Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 6
BÍLAR 20 MIÐVKUDAGUR 3. MARS 1999 Bílabúð Benna: Leggjum áherslu á góða þjónustu - aflmeiri vél og fleiri kostir í boði Bílabúð Benna er eiít af yngri bílaumboðunum en hefur sótt fram á markaðnum með góðum árangri. í upphafi var um að ræða sölu á Musso og Korando-jeppum frá SsangYong í Kóreu en á liðnu ári var bætt við fólksbílum frá Daewoo í Kóreu og nú eru allir þessir bílar undir merkjum Daewoo eftir sam- runa þessara tveggja framleiðenda á liðnu ári. Daewoo er risafyrir- tæki, er nú númer 18 á heimslista, samkvæmt lista fjármálatímarits- ins Fortune, með 365.000 manns á launaskrá. Jón Kr. Stefánsson er sölustjóri í Musso og Korando og við byrjum á því að spyrja hann um gengið á liðnu ári: „Við kynntum nýjan Musso-jeppa, Grand Luxe, 1 septem- ber, bil með breyttu útliti og nýjum áherslum, hemlalæsivörn, spól- vöm, sóllúgu, líknarbelg og Grand Lux-innréttingu sem staðalbúnað og hann fékk strax mjög góðar við- tökur. Við höfum fengið mikið af nýjum kaupendum og eins eru eigendur eldri Musso-jeppa að endumýja. í raun getum við sagt að Musso sé bíll sem selur sig sjálfur. Til dæmis era í áhöfn eins af betri skipum flotans fjórir eigendur jeppa frá okkur. Við höfum einnig lagt mikla áherslu á að koma upp góðri þjón- ustu fyrir viðskiptavini okkar. í fyrra seldum við yfir 400 jeppa og eitt af því sem við höfum gert er að efla net þjónustuaðila um allt land, jafnframt því að halda áfram upp- byggingu þjónustunnar hér. Einn liður í því er að við höfum stækkað verkstæðin okkar, erum nú komnir með 500 fermetra þjónustuverk- stæði og annað 300 fermetra verk- stæði sem eingöngu sinnir breyt- ingum á bílum.“ 155 hestafla vél „Frá og með áramótunum gátum við boðið Musso með enn aflmeiri vél sem eftir breytingu skilar 155 hestöflum, með nýju tölvustýrðu ol- íuverki, og jafnframt fæst mun meira og jafnara snúningsvægi. Annar nýr kostur hjá okkur er að við bjóðum nú einnig standard- útgáfu af Musso. Þar er um að ræða sama bíl og áður en án ýmislegs af þeim lúxusbúnaði sem var staðal- búnaður. Þar á meðal má nefna sól- lúgu, ABS-læsivörn, ABD-spólvörn og geislaspilara. Vélin er enn sem áður 129 hestöfl eða 155 hö. Verðið er frá 2.680.000. Þessi standard-útgáfa hefur feng- ið góðan hljómgmnn en samt sem áður er það GrandLuxe-bíUinn sem selst best. Korando-jeppinn, sem er í raun 2ja hurða Musso, kom okkur veru- lega á óvart á síðasta ári hvað varð- aði viðtökur á markaðnum. Við gát- um lengi vel ekki annað eftirspum að fullu og sagan virðist ætla að endurtaka sig á þessu ári ef marka má viðtökumar þessa fyrstu mán- uði ársins. Þetta er bíll sem við höf- um nánast aldrei auglýst en selur sig sjálfur, segir Jón Kr. Stefáns- son, sölustjóri Musso. Góðar viðtökur Daewoo er nýtt merki á íslenska bílamarkaðnum en Bílabúð Benna kynnti þessa bíla á síðasta ári í þremur gerðum: Lanos, Nubira og Leganza. Sigurður Sigfússon er sölustjóri Daewoo-bíla hjá Bílabúð Benna og við spyrjum hann um gengið á liðnu ári: „Við höfum lagt