Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.04.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 1999 Messur Árbæjarkirkja: Fermingarguösþjónusta kl. 11 árdegis. Altarisganga. Organleikari Pavel Smid. Barnaguðsþjónusta ki. 13. Foreldrar og aðrir vandamenn hjartan- iega velkomnir meö börnum sínum. St. Georgsdagurinn. Helgistund kl. 14. Prest- arnir. Áskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14 með þátttöku ísflrð- ingafélagsins. Sveinbjörn Bjamason cand. theol. prédikar. Kór félagsins syng- ur. Árni Bergur Sigurbjömsson. Breiðholtskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11 með þátttöku Leikmannastefnu Þjóðkirkjunnar. Þórdis K. Ágústsdóttir, formaður KFUK, prédikar og barnakór- inn syngur. Léttar veitingar eftir messu. Organisti Daniel Jónasson. Gisli Jónas- son. Bústaöakirkja: Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthiasson. Digraneskirkja: Kl. 11. Messa og sunnu- dagaskóli á sama tíma í umsjá Þórunnar Arnarsdóttur. Prédikari sr. Torbjom Lied, aðalframkvæmdastjóri Santalmis- jonen í Noregi. Torbjom hefur verið kristniboði í Bangladess í 12 ár. Sóknar- presturinn, sr. Gunnar Sipijónsson, þjónar ásamt sr. Kjartani Jónssyni kristniboða sem þýðir prédikun sr. Tor- bjoms á íslensku. Organisti Kjartan Sig- urjónsson. Kl. 20.30. Hjónakvöld, sam- vera í kirkjunni, göngutúr o.fl. Léttar veitingar eftir messu. Dómkirkjan: Guösþjónusta kl. 11. Prest- ur sr. Hjalti Guömundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson sem stjómar söng Dómkórsins. Fermingarmessa kl. 14. Altarisganga. Prestar sr. Jakob Á. Hjálmarsson og sr. Hjalti Guðmundsson. Organleikari Marteinn H. Friðriksson sem stjómar söng Dómkórsins. Æðm- leysismessa kl. 21. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir prédikar. Síðustu athafnir í kirkjunni áður en henni verður lokað fram til hausts vegna viðgerða og endur- bóta. Elliheimilið Grund: Messa kl. 14. Prest- ur sr. Tómas Guðmundsson. Organisti Kjartan Ólafsson. Félagar úr Húnakórn- um syngja. Ragnhildur Bjömsdóttir syngur stólvers. Féiag fyrrverandi sókn- arpresta. Fella- og Hólakirkja: íjöiskylduguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar Schram og sr. Guðmundur Karl Ágústsson. 5 ára bom fá bókina Kata og Óli fara í kirkju. Organisti. Lenka Mátéová. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavik: Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Organisti Guðmundur Sigurðsson. Allir hjartanlega velkomnir. Grafarvogskirkja: Sameiginleg bama- guðsþjónusta Grafarvogskirkju og Engja- slóla í Grafarvogskirkju kl. 11. Prestur sr. Vigfús Þór Árnason og sr. Anna Sig- ríóur Pálsdóttir. Umsjón: Hjörtur, Rúna, Ágúst og Signý. Bamakór kirkjunnar syngur. Fermingarmessa kl. 13.30. Prest- ar sr. Vigfús Þór Ámason og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir. Organisti Höröur Bragason. Kór Grafarvogskirkju syngur. Prestamir. Grensáskirkja: Bamastarf kl. 11. Munið kirkjubílinn! Messa kl. 11. Altarisganga. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Org- anisti Ámi Arinbjamarson. Sr. Óiafur Jóhannsson. Grindavlkurkirkja: Messa kl. 14. Prstur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Hailgrimskirkja: Messa og barnastarf kl. 11. Organisti Hörður Áskelsson. Hóp- ur úr Mótettukór syngur. Sr. Sigurður Pálsson. Opnun sýningar á vegum List- vinafélags Hailgrímskirkju á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur strax að lokinni messu. Aðalsafnaðarfundur Hallgríms- sóknar kl. 12.30. