Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.1999, Side 21
k 1 ass í k
í/Eitt frægasta kammerverk þessarar aldar,
Kvartett um endalok tímans, eftir Olivier
Messiaen, verður flutt á tónleikum Tríós
Reykjavíkur í Hafnarborg kl. 20. Messiaen
samdi kvartettinn í fangabúðum Þjóðverja í
Görlitz og var hann frumfluttur þar þann 15.
janúar 1941. Hljóðfæraskipan kvartettsins,
sem er fiðla, selló, klarinett og píanó, réðst af
því hvaða hljóðfæraleikarar voru meðal sam-
fanga hans. Sigurður I. Snorrason klarinettu-
leikari verður gestur tríósins á tónleikunum.
Þetta verða síðustu tónleikar vetrarins í tón-
leikaröð Tríós Reykjavlkur og Hafnarborgar,
menningar- og listastofnunar Hafnarfjarðar.
Áskriftarkort gilda á tónleikana en lausir mið-
ar fást við innganginn.
Margverðlaunaður skóla-
kór Menlo School !
Atherton í Kalifornlu er
staddur hér á landi og
heldur tónleika I Hall-
grímsklrkju kl. 17. Þar
mun hann syngja fjöl-
breytta efnisskrá þekktra
kórlaga einkum sálma-
laga á borð við Amazing
Grace, Go Down Moses, River in Judea og þar
fram eftir götunum. Stjórnandi er Linda Jordan.
Listvinafélags Hallgrímsklrkju boðartil tónleika
sópransöngkonunnar Margrétar Bóasdóttur og
Blásarakvlntetts Reykjavíkur kl. 20.30. Þau
flytja fjögur verk eftir þá Schubert, Sweelinck,
MozartogJón Hlóðver Áskelsson. Blásarakvin-
tett Reykjavlkur skipa þeir Bernharður Wilkin-
son, fiauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jó-
hannesson, klarínett, Jósef Ognibene, horn, og
Hafstelnn Guðmundsson, fagott.
Efnt verður til tónleika I Seltjarnarneskirkju kl.
201 tilefni af þvl að á sunnudaginn var þar vígt
nýtt, íslenskt orgel. Á efnisskránni verður
Messe Solennelle eftir Louis Vlerne, verk fyrir
kór og tvö orgel. (Bæði orgelin verða notuð,
það gamla og litla og það stóra og nýja.) Á
gamla orgelið leikur Lenka Matéová en Viera
Gulasziova Manásková spilar á það nýja. Eftir
hlé verður flutt Missa Dolorosa eftir Antonio
Caldara, verk fýrir kór, einsöngvara og kamm-
ersveit. Stjórnandi tónleikanna er Viera Gula-
sziova Manásková.
Vortónleikar
Skélahljóm-
sveltar Kópa-
vogs verða I
Salnum I Tón-
I i s t a r h ú s i
Kópavogs kl.
15. Á dagskránni verða lög úr söngleikjum og
óperum, Islensk og erlend dægurlög. Stjórn-
andi er Össur Geirsson.
Þrír kórar halda söngskemmtun I félagsheimil-
inu Þingborg I Hraungerðishreppi kl. 21. Þetta
eru Árnesingakórinn I Reykjavlk, undir stjórn
Sigurðar Bragasonar (einsöngvari Ingibjörg
Marteinsdóttir), Vörðukórinn undir stjórn
Margrétar Bóasdóttur og Samkór Selfoss
undir stjórn Editar Molnar. Samstarf þessara
kóra hefur staðið I mörg ár og er þetta liöur I
vetrarstarfi þeirra. Kórarnir syngja hver.um sig
og allir saman. Að tónleikunum loknum verður
stiginn dans.
$leikhús
Cirkus Cirkör er fjöllistahópur sem tilheyrir
svokölluöum nýsirkus sem hefur á undanförn-
um árum átt miklum vinsældum að fagna víða
um heim - eins og sagt er. Hópurinn hefur
starfað I fjögur ár og hefur gengiö vel. Svo vel
að þeir félagar eru komnir til Reykjavlkur og
ætla þar að efna til sýningar I Loftkastalanum
kl. 20. I sýningunni eru gamlar sirkushefðir
með tilheyrandi brellum og brögðum færðar I
nýjan búning. Helstu trompin eru hugarflug,
leikni, klmni og fimi. Engin dýr eru I sýning-
unni.
Þjóðleikhúslð. Sjálf-
stætt fólk, fyrri hluti:
Bjartur - Landnámsmað-
ur íslands verður sýndur
kl. 15. Þetta er sem sagt
sýning fyrir þá sem vilja
renna sér I seinni hlut-
ann strax um kvöldið.
