Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Síða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999
Frjálst, óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsia, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk„ Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Plástur á sárín
Auðvitað hlaut að koma að því að hugað yrði að sár-
um Alþýðubandalagsins. Flokkurinn, sem áður var í
framvarðarsveit íslenskra vinstri manna, er eitt gap-
andi sár. Fáir hafa greitt jafnhátt verð og alþýðubanda-
lagsmenn íýrir hugmyndir um samfylkingu sósíalista
og jafnaðarmanna. Flokkurinn er klofinn í tvennt og
hvorugt flokksbrotið virðist til stórræða, án aðstoðar.
Græningjar, undir forystu Steingríms J. Sigfússonar,
fyrrum varaformanns Alþýðubandalagsins, eiga erfitt
með að ná flugi, enda ljóst að flokkur sem byggir tilvist
sína fyrst og fremst á hugmyndum Steingríms, Hjörleifs
Guttormssonar og Ögmundar Jónassonar mun alltaf
eiga undir högg að sækja í hugum almennings. En svo
kann að vera að Steingrímur J. Sigfússon hafi fengið
björgunarhring í heimakjördæmi sínu um síðustu helgi
þegar úrslit í prófkjöri Samfylkingarinnar lágu fyrir.
Niðurstaðan gefur græningjum sóknarfæri í Norður-
landskjördæmi eystra, sem annars virtust ekki vera til
staðar.
Hitt flokksbrotið, sem enn starfar undir nafni AI-
þýðubandalagsins, en í skjóli samfylkingar við krata og
kvennalistakonur, hefur heldur ekki átt góða daga. Það
var spurning um sjálfsvirðingu Alþýðubandalagsins, að
mati hins nýskipaða sendiherra Svavars Gestssonar, að
flokkurinn kæmi vel út í prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík. Sjálfsvirðingin reyndist vera lítils virði. Og
sagan hefur endurtekið sig um allt land þar sem bræð-
ingurinn hefur á annað borð haldið prófkjör. Aðeins í
tveimur kjördæmum munu flokksmenn Alþýðubanda-
lagsins leiða framboð Samfylkingarinnar - í hvorugu
kjördæminu var efnt til prófkjörs.
Til að rétta hlut Alþýðubandalagsins hefur Sighvatur
Björgvinsson ákveðið að stallsystir hans, Margrét Frí-
mannsdóttir, skuli verða talsmaður Samfylkingarinnar
í komandi kosningabaráttu. Að vísu hafði Sighvatur
ekkert samráð við Jóhönnu Sigurðardóttur, sem meiri-
hluti stuðningsmanna Samfylkingarinnar telur að sé
foringinn, en með þessu útspili er reynt að treysta
böndin milli þeirra flokka sem nú hafa myndað kosn-
ingabandalag. Sjálfsvirðing Alþýðubandalagsins, sem
Svavar Gestsson hafði mestar áhyggjur af, hefur þannig
fengið plástur á sárið.
Hugmynd Sighvats Björgvinssonar, að gera Margréti
Frimannsdóttur að talsmanni og þar með leiðtoga Sam-
fylkingarinnar, er í sumu skondin. Með henni er auð-
vitað verið að koma i veg fyrir að Jóhanna Sigurðar-
dóttir nái þeim sess sem meirihluti kjósenda telur að
hún eigi að skipa. Sagan kennir að vísu að pólitískt
kann að vera óskynsamlegt að stíga ofan á stofnanda
Þjóðvaka eða hundsa hana með öðrum hætti, en for-
maður Alþýðuflokksins er kjarkmaður eins og forveri
hans. Hvort Jóhanna Sigurðardóttir hefur skap til að
sitja í þögn að þessu sinni á eftir að koma í ljós. Einnig
er það ný aðferð í stjórnmálum að leita til formanns
flokks sem er í sárum eftir innbyrðis átök og klofning,
auk slakrar útkomu, svo vægt sé til orða tekið, í próf-
kjörum.
Þess hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu
hver yrði skipaður (jafnvel kosinn) leiðtogi og talsmað-
ur Samfylkingarinnar. Nú liggur það fyrir. Og það sem
mestu máli skiptir; forsætisráðherraefni Samfylkingar-
innar er Margrét Frímannsdóttir.
