Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 5 DV Fréttir ^ Prófkjör Samfylkingarinnar á Noröurlandi vestra: Ovænt úrslit geta styrkt framboðið Kristján L. Anna Kristín Möller. Gunnarsdóttir. Alþýðubandalagskonan Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðár- króki, sem af mörgum var talin eiga sigur nokkuð vísan í próíkjöri Sam- fylkingarinnar á Norðurlandi vestra um helgina, var ekki beinlínis ánægð með þá niðurstöðu prófkjörs- ins að hafna í 2. sæti, á eftir Siglfirð- ingnum og kratanum Kristjáni L. Möller. Hún sagðist þó hafa átt á ýmsu von, eftir að fréttir bárust af hinum ótrúlegu kjörsóknartölum frá heimabæ Kristjáns, Sigluflrði, að þar hefðu yfir 800 manns greitt at- kvæði. Þegar úrslitin lágu fyrir var þungt hljóðið í Önnu Kristínu og hún vildi ekki svara þeirri spum- ingu hvort andstæðingar hennar í prófkjörinu hefðu unnið heiðarlega, á annan hátt en þann að menn gætu horft á kjör- sóknina á Siglu- firði. Að yfir 800 manns hafi kosið á Sigluflrði, í bæ þar sem utn 1100 manns eru á kjör- skrá, er ekki hægt að líta á öðruvísi en svo að Siglfirðingar hafl tekið þá afstöðu að um byggðakosningu væri að ræða, og þeir yrðu að koma sín- um manni í öruggt sæti. Þótt Krist- ján hafl staðið lengi í eldlínunni í bæjarmálunum á Siglufirði nýtur hann ekki þvilíks yflrburðastuðn- ings í bænum. Hann lagði allt undir í bæjarstjórnarkosningunum á síð- asta ári, tók þá baráttusætið á Siglu- fjarðarlistanum og freistaði þess að ná hreinum meirihluta í bæjar- stjóm. Það tókst ekki. Einn á móti þremur Það er ekki ný saga að rigur sé mikill á milli Siglflrðinga og Sauð- krækinga og því komu úrslit próf- kjörsins sem köld vatnsgusa framan í þá síðarnefndu. Úrslitin voru um leið mikil vonbrigði fyrir Alþýðu- bandalagsmenn í kjördæminu, sem fengu þrefalt meira fylgi en Alþýðu- flokkurinn í kosningunum 1995. Ragnar Arnalds var þá kjörinn á þing enn eitt kjörtímabilið, en kratar voru langt frá því að koma að manni. í prófkjörinu nú naut Kristján þess að vera eini kratinn sem sóttist eftir 1. sætinu, en þrír liðsmanna Al- þýðubandalagsins vildu í það sæti; Anna Kristín, Jón Bjarnason, skóla- stjóri á Hólmn, og Signý Jóhanns- dóttir á Siglufirði. Kristján fékk 852 atkvæði í 1. sætið, Anna Kristín 810, Jón 580 og Signý 89. Alþýðubanda- lagsframbjóðendurnir fengu því sam- tals 1479 atkvæði gegn 852 atkvæðum Kristjáns og það sveið undan því að þessar tölur skiluðu ekki meiru en raun varð á. Það fer ekki hjá því að menn velti fyrir sér afleiðingum niðurstöðu prófkjörs Samfylkingarinnar fyrir framboðið og hvaða áhrif niðurstað- an geti haft á sjálfar kosningarnar í vor. Svo virðist sem Anna Kristín hafi verið fljót að jafna sig eftir von- brigðin sem fylgdu úrslitunum, og hún er þegar byrj- uð að tala fyrir því að Samfylkingin eigi möguleika á tveimur þingsæt- um, og því verði hún í baráttusæt- inu. Þessu eru sumir viðmælenda DV sammála, þótt aðrir bendi á að það verði þungt á fótinn fyrir margan allaballann að greiða Kristjáni L. Möller atkvæði sitt. Eina konan sem á möguleika Bent er á að Anna Kristín sé eina konan sem eigi möguleika á að ná kosningu til Alþingis í kjördæminu og stilla menn dæminu þannig upp að hún sé valkostur á móti Vilhjálmi Egilssyni, sem skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins, og Árna Gunn- arssyni, sem er í 2. sætinu hjá Fram- sóknarflokknum. Lítum nánar á þessa möguleika. í kosningunum 1995 vann Fram- sóknarflokkurinn stórsigur, fékk 38,7% atkvæða, bætti við sig 6,4% og fékk tvo menn kjöma á þing. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk 30,8% og einnig tvo menn. Flokkarnir sem standa að Samfylkingunni nú fengu samtals 30,6% og Ragnar Amalds náði kjöri. Alþýðubandalagið fékk þá 15,6%, Þjóðvaki 6,8%, Alþýðuflokk- urinn 5,0% og Kvennalistinn 3,2%. Ef horft er á þessar tölur gætu mál hæglega þróast þannig að geysileg barátta verði um þingsætin, þar sem þrír listar gætu orðið mjög jafnir. Ekki er að efa að Samfylkingin mun leggja spilin þannig fyrir kjósendur, að valið standi milli Ónnu Kristínar, Vilhjálms og Árna, og á því verður hamrað að Anna Kristin sé eina kon- an sem eigi möguleika á þingsæti í kjördæminu og kann það að vega þungt. Vilhjálmur Árni Egilsson. Gunnarsson. Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Fram- sóknarflokks og Samfylkingarinnar; Hjálmar Jónsson, Páll Pétursson og Kristján Möller, eru öruggir með þingsæti ef svo fer sem horfir, en um hin tvö sætin getur orðið geysileg barátta. Margir viðmælenda DV era eindregið þeirrar skoðunar að Sam- fylkingarlistinn verði mun öflugri með Önnu Kristínu í 2. sætinu en Kristján í því sæti. Ekki má gleyma vinstri-grænum En það má ekki gleyma einu at- riði. Þótt Anna Kristín sætti sig við niðurstöðu prófkjörsins, helli sér í slaginn og berjist fyrir þingsæti, munu eflaust margir alþýðubanda- lagsmenn eiga erfitt með að sætta sig við niðurstöðu prófkjörsins og ekki hafa mikla trú á að Samfylkingin eigi kost á tveimur þingsætum. Þess- ir kjósendur munu sennilega margir halla sér að Vinstrihreyfingunni - Grænu framboði, en það kann þó að ráðast af þvi hver eða hverjir veljist þar til forustu. í augnablikinu eru tveir menn helst nefndir til sögunn- ar, Þórarinn Magnússon, bóndi á Frostastöðum, og Rögnvaldur Ólafs- son, bóndi í Flugumýrarhvammi, báðir í Akrahreppi. Af þessu má sjá að úrslitin í próf- kjöri Samfylkingarinnar á Norður- landi vestra kunna að efla Samfylk- inguna - ef liðsmenn Alþýðubanda- lagsins fylgja Önnu Kristínu og hella sér í baráttuna fyrir 2. sætinu. En í pólitík geta hlutirnir gerst hratt og „landslagið" kann að breytast mjög áður en talið verður upp úr kjörköss- unum í maí. ALLIR SUZUKI BÍLAR ERll MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • • aflmiklar vélar • samlæsingar • • rafmagn í rúðum og speglum • • styrktarbita f hurðum • • samlitaða stuðara • »JIMNY fékk gullverðlaunin '98 í Japan fyrir útlit, gæði, eiginleika og möguleika! » Sterkbyggður og öflugur sportjeppi » Ódýrasti ekta 4x4 jeppinn á íslandi • Hátt og lágt drif- byggður á grind FULll= FRAMtm SUZUKIBILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is JIMNY TEGUND: VERÐ: Beinskiptur 1.399.000 KR. Sjálfskiptur 1.519.000 KR. Frélta|jós Gylfi Kristjánsson 25" Black invar sW lar aðgerðir 2x20W magnan . rt tengi ^•J^tengi.íslenskur Heyrnart°lsten9 ^ Nicam Ssaffi KJíSA • h« rCA*16:9 brelðt) Lágmíila 8 < sTml 533 2 Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri. Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Árvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík. fin«-oX finl°x

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.