Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 Útlönd Stuttar fréttir i>v Monica ekki kölluð fyrir öld- ungadeildina Öldungadeild Bandaríkjaþings hafnaöi með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða í gær beiðni sak- sóknara um að kveðja Monicu Lewinsky til að bera vitni í réttar- höldunum til embættismissis yfir Bill Clinton forseta. Fátt ætti því að geta komið í veg fyrir að mál- inu verði lokið í næstu viku. Almenningur fær tækifæri til að sjá myndbandsupptöku af broti af framburði Monicu og annarra tveggja vitna, sem yfirheyrð voru í vikunni, á morgun, laugardag. Fjölskylda Monicu lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöðuna. Færeyingar vilja ganga I EFTA Meirihluti þingmanna á lög- þingi Færeyja hefur gefið Anfinni Kallsberg lögmanni heimild til aö kanna möguleikana á inngöngu Færeyja I Fríverslunarsamtök Evrópu (EFTA). Færeyingar telja að með inn- göngu í EFTA geti þeir tengst Evrópusambandinu nánari bönd- um, meðal annars með því að taka upp EES-samninginn. UPPBOÐ Uppboö mun byrja á skrifstofu embættisins, Austurvegi 4, Hvolsvelli, þriðjudaginn 9. febrú- ar 1999, kl. 15.00, á eftirfar- _________andi eign:_______ Eyvindarmúli, Fljótshlíðarhreppi. Þingl. eig. Benóný Jónsson og Sigríður Viðars- dóttir. Gerðarbeiðendur eru Landsbanki íslands hf., Kaupfélag Ámesinga og 01- íuverzlun íslands hf. SÝSLUMAÐUR RANGÁRVALLASÝSLU Hussein Jórdaníukonungur fársjúkur: Vill deyja heima Jórdanir gripu til mynda af Hussein konungi þegar fréttist aö hann væri á leið heim frá sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum. Hussein Jórdaníukonungur hefur óskað eftir því að fá að deyja heima. Hann er nú á heimleið frá Banda- ríkjunum, fársjúkur af krabba- meini, og er væntanlegur til Amm- an, höfuðborgar Jórdaníu í dag. Hussein er 63 ára. „Við vonum að hann lifí ferðina af. Hann vill deyja í föðurlandi sínu,“ sagði jórdanskur ráðherra, sem ekki vildi láta nafns síns getið, í viðtali við fréttamann Reuters. Konungur hafði gengist undir meðferð á virtu sjúkrahúsi í Banda- ríkjunum en læknar hans skýrðu frá því í gær að nokkur líffæra hans væru hætt að starfa. Jórdanskir embættismenn og full- trúar konungsfj ölskyldunnar héldu neyðarfund seint i gærkvöld. Þeir óttuðust mjög að konungurinn, sem hefur setið á valdastóli í 47 ár, leng- ur en nokkur annar leiðtogi í Mið- Austurlöndum, myndi ekki hafa heimferðina af. Elsti sonur konungs, Abdullah sem var útnefndur krónprins fyrir aðeins tíu dögum, hefur gegnt starfi þjóðhöfðingja síðustu daga. Abdullah er hermaður að atvinnu en hefur litla sem enga reynslu af stjómmálum. Stjómarerindrekar segjast eiga von á því að Jórdanir muni skipa sér að baki ríkisarfanum við dauða föður hans. Bandarísk stjómvöld era jafnframt þess fullviss að hann muni halda friðarsamningana sem Hussein gerði við ísrael 1994. Breska útvarpið BBC skýrði frá því að flugyél konungs hefði tekið eldsneyti á írlandi í morgun. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari og Bill Gates, forstjóri hugbúnaðar- risans Microsoft, skemmtu sér greinilega vel í hópi þýskra skólabarna í gær. Gates var þar aö afhenda verðlaun. Við þaö tækifæri lofaði Schröder að tölvuvæða þýska grunnskóla á næstu árum. Serbar taka þátt í friðarviðræðum um Kosovo Búist er við að yfirvöld í Belgrad tilkynni í dag nöfn fulltrúa sinna sem taka munu þátt í friðarviðræð- unum um Kosovo sem hefjast í Frakklandi á morgun. Ólíklegt þyk- ir að Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseti fari sjálfur til Frakklands. Serbneska þingið samþykkti nær einróma í gær þáttöku í viðræðun- um. Fylgjandi viðræðunum voru 227 en aðeins 3 andvígir. Áður höfðu Kosovo-Albanar ákveðið að senda fjölmenna nefnd til friðar- fundarins. Samtímis því sem serbneska þingið greiddi í gær atkvæði um þáttöku í viðræðunum bárust nýjar fregnir af ofbeldi í