mikla áhersiu á það ánsson, sölustjóri Musso hjá Bílabúð „Það sem stendur hæst eftir þetta fyrsta ár er hversu góðar viðtökur bíllinn fékk strax. Þetta eru bílar sem em sérlega vel búnir hvað varðar staðalbúnað og þar á meðal geta kaupendur valið sér álfelgur að eigin vali þegar þeir kaupa og sett þannig sinn persónulega svip á bílinn. Þessi góða reynsla hefur einnig sett sitt mark á söluna þvi oftar en ekki er það fleiri en einn í að byggja upp góða þjónustu fyrir viðskiptavini okkar, Benna. segir Jón Kr. Stef- „Það sem stendur hæst eftir þetta fyrsta ár er hversu góðar viðtökur Daewoo-bílarnir fengu strax og hversu ánægðir viðskiptavinirnir eru," segir Sigurður Sigfússon, sölustjóri Daewoo. sömu fjölskyldu sem kaupir hjá okkur bíla. Þótt bílarnir hafi ekki veriö lengi á markaðnum er þó strax farið að koma í ljós að bilanatíðni er mjög lág og almenn ánægja með útkomu bílanna. Hluti af þessu á án efa rætur að rekja til mikils gæðaeftirlits við framleiðslu bílanna en hjá Daewoo era notaðir sömu gæðastaðlar við framleiðsluna við val íhluta eins og best gerist hjá öðram framleiðend- um í heiminum í dag, segir Sigurð- ur. „Lengi vel gátum við ekki annað eftirspum á markaðnum en það er heldur betra ástand hvað þetta varðar hjá okkur í dag en ekki eru þó til allir litir og gerðir.“ Matiz, nýr smá- bíll Hvað varðar nýjungar á næst- unni þá reiknar Sigurður með því að þeir muni kynna nýjan smábíl frá Daewoo á árinu. Um er að ræða Matiz, lipran lítinn bíl sem hefur fengið góðar viðtökur þar sem hann er kominn á markað, til dæmis á Ítalíu, þar sem hann hefur slegið öll sölumet, en bíllinn var frumsýndur á bílasýningunni í París á síðasta hausti. „Að öðra leyti veröum við með sömu línu áfram,“ segir Sigurður. „Það eru þrjú ár frá því að Lanos, Nubira og Leganza voru kynntir hér í Evrópu og góð sala og góðar viðtökur gefa okkur fyrirheit um gott gengi á þessu ári líka.“ -JR m Sérkennilegar trygginga- skýrslur Það er víst enginn endir á því hvað menn setja á blað þegar þeir eru að falast eftir bótum frá trygg- ingafélögunum. Hér era nokkur nýleg sýnishom af því: - Ég var að koma heim en beygði heim að vitlausu húsi og rakst á tré sem ég ekki á. - Hinn bíllinn ók bara á mig án þess að gefa nokkurt merki um að hann ætlaði að gera það. - Ég hélt ég væri með opinn glugga alveg þangað til ég ætlaði að reka hausinn út. - Ég rakst á kyrrstæðan vörubO sem var að koma á móti mér. - Vörubíllinn bara bakkaði í gegnum framrúðuna hjá mér og framan í konuna mína. - Fótgangandi vegfarandi gekk á bílinn hjá mér og hvarf undir hann. - Mannskrattinn var bara úti um allan veg. Ég varð að beygja sitt á hvað þangað til ég rakst á hann. - Ég var nýlagður af stað þegar mér varð litið á tengdamóður mina og missti bilinn í ána. - Ég var að reyna að drepa flugu og rakst þá á ljósastaurinn. - Ég var búinn að aka í 40 ár þegar ég sofnaði undir stýri og lenti í slysi. - Allt í einu birtist ósýnilegur bíll, lenti á mínum bíl og hvarf svo aftur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.