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. Háteigskirkja: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Helga Soffia Konráðsdóttir og Bryndís Valbjömsdóttir. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hallgrímsson. Sr. Tómas Sveinsson. Aðaisafnaðarfundur eftir messu. Venjuleg aðalfimdarstörf. Kosn- ing til sóknarnefndar skv. nýjum lögum. Önnur mál. Kynnið ykkur störf og mál- efni safnaðarins. Allt þjóðkirkjufólk í Há- teigssókn hefur atkvæðisrétt. Verið vel- komin. Hjallakirkja: Fermingarmessa kl. 10.30. Prestur sr. Iris Kristjánsdóttir. Kór kirkj- unnar syngur. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Bamaguðsþjónusta ki. 13. Við minnum á bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag, kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Bamastarf kl. 11 í safnaðarheimilinu Borgum. Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Sigurjón Ámi Eyjólfsson prédikar og þjónar fyrir aitari. Organisti Sigrún Þórsteinsdóttir. Sr. Ægir Fr. Sig- urgeirsson. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11. Kór Langholts- kirkju syngur. Prestur sr. Jón Helgi Þór- arinsson. Organisti Jón Stefánsson. Barnastarf í safnaðarheimili kl. 11. Um- sjón Lena Rós Matthíasdóttir. Laugarneskirkja: Messa og sunnudaga- skóli ki. 11. Kór Laugameskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Maria Ágústsdóttir. Kyrrðarstund ki. 13 i Hátúni fyrir íbúa Hátúns 10 og 12. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Nesklrkja: Bamasamkoma kl. 11. Starf fyrir 8-9 ára á sama tíma. Opið hús frá kl. 10. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Frank M. Halldórsson. Selfosskirkja: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Hádegisbænir þriðjud.-föd., kl. 12.10. Sóknarprestur. Seljakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ágúst Einarsson prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja: Fermingarmessa kl. 10.30 og kl. 13.30. Kór Seltjamames- kirkju syngur. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestar sr. Guðný Hall- grímsdóttir og sr. Sigurður Grétar Helga- son. Ytri-Njarðvikurkirkja: Fjölskylduguðs- jxjónusta kl. 11. Sunnudagaskólanum slit- ið með formlegum hætti. GrUlaðar pyls- ur á eftir. Baldur Rafn Sigurösson. Afmæli_______________ Gunnar Bogason Sigurður Gunnar Bogason bif- reiðarstjóri, Steinstöðum við Suður- landsveg í Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Frá sex ára aldri átti hann heima í Laugardalnum en fað- ir hans sá um hestahirðingu fyrir Hestamannafélagið Fák. Gunnar vandist því snemma hestamennsku og hefur sjálfur verið hestamaður alla tið. Hann gekk í Laugarnes- skóla. Gunnar stundaöi verkamanna- vinnu sem ungur maður og vann þá m.a. við byggingu Áburðarverk- smiðjunnar í Gufunesi. Hann stund- aði síðan bifvélaviðgerðir í Reykja- vík, akstur leigubifreiða, rútubif- reiða og vöruflutningabifreiða um árabil. Hann er nú hættur störfum sökum heilsubrests en stundar þó hestamennsku og málar myndir í tómstundum. Gunnar var knapi við kappreiðar í Reykjavík á sínum yngri árum. Hann æfði og keppti í sundi og glímu á vegum Ármanns og æfði og keppti í dansi. Fjölskylda Gunnar kvæntist 6.12.1959 Bimu Einarsdóttur, f. 8.7.1932, húsmóður. Hún er dóttir Einars Vilhjálmsson- ar, bifreiðarstjóra og sjómanns í Reykjavík, og k.h., Þorgerðar Bjömsdóttur húsmóður. Gunnar og Birna skildu. Börn Gunnars og Bimu em Fann- ey Gunnarsdóttir, f. 2.4. 