Óli Björn Kárason
Þegar fram líða stundir
munu sagnfræðingar telja
4. október 1957 merkasta
dag 20. aldar. Þá var
Sputnik skotið á loft,
fyrsta geimfarinu. Laus úr
viðjum aðdráttarafls jarð-
ar fór hann frjáls um
geiminn og umhverfis
jörðina nokkrum sinnum
á sólarhring. Nokkurra
áratuga heilabrot fáeinna
eðlisfræðinga og atorka og
snilli verkfræðinga á sviði
eldflaugasmíði síðustu
árin á undan komu í ljós
þennan dag. Heimsfréttin
um Sputnik fór eins og
eldur í sinu og heillaði
margan ungan manninn
sem horfði agndofa á lít-
inn ljósan depil berast um
himinhvolfið stjörnubjört
kvöld næstu daga.
Síðan er mikið vatn til
sjávar runnið, geimskot
daglegt brauð og mann-
anna tungl á himinhveli
nú þegar svo mörg að veld-
ur mengunarvanda. Margs
kyns gagn er að gervi-
tunglum (tynglingum) og
veðurtunglum. Bylting í
fjarskiptum og rækileg
könnun á yfirborði jarðar,
„Hraðferðir gervihnatta umhverfis jörðina og myndir
af stórum svæðum minna menn á sameiginlega
jörð,“ segir Þór m.a. í grein sinni.
fyrr en í fulla hnefana.
Ýmsar kenningar geta líka
villt mönnum sýn um
tíma. Þáttaskilum getur
valdið einmitt um þessar
mundir að stjarnfræðingar
virðast hafa uppgötvað
stóra hnetti - líkt og Júpít-
er - í grennd við nokkrar
stjörnur. En eins og les-
endum mun kunnugt eru
stjörnur fjarlægar sólir
óralangt í burtu.
Varkár vísindin kynnu
því að færa mannkyni inn-
an tiðar stórfengleg tíð-
indi. Spámenn og djarfir
hugsuðir fyrri tíma hafa
ályktað rétt. Það eru til
aðrir heimar.
Bruno: 400 ára ártíð
nálgast
Helsti heimspekingur end-
urreisnartímabilsins, Gior-
dano Bruno (1548 - 1600),
var í hópi hinna allra
fyrstu er aðhylltist hina
furðulegu kenningu
Kópernikusar að jörðin
snerist um sjálfa sig og
færi á braut um sólu. Jörð
og reikistjörnur væru
fylgifiskar sólarinnar, hún
væri stórhveli sólkerflsins
Alheimurinn upp-
lýkst mannkyni
- geimöld og Bruno
íanai, groori, nan,
skýjum, jöklum og haf-
ís hefur átt sér stað.
Ekkert lát er á ffam-
fórum.
Kjallarinn
Ný sýn
Þróun þessi hefur
líka haft í för sér dá-
litla hugarfarsbreyt-
ingu. Hraðferðir gervi-
hnatta umhverfis jörð-
ina og myndir af stór-
um svæðum minna
menn á sameiginlega
jörð, sameiginleg
heimkynni. Auðvitað
leggst fleira á eitt en
sjónarhorn geimaldar
flýtir mjög fyrir því að
landskikastríð eins og í
Júgóslavíu og í Austur-
löndum nær mun telj-
ast hlægilegt að liðnum
nokkrum kynslóðum
héðan í frá.
En geimöld hefur
vikkað út sjónsviðið
enn frekar. Heimsókn
manna til tunglsins og
könnunarleiðangrar
til annarra hnatta sólkerfisins
breyta smám saman heimsmynd-
inni. Sjónaukar svífa á braut um-
hverfis jörðu, ofan við lofthjúp-
inn, og skima lengra en unnt hef-
ur veriö hér á jörðu niðri. En loft-
hjúpur jarðar byrgir sýn út að
ystu mörkum alheims.
Þór Jakobsson
veðurfræðingur
Og leitað er að vís-
bendingum um líf-
ræn efnasambönd
og „lágþróuöum" líf-
verum í sólkerfi
okkar, annars stað-
ar en hér á gamal-
gróinni jörðinni.
Lífsskilyrði þar ytra
eru borin saman við
aðstæður hér á jörð-
inni, nú og í fyrnd-
inni. Loftsteinar úr
geimnum, sem náð
hafa að hlammast á
jörðina án þess að
brenna upp í and-
rúmsloftinu, eru
grandskoöaðir i leit
að lífsmarki.
