Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 7 DV Fréttir Steingrímur J. Sigfússon heimsótti gamla skólann sinn: Er þetta Greenpeace? - spurði einn nemendanna sem ræddu við þingmanninn Steingrímur J. Sigfússon í hópi nemenda í Menntaskólanum á Akureyri. „Til hamingju með ákvörðunina." - Steingrímur óskar Snjólaugu Ólafsdótt- DV-myndir gk. ur til hamingju með þá ákvörðun að ganga í Vinstri hreyfinguna - grænt framboð. DV, Akureyri: Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, útskrifaðist sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri fyrir 24 árum. í fyrradag leit Steingrímur þar við í fylgd DV og gamlar minningar skutu upp kollinum. „Þau voru góð, árin mín hérna í MA. Ég var hérna á heimavistinni einn vetur, bjó hjá skyldfólki annan vetur, en síðasta vet- urinn leigðum við nokkrir strákar saman íbúð úti í hæ og þar var oft ansi mikið fjör og skólameistari ekki alltaf hrifinn. Já, það er orðið svona langt síðan,“ sagði Steingrímur þegar hann kom að skólahúsinu. Hópur nemenda í 2. bekk varð á vegi Steingríms þegar inn í skólann var komið og voru stúlkur þar í meiri- hluta. Hópurinn var meira en fús að ræða aðeins við þingmanninn, en krakkarnir sögðust í upphafi litið skilja í pólitík. „Ég ætla að kjósa þá sem ekki ætla að virkja og skemma hálendið," sagði þó ein stúlkan í hópnum strax, og virtist þingmaður- inn meira en sáttur við þau orð. í kjöl- farið urðu umræður um virkjunar- mál, álver og umhverfismál almennt, og virtust nemendurnir mjög „á línu“ Steingríms. Hvaða græna er þetta? Ekki voru þó allir með það á hreinu hvað Vinstri hreyfingin - grænt framboð er. „Hvaða græna er þetta, er þetta Greenpeace?" sagði einn strákurinn í hópnum. Þing- manninum var skemmt og reyndi að útskýra muninn á grænu fram- boði og grænfriðungum. Krakkamir sýndu umhverfismálum umtals- verðan áhuga og virtust ekki vera hlynnt álverum og annarri stóriðju. Skoðanir þingmannsins og krakk- anna voru hins vegar skiptari þegar utanríkismálin og NATO bárust í tal. „Við eigum að vera í NATO,“ sagði einn strákanna og sagði að við yrðum að hafa vernd, því einhver „kall“ í Rússlandi gæti beint að okk- ur kjamorkuvopnum einn morgun- inn, eins og hefði verið i fréttum á dögunum. „Þú átt við Jeltsín, ætli hann hafi ekki bara fengið sér einn fyrir morgunmatinn," sagði Stein- grímur og krakkamir skildu hvað um var að ræða. Stuðningur við NATO Stríðsátökin á Balkanskaga bar auðvitað á góma og Steingrímur átti greinilega í vök að verjast - þar fóru skoðanir hans og krakkanna ekki eins vel saman og í umhverfismál- unum. Krakkamir studdu greini- lega loftárásir NATO á Kosovo. Þessi mál vom rædd fram og aftur og skipst á skoðunum, allt í góðu, og þingmaðurinn var í góðu skapi. Smátt og smátt fór þó að kvarnast úr hópnum. Þessir krakkar, sem era 17 og 18 ára, hafa sumir kosn- ingarétt 8. maí en ekki virtust þau vera búin að ákveða hvað þau ætl- uðu að kjósa. „Ég kýs D-listann,“ sagði einn strákurinn. „Ég kýs U- listann og ætla að ganga í flokkinn," sagði ein stúlkan - og Steingrímur óskaði henni til hamingju með þá ákvörðun. Fleiri tjáðu sig ekki um hvað þau ætluðu að kjósa. Þannig lauk þessum „fundi" og þingmaður- inn hélt á brott, enda meiri funda- höld úti í bæ fram undan. -gk Mellemrístet Opnum kukkan fólf!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.