Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 4
enn á „Þaö gekk mjög vel hjá okkur á síðasta ári,“ segir Marinó Björnsson, sölustjóri hjá Heklu hf„ en hann hef- ur umsjón með sölu bíla frá VW og Audi. „Við hefðum vissulega getað Það er ánægjulegt að vita til þess hve Volkswagen er mikill tiskubíll í dag. gert enn betur því verksmiðjumar náðu engan veginn að anna eftir- spurn á síðasta ári, afgreiðsla á Passat komst ekki i lag fyrr en á miðju ári og á Golf undir árslok. Við lentum i niðurskurði frá verksmiðju eins og aðrir og fengum ekki nóg af bílum. Við sjáum hins vegar fram á það að fá nóg af bílum á þessu ári þannig að við náum vel að anna eft- irspuminni. Polo hélt sinni markaðshlutdeild og vel það á síðasta ári. Hann fer einnig mjög vel af stað á þessu ári. Hann er mest seldi smábíllinn í dag (sjá segment AO). Þetta er bíll sem kom á markað á árinu 1995 og hefur bætt sig í sölu á hverju ári, en alls seldum við 361 Polo á síðasta ári. Hluti af velgengni Polo má e.t.v. skýra með því að eftir að við kynnt- um nýja Golfinn, Generation Golf, varð verðbilið á milli Polo og Golf meira en áður var þegar við buðum Golf CL standard. Þetta hefur leitt til þess að einhverjir af þeim sem áttu þessa Golf-bíla hafa keypt Polo í stað Generation Golf, verðsins vegna. Þetta er ekkert óeðlilegt en ánægðast- ir emm við með hvað viðskiptavin- urinn sýnir Volkswagen- bifreiðum mikið traust. Nýja kynslóðin af Golf er stærri en áður. Við kusum að kynna hann mjög vel búinn, Comfort line, sem þýðir að hann er þrepi ofar í verði og búnaði en áður. En Golf þessu ári - segir Marinó Björnsson, sölustjóri hjá Heklu hf. Octavia Kombi í náði góðri sókn að við megum vel við una, því alls seldust 582 nýir Golf á liðnu ári. Það er líka eftirtektarvert að mikill fjöldi þeirra kaupenda sem keyptu Golf á liðnu ári bætir við aukabúnaði, álfelgum, vindkljúf eða öðrum búnaði." Mikil breidd „Við stefnum á það að bæta enn sóknina á þessu ári,“ segir Marinó. „Við vorum með 10,6% markaðs- hlutdeild á síðasta ári þrátt fyrir þennan niðurskurð af hálfu verk- smiðjanna, en nú þegar við sjáum fram á að fá nóg af bílum þá sjáum við sóknarfæri. Við kynntum VW Bora í byrjun þessa árs og hann fékk strax fljúg- andi start. Með tilkomu Bora getum við boðið mikla breidd, allt frá Polo sem er til á verði rétt undir einni milljón króna upp í Passat vel yfir þrjár milljónir I vel búinni útgáfu. Ekki má gleyma bjöllunni sem kynnt var í byrjun árs og fyrstu bilarnir verða til afgreiðslu í vor. Hvað frekari nýjungar varðar þá kynnum við stationgerð Golf, Vari- ant, í lok ársins en sá bíll verður einnig til með aldrifi, 4Motion, og 1800-vél. 4Motion leysir af hólmi Syncro-aldrifið sem fram að þessu hefur verið fáanlegt í Golf og Passat. Það er ánægjulegt að vita til þess hvað Volkswagen er mikill tískubíll i dag. Við sjáum það á hópi kaupenda hvað hann höfðar mikið til ungs fólks og þó sérstaklega til kvenfólks. TT-sportbíllinn frá Audi „Hvað varðar bílana frá Audi þá eru þar spennandi hlutir að gerast því í apríl munum við kynna nýjan sportbíl, Audi TT, sem