Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Qupperneq 8
'hrekkju )<'(£
SVlii. á
HúN EA Mlt>
15 —-
TTTiH.y f/
BleSSaðMB!
' MJ*»R
«* tif»ur
tvífarar
ur og mörg merk nöfn þar aö finna.
Af eldri og þekktari listamönnum má
nefna Erró og Helga Þ. Friðjóns-
son.“
Hvernig gekk aö selja blaóiö?
„Meðalsala hefur verið 200-300
tölublöð. Fyrsta blaðinu var dreift
víöa og fékk góða athygli. Salan á því
var best en dreifingin of dýr. Næstu
blöðum var dreift á færri staði og þá
dróst salan eitthvað saman. Síðustu
tveimur blöðum var einungis dreift í
stærstu bókabúðir í Reykjavík."
Er líklegt aö framhald verói á?
„Já, en það er ómögulegt að segja
hvenær eða í hvaða formi. Fyrstu
fjögur Gisp!-blöðin voru gefin út á
rúmu einu ári og voru lík í stærð og
broti. Fimmta blaðið, eða Kjarvals-
staðabókin, var endapunktur á þeirri
tilraun. Það var of erfitt að halda
blaðinu úti reglulega og mín hugsun
var sú að við gæfum frekar út sögur
í bókarformi og svo Gisp! þegar efni
og aðstæður leyfðu. Ekki hafa komið
út neinar bækur enn þá en Gisp! hef-
ur haldið áfram skrykkjóttri göngu
sinni, í breytilegu formi.“
Áttu þér einhverja eftirlœtisteikn-
ara meóal hinna norrœnu sem teikna
í nýjasta tölublaóiö?
„Max Andersson og Pentti Ot-
samo hafa náð einna bestum tökum á
frásagnarlist sinni og Ulf Lundkvist
er hræðilega fyndinn en að öðru leyti
er erfitt að draga út teiknara, styrkur .
blaðsins er fólginn í því að við lestur
þess hætta landamærin að skipta
máli.“
„Ég kom til Kaupmannahafnar
þetta kvöld, var þá skipverji á ms.
Reykjafossi Eimskipafélags fslands.
Ég var fimmtán ára og þetta var
fyrsta sumarið af 10 sem ég var til
sjós hjá Eimskip. Við höfðum hlust-
að á lýsingu danska útvarpsins af
leiknum og vissum því úrsUtin.
Blöð gerðu leiknum einnig mjög
góð skil svo þetta fór ekki fram hjá
neinum i Danmörku, sérstaklega ís-
lendingum. Ekki minnist ég þess að
Danir hafi sérstaklega strítt okkur,
aðrir hafa kannski lent i sliku.“
Slobodan Milosevic. Olafur Skúlason.
Það má segja sem svo að Slobodan Milosevic Serbíuforseti sé lagður í
einelti þessa dagana. Það er varla til sá maður á jarðriki sem myndi ekki
skyrpa á hann ef hann mætti honum á götu. Hann er forsmáður, fyrirlit-
inn og hataður. Það er enginn svo slæmur aö hann tefji sig ekki skárri en
Slobodan. En Slobodan er kallaður Slobbi af vinum sínum, þykir skemmti-
legur félagi og glettinn með vini. Þannig er það um alla vonda menn. Þeir
eru líka góðir. En þetta skilja ekki ráðamenn í NATO og EB og RÖSE eða
hvað þau nú heita öll þessi samtök sem hafa kosið sér Slobodan sem erkifj-
anda. En þetta skiljum við íslendingar. Við vitum að maður sem er svona
likur honum Ólafi okkar Skúlasyni getur ekki verið vondur í gegn. Það
getur ekki verið að skaparinn hafi búið þeim svona likar ásjónur án þess
að hafa stolist til aö kópera svolítið af innrætinu i leiðinni. Við skulum
hafa það í huga næst þegar við bölsótumst út í Slobba að í honum er margt
svipað Ólafi - og ekki ætlum við þeim manni neitt illt.
