Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1999, Síða 28
60 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1999 T>V vJw nn Ummæli Skrumskæling á lýðræðinu „í mlnum huga er þetta skrumskæling á lýðræðinu. , Þeir sem ekki eru , með heilu byggð- arlögin eða íþróttafélögin á , bak við sig eiga , erfiðara upp- dráttar." Margrét Frí- mannsdóttir, form. Alþýðu- bandalagsins, um prófkjörin á Norðurlandi, í Degi. Hálfgerður bastarður „Þetta er nýtt fyrirkomulag sem þekkist hvergi í prófkjör- um á landinu og er hálfgerður bastarður... Þegar komið er með svona reglur verð ég bara harðari." Gísli S. Einarsson alþingis- maður um fyrirkomulag prófkjörs á Vesturlandi, í Morgunblaðinu. Hlusta á þá sem benda annað „Ég tek eftir því að menn horfa ekki allir sömu augum á þessar reglur um bindandi sæti og ég hlýt auðvitað að hlusta á þá sem eru aö benda mér á annað.“ Svanfríður Jón- asdóttir, sem varð í þriðja sæti í próf- kjöri, í Morgunblaðinu. Aldurslaunafólk „Vörpum orðskrípinu „elli- lifeyrisþegi" fyrir róða og not- um ár aldraðra til að verða seinna aldurslaunakonur - aldurslaunamenn og öll sam- anlagt aldurslaunafólk." Þórunn Sólveig Ólafsdóttir húsmóðir, í Morgunblaðinu. Ekki saknað Alþingis „Ég segi ekki að , ég hafi saknað Alþingis þessi siðustu ár.“ Sigbjörn Gunn- arsson, fyrrv. al- þingismaður og sigurvegari í prófkjöri, í Degi. Ekki sama Jón og séra Jón „Upphlaupið vegna leikrits- ins Dómsdagur er ógeðfelldur vitnisburður um hofmóð og hroka og sýnir rétt einu sinni að það er ekki sama að heita Jón og séra Jón.“ Sigurður Þór Guðjónsson rithöfundur, í Morgunblaö- inu Þröstur Jón Sigurðsson, sjúkranuddari og bókaútgefandi: Les Njálu einu sinni á ári DV, Hveragerði: Yfirmaður göngudeildar Heilsu- stofnunar NLFÍ í Hveragerði er Þröst- ur Jón Sigurðsson, löggiltur sjúkra- nuddari. Þröstur er sonur Sigurðar Viðars Sigmundssonar sem ásamt Jó- hanni Sigurðssyni stofnaði Bókaút- gáfu Leifs Eiríkssonar. Sigurður lést fyrir nokkrum árum, en Þröst- ____ ur og Jóhann reka nú fyrir- tækið. Þröstur er stjómarfor- maður og Jóhann fram- ------------ kvæmdastjóri. „Bókaútgáfan var stofnuð með eitt aðalmarkmið í huga, að gefa út íslendingasögumar í heild á ensku. Markmiðinu var náð fyrir rúmu ári þegar heildarsafn sagnanna kom út, en síðan höfum við verið í samningaviðræðum við marga er- lenda útgefendur um útgáfu stakra sagna. Nú hefur verið samið við Penguin Press um útgáfu íslendinga- sagna og höfum við með þvi tryggt að þessi ómetanlegi auður íslensku þjóð- arinnar nái loks til almennings um heim allan en ekki eingöngu áhuga- samra fræðimanna um fomar bók- menntir," sagði Þröstur. Þýðingar þessarar útgáfu íslend- ingasagnanna hafa fengið mjög góða dóma, bæði í fagtímaritum og blöðum. Þröstur segir að þetta verkefni hafi fengið mikinn stuðning í formi styrkja og auk þess eigi útgáfan marga vildarvini. Þetta er í fyrsta sinn sem íslendingasögurnar eru gefnar út í heild sinni á ensku. Pengu- in mun gefa út safnrit með sögunum á þessu ári og á næstu fjómm ámm munu koma út tíu bækur. „Þótt Penguin gefi út