Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 Fréttir Reykjavík: Alþingismenn Reykjavíkur 0 - Ossur Skarphéöinsson j—, JMagnúsÁrni L ' J ® Jóhanna Magnússon Sigurðardóttir - Svavar ® Ásta Ragnheiður Gestsson pfca Jóhannesdóttir * Bryndís r*J Guöný Hlööversdóttir ai! Guöbjörnsdóttir S Ögmundur PS Kristín Jónasson L~J Ástgeirsdóttir Listi Samfýlkingar í Reykjavík 0 'Jóhanna Siguröardóttir - Össur Skarphéöinsson ^ Bryndls Hlööversdóttir Guörún Ögmundsdóttir ^ Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir 0 ' Möröur Árnason ‘ Árni Þór Sigurðsson Guöný Guðbjörnsdóttir ' Jakob Frímann Magnússon Þingmenn Listi A®« • • G ••• •• -1 V J •• • •• +1 Vestfiröir: Alþingismenn Sighvatur Björgvinsson Kristinn H. Gunnarsson i Listi Samfylkingar 1 Sighvatur Björgvinsson ’ Karl V. Matthíasson Þingmenn Listi A • • G • • - V J Noröurland vestra: Alþingismaöur Listi Samfylkingar Ragnar Arnalds ) Kristján Möller Þingmenn Listi ®+l G ® Vesturland: Noröurland eystra: Alþingismenn Steingrímur J. Sigfússon Svanfriöur Jónasdóttir Listi Samfylkingar Sigbjöm Gunnarsson Orlygur Hnefill Jónsson Þingmenn Listi +1 G® • V J* Austfiröir: Alþingismaöur Listi Samfylkingar. Gísli S. Einarsson Þingmenn Listi A«_______«_ G_______JL_ V GIsli S. Einarsson, Jóhann Ársælsson? Alþingismaður Listi Samfylkingar Hjörleifur Guttormsson Einar Már Siguröarson Þingmenn Listi Reykjanes: Suöurland: Alþingismenn Listi Samfylkingar Alþingismenn á Reykjanesi 0 Listi Samfylkingar í Reykjanesi Rannveig Guðmundsdóttir Guömundur Árni Stefánsson Sigriöur Jóhannesdóttir Ágúst Einarsson Kristín Halldórsdóttir Rannveig Guömundsdóttir Guömundur Árni Stefánsson 1 Sigrfður Jóhannesdóttir Margrét Frimannsdóttir 4 Lúðvík Bergvinsson ! Margrét Frfmannsdóttir Lúövík Bergvinsson Þórunn Sveinbjarnardóttir Ágúst Einarsson Þingmenn Listi Afi • • G • • V J* • Þingmenn Listi A® • Rauður punktur er tákn fyrir Alþýðuflokkinn, grænn er fyrir Alþýðubandalag, gulur fyrir Kvennalistann og blár fyrir Þjóðvaka. í uppgjöri fyrir hvert kjördæmi kemur fram hort og þá hvaða breyting verður milli flokkanna. Alþýðuflokksmenn leggja undir sig hvert kjördæmið af öðru: Kratar kokgleypa allaballa - og tryggja að Jóhanna verði ekki forystumaður Samfylkingar Gífurleg átök hafa einkennt próf- kjör þeirra flokka sem standa að Samfylkingunni. Einna hatrömmust urðu átökin í Reykjavík, þar sem Kratar lögðu allt undir til að ná for- ystunni af Alþýöubandalaginu. Það tókst þeim með stæl þar sem tveir efstu menn á lista Samfylkingar til- heyra Alþýðuflokkshólfinu. Þó gerð- ist það sem enginn hafði reiknað með, að Jóhanna Sigurðardóttir, sem gekk á sínum tíma úr Alþýðu- flokknum meö látum vegna ágrein- ings við Jón Baldvin Hannihalsson, þáverandi formann flokksins, kom sá og sigraði í prófkjörinu. Hún hirti efsta sætið af Össuri Skarphéð- inssyni, sem ekki fékk neitt ráðið við hina gífurlegu þáttöku sem snerist fyrst og fremst um Jóhönnu. Mörgum kratanum þótti þetta súrt í broti og sumir munu aldrei fyrir- gefa Jóhönnu brotthlaupið. Þrátt fyrir að prófkjörið undirstrikaði að tími Jóhönnu væri kominn, svo sem hún hafði sjálf spáð fyrir um á tím- um uppgjörsins, þá stendur nú hæst sú vinna aö tryggja að Jóhanna haldi ekki um stjómartaumana hjá Samfylkingunni. Hin stóra fréttin í prófkjörinu í Reykjavík er sú að Alþýðubandalag- ið tapaði gjörsamlega forystuhlut- verki vinstri manna í borginni. Leiðtoginn flúinn Svavar Gestsson, oddviti flokks- ins, flúði af hólmi og ákvað að setj- ast í feitt embætti