og fyrsta tölublaðið kom út þá um
haustið,“ segir Bjarni Hinriksson
myndasöguteiknari. „Ég útskrifaðist
frá myndasögudeild Beaux-arts skól-
ans í Angouléme í Frakklandi sumar-
ið 1989, kom heim og hóf vinnu hjá
Sjónvarpinu í tölvugrafík um haust-
ið. Enginn útgefandi sýndi myndasög-
um áhuga hér og eigin útgáfa er
greinilega eina leiðin.“
Bjarni vissi af myndasöguáhuga
Halldórs Baldurssonar, Jóhanns
Torfasonar, Þórarins Leifssonar og
Þorra Hringssonar sem voru nýút-
skrifaðir úr Myndlista- og handíða-
skólanum. „Þeir höfðu einnig velt
fyrir sér útgáfu og við ákváðum að
gera tilraun með blað. Ólafur J. Eng-
ilbertsson, leikmyndateiknari hjá
Sjónvarpinu, bættist í hópinn og
sömuleiðis Bragi Halldórsson sem
gefið hafði út eigin myndasögur árin
á undan. Þessi hópur stóð að fyrsta
blaðinu."
Hvaöa teiknarar hafa helst verið
dregnir fram á sjónarsviöió á síóum
blaósins gegnum tíöina?
„Kjarninn í teiknarahópnum eru
Halldór, Jóhann, Þorri og ég. Við höf-
um átt sögur í nær öllum blöðunum.
Bragi sagði skilið við okkur eftir
fyrsta tölublaðið, Þórarinn átti sögur
í fyrstu tveimur tölublöðunum en dró
Bogi Ágústsson fréttastjóri og knatt-
spyrnuáhugamaður var að hefja sjó-
mannsferil sinn sumarið 67.
Myndasögur í Mýrinni:
Innihaldsrík sýningarskrá í Norræna húsinu:
sig siðan í hlé þar til í fimmta blað-
inu og hefur nú að mestu lagt mynda-
sögur til hliðar. Ólafur var í ritstjóm
fyrstu fimm blaðanna og átti efni í
þeim en hefur síðan ekki komið við
sögu. Freydís Kristjánsdóttir og
Laura Valentino hafa verið ötulast-
ar kventeiknara og Jean Posocco
gert sögur i síðari tölublöð. Gunnar
Hjálmarsson lagði okkur til sögur í
þrjú tölublöð og Steingrímur Ey-
fjörð í tvö. Listi þeirra teiknara sem
átt hafa efni einu sinni í Gisp! er
lang-
Nú er Gisp! aftur að koma út eftir
nokkurt hlé. Þetta áttunda tölublað er
um leið sýningarskrá „Myndasagna í
Mýrinni" og því stútfullt af efni, enda
á annan tug teiknara frá Norðurlönd-
unum með í fór. En svo má líka aftur
kætast yfir gömlum kunningjum eins
og Teddy Transformer og hand-
boltahetjunni Kristjáni Gísla sem að
þessu sinni mætir dauða sínum.
„Gisp!-hópurinn varð til árið 1990
I dag er mikið um dýrðir í Norræna
húsinu því nú hefst fyrsta sýningin af
þremur á norrænum teiknimyndasög-
um. Yfirskrift hennar er „Norrænar
myndasögur í dagblöðum". Strax á
morgun verður svo opnuð hin viða-
mikla „Cap au Nord“ og í lok apríl
taka íslenskar dagblaðamyndasögur
við af þeim norrænu.
Cap au Nord er farandsýning 18
myndasöguteiknara
frá Norðurlöndunum.
Forsaga hennar hófst
fyrir 10 árum er hópur
sem kallast Nor-
diComics var settur á
laggirnar. Hópinn
mynduðu bæði teikn-
arar og áhugamenn um
myndasögur. Tilgangur-
inn var að leita leiða til
að kynna norrænar sögur
út um víðan völl, jafnt sem heima fyr-
ir. Öll áttu Norðurlöndin fulltrúa í
hópnum, nema íslendingar, enda eng-
in samtök til hér heima. Hópurinn
skipulagði fljótlega verkefni sem fékk
nafnið Serinord og er Cap au Nord
hluti af verkefninu.