safnrit og stakar sögur er verkefni Bókaútgáfu Leifs Eiríkssonar hvergi nærri lokið. Við munum leggja mikla áherslu á það eftirleiðis sem hingað til að koma heildarútgáfunni til helstu fræðasetra og bókasafna í hinum enskumælandi heimi. Það er óhemju mikilvægt að það takist vel samhliða útbreiðslu- átaki Penguin að heildarútgáfan sé til staðar í helstu fræðasetrum, skólum og bókasöfnum,“ svaraði Þröstur að- spurður um framtíðarverkefni útgáf- Maður dagsins unnar. Sjálfur segist hann hafa lesið allar íslendingasögurnar og nokkrar þeirra á ensku. Njála er þó hans upp- áhald og segist hann lesa hana a.m.k. einu sinni á ári. Þröstur er aðeins 25 ára gamall og að hans sögn eru framtíðarstörf hans óráðin, næg- ur sé timinn. Hann stundaði nám í viðskipta- fræði við HÍ i eitt ár, en tilviljun ein olli því að hann fór í nám í sjúkra- nuddi. Hann stjóm- ar göngudeild Heilsustofnunar en starfar jafnframt sem sjúkranuddari við stofnunina og deildina Göngudeildin sinnir því hlutverki að veita dvalargestum þá þjónustu, sem þeir vilja aukalega, en auk þess er deildin opin almenningi. Þröstur segir þá sem nýta sér þessa þjónustu og aðstöðu vera að miklu leyti starfsfólk og dvalargesti. Þó færðist mjög í aukana að starfs- mannahópar frá ýmsum stofnunum og fyrirtækjum víða að tækju sig saman og færu í svokallaða „dekur- ferð“ í Hveragerði og eins væm vin- sælar svokallaðar „óvissuferðir". í slíkri eins dags dvöl fæm gestir oftast í heilsu- eða leirböð, nudd, leikfimi og gönguferðir. Snæddur væri hádegis- og/eða kvöldverður og síðan haldið áfram veginn eða gist i Hvera- gerði. „í starfl mínu sem sjúkranuddari kynnist ég mörgum hliðum fólks og stundum er erfitt að hlusta á þau margvís- legu vandamál sem fólk á við að stríða. En ég hef gaman af því að vinna með fólki og fjöl- breytni í lífi mínu og starfl er mikil, ekki sist vegna þess að ég hef bóka- útgáfuna sem mitt aðal- áhugamál, ef svo má segja,“ sagði Þröstur að lokum. Akureyri: Danskur djass í Deiglunni Efnt verður til djasstón- leika i Deiglunni á Akureyri á heitum fimmtudegi annað kvöld kl. 21. Þar leikur þekkt danskt tríó, Kind of Jazz, skemmtilega efnisskrá. Tríóið skipa: Nils Raae á píanó, Ole Rasmussen á kontrabassa og Mikkel Find á trommur. Djasstríóið Kind of Jazz hóf leik sinn árið 1990 og hefur verið á tónleikaferðum um Danmörk þvera og endilanga auk annarra landa. Lagavalið er fjölbreytt; lög eftir þá Nils og Ole, útsetningar á norræn- um þjóðlögum, m.a. islensk- 'Stu, ásamt gömlum og sígræn- um kunningjum af heimslist- anum. Það eykur á danskan blæ kvöldsins að Karólína restaur- ant býður upp á danskar veit- ingar fyrir djasstónleikana. Einnig hefjast í matvöruversl- unum KEA danskir dagar sem standa frá 18.