Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Page 20
20 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Kynntar verða nýjustu rannsoknir i landbúnaði, nýjungar í vélum og tækjum, lífið í sveitinni o.fl. Þeim sem vilja koma á framfæri efni í blaðið er bent á að hafa samband við Hallgrím Indriðason í síma 697 4378, netfang: hallgri@vortex.is Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í blaðinu vinsamlega hafi samband við Sigurð Hannesson, auglýsingadeild DV, hið fyrsta, í síma 550 5728. Athugið að síðasti pöntunar- og skiladagur vinnsluauglýsinga er föstudagurinn 23. apríl. f|g|gg (f www.umferd.is Fréttir i>v Hólmavík: Ágætur línuafli DV, Hólmavik: Ógæftir hömluðu oft minni bát- um að sækja sjó í marsmánuði en afli á línuna var ágætur þá sjaldan farið var, þetta 200-300 kg á balann og stöku sinnum þar yfir. Hjá nokkrum tekur nú við daufur tími þangað til hentugt telst að hefja handfæraveiðar. Nokkrir hyggjast, þó mun færri en undanfarin vor, leggja fyrir grásleppu þótt söluhorf- ur séu óvissar og verðið lágt. „Það lækkaði nánast um leið og veiðarnar hófust um 6 þúsund krón- ur og fór í 35 þúsund fyrir tunnuna. Það er meira en helmingslækkun frá því sem var fyrir tveimur árum þegar verðið náði 74.600 krónur fyr- ir tunnuna," segir Ingólfur Andrés- son, útgerðarmaður í Bæ á Sel- strönd. Hann ásamt örfáum öðrum hefur lagt nokkur grásleppunet og fengið sæmilegan afla. Þá var hann ágætlega var við rauðmaga í nokk- ur net en sala á honum reyktum er nánast trygg. -GF Már Ólafsson skipstjóri ieggur upp góðan línuafla á Hólmavík. DV-mynd Guðfinnur Bæjarráð Hornafjarðar, Fjarðarbyggðar og Austur-Héraðs, ásamt Páli Skúla- syni rektor og Rögnvaldi Óiafssyni dósent. DV-mynd Júlía Austfirðingar samein- ast um stór verkefni DV, Höfn: Bæjarráð þriggja stærstu sveitar- félaganna á Austurlandi, það er Hornafjaröar, Fjarðabyggðar og Austur-Héraðs, hafa komist að sam- komulagi um ákveðna þrískiptingu og samvinnu í mikilvægum mála- flokkum sem tengjast menntun og atvinnuuppbyggingu á Austurlandi. Gengið var formlega frá þessu sam- komulagi þegar bæjarráð sveitarfé- laganna komu saman til fundar á Höfn 9. apríl. Samstarf sveitarfélaganna felur í sér verkaskiptingu þannig að Þró- unarstofa Austurlands verði stað- sett á Austur-Héraði, Fjárfestinga- sjóður Austurlands í Fjarðabyggð og Háskólastofa Austurlands á Homafirði. „Þetta er á margan hátt tíma- móta-samkomulag, sem ég veit að tekið verður eftir,“ sagði Gísli Sverrir Árnason, forseti bæjar- stjórnar Hornafjarðar, „og það er táknrænt fyrir það að Austfirðingar eru að snúa vörn í sókn með því aö taka höndum saman um svona stór verkefni. Hjá ráðuneytum mælist þetta vel fyrir og talið að þetta fyr- irkomulag sé til fyrirmyndar, í stað þess að byggðakjamar eða sveitarfé- lög séu að kljást um slík mál,“ segir Gísli Sverrir. Bæjarráðsmenn leggja áherslu á að samkomulag þessara þriggja sveitarfélaga muni alltaf hafa hags- muni alls íjóðimgsins að leiðarljósi. Gestir á fundinum voru Páll Skúla- son háskólarektor og Rögnvaldur Ólafsson dósent. -JI N U SELJUM VIÐ LÍTIÐ i wm RAF- OG HEIMILISTÆKI Á HLÆGILEGU VERÐI HLAUPTU - STÖKKTU - HJÓLAÐU ÞVOTTAVÉLAR ÞURRKARAR OFNAR HELLUBORÐ ÍSSKÁPAR - FVRSTIR KOMA FVRSTIR FÁ. ATH. TAKMARKAÐ MAGN U P P ÞVOTTAV ELAR SJÓNVÖRP HLJÓMTÆKI á íslandi Stærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeðja í Evrópu RflFTfEKJflUERZLUN ÍSLflNDSfF - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.