Sýningin var fyrst sett upp á mikilli
myndasöguhátíð í Frakklandi 1997 og
hefur síðan ferðast um Norðurlöndin
og Þýskaland. Nú hefur hún drepið
niður fæti hér en ekki var útlit fyrir
það lengi vel, enda hafa kjör mynda-
sögunnar hér verið frekar
bág.
Partur af Serinor-
dverkefninu er bókin
„Gare du Nord“. Þar má
finna sögur rúmlega 30
höfunda, þar af tveggja
íslenskra. í inngangi
bókarinnar segir Rolf
Classon ritstjóri: „Við á
Norðurlöndunum, hugs-
aði ég með mér, höfum
skapað okkar eigin myndasögu sem
einkennist af ádeilu, fyndni og hvers-
dagsraunsæi. Eftir að hafa skoðað allt
efnið sem barst vegna þessa safnrits
sé ég að mér skjátlaðist... Ef ég leyfi
mér... að einfalda má segja að frá
Dönum hafi komið hasarsögur með
klámfengnu ívafi, Norðmenn hafi
sent heimspekilegar grínsögur, Finn-
amir óljós og brjálæðisleg anarkista-
ævintýri og Svíamir fáránlega háðsá-
deilu af alþýðutoga." Niðurstaða
Rolfs er að engin sérstök stefna sé
ráðandi í norrænni myndasagnagerð
en fersk kynslóð ungra höfunda sé að
flæða inn á sviðið.
Meðal sýnenda á Cap au Nord má
frægasta telja Svíann Max Anderson
martraðarskáld, Steffen Kverneland
frá Noregi og Danann Peter Madsen
sem við þekkjum af „Goðheimum".
Kynjahlutfallið er nokkuð jafnt: inn-
anborðs eru Cecilia Torudd, Siri
Dokken og hin súrrealíska Kati
Kovács, svo einhverjar séu nefndar.
Þegar klukkuna vantaði kortér í níu miðviku-
dagskvöldiö 23. ágúst lauk landsleik íslend-
inga og Dana í Kaupmannahöfn. Þessi dagur
er oft kallaður svartasti dagur Islenskrar knatt-
spyrnusögu. Danska landsliðið valtaði ger-
samlega yfir islendinga 14-2. Staðan var
strax oröin 4-0 eftir 15 mínútur og í hálfleik
var hún 6-0. Þeir Hermann Gunnarsson og
Helgi Númason skoruðu sitt markið hvor í
seinni hálfleik en það dugði hvergi til aö
bjarga Frónurum frá sinni stærstu skömm.
Rest mörk Dana skoruðu Rnn Laudrup, Bjerre
og Le Fevre, þrjú mörk hver.
Guðmundur Pétursson var I marki íslendinga
þennan niöurlægingarleik en af öörum leik-
mönnum má nefna Jóhannes Atlason, Anton
Bjarnason, Björn Lárusson og Kára Árnason.
Þjálfari var Reynir Karlsson. Það var mikil
dramatík kringum þennan leik, til dæmis rot-
aðist Elmar Geirsson I búningsherberginu
vegna einhvers klaufaskapar og gat því ekki
leikiö með.
Einn íslendingur, Bjarni Hinriksson,
er með í þessum fríða hópi. Þrjú verk
hanga uppi eftir hann, Binni og Pinni,
Brúðkaupið og Vafamál.
Binni og Pinni eru gegnumgang-
andi í sýningunni. Teiknararnir voru
beðnir um að minnast 100 ára afmælis
þeirra kumpána í verkum sínum og
urðu flestir við því. Því getur að líta
ótal útgáfur af þessum ernu öldungum
á veggjum Norræna hússins næstu
vikurnar en Myndasögum í Mýrinni
lýkur 23. maí.
varstu
23. ágúst 1967 kl. 20.^?
f Ó k U S 26. mars 1999