Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 3. MARS 1999 Nýr sölustjóri Hyundai á íslandi: „Ætlum að sækja fram í nýju húsnæði" Um síðustu áramót tók Þorleifur #- Þorkelsson við sölustjórn á Hyundai-bílum hjá Bifreiðum og landbúnaðarvélum hf. Hann var um áraraðir hjá B&L og er nú kominn þangað aftur eftir nokkra fjarveru. „Árið leggst vel í mig,“ segir Þorleifur. „Hyundai hefur alla burði til að vera mikill sölubíll. Þar horfi ég ekki síst til Starex- bílsins sem hefur fengið mjög góð- ar viðtökur á markaðnum og lofar góðu. Hann fyllir upp í tómarúm sem verið hefur í bílaframboðinu í nokkur ár. Þetta er fjórhjóladrif- inn fjölnota fjölskyldubíll - reynd- ar líka fáanlegur með afturhjóla- drifl aðeins. Starex er fáanlegur jf- hvort heldur er handskiptur eða sjálfskiptur, með bensínvél eða dísilvél, sjö manna eða níu manna. Fjórhjóladrifsbíllinn er þó aðeins sjö manna og handskiptur. Svo er verðið á honum alveg einstaklega gott. Starex 4x4 er mjög vel búinn. Hann er með tvo öryggisloftpúða, læsivarðar bremsur og mjög vand- aða innréttingu. Aftur í er hann með tvo kafteinsstóla sem hægt er að snúa í hring og það má leggja niður sætisbökin þannig að hægt er að sofa í bílnum. Svo er hann sérstaklega bamvænn bíll að því leyti að krakkamir sjá svo vel út úr honum. Leigubílstjórar hafa kunnað ágætlega að meta þennan bíl sem líka er til sem Hl-sendibíll. Accent hefur gert það gott. Ég hef verið í sambandi við nokkra viðskiptavini sem hafa átt Accent- „Um páskana munum við flytja úr núverandi hús- næði við Ármúla og Laugaveg upp á Grjótháls þar sem við komum til með að geta veitt miklu betri þjónustu en við höfum tök á núna." bUa í nokkur ár, kannski bU eftir bU, og þeir hafa mjög góðar reynslusögur af þessum bílum. BU- anatíðnin er lág, bílarnir ódýrir og auðvelt að selja þá notaða. Það er sjálfsagt út af einhverju sem menn era að kaupa þá aftur og aftur. Elantra kom með nýtt útlit á síð- asta ári og við emm með hann bæði sem fólksbU og station. Hann hefur líkað mjög vel og er að taka góðan kipp hjá okkur núna í sölu. Ný Sonata kom líka siðastliðið haust, gjörbreyttur bUl frá því sem var áður, töluvert stærri og rúmbetri í farþegarými heldur en til dæmis ílestir japanskir bUar í sama stærðarflokki. Hann er með 136 ha. vél, 2 lítra, fjögurra þrepa sjálfskiptingu með spymustýringu og alvöm-spólvöm - Traction Control - og skrikvörn. Hann er með fjóra öryggisloftpúða, læsi- varðar bremsur og vandaða inn- réttingu. Þessi bíU er á sérstaklega finu verði. Svo megum við ekki gleyma Atoz litla. Það er stór smábíU frá Hyundai, með þúsund rúmsentí- metra vél og mjög hentugur, bæði sem virðisaukabUl og sem annar bíll á heimili. Það er auðvelt að hlaða hann og hægt að leggja niður aftursætin. Hann opnast líka vel að aftan þannig að auðvelt er að umgangast hann, jafnvel með nokkuð stóra hluti. Hann er lipur og þægilegur í borgammferðinni og furðulega gott að aka honum. Hann hefur komið vel út í saman- burðarprófunum sem gerðar hafa verið í Evrópu og fengið jafnvel betri dóma en miklu dýrari bUar í álíka stærðarflokki. Um páskana munum við Uytja úr núverandi húsnæði við Ármúla og Laugaveg upp á Grjótháls þar sem við komum tU með að geta veitt miklu betri þjónustu en við höfum tök á núna. Verkstæðið okkar hefur fengið orð fyrir góða þjónustu en hún á enn eftir að batna með betri aðstöðu á Grjót- hálsinum. Við verðum með bjarta og góða söludeUd þar sem aUar teg- undir sem við bjóðum verða á sama gólU. Notuðu bUamir fá líka miklu betri aðstöðu, stærri innisal og gott útipláss. Þarna verður miklu auðveldara að koma tU okk- ar og nóg bUastæði. Með nýrri aðstöðu í nýju hús- næði ætlum við að auka þjónust- una við viðskiptavinina og sækja fram.“ -SHH Smart dansar í hálkunni - salan mun tregari en vonast hafði verið til Erfíðlega gengur að selja nýja tveggja sæta borgarbílinn Smart sem Mercedes Benz hannaði fyrir svissneska úr- makarann Swatch og keypti síðan af honum að fullu. Salan hefur verið svo treg að stefnt er að því að draga úr fram- leiðslunni um fjórðung á þessu ári. Þessa stundina er framleiðslan 400 bílar á dag á tveimur vöktum. % í fyrsta lagi virðast ekki eins margir kaupendur ginn- keyptir og ætlað var fyrir þessum bíl sem er aðeins Þó Smart sé ekki stór hefur hann fengiö sina eldraun i árekstraprófun eins og aðrir og stenst sina staðla. Bil af þessari stærð má viða smeygja i stæði þar sem stærri bilar eiga ekki séns. tveggja manna og nokkurra pakka og aðeins 2,5 metrar á lengd. í öðru lagi hefur ver- ið eitthvað um óhöpp með hann í vetrarhálkunni í Miö-Evrópu. Bíllinn er aft- urhjóladrifmn og svo virðist sem sumir ökumenn kunni ekki almennilega með þannig að fara lengur; við gírskiptingar gefa þeir of rösklega svo afturhjólin missa gripið og bíllinn fer að snúast. Vegna þess hve stuttur hann er og hjólahaf- ið lítið snýst hann þá eins og kefli og það er ekki gott við að eiga. Framleiðendur kalla þetta „óviðeigandi aksturslag" en engu að síður er unnið að því að setja stöð- ugleikabúnað í bílinn sem á að vinna gegn svona óvið- eigandi aksturslagi. Sagt er aö búnaðurinn verði settur í bíla sem þegar hafa verið af- hentir, kaupendum að kostnaðarlausu, óski þeir þess. Gagnrýnendur hafa fund- ið það að Smart að hann sé hastur og áberandi undir- stýrður - með undirstýr- ingu er átt við að hann hafi tilhneigingu til að leita út úr beygjum meðan yfirstýr- ing felst í því að bíll hneig- Borgarbillinn Smart er litill og lipur en kaupendurnir biða hans ekki i löng- um röðum. ist til að gera beygju krapp- ari en ökumaður ætlast til. Tæknimenn segja að þetta stafi af lagfæringum sem gerðar voru á bílnum eftir að í ljós kom að hans stóðst ekki elgsprófið fræga. Gagnrýnendur eru ekki ánægðir með það svar og segja bílinn jafn hastan og undirstýrðan fyrir þvi þó að skýring sé til á því. Meginheimild: ANE Innanrýmið i Smart er haganlegt og furðu rúmgott.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.