Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
11
Fréttir
Þórir Schiöth, formaður Tannlæknafélags íslands: Kannski eru yfirvöld að
útvega okkur meiri vinnu.
Deilt um forvarnir tannlækna:
Þeir sem helst
þurfa flúor fá ekki
Þrettán ára börn sem koma til
tannlæknis fá ekki lengur flúorlökk-
un á tennur sinar, aðgerð sem kost-
ar um 3.600 krónur. Þórir Schiöth,
formaður Tannlæknafélagsins, sagði
í gærkvöld að verið væri að skera
niður forvamir á ótrúlegan hátt.
Hann segir að enn fremur sé búið að
takmarka notkun á skorufyllingar-
efnum í tennur bamanna enn ffekar
en áður var.
„Það er líka búið að skera niður
tímaeiningafjölda í skoðun, en það
hefur kannski ekki áhrif fyrr en eft-
ir hálft ár því krakkarnir koma í
skoðun núna fyrri hluta ársins, en
þegar þau koma í seinna skiptið
verður kvótinn búinn. Eigi börnin
að koma tvisvar í skoðun þurfa for-
eldrar að borga seinni skoðun að
fullu,“ sagði Þórir.
Reglugerðin sem tannlæknar segja
að skeri niður forvamir var sett 1.
janúar, en birt nú nýlega i Stjómar-
tíðindum og hefur því tekið gildi.
„Þetta er alveg út í hött að ráðast
á þennan hátt gegn forvömum.
Þetta gengur þvert á stefnu ríkis-
stjómarinnar í eflingu forvama, og
þvert á skynsamlega leið í forvam-
armálum. Það er einmitt þessi hóp-
ur, táningamir, sem þarf mest á flú-
ormeðhöndlun að halda, táningam-
ir sem fá vasapening sem fer í sæt-
indi og gosdrykki, krakkamir sem
hætta að hlýða foreldrunum og
bursta kannski ekki í sér tennum-
ar. Þetta er tannskemmdaaldurinn,
12 til 17 ára. Kannski em yflrvöld
að útvega okkur tannlæknum meiri
vinnu í framtíðinni," sagði Þórir
Schiöth. Hann segir að allir sem
hafa með heilsuvemd að gera séu
sammála tannlækmun um forvama-
þáttinn, nema Tryggingastofnun.
Næsti fundur deiluaðila, Tann-
læknafélagsins og Tryggingastofh-
unar, er boðaður eftir 10 daga.
-JBP
Samdráttur hjá Norsk Hydro:
ísland inn í álmóðuna
DV, Ósló:
ísland er horfið inn í blámóðu
fjarskans. Álver í eigu Norsk Hydro
rís ekki í bráð á Reyðarfirði eða í það
minnsta ekki fyrr en fyrirtækið réttir
úr kútnum og það gerist ekki fyrr en
olíuverð hækkar á ný og á því eru
engar líkur. Talsmenn fyrirtækisins
segja þó að enn sem fyrr sé ísland álit-
legur kostur fyrir álver en fyrir hefur
legið frá því síðla á síðasta ári að ekk-
ert verður ákveðið fyrir aldamótin.
í fyrradag lögðu stjórarnir hjá
Hydro fram ársreikning síðasta árs og
nú verður að spara. Fjárfestingar
verða skomar niður og ársverkum
fækkað um 1500 næsta hálfa annað
árið. Auk annars verður nýtekinni
ákvörðun um byggingu 475 þúsund
tonna álvers á Trinidad frestað. Það
átti að koma í gagnið árið 2005, á und-
an hugsanlegu álveri á Reyðarfirði.
Nú er líklegast að verið á Trinidad
hafni í frystikistunni - ofan á álver-
inu á Reyðarfirði.
Það grátlega við stöðuna er að
álframleiðslan er það eina sem gengur
skammlaust hjá Hydro. Hins vegar
segja markaðssérfræðingar að
álmarkaðurinn muni standa í stað
fyrst um sinn og þá er skiljanlegt að
Hydro-menn vilji bíða og sjá til.
Álframleiðsla jókst í heiminum á síð-
asta ári og óvíða meira en á íslandi
eða um 7,1%.
Hydro var rekið með 50 millj-
arða ísl.kr. hagnaði á síðasta ári,
helmingi minni en árið áður. Útlit-
ið er þó dökkt vegna ört minnk-
andi gróða af olíuvinnslu og af
áburðarframleiðslu. Þetta leiðir til
uppsagna og að dregið verður úr
fjárfestingum. Fyrir vikið var til-
kynnt að áform um að tvöfalda
álframleiðslu fyrirtækisins fram
til ársins 2005 verði ekki að veru-
leika. -GK
w w w. m i s i r. i s