Efnið þarf ekki eða
kynna - eða hvað? Ingv-
ar E. Sigurðsson er Bjartur og Margrét Vil-
hjálmsdóttir er Rósa. Meðal annarra leikara
eru: Ólafía Hrönn Jónsdéttir, Valdimar Örn
Flygenring, Herdís Þorvaldsdóttir, Gunnar
Eyjólfsson, Kristbjörg Kjeld og Þór H. Tulinl-
us. Leikstjóri er Kjartan sjálfur Ragnarsson og
samdi hann leikgeröina ásamt eiginkonu
sinni.
Þjéðleikhúslð. Sjálfstætt fólk, seinni hluti:
Ásta Sóllllja - Lifsblómlð, verður sýnt kl. 20.
Efnið þarf ekki eða kynna - eða hvað? Stein-
unn Ólína Þorstelnsdóttir er Ásta Sóllilja og
Arnar Jónsson er Bjartur. Aðrir leikarar eru
þeir sömu og I Bjarti, þeir eru hins vegar I öðr-
um hlutverkum. Leikstjóri er Kjartan sjálfur
Ragnarsson og samdi hann leikgerðina ásamt
eiginkonu sinni.
íslenski dansflokkurinn dansar þrjá dansa á
stóra sviði Borgarleikhússins I kvöld, kl. 20.
Fyrst Diving eftir Rui Horta, þá Rat Space
Moving eftir sama og loks Kæra Lóló eftir Hlíf
Svavarsdóttur. Slmi 568 8000.
Maður I mislitum sokk-
um eftir Arnmund
Backman er á
Smiðaverkstæði
Þjóðlelkhússlns kl.
20.30. Síminn er
5511200.
Spunaverkið Hnetan
verður sýnt í Iðnó kl. 20.30.
Leikstjóri er hinn sænski Martin Geijer. Leik-
arar eru Gunnar Helgason og Hansson, Ingrid
Jónsdóttir, Friðrik Friðriksson og Llnda Ás-
gelrsdóttlr.
Leikfélag Reykjavíkur sýnir leikritið Fegurðar-
drottnlngin frá Línakri. eftir Martin
McDonagh, á litla sviði Borgarleikhússins kl.
20.30 Það er Maria Sigurðardóttir sem leik-
stýrir en Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sig-
rún Edda Björnsdóttir leika mæðgurnar. Slm-
inn er 568 8000.
Lelkfélag Akureyrar sýnir kl. 20 Systur í syndinnl
eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Leik-
stjóri er Kolbrún Halldórsdéttir frambjóðandi.
Lelkfélag Húsavíkur sýnir Óskastjörnu Birgis
veitingahús
Frambærileg
og tilþrifalítil
Gamlir og sögufrægir hótelveit-
ingasalir eru víöa við aðaltorg gam-
alla borga í Evrópu, gamlir og sögu-
frægir, rykfallnir og þreytulegir.
Borgin við Austurvöll var fyrir
nokkrum árum gerð upp í gamla
stílnum, með bleikum veggjum og
grænum tjöldum, gömlum og þægi-
legum húsbúnaði. Yfirþyrmandi af-
greiðslubar var bætt við á miðju
gólfi og varðveitt korkgólf, sem hef-
ur séð fifil sinn fegri.
Borgin dregur ekki að sér gesti á
kvöldin, þegar þar sitja nánast ein-
göngu hótelgestir við glerplötuborð.
í hádeginu er hins vegar líflegt
vegna staðsetningarinnar og sögu-
frægðarinnar. Þá má líta hér sams
konar fólk og á systurstöðum megin-
landsins, ráðsettar frúr að skiptast á
kjaftasögum um leið og þær njóta
góðrar fagþjónustu og tilþrifalítillar
matargerðar nútímans að hætti ís-
lenzkra miðlungsstaða.
Maturinn á Borginni var löngum
fremur vondur, en hefur batnað með
árunum og verið frambærilegur í
seinni tíð. Fiskur hefur loksins
haldið innreið sína löngu á eftir öðr-
um matstöðum. Mikið er um endur-
tekningar þess, sem er til í miklu
magni í eldhúsinu. Polenta
maískökur birtust með ólíklegustu
réttum, tvenns konar hrísgrjón, svo
og dísætar biscotta gijótkökur.
