Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 12
26 MIÐVffiUDAGUR 3. MARS 1999 Hondaumboðið: HRV, nýr „framtíðarbíll", frumsýndur á næstunni - besta árið í sögu Honda á íslandi frá upphafi „Síðasta ár var það besta í sögu Honda á íslandi frá upphafi,“ segir Gunnar Gunnarsson hjá Hondaum- boðinu. „Við seldum alls 603 bíla á árinu og þar af 290 CRV. Við höfum verið í stöðugri sókn síðustu ár, aukningin á milli áranna 1997 og 1998 var 72%.Mestan þátt í þessari aukning á CRV-bíllinn. Þetta er bíll sem við vorum búnir að bíða eftir i mörg ár og vegna hans höfum við verið að bæta markaðs- hlutdeild okkar verulega. Samtímis því erum við ekki að kaupa okkur hlutdeild á markaðnum með óraun- hæfu verði á uppítökubílum. Við leggjum áherslu á raunhæft verð og gengur því vel að selja þá bíla sem við tökum upp í kaup á nýjum bíl- um. Sem dæmi má nefna að um ára- mótin áttum við aðeins innan við fimmtíu uppítökubíla sem er lítið hlutfall af heildarsölu ársins. Vel búinn og afl- mikill Civic Meginuppistaða í annarri sölu er Honda Civic. Hann er kominn í breyttri útgáfu en minni háttar hvað varöar útlit, sem er þó nýtt á fram- enda, en meira er lagt upp úr öryggi og innri búnaði. Þar á meðal má nefna átaksjöfmm á hemlum, stokk á milli sæta og nýja gerð áklæðis. Mesta nýjungin í Civic er 4 hurða VTI með 1600-vél, 160 hestafla. Þetta er best búni fjölskyldubíllinn í þess- um flokki, bill með sóllúgu á 15 tomma álfelgum og með öllum þeim búnaði sem hægt er að hugsa sér í svona bíl. í hugum margra er Civic ekki svo stór en þegar horft er á að þetta er bill sem er 4,46 m á lengd er hann að keppa við bíla sem mörgum kunna að þykja stærri, en á mjög góðu verði, eða kr. 1.829.000, sem er ekki mikið fyrir bíl með svo aflmikla vél. 3ja hurða Civic VTI er á sama verði. bíl og vann að þróun hans um kvöld og helgar. Þegar útkoman lá fyrir var ákveðið að halda þróuninni áfram og útkoman er sportlegur fjór- hjóladrifinn bíll, spameytinn en um leið aflmikill. Vélin er 1,6 lítra, 105 hestöfl, og búið er að færa drifhlut- föll niður til að fá mikið snúnings- vægi. Við frumsýnum HRV þann 10. apr- íl og það er greinilegt að þetta er bíll sem býður upp á sérhæfða markaðs- setningu. Bíllinn kemur strax í sölu og okkar áætlanir stefna að sölu á um 100 bilum á ári og svo kemur í Ijós hvort það kemur á daginn. Undratækið S2000 í sumar eða haust eigum við svo von á Honda S2000, undratæki sem vakið hefur mikla athygli vegna þess að þetta er bíll sem er með mesta aflið miðað við lítrastærð vélar, eða 120 hestöfl á lítra. Vélin er tveggja lítra og 240 hestöfl. Þetta er tveggja sæta blæjubíll með drif á afturhjól- um og 50/50 þyngdardreifingu á hjól. Lengd bílsins er 4,11 metrar og er áætlað að hann sé undir sex sekúnd- um úr kyrrstöðu á hundrað kíló- metra hraða. Hvað varðar hinn nýja Honda Accord þá er hann ekki í boði eins og er. Þetta er mjög vel búinn bíll, hlaðinn öllum þeim búnaði sem hægt er að hugsa sér í dag. Við erum að skoða markaðssetningu á bílnum og það kann að skýrast á næstunni hvað verður. Eins og er liggur ekki fyrir að hann passi inn á markaðinn hér á landi miðað við það verð sem rætt er um nú. Annars sjáum við fram á gott gengi á þessu ári,“ segir Gunnar. „CRV er á fljúgandi ferð, Civic er kominn í öllum hugsanlegum út- færslum og nú, þegar HRV bætist við, erum við með fullkomna linu í boði.