Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 9 X>v_____________________________________Útlönd Pakistan: Bhutto dæmd fyrir spillingu Benazir Bhutto, fyrrverandi for- sætisráðherra Pakistans og leiðtogi Þjóðaflokksins, var í gær dæmd í fimm ára fangelsi fyrir spillingu. Bhutto er ásamt eiginmanni sínum, sem situr í fangelsi, gefið að sök að hafa þegið mútur og dregið sér sjö milljarða króna á meðan hún var forsætisráðherra. Dómarinn í málinu, Malik Quay- yum, sagði réttarhöldin hafa verið heiðarleg og sú staðreynd skipti engu að faðir hans hefði dæmt Ali Bhutto, fyrrum forsætisráðherra og fóður Benazir, til dauða árið 1977. „Það er rétt að faðir minn dæmdi Ali Bhutto en það var fyrir tuttugu árum,“ sagði Quayyum dómari í gær. Bhutto er stödd í London og hún sagði fréttamönnum í gær að dóm- urinn væri áfall. Hún kvað réttar- höldin runnin undan rifjum Nawaz Sharifs forsætisráðherra og tilgang- ur þeirra væri að koma sér endan- lega frá völdum. Quayyum dómari brást harkalega við þessum orðum og sagði tengsl sín við stjórnarflokk Sharifs engin. Lögmenn Bhutto áfrýjuðu dómn- Benazir Bhutto er fyrsta konan tii að gegna embætti forsætisráðherra í Pakistan. Henni hefur tvisvar verið vikið frá völdum vegna spillingar. um til hæstarréttar í gær og heldur Bhutto heim á leið í næstu viku. Þangað til ætlar flokkur hennar, Þjóðaflokkurinn, að efna til verkfalls- aðgerða í Karachi í mótmælaskyni. Vilhjálmur prins, sonur Díönu heitinnar og Karls, er borubrattur með handlegginn í fatla vegna skurðaðgerðar á fingri. Hér kemur hann til að vera við skírn sonar gríska krónprinsins, enda guðfaðir barnsins. Voðaverk í ættfræðimiðstöð: Sjötugur öldungur skaut tvo til bana Sjötugur andlega vanheill maður hóf skothríð í hinni frægu ættfræðimið- stöð mormónakirkj- unnar í Saltvatns- borg í Utah í gær og varð tveimur að bana áður en lögreglan skaut hann sjálfan. Ekki er vitað hvað manninum gekk til. Deedee Corradini, borgarstjóri Salt- vatnsborgar, sagði fréttamönnum að maðurinn, Sergei Babarin, hefði þjáðst af geðklofa. „Eiginkona hins grunaða sagði að hann hefði ekki tekið lyf sín,“ sagði lögreglustjóri borg- arinnar við frétta- menn. Þeir sem féllu fyr- ir byssu Babarins voru öryggisvörður í ættfræðimiðstöðinni og kona sem var þar í heimsókn. Babarin var inn- flytjandi af rússnesk- um ættum. Hann bjó í Saltvatnsborg og fór oft í gönguferðir í nágrenni ættfræði- miðstöðvarinnar, að sögn útvarpsstöðvar í borginni. Lög- reglan sagði að maðurinn hefði ver- ið handtekinn árið 1995 án þess að skýra það nánar. Lík byssumanns sett í sjúkrabíl. Gylfaflöt 9 - Dekkjaverkstæði s: 5401300 - Hópferðir s: 5401313 - Fax 5401310 I ' I í tilefni af 10 ára af mæli Allrahanda og flutningi heirra í nýtt biónustuver opnar nýtt dekkjaverkstæði. Umfelgun fólksbfla kr. 2.880. E2EE ClCl Verð frá: 155 SR13 175/70 SR13 185/70 SR13 185/70 SR14 205/70 SR14 185/05 SR14 185/05 SR15 Kr. 2.720. Kr. 2.880- Kr. 3.540- Kr. 3.550. Kr. 4.250.- Kr. 3.580- Kr. 4.250- Landbúnaður mun aukablað um Kynntar verða nýjustu rannsóknir í landbúnaði, nýjungar í vélum og tækjum, lífið í sveitinni o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Hallgrím Indriðason í síma 697 4378, netfang: hallgri@vortex.is Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í blaðinu vinsamlega hafi samband við Sigurð Hannesson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 550 5728. Athugiö að síðasti pöntunar- og skiladagur vinnsluauglýsinga er föstudagurinn 23. apríi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.