöfalt til þrefalt
hærri vinnulaun í fangelsum á ís-
landi en annars staðar á Norður-
löndunum. Það sama má segja um
námslaun. Dagur greindi frá.
Vijja fellt úr frumvarpi
Miðstjóm ASÍ skorar á ríkis-
stjóm íslands og Alþingi að fella
út úr fhnnvarpi til laga um breyt-
ingu á skaðabótalögum þá tillögu
að hluti af örorkulífeyri almennu
lífeyrissjóðanna dragist frá skaöa-
bótum eins og ráð er fyrir gert í 4.
grein frumvarpsins. Miðstjórn
ASÍ ítrekar þá afstöðu sína, sem
fram kemur í umsögn sambands-
ins um frumvarpið, að iðgjöld til
almennu lífeyrissjóðanna eru
hluti umsaminna launa sam-
kvæmt kjarasamningum og af-
rakstur langrar og harðrar kjara-
baráttu.
Vilja Fullkomna jafningjann
Breskt leik-
hús hefur
áhuga á að setja
upp leikrit Fel-
ix Bergssonar,
Hinn fullkomna
jafningja, sem
QaUar um mál-
efni samkyn-
hneigðra. Felix er eini leikarinn í
verkinu og bregður sér í margvís-
leg gervi. Kolbrún Halldórsdóttir
leikstjóri segist vonast til að Hinn
fullkomni jafningi verði á fjölun-
um ytra í sumar og að leikritið
verði jafnvel frumsýnt á frelsis-
degi homma og lesbía. Ríkisút-
varpið sagði frá.
Vantar 222 hjúkrunarrými
222 aldraðir eru á biðlista eftir
hjúkrunarrými. Svavar Gestsson
bar fram spumingar til heilbrigö-
isráðherra um málið og sagði aö
þótt nokkuð hefði verið gert til
lausnar vandanum væri hann
enn mikill og að mikið vantaði á
hjúkrunarrými, aðallega þó á
þéttbýlissvæðinu á suðvestur-
horni landsins. Svavar sagði
nauðsynlegt að teknar yrðu
ákvarðanir í þessum efnum. Dag-
m- greindi frá.
Árekstrar
við búfé
Rannveig
Guðmundsdótt-
ir benti á á Al-
þingi í fyrradag
aö árekstrar við
búfé á vegunum
væru að meðal-
tali á bilinu 140
til 150 árlega. Hún sagði að við
værum að laða að erlenda feröa-
menn sem væru því óviðbúnir að
búfé hlypi fyrirvaralaust út á vegi
landsins. Hún sagði enn fremur
að lausaganga búfjár þekktist
ekki á meginlandi Evrópu og að
langflestar þjóðir hefðu tekið á
þessum málum. Dagur greindi
frá. -SJ