Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1999, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 19. APRÍL 1999 Fréttir Allri áhöfn Djúpbátsins Fagraness sagt upp: Framtíð okkar óráðin - segir Hjalti Hjaltason skipstjóri DV, Vestfjörðum: „Þaö hefur allri áhöfninni verið sagt upp frá og með 1. júní og við vit- um ekkert hvað verður eftir það - hvort skipið verði rekið áfram eða hvað verður. Framtíð okkar er því al- veg óráðin," segir Hjalti Hjaltason, skipstjóri á bílferjunni Fagranesi frá ísafirði. Nokkrar umræður hafa verið und- anfarin misseri um rekstrargrundvöll skipsins. Fagranesið fór yfir veturinn reglubundnar ferðir milli ísafjarðar og Amgerðareyrar í ísafjarðardjúpi, með bíla og farþega. Yfir sumartím- ann hefur skipið auk þessa stundað reglubundnar siglingar á Homstrand- ir, sem erlendir sem innlendir ferða- langar hafa nýtt sér. “Fólk vill þessa þjónustu, enda hef- ur verið mjög vaxandi aukning hjá okkur. Frá því í fyrra hefur orðið vel yfir 100% aukning á flutningi fólks- bifreiða um Djúpið og það er hreint ekki lítil aukning, þannig að fólk vill þessa þjónustu. Sumarferðirnar á Strandir höfum við boðið upp á í mörg ár og hafa þær verið vinsælar. Þá sinnum við öllum stærri flutning- um í eyjarnar í Djúpinu, auk þess að sinna þeim verkefnum sem uppá koma. Það er því afleitt ef þessi þjón- usta leggst af. Það halda áfram að koma vetrarófærðir með tilheyrandi hættuástandi þó Djúpvegurinn verði malbikaður eitthvað meira og því mikið öryggi í að hafa skipið" segir Hjalti skipstjóri. -GS Bílar aka frá Fagranesinu við bryggju á Arngerðareyri. DV-mynd Guðm. Sig. Strandasýsla: Stórbygging á Smáhömrum DV, Hólmavík: „Það var alltaf ætlun okkar, ef við færum út í þessar framkvæmdir, að reyna að gera þetta eins þokkalega og hægt væri,“ segir Björn H. Karls- son bóndi, sem býr ásamt Guð- brandi syni sínum á Smáhömrum 1 og 2 í Kirkjubólshreppi. Þeir hafa nýverið fullgengið frá líklega stærstu byggingu sem reist hefur verið á sveitaheimili í Strandasýslu, þegar fjárhúsabyggingar eru frá- taldar og heygeymslur þeim tilheyr- andi. Byggingin er stálgrindahús frá Finnlandi, tæplega 490 fermetrar, og skiptist í þrjá hluta nokkuð áþekka - fyrir hesta og fé að stærð og loka tvö skilrúm hverj- um hluta frá þeim næsta. í öðrum endanum er hesthús og þar liðlega 8 fermetra stíur, ætlaðar 2 hestum hver, og ein stía ætluð einu hrossi. Timburslár eru undir, um 5 tomm- ur á þykkt, sem flestar eru fengnar af rekanum á jörðinni. Þær eru klæddar tilskornum ræmum úr reimum, sem ekki voru lengur not- hæfar í verksmiðju við Hvalfjörð- inn, og gera ástöðuna þægilega. Þær varna sliti á timbrinu, ekki síst þeg- ar skaflajárn eru undir hófum. Skil- rúm eru úr vönduðu efni, bæði inn- lendu og erlendu. Þessar stíur má nokkuð auðveldlega nota fyrir lambfé á vorin, gerist þess þörf. Undir er áburðarkjallari, nær tveir metrar á dýpt. Sjálfbrynning er við hvert skilrúm. í hinum enda hússins er véla- geymsla. Björn segir að mikill feng- ur hafi verið að fá hana. Seltan frá sjónum sé mikill skaðvaldur og hafi lengi farið illa með allar vélar og tæki. Því sé mikilvægt að þær séu í góðum húsakynnum þegar þær eru ekki í notkun og ekki síst að hafa aðstöðu til að geta sinnt viðhaldi og lagfæringum á tækjum, t.d. yfir vetrartímann. Rýmið á milli véla- geymslu og hesthúss er hugsað sem aðstaða til að bandvenja og temja hesta. Þar er sjávarmöl í gólflagi og hentar einnig vel sem heygeymsla. Hestar í nýja húsinu. Oft getur verið næðingssamt á Smáhömrum og skjól fyrir sauðfé af skomum skammti næst sjónum. Nú þarf ekki annað en að lyfta stórri hurð og þá er hægt að reka inn hóp af lambfé og þar er gott skjól meðan vorhret eru. Björn, sem hefur átt heima á Smáhömrum alla tíð, segist mjög ánægður með húsið, vinnu og frágang þeirra sem helst lögðu þar DV-mynd Guðfinnur hönd að verki. Einkum voru það starfsmenn Grundaráss ehf. Hann segist nú hafa látið reisa sina síð- ustu byggingu. Aðrir og yngri bændur taki nú við. Kunnugum kemur ekki á óvart að hvarvetna í þessari stóru byggingu getur gest- komandi fleygt sparijakkanum í gólfíð, óttalaus um að á honum sjá- ist óhreinindi. -GF Veist þú um einhverjar tvær eins? Ef svo er þá hvetjum við þig til að senda okkur mynd því í tilefni mæðradagssins er leitin hafin að líkustu mæðgum íslands. Skilafrestur á myndum er til 30. apríl. Dómnefnd mun velja 10 líkustu mæögurnar og frá 3.-6. maí fer fram atkvæðagreiðsla á vísi.is. Úrslitin verða kynnt 8. mai og eru glæsilegir vinningar í boði. Utanáskriftin er: Tvær eins Matthildur FM 885 Hverfisgötu 46 101 Reykjavík visir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.