Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1999, Blaðsíða 16
BÍLAR Hversu vel miðstöðin ____ MISVIKUDAGUR 3. MARS 1999 vinnur í bílnum? Miðstöðvarprófun 1998 Þessar tvær töflur sýna útkomuna úr prófun AutoBild á hitagildi miðstöðvanna i 17 nýjum bilum á árinu 1998. Að framan er hitastigið fundið út með meðaltali hitastigs við blástur á framrúðu, blástur til fóta og við höfuðpúða. Að aftan er þetta meðaltal hitastigs i höfuðhæð, við fætur og við hnakkapúða á framsætum. Taflan sýnir hve langan tíma tók að ná upp 15 stiga hita og hvert hitastigið var orðið eftir 15 minútur. Framsæti: Aftursæti: 1. Mazda 323F 7 min. 33 gráður 1. Opel Astra 9 min. 25 gráður 2. Opel Astra 7 min. 31 gráða. 2. Volvo S80 12 min. 22 gráður 3. Ford Focus 7,5 min. 30 gráður 3. Mazda 323F 14,5 mín. 16 gráður 4. VW Bora 8 min. 28 gráður 4. Ford Focus 15 míni 16 gráður 5. Chrysler 300M 8,5 mín. 28 gráður 5. Mazda Demio 15 mín. 15 gráður 6. Hyundai Atos 8,5 mín. 26 gráður 6. Renault Clio 15 min. 15 gráður 7. Renault Kangoo 9 min. 24 gráður 7. VW Bora - mín. 13 gráður 8. Volvo S80 10 mín. 24 gráður 8. BMW318I - mín. 13 gráður 9. Mazda Demio 10 mín. 24 gráður 9. Alfa Romeo 166 - mín. 13 gráður 10. BMW 318 10 min. 23 gráður 10. Peugeot 206 - mín. 11 gráður 11. Alfa Romeo 166 11,5 mín. 23 gráður 11. Daewoo Matiz - mín. 10 gráður 12. Mitsub. Space Wagon 10,5 min. 22 gráður 12. Renault Kangoo - min. 10 gráður 13. Peugeot 206 10,5 mín. 22 gráður 13. Mitsub. Space Wagon - min. 8 gráður 14. Daewoo Matiz 11 mín. 22 gráður 14. Chrysler 300M - min. 8 gráður 15. Renault Clio 15 min. 15 gráður 15. Hyundai Atos - mín. 6 gráður 16. Smart - mín. 12 gráður 16. VW Sharan - mín. 3 gráður 17. VW Sharan - mín. 7 gráður 17. Smart (engin aftursæti) Það kemur hins vegar á óvart að lúxusbíllinn Chrysler 300M, sem er fljótur að hitna að framan, er kom- inn með 28 stiga hita þar eftir 15 mínútur en er aðeins kominn i 8 stiga hita eftir sömu 15 mínútur í aftursætinu. Þeir sænsku kunna þetta Það kemur ekki á óvart að meðal þeirra bíla sem koma best út úr þessu prófi er Volvo, enda vita Sví- ar vel hvað þarf til þvi stundum er verulega kalt hjá þeim og næstu frændum. í Volvo S80 með sjálfstill- andi miðstöð og loftræstingu er fljótlega kominn þægilegur hiti bæði hjá .þeim sem sitja í framsæt- um jafnt og aftursætum. Meðal bíia sem komu vel út úr próinu hjá AutoBild á síðasta ári má telja bíla eins og Opel Astra, Mazda 323F og Ford Focus. Þeir komu mun betur út en bílar á borð við BMW 3181 og VW Bora. Meginreglan er að litlir bílar með litlar vélar eru lengur að hitna. Sama gildir einnig ef innanrýmið í bílnum er stórt eins og til dæmis í VW Sharan. besta útkoman er yfir- leitt í bílum í hinum svokallaða „Golf-klassa“ þar sem fer saman millistærð á vél og rými í bílnum. Enn annað sem er farið að skipta máli er að nýjustu bílarnir eru komnir með mjög fullkomnar og sparneytnar vélar og hluti af spar- neytninni felst einmitt í því að vél- in hitar minna og sendir þar af leið- andi minni hita til miðstöðvarinn- ar. Dæmi um einn af nýju bílunum sem svona er ástatt um er einmitt VW Bora. Nýjustu disilvélarnar eru einnig orðnar svo sparneytnar og gefa frá sér svo lítinn hita að bílaframleið- endur eru farnir aö leita leiða til að nýta hitann sérstaklega fyrir mið- stöðina í bílnum. Prófun AutoBild fór fram í „kæli- skáp“ hjá rannsóknarmiðstöð Shell- PAE-Labor. Þar var líkt eftir 13 kíló- metra akstri á rúllum með tilheyr- andi beygjum, inngjöf og hemlun ásamt mismunandi ökuhraða. -JR Þessa dagana hefur verið kalt á öllu landinu og í mörgum bílum hef- ur reynt á það fyrir alvöru hversu fljótt miðstöðin vinnur sitt verk og skapar ökumanni og farþegum þægilegt umhverfl í akstrinum. Við höfum ekki haft tækifæri til þess hér að sannreyna hversu fljótt hinir mismunandi bílar eru að hitna en þýska bílablaðið AutoBild hefur frá árinu 1994 mælt með skipulegum hætti hversu vel mið- stöðin virkar í nýjum bílum. í flestum bílum