Forréttir voru ágætir. Hin gamal-
kunna gulrótarsúpa dagsins var
snarpheit, fremur bragðgóð og ekki
of þykk, með fljótandi brauðtening-
um. Heit Maryland-krabbakaka var
fínleg og bragðgóð, með smásöxuðu
og stökku grænmeti og ítölsku rauð-
salati. Kryddlegið og pönnusteikt
grænmeti var líka gott, borið fram
með grjótkökum, ítölsku salati, ólíf-
um og kotasælu. Kryddjurtagrafmn
nautahryggvöðvi með engiferlegn-
imi sveppum og sinnepskremi hafði
skemmtilegan anískeim.
Gufusoðinn lax var skemmtilega
upp settur í kúf utan um fiskifroðu
ofan á grænmetisteningum og
tvenns konar stinnum hrísgrjónum.
Þrátt fyrir tilþrifm var laxinn ekki
ofsoðinn og naut sín vel með ítölsku
blaðsalati. Wok-pönnusteiktir sjáv-
arréttir reyndust vera rækja, hörpu-
diskur og smátt skorinn fiskur og
Siguróssonar I Kvöld, kl. 20.30. Leikstjóri er
Ásdís Þórhallsdóttir.
fyrir börnin
Borgarlelkhúslö: Pétur Pan er á stóra sviðinu
ki. 14 og skemmtir þar ungum sem öldnum.
Krókur kapteinn er þó miklu skemmtilegri,
eins og vondra manna er siður. Indíánar, haf-
meyjar, krókódill, draumar og ævintýri. Slmi
568 8000.
Möguleikhúsið sýnir Hafrúnu, leikverk, unnið
upp úr íslenskum þjóðsögum, kl. 14. Vala
Þórsdóttir leikur en Krlstján Eldjárn leikur á
gítar. Slmi 562 5060.
Herstöðvaandstæðingar bjóða börnum upp á
leiksmiðju I kaffihúsi slnu að Vatnsstíg 10,
milli kl. 11 og 14. Ólöf Sverrisdóttir verður
stjórnandi. Pitsurl hádeginu. Kostar 200 kr. á
haus.
•opnanir
Karl Jóhann Jónsson
opnar myndlistarsýningu
I Sparisjóðnum að
Garðatorgi 1, Garðabæ,
kl. 14 I dag. Sýninguna
kallar hann Banka-
stemmu og vísar þar til
portretta af fólki sem allt
eins gæti verið viðskipa-
vinir sparisjóðsins að
borga reikninga. Kari Jóhann útskrifaðist úr
málaradeild MHÍ fyrir tæpum sex árum.
Fyrsta árs nemar I fjöltækni hafa lært svo
mikið aö maður þarf ekki að sitja lengi á
skólabekk til þess að vera hæfur til sýningar.
Þeir hafa safnað Ijósmyndum og ætla að opna
sýningu á þeim I gamla hraðfrystlhúsinu að
Grandagarðl 7 kl. 14.
Handknattlelkur. KA og Fram leika á Akureyri
kl. 16.00 og FH tekur á móti Stjörnunnl I Hafn-
arfirði kl. 20.30.
Körfuknattlelkur. Njarð-
vík leikur gegn KFÍ I
Njarðvik kl. 20.00. Njarð-
vlkingar eru sigurstrang-
legri en lið Isfirðinga er
óútreiknanlegt og gæti
komið á óvart enda liðin
állka að getu.
út aö boröa
AMIGOS ★★★ Tryggvagötu 8, s. 5111333.
„Erfitt er að spá fyrirfram I matreiðsluna, sem er
upp og ofan." Op/ð /' hádeginu virka daga
11.30- 14.00, kvöldin mán.-fím. 17.30-22.30,
fös.-sun. 17.30-23.30. Barinn er opinn til 1 á
virkum dögum en til 3 um helgar.
Askur ★*★ Suðurlandsbraut 4, s. 553 9700.
„Allt er eins og ævinlega á Aski, þar á meðal
matseöillinn." Op/'ð sunnu- til fimmtudaga, kl.
11- 22, og föstu- og laugardaga, kl. 11-23.30.
AUSTUR INDÍAFÉLAGIÐ ★★★★ Hverfis-
götu 56, s. 552 1630. „Bezti matstaöur
austrænnar matargerðar hér á landi." Op/'ð
kl. 18-22 virka daga og til kl. 23 um helgar.
ARGENTÍNA ★★ Baróns-
stíg Ua, s. 551 9555.
„Bæjarins besta steíkhús
hefur dalað." Op/ð
18-23.30 v.d., 18-3 um
helgar.
ASlA ★ Laugavegi 10, s.
562 6210. Op/'ð virka
daga 11.30-22 en 12-23
um helgar.
CAFÉ ÓPERA Lækjargötu 2, s. 522 9499.