vakið hefur gífurlega athygli á bílasýningum að undanfórnu. TT-bíllinn verður bæði til með 180 hestafla turbovél og eins í 225 hestafla Quattro-gerð. Þegar er búið að selja nokkra svona bíla fyrir fram, sá fyrsti var í raun bókaður strax þegar TT var frumkynntur fyr- ir tveimur árum. Samtímis því að kynna þennan nýja sportbíl frá Audi þá munum við kynna endurbætta útgáfu af A4-bíln- um. Hér er ekki um miklar breyting- ar að ræða en þær gera sitt til að gefa bílnum nýtt og stæðilegra yfirbragð," segir Marinó. Hvað Audi-bílana varðar þá er meira um það að þeir séu sérpantað- ir, því þannig geta kaupendur klæð- skerasaumað bilinn eftir sínu höfði. „Við stefnum á að bæta enn sóknina á þessu ári," segir Marinó Björnsson, sölustjóri hjá Heklu hf. apríl „Á síðasta ári hóf Hekla sölu á Skoda. Allt síðasta ár urðum við að búa við það að vera með biðlista eft- ir Skoda Octavia. Þetta er vel búinn bíll sem kom inn á markaðinn á mjög góðu verði og því var verulega leitt að geta ekki annað eftirspuminni eins og við hefðum viljað. Nú höfum við fengið stærri skammt í okkar hlut og getum loks boðið þessa bíla af lager. En þess má geta að Skoda er framleiddur í nýtískulegum verk- smiðjum. Skoda Felicia kom á síðasta ári í endurbættri útgáfu, nú með vökva- stýri og samlæsingum, svo dæmi sé tekið um búnað og á mjög góðu verði, eða kr. 865.000 sem er besta verðið á markaðnum í dag fyrir ágætlega bú- inn bíl. Octavia Kombi, eða station- gerð, verður kynnt í lok apríl, en þetta er sérlega rúmgóður fjölskyldu- bíll, sem verður á góðu verði eða rétt liðlega ein og hálf milljón króna,“ segir Marinó Bjömsson. -JR BÍLAR MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Stefnum á að bæta sóknina ístraktor býður rafbíla og metangasbíla auk hinna hefðbundnu: ' „Tel að uppsveiflan verði áfram tvö næstu ár" ístraktor hf. er til húsa í Garðabæ og sölustjóri fyrir Fiat/Alfa/Lancia er Ágúst Hallvarðsson. Hann orðar það svo að i fyrra hafi gengið mun betur en árið þar áður - hátt í helm- ingsaukning í sölu á þeim bílum sem Istraktor selur. „Að okkar mati var árangurinn í fyrra vel viðunandi," segir Ágúst. „Við höfum ekki lagt mikla peninga í auglýsingar en nú blásum við til sóknar og ætlum að selja helmingi meira en í fyrra, stefnum í 280-300 bíla í ár. Hvað varðar markaðinn í heild hefur verið svolítil uppsveiila síðast- liðin tvö ár og ég tel að svo verði að minnsta kosti næstu tvö árin. Það er að eiga sér stað eðlileg endumýjum á bílaflota landsmanna, meðal annars til að bæta upp þau ár sem endumýj- unin var langt undir því sem eðlilegt er. Við erum með gríðarlegt úrval af bílum, meira en við ráðum við að hafa á boðstólum. Fiat-Alfa-Lancia er samanlagt með tugi undirgerða. Við ákváðum að láta Lancia liggja milli hluta í bili en einblína á Fiatinn og Ölfuna og þar, eins og annars staðar, em alltaf að koma nýir bílar, breyt- ingar og endurbætur. Núna emm við komnir með alla Ölfuna, frá millistærð upp í lúxus- bíla. Alfa hefur aldrei verið boðin hér í eins fjölbreyttu úrvali. Og enn er að bætast við þar. Við höfum ver- ið í þeirri stöðu