1959, ferða- málafræðingur, búsett í Reykjavík, og sonur hennar er Bjöm Levý Gunnarsson, f. 1.6. 1976; Eyþór Gunnarsson, f. 3.6. 1960, leigubif- reiðarstjóri í Reykjavik, kona hans er Þyrí Hall, f. 15.11. 1967, húsmóðir og böm þeirra em Haukur Eyþórs- son, f. 29.3. 1992, og Orri, f. 5.7. 1994; Linda Gunnarsdóttir, f. 6.1. 1963, húsmóðir og bankastarfsmaður í Varmahlíð í Skagafirði, maður hennar er Kol- beinn Konráðsson, f. 15.1. 1963, trésmiður og húsvörður í Miðgarði, og em börn þeirra Katrín Lilja, f. 26.10. 1988, og Fannar Örn, f. 13.5. 1992. Systkini Gunnars eru Guðmundur Bogason, f. 7.6. 1930, d. 16.10. 1945; Eggert Bogason, f. 4.8. 1931, d. 19.5. 1998, hús- gagnasmiður í Reykja- vík; Benedikt Bogason, f. 17.9. 1933, d. 30.6.1989, verkfræðingur og alþm. í Reykjavík; Guðmundur Bogason, f. 20.9. 1945, leigubifreiðarstjóri og grafískur hönnuður, búsettur í Reykjavík; Guðrún Bogadóttir, f. 26.11. 1947, húsmóðir á Bergþórs- hvoli; Ragna Bogadóttir, f. 26.11. 1947, húsmóðir i Kópavogi. Foreldrar Gunnars voru Bogi Eggertsson, f. 25.11. 1906, d. 22.7. 1987, bóndi í Laugardælum og síðar starfsmaður Fáks og verkstjóri í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi, og k.h., Hólmfríður Guðmundsdótt- ir, f. 31.12. 1906, d. 27.2. 1972, hús- móðir. Ætt Bróðir Boga var Bjarni, faðir Rúnars, fyrrv. slökkviliðsstjóra í Reykjavík. Systir Boga var Bene- dikta, móðir Eggerts Haukdals, fyrrv. alþm. Önnur systir Boga var Rósa, amma Þórhildar leikhús- stjóra. Bogi var sonur Eggerts, al- þm. og hreppstjóra á Laugardælum í Flóa, Benediktssonar, pr. í Vatns- firði, Eggertssonar, bróður Guðrún- ar, ættmóður Waageættar, lang- ömmu Ingunnar, móður Þorsteins Thorarensens rithöfundar. Móðir Benedikts var Guðrún Bogadóttir, b. í Hrappsey, Benediktssonar, afa Boga Benediktssonar, ætt- foður Staðarfellsættarinn- ar, langafa Áslaugar, móð- ur Geirs Hallgrímssonar forsætisráð-herra. Móðir Eggerts í Laugardælum var Agnes, systir Sigríðar, ömmu Þorsteins, kaupfé- lagsstjóra á Reyðarfirði, afa Ólínar Þorvarðardótt- ur, Herdísar Þorgeirsdótt- ur og Eiríks Jónssonar, blaðamanns á DV. Agnes var dóttir Þorsteins, ætt- föður Núpakotsættar, Magnússonar. Hólmfríður var dóttir Guðmundar, b. á Læk í Flóa, SnorrasonEir, b. á Læk, Þórarinsson- ar, b. í Þorleifskoti í Hraungerðis- hreppi, bróður Guðmundar, langafa Vilhjálms skálds frá Skáholti. Þor- leifur var sonur Arnbjarnar, b. á Hrafnkelsstööum í Hrunamanna- hreppi, bróður Salvarar, langömmu Björns, afa Bjöms Th. Björnssonar listfræðings. Ambjörn var sonur Ögmundar, b. á Hrafnkelsstöðum, Jónssonar og Guðrúnar Þórarins- dóttur. Móðir Guðrúnar var Eliri Einarsdóttir, b. í Varmadal, Sveins- sonar og Guðrúnar Bergsteinsdótt- ur, ættfóður Árgilsstaðaættar, Gutt- ormssonar. Móðir Snorra var Sig- ríður, systir Guðmundar í