Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Fréttir Björgvin Harðarson hjá Bílasölu Matthíasar. Á föstudaginn kom maður á söluna sem einnig fékk Hondu lánaða. Sá hringdi klukkutfma síðar, kvaðst hafa orðið bensínlaus og skildi bílinn eftir úti í bæ. Bílasölusvæðið er vaktað allan sólarhringinn, utan- sem innanhúss. DV-mynd S Lögreglan og VÍS lýsa eftir 25-27 ára, fremur feitlögnum, rauöbirknum manni: Þóttist ætla að skoða Hondu en stal henni - hefur svo ekki sést síðan 8. janúar - hringdi í bílasalann til að tefja fyrir leit Vátryggingafélag íslands og Aðal- bílasalan lýsa eftir Hondabifreið og bí- ræfnum bílþjófi, manni sem stal bíln- um af bílasölunni, sem er við Mikla- torg, þann 8. janúar. Árangurslaus leit hefur staðið yflr í rúman mánuð. „Þessi maður er 25-27 ára, fremur feitlaginn, meðalmaður á hæð, rauð- birkinn og kringluleitur í andliti með gleraugu með þykkri umgjörð. Þegar hann kom hingað var hann með prjónahúfu á höfði, bauð af sér góðan þokka, var snyrtilega til fara og í nokkuð marglitum útivistargalla," sagði Óskar Guðnason sem afgreiddi bílþjófinn í janúar. Þegar maðurinn kom á bílasöluna sýndi hann Hondunni mikinn áhuga og spurði mikið um aukabúnað sem fylgdi. Óskar lét manninn hafa bíllyklana til að hann gæti fengið að skoða bílinn að innan. Bílasalinn brýndi fyrir manninum að aka Hond- unni alls ekki út af bílaplani sölunnar - viðskiptavinir sem vilji reynsluaka bílum eru ávallt krafðir um ökuskír- teini og því haldið á meðan akstri stendur. Þessi maður hafði ekki feng- ið leyfi til að aka Hondunni og öku- skírteinið því ekki verið tekið af hon- um. Óskar bílasali fór síðan að sinna öðrum verkefnum um stund en þegar hann litaðist um eftir „Hondumannin- um“ var hann horfinn og billinn líka. „Ég er við Sjúkrahús Reykjavíkur og þart að ...“ „Maðurinn hringdi hingað eftir að hafa verið horfinn í um klukkutíma," segir Óskar. „Hann sagðist þá vera staddur við Sjúkrahús Reykjavíkur. Sennilega hefur hann þá verið að villa um fyrir okkur til að leit yrði ekki sett af stað. Maðurinn kvaðst hafa ekið bílnum út af en yrði kominn aft- ur eftir 20 mínútur. Hann hringdi svo aftur 2 klukkutímum síðar. Hann sagðist þá þurfa að fara á verkstæði, setja varadekk undir bílinn - einn hjólbarðinn hefði affelgast við útafaksturinn. Ég reyndi að fá manninn til að segja til nafns en hann vildi það ekki. Síðan höfum við ekkert frá honum heyrt,“ sagði Óskar. Hin eftirlýsta gráa Honda Accord EX 2000, fjögurra dyra, árgerð 1990. Skrásetningarnúmerið er VE-684. Eigandinn er ungur maður sem býr úti á landi. DV-mynd VIS Myndband af svipuðum manni en ... Síðastliðinn fóstudag kom maður inn á bílasöluna sem er beint á móti Aðalbílasölunni, nokkra tugi metra frá Bílasölu Matthiasar. Sá maður var heldur ekki krafinn um ökuskírteini vegna anna á bílasölunni og fékk að prófa bil - Hondu. Maðurinn var i burtu í um eina klukkustund. „Hann hringdi þá og sagði að bíll- inn væri bensínlaus við Landspítal- ann sem er skammt frá okkur," sagði Björgvin Harðarson hjá BOasölu Matthíasar. „Eigandinn fór síðan að vitja bílsins sem var skammt frá spít- alanum en hann