sendiherra í Kanada. Sú túlkun er hávær að hann hafi ekki lagt í slaginn við Jó- hönnu og Össur og þvi talið væn- legra að hopa af vígvellinum og draga sig í hlé. Sjálfur þrætti hann fram í rauðan dauðann og eftir að hann gaf út yfirlýsingu um að pólítískum ferli væri lokið, var svo að skilja að hann ætlaði að snúa sér að ritstörfum og skrá ævisögu sína. Með brotthvarfi Svavars kom til baráttu um oddvitasætið milli Bryn- dísar Hlöðversdóttur og Áma Þórs Sigurðssonar. Bryndís hafði betur en varð að kyngja þeirri niðurlæg- ingu að hún sem oddviti sterkasta flokksins yrði að verma þriðja sæt- ið á eftir Jóhönnu og Össuri. Ámi Þór hafnaði síðan í 7. sæti fram- boðslistans. Ef miðað er við að Sam- fylkingin fái sama þingmannafjölda og flokkamir sem að henni standa fengu í síðustu kosningum er þegar Fréttaljós ljóst að Alþýðubandalag og óháðir tapa einum þingmanni. Kratamir, sigurvegarar prófkjörsins ásamt Þjóðvaka, fá samanlagt 5 þingmenn í Reykjavík og vinna þar með einn. Kvennalistinn heldur sínum tveim- ur þingmönnum samkvæmt sömu forsendum. Niðurstaðan er sú að kratamir unnu stórsigur - þó með því beiska undirbragði að Jóhanna er leiðtoginn í borginni. Reykjanes Á Reykjanesi var minna um tíð- indi. Þingmenn krata, Rannveig Guðmundsdóttir og Guðmundur Ámi Stefánsson, verma tvö efstu sætin. Þá kemur Sigríður Jóhannes- dóttir, alþingismaður Alþyðubanda- lagsins, í þriðja sæti. Fyrir hönd Kvennalistans situr Þórunn Svein- bjamardóttir í fjórða sæti. Þá kem- ur Ágúst Einarsson, áður Þjóðvaka- maður, í fimmta sæti. Gangi kosn- ingar á sömu lund em litlar breyt- ingar í kjördæminu. Kratar réðu ferðinni og munu ráða áfram. Tvö núll fyrir kratana. Vesturland Ekki hefur verið kosið um efstu sæti Samfylkingar á Vesturlandi, en prófkjör verður á næstunni. Kratar eiga þingmanninn Gísla S. Einars- son sem stefnir ákveðið á efsta sæt- ið. Kvennalisti, Alþýðubandalag og Þjóðvaki eiga engan mann, en í gættinni er Jóhann Ársælsson, fyrr- verandi alþingismaður allaballa, sem sækir fast að fá fyrsta sætið. Óljóst er hvort krötum tekst að verja kjördæmið, en ljóst er að erfitt verður að velta sitjandi þingmanni. Vestfirðir Á Vestfjöröum hefúr verið ákveð- ið að höfúðkratinn Sighvatur Björg- vinsson verði í efsta sæti svo sem í síðustu kosningum. í öðm sæti verður séra Karl V. Matthiasson, sem kemur inn í stað Alþýðubanda- lagsmannsins Kristins H. Gtmnars- sonar, sem genginn er í raðir fram- sóknarmanna. Hvort sem Samfylk- ing nær tveimur mönnum eða ekki er ljóst að engin breyting verður. Kratar halda forystunni. Norðurland vestra Um seinustu helgi varð bylting í Norðurlandskjördæmi vestra þegar stórskotalið krata hrifsaði til sín tryggt þingsæti. Ragnar Amalds, al- þingismaður Alþýðubandalags til áratuga, dró sig í hlé saddur póli- tískra lifdaga. t hans stað kom Sauð- krækingurinn Anna Kristín Gunn- arsdóttir sem sótti fast á fyrsta sæt- ið. í sem skemmstu máli þá urðu þeir draumar að engu þegar stór- skotalið krata tryggði sínum manni, Kristjáni L. Möller á Siglufirði, efsta sætið. Þar sem kratar áttu eng- an mann í kjördæminu er ljóst aö miðað við óbreytt úrslit „stálu“ þeir enn þingsæti af Alþýðubandalaginu. Anna Kristín hefur lýst því yfir að líklega taki hún sætið, en ljóst er að þungt er í allaböllum. Fari kosning- ar á sömu lund í vor og síðast munu kratar eiga þingmann þar, í stað allaballa áður, og niðurstaðan er bylting og kratar ráða kjördæminu. Norðurland eystra Á Norðurlandi eystra var einnig prófkjör um síðustu helgi og