Kosovo. Sam- kvæmt upplýsingaskrifstofu Serba í Pristina, höfuðborg Kosovohéraðs, var serbneskur lögreglumaður skot- inn til bana aðfaranótt fimmtudags. Samkvæmt eftirlitsmönnum ÖSE, Öryggisstofnunar Evrópu, fannst Serbi í borgaralegum klæðum lát- inn á þjóðvegi. Jafnframt fundust þrír óbreyttir borgarar af albönsk- um ættum látnir. Klúður með geimspegla Rússneskum geimforum mistókst að opna risastóran speg- il sem ætlað var að endurvarpa sólarljósi niður til jarðar. Butler hættir Richard Butler, yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna í írak, tilkynnti í gær að hann ætlaði að láta af störf- mn þegar samn- ingur hans rennur út í júní. Hann lagði áherslu að vera sín í starf- inu væri ekki nærri jafnmikilvæg og áframhaldandi afvopnun íraka. Með orðum sínum staðfesti Butler orðróm sem lengi hefur veriö á kreiki. Óveður í Svíþjóð Tugir þúsunda vom án raf- magns í Svíþjóð í gærkvöld eftir að rafmagnsstaurar höfðu brotn- að í óveðri. Mikil röskun varð á allri umferð. Viðurkenndi tvö morð Bandarikjamaður viðurkenndi í vikunni að hafa myrt tvö ung- menni í Chicago árið 1982. Annar maður hafði verið dæmdur fyrir morðin og átti að taka hann af lífi fyrir þau. Tryggja öryggi á A-Tímor Yfirvöld i Indónesíu tilkynntu í gær að þau myndu biðja Samein- uðu þjóðimar um að tryggja ör- yggi útlaga frá A-Tímor snúi þeir heim eftir að eyjan hefur fengið sjálfstæði. írakar hörfa William Cohen, vamarmálaráð- herra Bandarikjanna, sagði í gær að írakar væra farnir að fjar- lægja loftvam- arflugskeyti sem staðsett hafa verið á flugbannsvæð- unum í norður- og suðurhluta íraks. Banda- ríkjamenn og Bretar hafa gert loftárásir á loftvarnarstöðvar íraka að undanfornu til að refsa írökum fyrir að brjóta flugbannið. Fé til Auschwits Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, hefur upplýst að hann hafi lánað fé til fyrirtækja sem reistu Auschwitsútrýmingar- búðimar. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum. Álakvísl 39, 3ja herb. íbúð, þingl. eig. Þorgerður Jónsdóttir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 13.30. Giljasel 7, kjallaraíbúð, merkt 0002, þingl. eig. Byggingafélagið Borgarholt ehf., gerðarbeiðandi Eignarhaldsfélag Al- þýðubankans hf., þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 13.30. Krummahólar 5, þingl. eig. Ásdís Magn- úsdóttir, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 13.30. Lóð úr landi Miðdals, Mosfellsbæ, þingl. eig. Mosfellsbær og tal. eign Sæunnar Halldórsdóttur, gerðarbeiðandi Lands- banki fslands hf., aðalbanki, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 13.30. Miðdalur 1, Mosfellsbæ, þingl. eig. Sæ- unn Halldórsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbanki íslands hf., aðalbanki, þriðju- daginn 9. febrúar 1999, kl. 13.30. Miklabraut 46, 50% ehl. í íbúð á 2. hæð m.m. ásamt hlutdeild í sameign og bíl- skúr í matshluta 02, þingl. eig. Hjalti Sig- urjón Hauksson, gerðarbeiðendur fbúða- lánasjóður, Kristrún M. Þórðardóttir og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febr- úar 1999, kl. 10.00. Mjölnisholt 12, þingl. eig. Hestor ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóðurinn Lífiðn, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Njálsgata 79, 3ja herb. íbúð á 2. hæð, merkt 0201, þingl. eig. Ólöf H. Maris- dóttir, gerðarbeiðendur Eignarhaldsfél. Alþýðubankinn hf., Landsbanki íslands hf., lögfræðideild, og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Otrateigur 50, þingl. eig. Þorbjörg Jóns- dóttir, gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður Eimskipafél. íslands, Sparisjóður vél- stjóra og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudag- inn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Rauðalækur 35, 50% ehl. í 5 herb. íbúð á 3. hæð (þakhæð), þingl. eig. Þröstur Sig- urðsson, gerðarbeiðendur Ibúðalánasjóð- ur og Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Reyðarkvísl 3 ásamt bflskúr skv. fast- eignamati, þingl. eig. Ragnar Bragason og Kristín Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur íbúðalánasjóður, Tollstjóraskrifstofa og Trygging hf., þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Skólavörðustígur 22C, geymsluskúr á baklóð, þingl. eig. Magnús Matthíasson, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitar- félaga, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Skólavörðustígur 44, þingl. eig. Guðrún Ingibjörg Guðmundsdóttir og Bjami Þórðarson, gerðarbeiðandi fbúðalána- sjóður, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Skúlagata 40, 63,4 fm íbúð á 7. hæð m.m., þingl. eig. db. Sigrúnar Bjamadótt- ur, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Unnarbraut 12, 50% ehl. í kjallara, Sel- tjamamesi, þingl. eig. Sigurþór Sigur- þórsson, gerðarbeiðandi Tollstjóraskrif- stofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Vallarhús 49, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 1. íbúð frá vinstri, þingl. eig. Ingibjörg Jóna Baldursdóttir, gerðarbeiðandi Tollstjóra- skrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Vesturberg 118, 55,2 fm íbúð á 3. hæð í miðju m.m. ásamt geymslu á 1. hæð, merkt 0107, þingl. eig. Ágúst Helgason og Lára Sigríður Örlygsdóttir, gerðar- beiðandi íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Vesturhús 6, 147,2 fm íbúð á effi hæð ásamt 36 fm bflgeymslu m.m. og tvö bfl- stæði framan við bflgeymslu, þingl. eig. Ólafur Kristinn Sigurðsson, gerðarbeið- endur Ibúðalánasjóður og Tollstjóraskrif- stofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00.________________________________ Þórufell 2,2ja herb. íbúð á 2. hæð í miðju m.m., þingl. eig. Björgvin Þór Kristjáns- son, gerðarbeiðandi fbúðalánasjóður, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00. Þverholt 24, íbúð merkt 0201, þingl. eig. Hilmar Öm Bragason, gerðarbeiðandi Búnaðarbanki íslands hf., þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 10.00.______________ Öldugrandi 3,3ja herb. fbúð, merkt 0102, þingl. eig. Aðalheiður G. Hauksdóttir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Toll- stjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl, 10,00,______________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Álmholt 15, neðri hæð (jarðhæð), Mos- fellsbæ, þingl. eig. Fjárfestingarfélagið ehf., gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður og Sparisjóðurinn í Keflavík, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 11.00. Bfldshöfði 18, 030302, atvinnuhúsnæði, önnur eining frá A-enda 3. hæðar fram- húss, 294,5 fm, þingl. eig. Þverholt 3 ehf., gerðarbeiðandi Tollstjóraskrifstofa, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 16.00. Kleifarsel 16, 59,9 fm íbúð á 3. hæð og 38 fm í risi m.m., þingl. eig. Óli Antons- son, gerðarbeiðandi íslandsbanki hf., höf- uðst. 500, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 14.00. Neðstaberg 2, þingl. eig. Sæmundur Eiðsson og Elva Björk Sigurðardóttir, gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður, Lífeyr- issjóður verslunarmanna, Tollstjóraskrif- stofa og Trygging hf., þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 15.00. Starrahólar 8, 50% ehl., þingl. eig. Kjart- an Leifur Sigurðsson, gerðarbeiðandi Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis, þriðjudaginn 9. febrúar 1999, kl. 14.30. Tungusel 8, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, merkt 0301, Reykjavík, þingl. eig. Hildur Kolbrún Magnúsdóttir, gerðarbeiðendur Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hf., íbúða- lánasjóður og Tollstjóraskrifstofa, þriðju- daginn 9. febrúar 1999, kl. 15.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍKK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.