CARPE DIEM Rauðarárstíg 18, s. 552 4555.
CARUSO*** Þingholtsstr. 1, s. 562 7335.
„Þvert á islenska veitingahefð hefur hin rustalega
notalegi Caruso batnað með aldrinum." Op/'ð
11.30- 14.00 og 18.00-23.00 virka daga.
Föstudaga 11.30-14.00 og 18.00-24.00,
laugard. 11.30-24.00 ogsunnud. 18.00-24.00.
CREOLE MEX ★ ★★★
Laugavegi 178, s. 553
4020. „Formúlan er likleg
til árangurs, tveir eigendur,
annar I eldhúsi og hinn I
sal.“ Op/'ð 11.30-14 og
18-22 á virkum dögum en
18-23 um helgar.
EINAR BEN Veltusundl 1.
5115 090. Op/'ð 18-22.
GRILLIÐ ★★★★ Hótel Sögu v/Hagatorg, s.
5252 9960. „Glæsilegur útsýnissalur milliklassa-
hótels með virðulegri og alúðlegri þjónustu,
samfara einum allra dýrasta matseðli landsins."
Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga,
12- 14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga.
HARD ROCK CAFÉ ★★ Kringlunni, s. 568
9888.
Hornlð ★★★,
Hafnarstrætl
15, s. 551
3340. „Þetta
rólega og litla
Ítalíuhorn er
hvorki betra né
verra en áður. Eldhúsiö eropiö kl. 11-22 en til
kl. 23 um helgar.
HÓTELHOLT ★★★★★ Bergstaðastrætl 37,
s. 552 5700. „Listasafniö á Hótel Holti ber i mat-
argerðarlist af öðrum veitingastofum landsins."
Op/'ð 12-14.30 og 19-22.30 virka daga,
12-14.30 og 18-22 föstu- og laugardaga.
Þá má líta hér sams konar fólk og á systurstöðum megin-
landsins, ráðsettar frúr að skiptast á kjaftasögum um leið og
þær njóta góðrar fagþjónustu og tilþrifalítillar matargerðar
nútímans að hætti íslenzkra miðlungsstaða.
smásaxað grænmeti, svo og tvenns
konar hrísgrjón, allt með sojabragði
úr hófi fram.
Hörpuskel og lax voru hæfilega
pönnusteikt, með maísköku, æti-
þistli og vatnagrasasósu. Skemmti-
lega sinnepsristaður þorskhnakki
var lítillega of þurr, sat ofan á
grænmetisblönduðum hrísgrjónum
og borinn fram með of þykkri
humarsósu. Appelsínubökuð anda-
bringa var fremur meyr, borin
fram með áðurnefndri maísköku
og ágætri sósu úr appelsínum og
engifer.
Svokölluð eplaterta var ekki
terta, heldur nokkrir soðnir epla-
bátar á fyrrnefndri grjótköku,
bornir fram með hlutlausum
vanilluís og kanilblandaðri kara-
mellusósu, alls ómerkur eftirrétt-
ur. Líkjörvættur créme bruléé
búðingur var bragðbetri, en ein-
kenndist einnig af grjótköku.
Frambærilegust var sívöl
tiramisu ostaterta í kunnuglegum
stíl með kaffisósu og jarðar-
berjasósu. Kaffi var í lagi, borið
fram með konfekti.
Þriréttað með kafli kostaði 4100
krónur á mann, en súpa dagsins og
fjölbreytt úrval aðalrétta kostuðu að
Lifid eftir vmnu
HÓTEL ÓÐINSVÉ ★★ v/Óðinstorg, s. 552
5224. „Stundum góður matur og stundum ekki,
jafnvel I einni og sömu máltíð." Op/'ð 12-15 og
18-23 virka daga, 12-15 og 18-23.30 föstu- og
laugardaga.
HUMARHÚSIÐ ★★★★ Amtmannsstíg 1, s.
5613303. „Löngum og hugmyndaríkum matseöli
fylgir matreiösla I hæsta gæðaflokki hér á landi"
Op/'ð fré 12-14.30 og 18-23.
IÐNÓ ★★★ Vonarstrætl 3, s. 562 9700.
„Matreiðsla, sem stundum fer slnar eigin slóðir,
en nær sjaldan hæstu hæðum. Enginn réttur var
að neinu leyti misheppnaður, en fáir minnisstæð-
ir." Op/'ð frá 12-14.30 og 18-23.
ÍTALÍA ★★ Laugavegi 11, s. 552 4630.