reyndist ekki bensin- laus heldur bensinlítill," sagði Björg- vin. Myndbandsupptaka er til á bílasölu Matthíasar af „bensínlausa mannin- um“ þegar hann kom tfi að fá að prófa bílinn. Lýsingu hans svipaði tO fram- angreinds manns sem stal Hondunni af AðalbOasölunni í janúar. Björgvin segir þó ákveðin atriði draga úr líkum á að hér hafi sami maðurinn verið á ferð. Óskar Guðnason sagði að eftir bOþjófnaðinn í janúar væru nú aOir viðskiptavinir krafðir um ökuskír- teini og kennitölu væru bOlyklar lán- aðar út úr húsi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um framangreindan mann sem tók Hond- una af AðalbOasölunni við Miklatorg í janúar eru beðnir um að hafa sam- band við lögregluna i Reykjavík eða Vátryggingafélag íslands í síma 560 5060. -Ótt Prófkjörssigur utan flokks í prófkosningum Samfylkingar- innar fyrir norðan kom margt á óvart. Mest þó hverjir sigruðu. í Norðurlandi vestra varð Kristján MöUer frá Siglufiröi efstur en Krist- ján er krati og kratar hafa varla ver- ið hálfdrættingar á móti Alþýðu- bandalaginu í kjördæminu. Á Norðurlandi eystra varð annar krati, Sigbjörn Gunnarsson, með flest atkvæði og sló þar við Svanfríði Jónasdóttur, sem er sitjandi þing- maður fyrir kjördæmið. Kratar hafa ekki einu sinni átt mann á þingi úr þessum kjördæmum. I báðum þessum prófkosningum kusu fleiri heldur en kjörfylgi Sam- fylkingarinnar segir til um. Á Siglu- firði kusu aUir þeir sem eru á kjör- skrá, nema þeir sem áttu ekki heim- angengt vegna aldurs eða sjúkleika. Á Akureyri kusu allir sem eru skráðir i KA. Ýmsir urðu felmtri slegnir við þessi úrslit, gott ef kvensumar sem töldu sig eiga sigur visan tárfeUdu ekki í svekkelsinu. En þær geta sjálfum sér um kennt. Þær höfðu ekki vit á því, eins og þeir Kristján og Sigbjöm, að höfða tU þeirra kjósenda sem ekki kjósa og munu aldrei kjósa Samfylkinguna. Á þessu flask- ar margur frambjóðandinn þegar hann er að rembast við að tala við „sitt fólk“ meðan aðrir frambjóðendur hafa vit á því að tala við annarra flokka fólk. Prófkjörssigrar byggjast á því að koma aftan að andstæðingum sínum, beita skyndisókn upp vinstri kantinn ef kosið er til hægri og upp hægri kantinn þegar boðið er í vinstra prófkjör. Fólki finnst gaman að taka þátt í prófkjöri og gerir þá ekkert með það í hvaða flokki er verið að kjósa. Frambjóðendur era hvort sem er aUir eins og fólk, sem aUajafha styður einn flokk, lætur sig engu varða hver býður sig fram fyrir annan flokk. Fólk er meira að segja svo meinfýsið og illkvittið að það kýs helst þá sem lakastir em í þeim flokki sem kjósand- inn ætlar aUs ekki að styðja. Þess vegna þyrpist fólk á kjör- stað hjá Samfylkingunni og það er þess vegna sem þeim Krist- jáni og Sigbirni tókst svona vel upp. Þetta gUdir auðvitað um aðra flokka líka sem á annað borð voga sér að efna tfi prófkosninga og í rauninni má leiða að því lík- ur að þeir hafi yfirleitt borið sig- ur úr býtum í þessum prófkosn- ingrnn i vetur, sem andstæðing- ar viðkomandi flokka telja ólík- legasta að vera sterkustu fram- bjóðendumir. Með öðram orð- um: Besta fólkið feUur og kvenmennimir fyrir norðan geta raunar huggað sig við