Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.1999, Qupperneq 24
28 FÖSTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1999 nn Ummæli Flokkurinn sem hímir í skugganum „Gamli góði Sjálfstæðis- flokkurinn okkar allra hímir nú í \ skugganum af stærsta prófkjöri Reykvíkinga frá Heimastjóm og I dundar við að raða fólki á framboðslistann sinn eins og Legókubbum." Ásgeir Hannes Eiriksson, í Degi. Menning á niðurleið „Einu sinni var frönsk mynd frönsk mynd. Nú er helmingurinn af frönskum myndum ekkert franskar, þær em bandariskar, það er frönsk mynd að reyna að vera banda- rísk.“ Dennis Nyback kvikmynda- sagnfræðingur, í Degi. Neyðarástand „Þetta er eins og margt ann- að hjá borgar- stjóra, að málflutn- ingurinn fyrir | kosningar átti ekki við rök að styðjast. Það er f hins vegar at- hyglisvert að formaður Dagvistar bama lýsir yfir neyðarástandi fáeinum mánuðum eftir kosn- : ingar.“ Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfulltrúi, í DV. Góðærið „Þaö sem við emm að upp- lifa núna - sem ég minnist f ekki áður - er að til viðbótar ) þessari gliðnun sem á sér stað í góðærinu þá er skattkerfið að magna hana upp. Það er nýtt og það er alvarlegt." Edda Rós Karlsdóttir hag- fræðingur, í Degi. Frá fátækum til þeirra ríku „Á þessu kjörtímabili hafa stjómmálaflokk- amir staðið fyrir ) margvíslegri eigna- og tekjutil- færslu frá þeim fátæku og til þeirra sem hafa að betra. Það \ er eins og ríkisstjóm- I inni komi ekki við þessir lág- launahópar i þjóðfélaginu." Jóhanna Sigurðardóttir al- þingismaður, í Degi. Með stjömur í augum „Krakkarnir era með stjörn- [ ur í augunum, vilja helst vera hér alian daginn og það liggur við að það sé erfitt að koma þeim heim á kvöldin." Þórarinn Þórarinsson, leið- beinandi við nýja íþróttahús- ið á Þórshöfn, í DV. Jóhann Guðni Reynisson, upplýsingastjóri Hafnarfjarðarbæjar: Viðamikið og spennandi starf „Starf mitt er nýtt og starfssviðið er viðamikið. Ég er í og með að móta starfið sem tekur meðal annars á öll- um þeim nýjungum í upplýsinga- tækni sem þróast hefur á undanforn- um áram og byggist mikið á notkun Netsins og nýjum upplýsingalögum og má segja að ég sé að móta stefnu í þessum málum. Ég kem líka að upp- lýsingaflæði á milli stofnana innan bæjarfélagsins, samskiptum við fjöl- miðla og fréttatilkynningaskrifum, sem sagt vítt starf en stórskemmti- legt og spennandi," segir Jóhann Guðni Reynisson, nýráðinn upplýs- ingastjóri Hafnarfjarðar. Þessa dagana segist Jóhann Guðni mikið vera að skoða heimasíðu Hafnarfjarðar og bæta við hana: „Ég hef sett inn fréttir og tilkynningar enda virka ég sem ritstjóri heimasíðunnar en nýt samstarfs við góða tækni- menn í tölvudeild bæjarins. Starf mitt sem slíkt var ekki til og það þótti orðið brýn nauðsyn að koma því á. Eg hitti fyr- ir stuttu einn bæjarfulltrúa sem sagði mér að sér litist mjög vel á að geta nálgast allar fundargerðir nefnda og ráða bæjarfélagsins á Net- Maður dagsins inu og hann sæi fram á að úr drægi því mikla pappírsflóði sem er mjög mikið hjá stóra bæjarfélagi á borð við Hafn- arfjörð. Þá má geta þess að við eram að huga að þvi að gefa út bækling um skóla i Hafnar- firði, leikskóla og grunnskóla og jafh- vel framhaldsskóla, og er það gert í samstarfi við skólaskrifstofu." Jóhann Guðni er með BA-próf í íslensku og fjölmiðla- fræði og á einnig að baki nám i uppeld- is- og kennslu- fræði: „Ég tel mig ágæt- lega undirbú- inn fyrir þetta starf. Að auki kem ég úr fjölmiðla- geiranum, var blaðamaður á tímarit- um Sam-útgáfunnar og Fróða. Ég starfaði lengi með Þórami Jóni Magnússyni og átti mjög gott sam- starf við hann og naut áralangrar reynslu hans í fjölmiðlum. Síðustu þrjú árin starfaði ég sem kennari í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu og átti skemmtileg ár í Reykjadal." Jóhann Guðni er Hafnfirðingur: „Ég fæddist á Sólvangi og á allar mínar rætur í Hafnarfirði. Mörgum þótti það merkilegt að ég skyldi ráð- inn í þessa stöðu þar sem í mér renn- ur vel þekkt hafnfirskt kratablóð, til að mynda er móðurbróðir minn, Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi for- maður Alþýðuflokksins. En meiri- hlutinn í bæjarstjóm setti það ekki fyrir sig og hef ég átt mjög gott sam- starf við bæjarstjórann, Magnús Gunnarsson, og aðra bæjarfulltrúa, enda er hluti af minni vinnu fólginn í verkefnavinnu fyrir stjórnsýsluna." Áhugamál Jóhanns Guðna þessa dagana er aðallega fjölskyldan: „Við hjónin eigum tvær ungar dætur, ínu Björk og Hugrúnu, aðra á fimmta ári og hina á öðru ári, og það fer mikill tími í að sinna þeim. Auk þess hef ég alltaf haft mikinn áhuga á íþóttum og les góðar bókmenntir þegar tími gefst til. Eiginkona Jóhanns Guðna heitir Elínborg Bima Benediktsdóttir og er hársnyrtimeistari: „Við keyptum okkur fokhelt hús í Hafnarfirðinum og í stað þess að nýta bílskúrinn fyr- ir bíl settum við glugga þar sem bíl- skúrshurðin var og nú rekur rekur Elínborg hágreiðslustofu í skúrn- um.