tekst til þess að gera vel til með að hlýja ökumanni og farþega í framsæti en aftursætis- farþegarnir eru úti í kuldanum í þess orðs fyllstu merkingu miklu lengur en þeir sem sitja í framsæt- unum. Kaldur morgunn Þeir hjá AutoBild ganga út frá því að lagt sé upp í ökuferð á köldum vetrarmorgni. Inni í tilraunastof- unni þar sem bíllinn er reyndur er 15 stiga frost og tilraunin felst í því að líkja eftir 13 kílómetra akstri með tilheyrandi stoppum á rauðu ljósi og þungri umferð en alls stend- ur ökuferðin í 15 mínútur. Fyrstu fimm mínúturnar er öll- um hitanum beint upp á framrúð- una til að eyða móðu og fá gott út- sýni. Eftir þessar flmm mínútur er hitablæstrinum skipt jafnt á milli framrúðunnar og farþegarýmisins, nánar tiltekið niður til fótanna. í bílum með sjálfvirka stýringu á miðstöð og loftræstingu er sjálf- virknin sett í gang eftir þessar fimm mínútur. Prófunin hjá AutoBild gengur út frá opinberum staðli sem kveður á um hvað skuli kallast þægilegt um- hverfl inni í bílnum: 15 til 21 gráða að vetrarlagi en 23 til 26 gráður að sumarlagi. Kalt aftur í Eftir fimmtán mínútna akstur gera flestir kröfu til þess að heitt sé oröið og þægilegt í bílnum, og það er það líka í flestum tilfellum. í prófun- inni fyrir 1998 voru reyndir 17 bílar og þeir náðu flestir upp þægilegum hita fyrir framsætisfarþega eins og sjá má á töflunni á síðunni en þeir þrír sem voru slappastir voru Renault Clio, smábíllinn Smart og fjölnotabíllinn VW Sharan Tdi. Clio náði akkúrat að ná 15 stiga hita eftir korters akstur en Smart náði aðeins 12 gráðum og Sharan 7 gráðum. Þegar röðin kemur að aftursæt- inu gengur þetta hins vegar ekki eins vel. Eftir 15 mínútna akstur voru það aðeins sex bílar sem voru búnir að ná upp 15 stiga hita fyrir aftursætisfarþegana en það voru Opel Astra, Volvo S80, Mazda 323F, Ford Focus, Mazda Demio og Renault Clio, sem búinn er að ná 15 stiga hita fyrir alla inni í bíinum. Eigendur Opel Astra geta verið ánægðir með bilana sina, því þeir eru fljótastir að hita upp allt farþegarýmið. kraftsíur diiiL miklu úrvali aukahluta t.d. kDrfustúla, spDrtstýri. petalasett, pústendar. aukaljús D.fl. Támstundahúsiá Nethyl Z sími 5B7 □□□□ Eldri pröf AutoBild: Allt frá árinu 1994 hefur AutoBild framkvæmt miðstöðvarpróf sem þessi og hér á eftir má sjá útkomuna úr þeim. Töflurnar sýna hve marg- ar minútur það tók að ná upp 15 stiga hita eða meira við framsætin. 1994 1995 1996 1997 1. Peugeot 306 Cabrio 2,0 8,0 1. Nissan Almera SR 6,6 1. VW Golf 1,8 5,5 1. VW Passat 1,8 5,5 2. Renault Laguna RT 2,0 9,5 2. Hyundai Elantra GL 1,6 7,0 2, Hyundai Coupé 5,5 2. Mazda 626 2,0 5,5 3. BMW 740I 9,5 3. Skoda Felicia GLXi 8,0 3. Nissan Primera SRi 6,0 3. Saab 9-5 2,3 6,0 4. Opel Omega 2,5 TD 10,0 4. Renault Mégane 8,5 4. Mercedes SLK 200 6,0 4. Citroen Xara 1,8 16V 6,5 5. Mercedes Benz E 250 D 10,0 5. BMW 528I 9,5 5. Mitsubishi Colt 1,3 6,0 5. Daewoo Lanos 1,5 7,0 6. Mazda 323F 1,5 11,0 6. Nissan Maxima QX 2,0 SE 9,5 6. VW Passat 1,8 T 6,5 6. Mercedes CLK 200 7,5 7. VW Golf GT 1,8 11,0 7. Mistubishi Carisma GLX 9,5 7. Volvo S40 2,0 6,5 7. Audi A6 1,8 T 8,0 8. VW Polo 75 11,0 8. Peugeot 406 SV 9,5 8. Audi A3 1,8 8,0 8. Ford Puma 8,0 9. Opel Tigra 1,4 11,0 9. Mercedes Benz E 230 10,0 9. BMW Z3 1,8 8,5 9. Toyota Corolla 2,0 D 8,0 10.Nissan Primera 2,0 SE 12,0 10.Honda Civic 1,41 10,0 10.Citroen Zaxo 1,1 8,5 10.Seat Arosa 1,0 9,0 it.Citroen Evasion SX 12,0 11.0pel Vectra CD 2,5 V6 11,0 11.Ford Ka (60 hö) 9.0 11.Renault Scénic 1,6e 10,0 12.Audi A4 1,8 13,0 12.Honda Shuttle 2,21 ES 12,0 12.Porsche Boxster 10,5 12.VW Golf TDI (110 hö) 11,0 13.Fiat Punto Cabrio 90 ELX 14,0 13.VW Sharan 2,0 CL 12,5 IS.Lancia Y 1,2 10,5 13.Daihatsu Move 13,0 14.VW Golf GL TDI (90hö) 14,0 14.Daewoo Nexia GL 1,5 13,5 14.Ford Fiesta 1,25 12,0 14.Skoda Octavia TDI 13,0 15.VW Caravelle 15,0 15.Ford Galaxy 2,01 Ghia 14,0 15.Mercedes V 230 12,0 16.Fiat Marea 2,0 13,0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.