ekki voru minni tíðindi þaðan. Alþýðu- bandalagið á svæðinu er í sárum eftir brotthvarf leiðtoga síns, Stein- gríms J. Sigfússonar. í kjördæminu á Þjóðvaki þingmanninn Svanfríði Jónasdóttur auk þingsætis Stein- gríms J. sem tilheyrði allaböllum. Kratar eiga þar engan þingmann. En viti menn, enn var stórskotalið- ið á vígstöðvunum og nú var það ekki bara alþýðubandalagsmaður- inn Örlygur Hnefill Jónsson sem var skotinn í kaf heldur einnig sitj- andi þingmaður Þjóðvaka, Svanfríð- ur Jónasdóttir. Kratinn Sighjöm Gunnarsson hreppti leiðtogasætið við lítinn fógnuð allaballa - og bein- linis reiði Svanfríðar, sem má láta sér lynda vonlítiö þriðja sætið. Austfirðir Á Austfiörðum er engin bylting, enda raðað upp með handafli. Að- eins Alþýðubandalagið af Samfylk- ingarflokkunum á þar þingmann. Sá er Hjörleifur Guttormsson, sem reyndar er genginn úr flokknum og til liðs við „Græningja". Uppstilling- amefnd ákvað að Einar Már Sigurð- arson í Neskaupstað yrði í efsta sæti, en í öðm sæti verður kratinn séra Gunnlaugur Stefánsson. Miðað við óbreytt ástand tekur því Einar Már sæti Hjörleifs og því tíðindalít- ið af austurvígstöðvunum. Suðurland Svipaða sögu er að segja af Suður- landi og Austfiörðum. Samfylking- arflokkamir eiga tvo þingmenn; Margréti Frímannsdóttur, formann Alþýðubandalagsins, og Lúðvík Bergvinsson alþýðuflokksmann. Raðað var með handafli þannig að Margrét er efst og Lúðvík næstur. Alþýðubandalagið heldur þar með forystu sinni í kjördæminu, enda átakalaust. Timburmenn Að samanlögðu er ljóst að Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki hafa kokgleypt Alþýðubandalagið í stærstu kjör- dæmunum. Undir merkjum Samfylk- ingar munu kratar vera við stjóm- völinn í langflestum kjördæmum. Kvennalistinn má vel una við sinn hlut með þrjá menn í ömggum sæt- um eða samsvarandi þingmanns- fiölda eftir síðustu kosningar. Fái Samfylkingarflokkamir sama þing- mannafiölda og síðast mun Alþýðu- bandalagið hafa glatað forystunni í þremrn: þungavigtarkjördæmum auk þess að þurfa að sjá eftir tveimur þingmönnum til Jafnaðarmanna. Tekið skal fram að í þessum vanga- veltum er ekki reiknað með áhrifúm „vinstri græningja“ sem örugglega taka eitthvað frá Samfylkingunni enda um að ræða klofning úr Alþýðu- bandalagi og Kvennalista en spum- ingin er aðeins hve mikið. Einhveijir timburmenn munu hafa gert vart við sig i herbúðum krata, nú þegar mesta sigurvíman er horfm og hvarvetna gefur að líta sigraða alþýðubandalagsmenn. Ljóst er að Alþýðubandalagið er í sárum eftir prófkjör vitt og breitt um landið og jafnframt er krötum að verða ljóst að „græningjar" biða með opinn faðminn eftir að taka við stríðshijáð- um flóttamönnum allabaUa. Því var ákveðið að bera smyrsl á sár alla- balla i því skyni að forða Samfylking- unni frá því stórtjóni að alþýðu- bandalagsmenn gengju út í hópum. Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins, lagði því til á fram- kvæmdastjórnarfundi flokksins að Margrét Frímannsdóttir yrði oddviti Samfylkingar. Gangi þetta eftir, með samþykki Alþýðubandalagsins, fæst tvenns konar ávinningur fyrir kratana. Hinir sigruðu verða til friðs og það sem ekki er verra; því verður afstýrt að stóri sigurvegarinn í öllum átökunum, Jóhanna Sigurðardóttir, fái völdin i hreyfingunni, en það geta eðalkratamir síst af öllu hugsað sér. Margrét sem leiðtogi án sterks bak- lands er því lausnin sem tryggja skai friðinn. Hvort það gengur upp skýrist á næstu dögum eða vikum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.