Birtinga- holti, langafa Ásmundar Guð- mundssonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlasonar biskups. Sigríður var dóttir Magnúsar, b. í Birtingaholti, Snorrasonar, bróður Guðrúnar, ættmóður Jötuættar. Móðir Guðmundar var Hólmfríður Eiriksdóttir, b. í Túni í Flóa, Bjamasonar, vefara í Árbæ, Stef- ánssonar, b. í Árbæ. Móðir Eiríks var Margrét Eiríksdóttir, ættfoður Bolholtsættar, Jónssonar. Gunnar tekur á móti gestum í Fé- lagsheimili Fáks laugardaginn 17.4. milli kl. 15.00 og 18.00. Siguröur Gunnar Bogason. Fréttir Forseti bæjarstjórnar Seyöisfjaröar setur fundinn. DV-mynd Jóhann Bæjarstjórn SeyöisQarðar: Hafnaði tillögum um snjóflóðavarnir DV, Seyðisfirði: Á fundi bæjarstjórnar Seyðis- fjarðar 13. apríl, sem haldinn var í félagsheimilinu, var fundarefnið ný umhverfismatsskýrsla um snjó- flóðavamir í kaupstaðnum, undir fjallinu Bjólfí. Bæjarbúar fjöl- menntu á fundinn. Allir bæjarfulltrúarnir tóku þátt í umræðunni og vora á einu máli um að þessar tillögur þyrftu mikilla endurbóta við til að verða byggð- inni sá hlífiskjöldur sem nauðsyn- legt og sjálfsagt væri að skapa. Fyrr í vetur skipaði bæjarstjórnin fimm manna nefnd heimamanna til að koma með tillögu um hvemig best og árangursríkast yrði unnið að þessu máli. Nefnd þessi hefur nýlega skilað áliti sínu og kom það fram í máli bæjarfulltrúanna flestra að þeim leist mætavel á tillögur nefndarinn- ar. Þær væm á allan hátt aðgengi- legri og jákvæðari. í umhverfis- matsskýrslunni er kostnaðaráætlun 900-1000 milljónir, en kostnaðará- ætlun nefndar heimamanna er 500-550 þúsund-eða helmingi lægri. Það sýnir m.a. glöggt hversu mikið ber þarna á milli. Nánar verður sagt frá þessu, þegar málin skýrast sem ætti að verða fljótlega. J.J. DV Til hamingju með afmælið 16. apríl 85 ára_______________ Ljótunn Jónsdóttir, Holtsgötu 37, Reykjavík. 80 ára Ingibjörg Karlsdóttir, Húnabraut 40, Blönduósi. 75 ára Arndís Eyjólfsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Ingólfur Viktorsson, Lynghaga 7, Reykjavík. Marteinn Sigurðsson, Gilsbakkavegi 7, Akureyri. 70 ára Dagbjört Hafliðadóttir, Sjafnargötu 6, Reykjavík. Guðfinnur H. Pétursson, Sólheimum 27, Reykjavík. 60 ára Áslaug Halldórsdóttir, Grenimel 45, Reykjavík. Þóra Þórðardóttir, Fljótaseli 23, Reykjavík. Guðmundur Gestsson, Hraunsvegi 3, Narðvík. 50 ára Magnús Theódórsson, Kúrlandi 8, Reykjavik. Tómas Már Kjartansson, Breiðuvík 9, Reykjavík. Bergþóra Sigurbjömsdóttir, Maragrund 11, Garðabæ. Elín Þorsteinsdóttir, Hólavöllum 15, Grindavík. Helgi Sigfússon, Austurvegi 25, Hrísey. Einar Þórólfsson, Sunnubraut 4b, Höfn. Vladimir Lossevskoi, Engjavegi 84, Selfossi. Þórður Sigurðsson, Háengi 10, Selfossi. 40 ára Brahim Boutarhroucht, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Anna Paticia Brizuela, Reykjahlíð 12, Reykjavík. Kolbrún Alda Sigurðardóttir, Aðallandi 16, Reykjavík. Ólafur Ottó Erlendsson, Álftamýri 38, Reykjavík. Jónas Hallgrmuu' Bragason, Engjaseli 35, Reykjavík. Ingunn Ólafsdóttir, Hvassabergi 12, Hafnarfirði. Gunnar Páll Gunnarsson, Norðurgötu 31, Akureyri. Kári Erik Halldórsson, Munkaþverárstræti 7, Ak. Jónína Þórarinsdóttir, Lyngheiði 14, Hveragerði. íi 3£ Pli ekki í belti .uitflii inu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.