Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Spurningin Lesendur Hver er uppáhaldspersón- an þín í fornsögunum? (Spurt á Hvolsvelli) Gunnar Eyjólfsson vélvirki: Gunnar á Hlíðarenda. Guðmundur Kjartansson raf- virki: Gísli Súrsson. Marí Linda Jóhannsdóttir hús- móðir: Egill Skallagrímsson. Reynir Friðriksson, trygginga- og íjármálaráðgjafi: Grettir Ás- mundsson. Arnþór Árnason, starfsmaður kirkjugarða Reykjavíkur: Gunn- ar á Hlíðarenda. Hólmfríður Meldal öryrki: Skarp- héðinn Njálsson. • • Ossur situr a tímasprengjunni „Kosningaupphlaup Össurar er sérlega ótrúverðugt, ekki síst í Ijósi tillagna hans eigin félagsskapar í efnahags- og ríkisfjármálum," segir Orri m.a. í svari sínu til Össurar. Orri Hauksson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, skrifar: Össur Skarphéðinsson, frambjóð- andi Samfylkingarinnar, er óþreyt- andi við að halda að fólki að drungi sé yfir efnahagsmálum íslendinga. Hann tekur ekkert mark á erlendum matsfyrirtækjum og lánastofnunum sem gefa landinu hverja ágætisein- kunnina á fætur annarri fyrir fj;ú'- málastjóm sína. Þessir erlendu aðil- ar era ekki í kosningabaráttu. Össur gerir lítið úr þrennu sem rík- isstjómin hefur gert til aö örva sparn- að. Af einhverjum ástæðum sleppir hann íjórða og langmikilvægasta at- riðinu, því að ríkisstjórnin er nú að greiða niður skuldir um 35 þúsund milijónir á tveimur árum! Það er stærsta spamaðaraðgerð í íslenskum efnahagsmálum um áratugaskeið. Þá á Össur fáa skoðanabræður þegar hann fullyrðir að þegar þriðjungur þjóðarinnar fjárfestir í ríkisþönkun- um, eins og gerðist i fyrra, aukist sparnaður ekki, heldur minnki! Það á ekki að gera litið úr viðskipta- halla. Slíkur halli verður jafnan í efna- hagsuppsveiflu eftir langa kyrrstöðu og sé hann tímabundinn er allt með felldu, þótt vissulega sé rétt að hafa vakandi auga. Hins vegar er fráleitt að mála skrattann á vegginn. Frambjóð- endur verða að sýna vissa ábyrgð, jafnvel þótt kosningar séu í nánd. Seðlabankastjóri hefur getið þess að hallinn var óvenjulega mikill í fyrra vegna tímabundinna ástæðna, s.s. flugvélakaupa, birgðasöfnunar álvera og innflutnings fjárfestingar- vara. HaUinn á vöruskiptum við út- lönd fer enda ört minnkandi, nam 3,4 milljöröum fyrstu tvo mánuðina í ár, en 7,2 milljörðum á sama tíma í fyrra. Verðmæti innflutnings þessa mánuði voru 15% minni í ár en í fyrra. Enda hefúr Fjárfestingarbanki atvinnulífsins, sem Össur segir að styðji dómsdagsspár hans, frábeðið sér túlkun hans. Þetta kosningaupp- hlaup Össurar er sérlega ótrúverð- ugt, ekki síst i ljósi tillagna hans eig- in félagsskapar í efnahags- og ríkis- fjármálum. Guðmundur Ólafsson, lektor í hagfræði við Háskóla ís- lands, sagði í sjónvarpsfréttum fyrir fáum dögum að eina tímasprengjan sem tifaði í efnahagsmálum hér á landi væri að búið væri að sameina í einn stjórnmálaflokk „allt vitlaus- asta fólkið í efnahagsmálum í land- inu“. - Síst hefur dregið úr gildi þeirra hressilegu ummæla með mál- flutningi Össurar Skarphéðinssonar um ríkisflármál. Menningarhús Sigurður skrifar: Björn menntamálaráðherra er hugmyndaríkur. Hann vill sjá menningarhús í hverjum landsfjórð- ungi. Ekkert fé til þess á fjárlögum, segja úrtölumenn. Menn tryggja ekki eftir á en þeir mega borga eftir á. Menningarviti á Selfossi vill að menningarhús verði