-28. febrúar, þar sem boðið verður upp á danskar vörur á sérstök- um kjörum. Jazzklúbbur Akureyrar hefur í sam- starfi við Danska sendiráðið, Norrænu upplýsingaskrifstof- una á Akureyri, Café Kar- ólínu og Samland sf. staðið að heimsókn Kind of Jazz til Ak- ureyrar. Kind of Jazz leikur einnig í Reykjavík, i Múlan- um á Sóloni íslandusi, á sunn- dagskvöld og jafnvel víðar. Tónleikar ■■■—.... Myndgátan Andlitsfall Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. Gunnar Hans- son og Linda Ásgeirsdóttir leika í hádeginu í Iðnó ' Leitum að ungri stúlku í Kjölfar enduropnunar Iönó í haust var efnt til leikritasamkeppni með það í huga að sýna verðlauna- verkin í hádegisleikhúsi Iðnó. Fyrstu verðlaun hlaut gamanleik- ritið Leitum að ungri stúlku eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Verkið fjallar um unga stúlku sem kemur í áheyrnarprufu til ungs kvikmynda- leikstjóra sem er að gera sína fyrstu kvikmynd. Hugmyndir þeirra um lífið og listina stangast harkalega á og samskiptin taka brátt óvænta og undarlega stefnu. Sálfræðilegt valdatafl. Óvæntar uppákomur, Spenna og fyndni. Með hlutverk fara Gunnar Hansson og Linda Ás- geirsdóttir. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd eftir Snorra Frey Hilmarsson. Forsýning er i hádeginu í dag og frumsýning á morgun. Leikhús Verkiö sem hlaut önnur verðlaun í samkeppninni var Þúsund eyja sósa eftir Hallgrím Helgason og þriðju verðlaun hlaut Bjami Bjamason fyrir leikritið Sameigin- legur vinur. Hádegisleikhúsið er nýjung í leikhúslífi íslendinga. Þar gefst fólki kostur á að snæða léttan hádegisverð og njóta stuttrar leik- sýningai' um leið. Boðið er upp á hreindýra-lasagna eða rjómalagaða sveppasúpu með heimabökuðu brauði. Sýnt er alla miðvikudaga, flmmtudaga og fostudaga og hefjast sýningarnar alltaf kl. 12.00. Bridge Norðmennimir Geir Helgemo og Tor Helness náðu þeim undraverða árangri að vinna sigur á Macallan- boðsmótinu sterka í Lundúnum. Að- eins einu pari hefur áður tekist að verja titilinn, Bandaríkjamönnun- um Eric Rodwell og Jeff Meck- stroth. Það kom fáum á óvart að Helgemo-Helness skyldu hafna í efsta sætinu því þeir hafa margsinn- is sannað að þeir eru meðal bestu spilara heims um þessar mundir. Hitt kom meira á óvart að leikaran- um Omar Sharif tókst að ná þriðja sætinu með franska félaga sínum, Chistian Mari. Spil dagsins er úr mótinu og það er skemmst frá því að segja að aðeins um helmingnum af pörunum í NS tókst að segja sig upp í tígulslemmu. Sharif og Mari náðu henni af öryggi. Vestur gjafari og allir utan hættu: 4 G98 •* 9 ♦ ÁK753 * 8752 ♦ D104 * K10743 ♦ 9 * G964 N V A S 4 B52 * D65 ♦ 64 4 ÁKD103 4 ÁK73 «4 ÁG82 4 DG1082 4 - Vestur Amim pass 1 - p/h Norður Austur Sharif Auken pass 1 4 3 ♦ pass Suður Mari dobl 64 Andstæðingarnir voru þýsku konumar Daniela von Amim og Sabine Auken en þær höfnuðu í 12. sæti 16 para. Sharif var reyndar sá eini sem fann bestu spilaleiðina þótt allir hefðu staðið hana. Hann tromp- aði laufútspil varn- arinnar, lagði nið- ur hjartaás og trompaði hjarta með lágu trompi. Síðan var spaða spilað á ásinn i Omar Sharif blindum, annað hjarta trompað með tígulsjöunni, spaðakóngm-inn tek- inn og meiri spaða spilað. í þessari stöðu þuifti sagnhafi aðeins að trompa lauf einu sinni aftur með lágu trompi en afganginn var hægt að trompa með hámönnum sem andstaðan gat ekki yfírtrompað. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.