“ -HK Síðdegistónleikar Hins hússins: Fusion og rokk Á síðdegistónleikum Hins hússins og Rásar 2 í dag kl. 17 koma fram fusion og rokkband úr tónlistar- skóla FÍH og er aðgangur ókeypis. Hljómsveitirnar sem fram koma eru úr djass- og rokkdeild og vinna undir handleiðslu Gunnars Hrafnssonar og Jóns E. Haf- steinssonar. Á annan tug nemenda kemur fram, jafnt hljóðfæraleikarar sem söngvarar. Spuni á Nelly's í dag fagnar Nelly’s Café tveggja ára afmæli og verð- ur veisla undir yfirskrift- inni Spuni í kvöld og eru léttar veitingar í boði af- mælisbarnsins. Myndlist eftir myndlistarmanninn „Myrkur“ mun prýða veggi hússins og era all- ar myndir unnar á staðnum. Leiklist er í höndum Lindu Ás- geirsdótt- ur, Eddu Björgu Eyjólfs- dóttur og Vilhjálms Goða. Þá munu tónlistarmennim- Skemmtanir ir Herbert Guðmundsson og Þórir Úlfarsson sýna á sér aðra hlið er þeir taka fram kassagitara og hljómborð og leika af fingram fram. Myndgátan Berskjaldaður víkingur Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi. Keflvík) ingar og Njarð- víkingar elgast við í úr- slita- lelknum í Bikar- keppn- inni í körf- unni. Nágrannaslagur í körfunni Það sem ber hæst í íþróttaviö- burðum helgarinnar eru bikarúr- slitaleikirnir í körfubolta sem fara fram á morgun í Laugardals- höll. Fyrri leikurinn hefst kl. 14 og þá eigast við kvennaliðin í KR og ÍS. Kl. 17 hefst svo úrslitaleik- urinn hjá körlunum og þá leika nágrannarnir Keflavík og Njarð- vík. Búast má við tveimur skemmtilegum og spennandi leikj- um. Einn leikur er í Úrvalsdeild- inni í kvöld, á ísafirði leika KFÍ og Þór, Akureyri. í kvöld era einnig tveir leikir í 1. deild karla: í Hveragerði leika Hamar-Stjam- an og í Þorlákshöfn leika Þór-Breiðablik. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. íþróttir Heil umferð verður í 1. deild kvenna og 1. deild karla í hand- boltanum um helgina og margir spennandi leikir era á dagskrá, sérstaklega hjá körlunum þar sem barátta hefur sjaldan eða aldrei verið jafnari. Karlamir byrja helgina í kvöld með einum leik: í Vestmannaeyjum leika ÍBV og Stjaman, þá er í kvöld einn leikur í 2. deild karla, í Höllinni á Akur- eyri leika Þór og Fylkir. Báðir leikir kvöldsins hefjast kl. 20.30. Bridge Margir spilarar kannast við þetta spil sem er eitt af perlum bridgesög- unnar. Brasilíumaðurinn Gabriel Chagas var í aðalhlutverki og sýndi sannkölluð töfrabrögð við borðið. Hann sat í austur í vörn gegn 4 spöð- um suðurs. Sagnir gengu þannig, suður gafari og NS á hættu: * KD54 *ÁG3 * D4 * K1075 * 97 * 10962 * K952 * ÁDG * ÁG103 + K874 * ÁG * 863 Suður Vestm Norður Austur 1 grand pass 2 * * pass 2 pass 3 grönd pass 4 * p/h Eitt grand sýndi jafnskipta 12-14 punkta hendi, 2 lauf spurði um há- liti og tvö hjörtu sýndu 4 spil í hjarta. Stökkið í þrjú grönd lofaði 4 spilum í spaða (norður hefði annars látið vera að spyrja um hálit) og af þeim sökum sagði suður 4 spaða. Vestur spilaði út lauftvisti og sagnhafi fékk þær upplýsingar að vömin spilaði út fjórða hæsta í lit, ef hún ætti þess kost. Sagn- hafi setti lítið spil í blindum, Chagas setti gos- ann og fann nú ótrúlegt framhald. Hann lagði niður laufásinn og spil- aði tígulníunni til baka. Sagnhafi taldi öraggt að vestur hefði spilað frá Dxxx í laufi og vildi ekki hætta á að vestur kæmist inn á tígulkóng og gæfi austri trompun í laufi. Hann taldi sig vera með stöðuna á hreinu, lagði niður tígulásinn, tók þrisvar tromp og spilaði síðan laufi á tíuna í „fúllkomnu" öryggi. Honum brá hins vegar verulega þegar Chagas drap á drottningu og tók fjórða slag vamarinnar á tigulkónginn. ísak Öm Sigurðsson * 862 *» D5 108763 * 942

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.