“ -JR „í apríl verða siðan mikil tímamót hjá okkur því þá frumsýnum við alveg nýjan bíl frá Honda, HRV eða „High Rider Vehicle". Með þessum bíl fer Honda alveg inn á nýja braut. Þetta er sportlegur bíll sem sameinar marga kosti," segir Gunnar Gunnarsson hjá Honda-umboðinu. HRV, bíll úr fram- tíðinni í apríl verða síðan mikil tímamót hjá okkur því þá frumsýnum við al- veg nýjan bíl frá Honda, HRV eða „High Rider Vehicle". Með þessum bíl fer Honda alveg inn á nýja braut. Þetta er sportlegur bíll sem samein- ar kosti fjölmargra bila. Hann er með kosti Civic en er jafnffamt með svipað notagildi og bílar á borð við CRV og Vitara, svo dæmi sé tekið. Þetta er bíll sem „kemur úr ffamtíð- inni“ ef svo má að orði komast og það verður skemmtilegt verkefni að markaðssetja þennan bíl. HRV er sportlegur 3ja hurða bíll og höfðar fyrst og fremst til yngra fólks þó ætla megi að kaupendur í öllum ald- ursflokkum eigi eftir kaupa bílinn. Hann er hannaður á nokkuð sér- stæðan hátt. Ungt fólk í hönmmar- deild Honda fékk hugmynd að svona Hummer í sókn á íslandi og í Noregi: Ný smárúta byggð á Hummergrind quem rafkerti í bfla Frábært verð Heildsala - Smásala Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 „Auðvelt fyrir óvana jeppamenn að keyra þennan bíl." Ævar Hjartarson, sölustjóri Hummer. samanburðarhæft við neitt sem til er í þess- um flokki, „hópbifreið- um tvö B“, eins og það heitir formlega. Þama er farið mjög strangt eftir reglum Skráning- arstofu um hæð, inn- gang og útgang og ann- að slíkt. Við höfum líka farið um landið og sýnt mjög fullkominn slökkvibíl með vatns- byssu-, loftdælu- og froðukerfi og 1200 lítra vatnstank og öðru slíku. Nú liggur fyrir að fara með þennan bíl til Noregs og sýna hann þar - fylgja þar með eftir því sem við höfúm verið að vinna í markaðsmálum þar. Þetta er bandarískur slökkvibúnaður með gífurlegum slökkvimætti miðað við venjulegt vatn. Slökkvigetan er þrítugfold þeg- ar froða og loft eru komin í bland við vatnið. Bíllinn er mjög lágbyggð- ur og kemst því víða þar sem venju- legur slökkvibíll kemst ekki stærð- arinnar vegna. Frá og með 1997 var hljóðeinangr- unin í Hummerbílunum stórbætt og með ‘99 árgerðinni eru þeir komnir með ABS-kerfi sem ekki var í þeim áður, einnig sjálfvirkar tregðulæs- ingar, Torque Track 4, sem segja má að sé öfugt ABS. Það er stór- skemmtilegt kerfi sem beinir bremsukraftinum aðeins á það hjól sem spólar en lætur hin vinna á fúllu á meðan. Það er auðvelt fyrir mjög óvana jeppamenn að keyra þennan bíl - með þessu kerfi má heita að hann sé sjálfkeyrandi. Nú eru bílarnir líka komnir með upp- hitaðar framrúður og niðurgírun- inni hefur verið breytt úr þverskomum hjólum í skáskorin sem einnig minnkar vegarhljóðið. Endurbætur á vél og skiptingu og samspili þeirra hafa líka skilað sér í því að hröðun er nú meiri en hún var áður, tæpar 15 sekúndur 0 til 100 samkvæmt mælingum óháðra aðila. í fyrra seldum við 6 bíla í allt, til opinberra stofnana og björgunar- sveita, og nú stefnir í að fleiri björg- unarsveitir kaupi Hummer til sinna þarfa. Á næstunni fáum við eina 12 bíla sem fara jöfnum höndum í sölu í Noregi og hér á landi." -SHH Ævar Hjartarson hefur frá upp- hafi verið driffjöðrin á bak við sölu og fræðslu um Hummerbílana á ís- landi. Hann segist hafa haft í nógu að snúast. „Aðalverkefnið hefur verið hönn- un og fmmsmíði á 19 manna rútu á Hummergrind. Þessu verki er nú nánast lokið og þá tekur við rað- framleiðsla. Við höfum ekki sýnt né fjallað um þennan bíl opinberlega enn þá en við höfum lagt mikla vinnu í hann og teljum að það sem viö eram að gera sé í rauninni ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.