Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 9 Utlönd Útlit fyrir sigur Siumut á Grænlandi: Motzfeldt tilbúinn í stjórnarmyndun Allt bendir til að Siumut-flokkur- inn verði áfram stærsti flokkurinn á Grænlandi eftir kosningamar til heimaþingsins í gær. Þegar búið var að telja 54 prósent atkvæðanna í morgun hafði Siiunut fengið 36 prósent og ellefu menn á þingi þar sem 31 maður situr í einni deild. Samstarfsflokkur Siumut i heimastjóminni frá kosningunum 1995, frjálslyndi flokkurinn Atassut, var með stuðning 25 prósenta kjós- enda og fengi átta sæti, ef sú verður lokaniðurstaðan. „Við emm mjög ánægð og ég býst við að ég muni hafa frumkvæði að myndun næstu ríkisstjómar," sagði Jonathan Motzfeldt, formaður heimastjómarinnar og leiðtogi Si- umut, í viðtali við grænlenska sjón- varpið í nótt. Hann sagði ekki við Jonathan Motzfeldt er ánægður með úrslitin í kosningunum. hvaða flokk hann myndi ræða fyrst um stjómarmyndun. Motzfeldt hefur gegnt starfl for- manns heimastjómarinnar í fjórtán ár af þeim tuttugu sem liðin em síðan Grænlendingar fengu stjóm eigin mála. Flokkur þjóðemissinnaðra vinstrimanna, Inuit Ataqatigiit (IA), sem er í stjómarandstöðu var kominn með 21 prósent atkvæða í morgun og fengi sjö þingmenn. Samfylking óháðra frambjóðenda fær væntanlega fimm þingsætin sem eftir em. Ef þetta verður niður- staða kosninganna missir Siumut þrjá þingmenn og Atassut tvo. IA bætir við sig einum og óháðir fjór- um. Búist er við að auðlindamálin verði fyrirferðarmikil á næsta kjör- tímabili. Grunaðir um kaupá filippseyskum drengjum DV, Ósló: Bamasálfræðingurinn, skóla- tannlæknirinn og bamakennar- amir tveir i Noregi, sem úrskurð- aðir vom í gæsluvarðhald vegna meints kynferðisafbrot gegn fil- ippseyskum drengjum, munu hafa flutt fyrstu drengina frá Fil- ippseyjum til Noregs fyrir fjórtán árum. Allir hafa mennimir verið tíð- ir gestir á Filippseyjum undan- farin ár og þaðan hafa norsku lögreglunni borist reglulega síð- ustu tiu árin upplýsingar um framferði þeirra. Ekkert var þó gert til að rannsaka málið fyrr en í haust að enn nákvæmari upp- lýsingar bámst. Þá vekur athygli að fjórmenn- ingamir hafa reglulega sent um- talsverðar flárhæðir til fólks á Filippseyjum án þess aö nokkur skýring hafi fengist. Norskir fjöl- miðlar leiða að því getum að mennimir hafi keypt drengina af fjölskyldum þeirra á Filippseyj- um. -GK Framkvæmda- stjórn ESB við- urkennir svindl Háttsettir embættismenn í framkvæmdastjóm Evrópusam- bandsins, ESB, viðurkenndu i gær að gmndvöllur væri til að ætla að skipulagt svindl heföi átt sér stað í hinni svokölluðu Leon- ardo-áætlun. Edith Cresson, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, sem er í forsvari fyr- ir áætlunina, hélt því nýlega fram á Evrópuþingi að enginn granur léki á svindli. William King, aðalforsprakkinn í morði á blökkumanni í Jasper í Texas í fyrra, sést hér leiddur út úr réttarsalnum. Við réttarhöldin í gær kom fram að King hafi ætlað að nýta sér morðið og umtalið um það til að stofna samtök kynþáttahatara í tengslum við sams konar samtök í fangelsum Texas. Framboðsmál forsetafrúarinnar: Hillary hugsar sig um Hillary Rodham Clinton, forseta- frú í Bandaríkjunum, lofaði í gær aö hugsa sig vandlega um áður en hún tæki endanlega ákvörðun um hvort hún býður sig fram til öld- ungadeildar Bandaríkjaþings. Demókratar í New York hafa lagt hart að Hillary að bjóða sig fram þar á bæ. í skriflegri yfirlýsingu um málið, þeirri fyrstu sem Hillary hefur látið frá sér fara, sagðist hún vera ákaf- lega þakklát fyrir þann áhuga sem hugsanlegt framboð hennar hefúr vakið. Ákvörðunar um framboð er ekki að vænta fyrr en síðar á árinu. Þangað til ætlar Hillary að einbeita sér að helstu málum á stefnuskrá Bills Clintons forseta. NICORETTE innsogslyf Þegar þú vilt hœtta að reykja Febrúartilboð á „STARTPAKKA” hjá eftirtöldum aðilum: Apotek Austurbæjar Árbæjar Apótek Borgar Apótek Breiðholts Apótek Fjaröarkaups Apótek Grafarvogs Apótek Háaleitis Apótek Holts Apótek Hraunbergs Apótek Ingólfs Apótek Laugavegs Apótek Nesapótek, Seltj. Vesturbæjar Apótek Háteigsvegi 1 Hraunbæ 102 b Álftamýri 1 Mjódd Hólshrauni 1 b Hverafold 1-5 Háaleitisbraut 68 Glæsibæ Hraunbergi 4 Kringlunni 8-12 Laugavegi 16 Eiðistorgi 17 Melhaga 20-22 OTRULE Flísar frá kr, HEFST A MORGUN í S 90 M2 T ÓLFEFNABUÐ traust undirstaða fjölskyldunnar BORGARTÚNI 33 SÍMI 561-7800 - FAX 561-7802

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.