það að ósigur þeirra hafi staðfest að þær séu best til þess faUn- ar að sitja á þingi. Þess vegna vora þær feUdar. Utanflokksfólkið óttaðist þær mest. Þegar á aUt er litið felst mikiU sigur í ósigrin- um. En að sama skapi mikiU ósigur í sigrinum. Dagfari Stuttar fréttir x>v Ritgeröasamkeppni Varðberg, félag ungra áhuga- manna um vestræna samvinnu, hef- ur ákveðið að efna tO ritgerða- samkeppni fyrir ungt fólk, í tUefni af því að í vor eru 50 ár liðin frá stofnun Atlants- hafsbandalags- ins. Keppnin er ætluð fólki 18 tU 25 ára og er yfir- skrift hennar: „Nato - breyttir tím- ar - hlutverk Atlantshafsbandalags- ins í breyttu umhverfi á alþjóða- vettvangi." í dómnefnd sitja Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Eiður Guðnason sendiherra og Birgir Ármannsson, formaður Varðbergs. Undanþegnir reglum Magnús Á. Magnússon hefur lagt fram fyrirspum tU heObrigð- is- og tryggingaráðherra þar sem hann spyr um rökin fyrir því að veitinga- og skemmtistaðir skuli undanþegnir reglum um reyk- ingabann, i ljósi þess að þetta eru líka fjölmennir vinnustaðir. Dag- ur greindi frá. Borgin selur íbúðir Reykjavíkurborg hyggst á næstu árum hafa mOligöngu um sölu á nærri 3000 íbúðum eða fé- lagslegum eignaríbúðum sem koma til innlausnar. Talið er að verðmæti íbúðanna geti numið 15-20 mUljörðum króna. Helgi Hjörvar, formaður starfshóps um stefnumótun í húsnæðismálum borgarinnar, segir að Innkaupa- stofnun borgarinnar verði hús- næðisnefnd til ráðgjafar í þessum efnum. Dagur greindi frá. Eyðsla nýrra fólksbíla Umhverfisráðuneytið, BO- greinasambandið og Félag ís- lenskra bifreiða- eigenda hafa gert með sér samkomulag um upplýsingagjöf um eyðslu nýrra fólksbUa. Guð- mundur Bjama- son umhverfis- ráðherra skrifaði í gær undir samkomulagið ásamt Boga Páls- syni, formanni Bílgreinasam- bandsins, og Árna Sigfússyni, for- manni Félags íslenskra bifreiða- eigenda. Samningur endurnýjaður Nýlega var endumýjaður fiutn- ingasamningur mOli Aðalgeirs Sigurgeirssonar hf. og Kaupfélags Þingeyinga. Þegar flutningadeOd KÞ var lögð niður árið 1989 tók Aðalgeir Sigurgeirsson hf. að sér flutninga fyrir KÞ og sá samning- ur var laus í september í fyrra. Dagur greindi frá. Stjórnskipunarlög Breytingar á stjómskipunarlög- um landsins nr. 19/1940 voru aUar samþykktar á Alþingi í gær. Nefnd var skipuð á vegum Al- þingis tO að vinna tiOögur að breyttri kjördæmaskipan og voru þær aUar samþykktar með yfir- gnæfandi meirihluta. Vísir greindi frá. Fjárveiting dugar ekki Utlit er fyrir að fiárveiting Akxxr- eyrarbæjar til mótframlaga móti Atvinnuleysistryggingarsjóði tU átaksverkefna muni ekki duga til að anna eftirspurn á árinu. Þetta kemur fram í greinargerð Valgerð- ar Magnúsdóttur félagsmálastjóra tU bæjarráðs um málið. Dagur greindi frá. Sátt við valið Jóhanna Sigurðardóttir, sem skipar fyrsta sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavík, sagð- ist í samtali við Ríkisútvarpið í gær sátt við að Margrét Fri- mannsdóttir yrði talsmaður Samfylkingai'- innar þótt eðlOegt hefði verið að hafa einhver samráð um valið á talsmanninum. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.