fremur á Sel- fossi en í Eyjum. Þó segh hann að þeh hafi næstum tilbúið 450 manna fínan sal en vanti smápening. í Eyjum vantar menningarhús. Fyrir aldamót og fram á 4. tug útlíð- andi aldar sáu góðtemplarar eyja- skeggjum fyrh samkomuhúsi, nefnilega Templaranum gamla sem dugöi vel á sinni tíð. í kreppunni réðust sjálfstæðismenn í það stór- virki að reisa stórhýsi sem var að hluta til menningarhús enda oft nefnt Höllin. En fyrir nokkrum árum gafst okkar langstærsti flokk- ur upp á rekstrinum og nánast gaf trúarsöfnuði höllina sína. Ef halda ætti nú fund fyrh bæjarbúa alla yrði það að vera útifundur. Nokkrir salir stofnana og félaga duga ekki til stórfunda og hafa ýmsa vankanta, svo sem þegar boðið er til funda í sal á þriðju hæð án lyftu. Hér í Eyjum þarf því menningar- hús; það er rétt hjá Bhni ráðherra. Mætti kannski leysa málið með því að bjóða trúarsöfnuðinum hæfilegt, gott hús og Samkomuhús Vest- mannaeyja, sem flokksbræður Björns reistu, verði gert að glæsi- legu menningarhúsi. Sóluð dekk og gömul blýlóð Skarphéðinn Einarsson skrifar: Nú fer í hönd hin árlegu dekkjaskipti vetrardekk af - sumardekk á. Margh þurfa að kaupa ný sumardekk. Sumh kaupa sóluð dekk sem er slæmur kostur. Sól- uð dekk eru gömul dekk, flutt inn t.d. frá Þýskalandi þar sem hraðinn er oft 200 km á hraðbrautunum. Er til íslands kemur era þau klædd í nýjan ham. Þeh sem kaupa svona vöru geta átt á hættu að öll dekk bíls- ins séu sitt af hverri gerð - hvert með sinn aksturseig- inleika. Bílar með svona dekk missa aksturseiginleika sína og geta beinlínis verið hættulegir á miklum hraða. Ég veit um dæmi þar sem hvellsprungið hefur á bíl sem dekk höfðu nýlega verið keypt undir. Þar ók kona með [Li©I»Æi ÞJónusta allan í síma O kl. 14 og 16 endurvinnslu. Allir fengju ný blý enda greiddi kúnn- inn fyrir ný lóð. Gömul lóð eru hættuleg. Sveigjan í spennunni heldur þeim við felguna, fer úr er þau eru tekin af, sagði hann. Hér á landi era fólki seld gömul lóð sem öðram vora seld sl. haust. Ég veit dæmi að menn á verkstæðum pússa gömul lóð með stálull þegar rólegt er og selja síðan sem ný. Einnig veit ég um stórt verkstæði í Reykjavík sem sólar dekk, þar era gömul lóð sett í steypuhrærivél, þar pússast þau af núningn- um. Síðan er sinkblöndu hellt í og fólk heldur að um ný lóð sé að ræða en svo er ekki. Ég veit líka um verkstæði sem bjóða viðskiptavinum sínum aðeins ný lóð. Við þá á fólk að versla. Ég sá auglýsingu frá Bónusi þar sem boð- in era ódýr dekk, miklu ódýrari en sóluð. í stórmörkuðum erlendis, t.d. í Bretlandi og Bandaríkjunum, era dekk til sölu alit árið. í Bandaríkj- unum eru þau framleidd með nafni viðkomandi markaðar, t.d. Shears sem eru mjög góð dekk. Þau hafa borist hingað með notuðum bílum frá Bandaríkjunum. Bileigendur, kaupið nýtt, látið ekki selja ykkur lélega vöra. Skipt um dekk á bíl. Það er eins gott að fá ný blýlóð, segir bréfritari. ung böm sín. Mesta mildi var að þar fór ekki verr. Hér eru dekk til sölu frá Kóreu á svipuðu verði og sóluð. Þau era ný og hafa reynst mjög vel hér á landi og t.d. í Bret- landi. Talandi um Bretland þá era þar til sóluð dekk sem era 50 pró- sent ódýrari en dekk frá Kóreu og Malasíu o.fl. Asíulöndum. í Bret- landi fá menn ný blýlóð er dekk eru jafnvægisstillt. Sl. vetur þurfti ég að láta gera við varadekk á bílaleigubíl