„Varkár vísindin kynnu því að
færa mannkyni innan tíðar stór-
fengleg tíðindi. Spámenn og
djarfír hugsuðir fyrri tíma hafa
ályktað rétt. Það eru til aðrir
heimar. “
Líf í alheimi
Löngum hafa vísindamenn hik-
að við að telja líf í alheimi líklegt,
þ.e.a.s. líf annars staðar en á jörð-
inni. Vísindin eru í raun íhalds-
söm og hikað er við á þeim bæ að
viðurkenna róttækar skoðanir
sem annað snerist um. Kenning
Kópernikusar byggðist á útreikn-
ingum en samt tók tíma að vinna
henni brautargengi. En Bruno
ályktaði síðan að stjörnur himins
væru fjarlægar sólir. Einnig að
hver og ein sól væri miðja sól-
kerfis með reikandi hnetti í
kringum sig. Og á þessum hnött-
um væri líf, gróður, dýr og jafnvel
menn.
Hinn óendanlegi alheimur
Brunos fór í taugarnar á ráðandi
öflum samtímans og ekki bætti úr
skák þegar þessi fyrrverandi
munkur sagði guð allt í öllu og
guð og alheim eitt. Annað lét
hann sér um munn fara sem þótti
guðlast. Hann var gripinn og
hafður i haldi í Róm í átta ár án
þess hann skipti um skoðun
til að sleppa úr dýflissunni.
Hann endaði á bálinu með
tungu í hafti 17. febrúar árið
1600. Á því torgi sem eldur
brann þennan dag, Campo dei
Fiori, var á síðustu öld reist-
ur minnisvarði um Bruno.
Bækur Brunos voru lengi á
bannlista og eru raunar enn á
vandræðalista kaþólsku
kirkjunnar. En batnandi
mönnum er best að lifa. Núver-
andi páfi í Róm nefndi Dóminík-
anann Giordano Bruno nýlega í
ræðu í tilefni væntanlegs 2000 ára
afmælis kirkjunnar og sagði of-
sóknina á hendur honum smánar-
blett í sögu hennar.
Þór Jakobsson
Skoðanir annarra
Varaformaður ekki af landsbyggðinni
„Þegar menn fóru að ýta á mig með að gefa kost á
mér í þetta embætti var það fyrst og fremst gert á
þeirri forsendu að menn vildu að mér yrði teflt fram
sem sérstökum fulltrúa af landsbyggðinni... Ákvörð-
unin um að gefa ekki kost á mér er til komin m.a.
vegna þess að ég lít svo á að varaformaður Sjálfstæð-
isflokksins geti aldrei verið kosinn sem fulltrúi
ákveðins landshluta eða hagsmunahópa. Varafor-
maðurinn er auðvitað kjörinn af landsfundi algerlega
óbundinn af einstökum hópum eða landshlutum."
Sturla Böðvarsson í Mbl. 16. febr.
Misnotkun prófkjara
„Hörmulegt er til þess að vita að kjósendur ann-
arra flokka misnoti opin prófkjör pólitískra and-
stæðinga með þeim hætti sem augljóslega hefur
gerst á Siglufirði nú í vetur - í það minnsta af hálfu
þeirra kjósenda sem tóku þátt í prófkjörum tveggja
flokka með nokkurra daga millibili. Það dregur óhjá-
kvæmilega úr stuðningi innan flokkanna við al-
menn prófkjör - sem eru þrátt fyrir hættuna á mis-
notkun lýðræðislegasta aðferðin til að leyfa stuðn-
ingsmönnum flokka eða framboða að velja einstak-
linga á lista.“
Elías Snæland Jónsson í Degi 16. febr.
Grasrótarhreyfing í kvótakerfið
„Gallar kvótakerfisins eru að koma æ berar í ljós
... Stjómmálamenn verða að gera fyrir kosningar
skýra grein fyrir úrbótum á þessu kerfi. Mál þetta
verður sífellt fyrirferðarmeira í hugum fólks og um-
ræðu. Margir munu taka afstöðu í komandi kosning-
um eftir stefnunni í fiskveiðistjórnun. Umræður á
vinnustöðum benda til að svo geti farið að upp risi
grasrótarhreyfing sem geti knúið fram breyingar.
Æskilegast er að stjónrmáláflokkarnir takist á við
þetta verkefni og leysi það. Sýni sig að þeir séu ekki
færir um það neyðast menn til að leita annarra
leiða. Því er skorað á þá sem berjast fyrir þingsæti
nú að lýsa afstöðu sinni til þessa mikilvæga máls.“
Guðmundur G. Þórarinsson í Mbl. 16. febr.