JÓMFRÚIN ★★★★★ Lækjargötu 4, s. 551
0100. „Eftir margra áratuga eyðimerkurgöngu
íslendinga getum við nú aftur fengið danskan
frokost I Reykjavik og andað að okkur ilminum
úr Store-Kongensgade." Op/'ð kl. 11-18 alla
daga.
KlNAHÚSIÐ ★★★★ Lækjargötu 8, s. 551
1014. „Kínahúsið er ein af helztu matarvinjum
miðbæjarins." Op/'ð 11.30-14.00 og 17.30-
22.00 virka daga, 16-23 laugardaga og 17-22 á
sunnudögum.
KÍNAMÚRINN ★★★ Laugavegl 126, s. 562
2258
LAUGA-ÁS ★★★★★
Laugarásvegl 1, s. 553
1620. „Franskt bistró að
islenskum hætti sem dreg-
ur til sín hverfisbúa, sem
nenna ekki að elda I kvöld,
barnafjölskyldur utan úr
bæ og ferðamenn utan af
landi og frá útlöndum.*
Op/'ð 11-22 og 11-21 um
helgar.
LÆKJARBREKKA ★ Bankastræti 2, s. 551
4430.
MADONNA ★★★ Rauðarárstig 27-29, s. 893
4523 „Notaleg og næstum rómantisk veitinga-
stofa með góðri þjónustu og frambærilegum ítal-
iumat fyrir lægsta verð, sem þekkist hér á landi."
Op/'ð virka daga 11.30-14.00 og 18.00- 23.00
og 17-23.30 um helgar.
MIRABELLE ★★★
Smiðjustíg 6, s. 552
2333. „Gamal-frönsk
matreiðsla alla leiö
yfir I profiteroles og
créme brulée." Op/'ð '
18-22.30.
PASTA BASTA ★★★
Klapparstíg 38, s. 561 3131.
„Ljúfir hrísgrjónaréttir og óteljandi tilbrigði af góð-
um pöstum en lítt skólað og of uppáþrengjandi
þjónustufólk." Op/'ð 11.30-23 virka daga og
11.30-24 um helgar. Barinn er opinn til 1 virka
daga og til 3 um helgar.
PERLAN ★★★★ Öskjuhlið, s. 562 0200.
„Dýrasti og glæsilegasti veitingasalur landsins
býður vandaða, en gerilsneydda matreiðslu" Op/'ð
18.00-22.30 virka daga og til 23 um helgar.
POTTURINN OG PANNAN, ★★★★ Brautar-
holti 22, s. 551 1690. „Einn af ódýrustu al-
vörustöðum borgarinnar býður eitt bezta og
ferskasta salatborðið." Op/'ð 11.30-22.
RAUDARÁ Rauðarárstíg 37, s. 562 6766.
REX ★★★★
Austurstræti 9,
s. 511 9111.
„Rex kom mér á
óvart með góðri,
fjölbreyttri og oft-
ast vandaðri ____________
matreiðslu, með áherzlu á einföld og falleg salöt,
misjafnt eldaðar pöstur og hæfilega eldaða fisk-
rétti." Op/'ð 11.30-22.30.
SHANGHÆ ★ Laugavegl 28b, s. 551 6513.
Op/'ð virka daga 11.30-22 en 12-23 um helgar.
SKÓLABRÚ ★★ Skélabrú 1, s. 562 4455.
„Matreiðslan er fögur og fín, vönduð og létt, en
dálítið frosin." Op/'ð frá kl. 18 alla daga.
TILVERAN ★★★★★ Linnetsstíg 1, s. 565
5250. „Það eru einmitt svona staðir, sem við
þurfum fleiri af til að fá almenning til að lyfta
smekk sínum af skyndibitaplani yfir á fyrstu þrep
almennilegs mataræðis." Op/'ð 12-22 sunnudag
til fimmtudags og 12-23 föstudag og laugardag.
VIÐ TJÖRNINA ★★★★
Templarasundl 3, s. 551
8666. „Tjörnin gerir oftast
vel, en ekki alltaf og mis-
tekst raunar stundum."
Op/'ð 12-23.
ÞRÍR FRAKKAR
★★★★★ Baldursgötu
14, s. 552 3939. „Þetta
er einn af hornsteinum is-
lenskrar matargerðarlistar og fiskhús landsins
númer eitt." Op/'ð 11.30-14.30 og 18-23.30
virka daga og 18-23.30 um helgar en til 23
föstu- og laugardag.
Stendur þú
fyrir einhverju?
Sendu upplýsíngar I
e-mail fokus@fokus.is / fax 550 5020
26. mars 1999 f ÓkuS
21