með Alfa 156 að geta ekki boðið sjálfskiptingu en 7 af hverjum 10 sem kaupa bíl í þessum stærðar- og verðflokki virðast helst vilja sjálfskiptingu. Nú erum við að fá nýjan tveggja lítra bíl með hnappa- skiptingu í stýri, Selespeed, sem jafn- framt getur virkað sem sjálfskipting. Þetta er sama skiptingin og í Ferrari 355 sem aftur er útgáfa af Formula 1- skiptingu. Við búumst við miklu af þessum bd, enda er hann afar vel bú- inn og á góðu verði, 2,4 milljónir. 156-bíllinn hefur gert það afskap- lega gott hjá okkur og við höfum selt allt sem við höfum getað fengið. Verðið á honum hér hjá okkur er eitthvert það lægsta í Evrópu, fyrir utan það hvað fólki fellur vel við hann. Þar að auki fáum við nýjan V6- bíl með sjálfskiptingu. Það er sama skiptingin og í Alfa 166, ZF-skipting sem með einu handtaki er hægt að gera handvirka. Hjá Fiat er líka mikið að gerast - 100 ára afmæli sem haldið verður upp á formlega með kynningu á nýj- um Punto í haust. Núna á næstunni kemur hingað nýr bíll, Fiat Multipla, sem á eftir að koma dálítið á óvart. Hann hefur alla burði til að verða mikill sölubíll en kannski spuming hvemig útlit hans fer í fólk; hann er óneitanlega talsvert sérstakur. Sex sæta bíll á viðráðanlegu verði hefur ekki verið til sölu hérlendis í langan tíma þannig að hann ætti að geta uppfyllt ýmsar þarfir. Bravo/Brava er að koma með „andlitslyftingu" sem kallað er. Mikl- ar breytingar eru ekki sjáanlegar en alls em þetta um eða yfir 2000 atriði sem breytt hefur verið. Framendinn er breyttur og nýtt áklæði og mæla- borð, endurbætur á vélinni og ýmis- legt fleira. Núna era þeir líka komn- ir með fjóra öryggisloftpúða. Marea er að koma líka með sambærilegar endurbætur en við búumst við að verðið verði óbreytt. Við ætlum líka að blása til sóknar með sportbílana. Við höfum sýnt héma Alfa GTV og ætlum að taka Fiat Coupé Sport í haust, 6 gíra bil sem er að koma í nýrri útgáfu. Um þessar mundir erum við að fá Ferr- ari-umboðið, formlega í haust, og á sportbilasýningu sem við ætlum að halda næsta haust verður að öllum líkindum Ferrari 355 og líka Ferrari Formula l.“ Svo erað þið með rafmagnsbíl. Er eitthvað að frétta af því máli? „Það er nú svo með hið opinbera að þar eru ansi margir sem þurfa að funda og þetta tekur mikinn tíma. Fyrir liggur þó viljayfirlýsing um að kaupa 50-100 rafbíla og eins og stend- ur eram við ofan á í tilboði með það. Þaö er þá Fiat Seicento sem þar er um að ræða. En ég vil líka minna á „Fyrir liggur viljayfirlýsing um að kaupa 50-100 rafbila," segir Agúst Hall- varðsson, sölustjóri Fiat-Alfa-Lancia. að Multipla-bíllinn býður upp á væn- legan kost í þessu efni. Annars vegar er tvinnbíll sem gengur bæði fyrir bensíni og metangasi en hins vegar bíll sem gengur aðeins fýrir metangasi. Það ætti að vera álitlegur kostur hjá okkur íslendingum þar £ \ sem metangasið ætti að gera verið ódýr kostur og álitlegur, líka með til- liti til umhverfisvemdar. Spurning hvað yfirvöld gera með eftirgjöf á svoleiðis bílum, líkt og þau gera með rafmagnsbíla." -SHH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.