sem ég var með þar. Ég spurði við- gerðarmann hvort þeir notuðu not- að blý. Hann sagði aö þau færu í Slakt lag í Evróvisíon Guðmundur skrifar: Mér fínnst framlag Islands í söngvakeppni Evrópskra sjón- varpsstöðva heldur í slakara lagi. Páll Óskar Hjálmtýsson átti ágæt- isspretti þegar hann fór fyrir okk- ar hönd síðast þegar viö tókum þátt í keppninni en þá sagðist hann ætla að fara til að breyta keppninni. Ég las það út úr því að hann ætlaði ekki að fara til að ná árangri fyrir hönd þjóðarinnar. Það er svo spuming hvort verið sé að fara í keppnina nú með því hugarfari að ná árangri fyrir söng- konuna Selmu en ekki til að sýna landsmönnum það sem þeir eiga skilið. Ekki bætir úr skák að lagið er sungið á ensku. Vextir háir Gylfi hringdi: Útlánsvextir eru allt of háir hér landi. Maður skilur eiginlega ekki hvað býr að baki hjá fjár- málastofnunum þegar þær hækk- uðu vexti nú nýverið. Þær hafa flestar skilað góðum hagnaði á síðasta ári og eftir því sem maður heyrir verður milliuppgjör fyrir árið í ár ekki slakara. Én það rík- ir reyndar gífurleg framkvæmda- gleði i íslendingum. Menn eru að kaupa hús, sumarbústaði og leggjast í hinar og þessar fram- kvæmdir að ógleymdum sólar- landaferðum. Þess vegna ætla ef til vill einhverjir að taka lán fyr- ir hlutunum þar sem staöan á vinnumarkaðnum er góð. Þetta notfæra lánastofnanirnar sér og hækka vexti, allar um sömu pró- sentu. Bankakerfið býður upp á of háa vexti í dag en veit að marg- ir munu ekki veigra sér við að taka lán, þrátt fyrir þaö. Ráðist á konu Pípulagningamaður hringdi: Það var sagt frá því að ráðist hefði verið á aldraða konu og af henni var rænt peningaveski. Hvað er eiginlega að gerast á þessu landi? Þetta er ekki nýtt en þetta er gjörsamlega ólíðandi. Hvað gengur þessi fólki til sem stundar þessa iðju? Líklega er þetta fylgifiskur þess eiturlyfja- djöfuls sem hér tröllríður öllu. Fíklar sem líða skort á eitri. Við verðum að rétta því fólki, sem á um sárt að binda einhverra hluta vegna, hjálparhönd. Hér eru til meðferðarstofnanir og ég vil sér- staklega nota tækifærið og þakka þeim sem er að reisa meðferðar- heimili í gömlu Rockvilie-stöðinni á Miðnesheiði. Sá maður hefur unnið þrekvirki í því að koma fólki til heilsu á ný. Staðan fýrir kosningar Gylfi skrifar: Þegar þetta er skrifað eru rétt um fimm vikur þar til kosið verð- ur. Þá er ljóst að Sjálfstæðisflokk- urinn þarf ekki að beijast fyrir lífi sínu þrátt fyrir að hafa verið nú í ríkisstjórn, sem leiðandi forystu- afl i landinu, í tvö kjörtímabil. Flokkur sem heldur slíkt út og þarf ekki að sannfæra kjósendur um það hlýtur að teljast sterkur. Þá hefur Samfylking fengið það fylgi sem flestir bjuggust við af henni. Það kostar sitthvað að reisa nýjan flokk. Fylgistapið er veru- legt en eðlilegt. Þá má gera ráð fyrir því að flokkurinn muni á næsta kjörtímabili, ef hann starfar þar í stjórnarandstöðu, ná því aö vera stærsti eða næststærsti stjómmálaflokkurinn á íslandi. Þ.e. ef stofnaður verður einn flokkur úr A-flokkunum og Kvennalista. Þá held ég að ljóst sé að Framsóknarflokkurinn muni tapa nokkru fylgi. Hann fer sömu leið og Alþýðuflokkurinn gerði. Núverandi ríkisstjórn mun starfa áfram að loknum kosningum. Það þarf miklar breytingar til að koma í veg fyrir það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.