Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 Fréttir Umferðarslysum af völdum búfjár fiölgar: Stórátak í að girða og merkja - segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtakanna 1996 1997 1998 1996 1997 1998 Kindur Hross li „Það er verið að vinna í þessum málum og lögum verður væntanlega breytt á næsta Alþingi," segir Ari Teitsson, formaður Bændasamtak- anna, um þau vandamál sem bUfé skapar á vegum landsins. Slys af völdum búfjár voru 205 í fyrra sem er tæplega 30% fjölgun frá í hitti- fyrra en þá var slysafjöldi 154. „Nefndin sem vinnur í málinu hefur skilað áfangaskýrslu sem gengur Ut frá því að það verði gert stórátak í að gjrða vegi landsins til þess að draga Ur líkum á því að bUfé verði á vegunum. Nefndin gerir líka ráð fyrir því að þar sem ekki eru tök á að girða verði merkt þannig að vegfarendur séu að- varaðir um hættu af bUfé. Maður sér víða svoleiðis í Utlöndum. Gott sam- starf er á milli bænda, sveitarstjóma og Vegagerðarinnar um að reyna að leita lausna á þessu máli.“ Nokkur aðvörunarskilti voru sett upp i fyrrasumar, sérstaklega þar sem óhjákvæmilegt er að reka kýr yfir vegi. „Ég geri ráð fyrir að þess- um skiltum fjölgi en jafnframt mun þörfin minnka því það verður von- andi girt meira. Þetta er ófremdar- ástand og það er allra hagur að þetta verði bætt. Ég vona bara að við náum að flnna sameiginlega lausn á þessu vandamáli. Þá er ég að tala um Alþingi sem umboðs- mann og ábyrgðarmann Vegagerð- arinnar og bændur. Sveitarstjómir koma líka að þessu,“ segir Ari Teits- son, formaður Bændasamtakanna. Eignatjón vegna bUfjárslysa skiptir tugum milljóna á ári. Stærstu og alvarlegustu tjónin era þar sem hross koma við sögu. Þá er Ari Teitsson. ekki tekið tillit til líkamstjóns öku- maxma og farþega. Tjónagreiðslur Sjóvár-Almennra einna vegna bó- fjárslysa á áranum 1997 og 1998 námu um 24 millj. kr. Þar af voru greiddar um 14 millj. kr. til búfjár- eigenda. -SJ/-hvs Nefndi aldrei flokk Eins og frægt ér orðið brutust Ut óeirðir meðal liðsmanna Samfylk ingarinnar þegar lektorinn Guð- mundur Ólafsson sagði í viðtali í sjónvarpi fyrir nokkru að allir vit- lausustu menn lands- ins í hagfræði væm saman komnir í einn stjómmálaflokk. Kallaði forseti deild- arinnar lektorinn á sinn fund enda ekki talið mönnum bjóð- andi að háskóla- kennarar létu í ljós skoðun sína á þjóðmálunum. Virðist ekki sama hvort sé Jón eða séra Jón því fyrir nokkrum misserum ritaði Þorvald- ur Gylfason hagfræðiprófessor grein í Morgunblaðið og varaði við að hér myndi verða fátækt innan nokkurra ára. Það sérstaka við yfir- lýsingu Guðmundar þótti þó að lekt- orinn nefndi aldrei neinn stjórn- málaflokk. Engu að síður ruku liðs- menn fylkingarinnar upp til handa og fóta... Árni ráðherra Samkvæmt nýjustu skoðana- könnun DV fær Sjálfstæðisflokkur- inn hreinan meirihluta í Reykjanes- kjördæmi, hlýtur þar með sjö þing- menn í stað fimm nU. Þykir þetta tíðindum sæta þegar svo stutt er til kosn- inga. Nefna menn að hinum nýja leiðtoga sjálfstæðismanna í kjördæminu, dýra- lækninum Áma M. Mathiesen, hafi tekist vel að stilla saman strengina fyrir kosningarn- ar. Telja menn að erfitt verði að ganga fram hjá Áma þegar velja á ráðherra í nýja ríkisstjóm Fram- sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks... Vatneyrin frá Patreksfirði laus úr farbanni: Heldur út úr ís- lenskri lögsögu - reynum fyrir okkur viö Rockall, segir útgerðarmaöurinn Hið fræga togskip Vatneyrin BA frá Patreksfirði er nú um það bil að halda til veiða eftir nokkurra mán- aða hlé eftir að Fiskistofa svipti það veiðileyfi fyrir að veiða án kvóta í tveimur veiðiferðum. Svavar R. Guðnason hefur nú lag- fært kvótastöðuna og þar með losað skipið úr veiðibanninnu. Svavar sagði að málinu væri alls ekki lokið en hann myndi nú senda skipið á Rockall-svæðið. „Ætli maöur reyni ekki að stríða Bretanum aðeins að þessu sinni,“ segir Svavar. Skipið heldur til veiða með sama skipstjórann og var með það á ís- landsmiðum en að öðra leyti er ný áhöfn. -rt Verið var að sjóbúa Vatneyrina um helgina. DV-mynd S Evrópa er ekki á dagskrá DV efndi um helgina til skoðanakönnunar meðal þjóðarinnar um afstöðu hennar til hugsanlegrar aðildar að Evrópusambandinu. Spurt var hvort fólk vildi hefja viðræður um hugsanlega aðild. RUmlega sex af hverj- um tíu aðspurðra svör- uðu spumingunni ját- andi. Þetta er svo sem allt saman gott og blessað en ritstjóm DV verður að átta sig á því að þessi spuming er al- gjörlega Ut í bláinn. Hún er íslenskum stjómmálum og stjóm- málamönnum gjörsam- lega óviðkomandi. Þess vegna vekur það furðu að blaðið sé að eyða tíma, plássi og pappír i svona vitlausa spumingu. Allir sem með kosningabaráttunni fylgjast gera sér grein fyrir því, aö aðild að Evrópusam- bandinu er ekki á dagskrá. Það er meira að segja bannað að tala um hana. Það dettur engum lif- andi manni í hug að ræða það mál. Það er hvergi minnst á Evrópu eða Evrópusambandið og gjör- samlega „beside the point“ hvað fólki finnist um þetta Evrópusamband. Það má vel vera að fólkinu í landinu finnist að íslendingar eigi að athuga hvort taka eigi upp viðræður um hugsanlega aðild. Það getur líka vel veriö að sumum finnist að við ættum heima í þessu sambandi af því að við erum Evrópuþjóð. Einhverjum dytti jafnvel í hug að þegar kosið er til Alþingis væri það mál ofarlega á baugi hver framtíð okkar er, í tengslum við Evrópu og Evr- ópumál. En þá gleyma menn því að bæði flokkamir og þó sérstaklega Davíð Oddsson hafa ákveðið að tala ekki um Evrópumál í íslenskri pólitík. Ekki frekar en um kvótamálin, sem nokkrir sérvitr- ingar hafa verið að nefna í þessari kosningabar- áttu. Kvótinn er ekki á dagskrá, nema þá til að minna fólk á að stjómmálaforingjamir era til- búnir til að kanna hvort sátt náist um kvótann, eftir kosningar, ef sátt næst um að tala ekki um hann fyrir kosningar. Kosningamar um næstu helgi snúast ekki um það hvað taki við, heldur um það sem búið er að gera og þá aðallega um þau mál, sem stjómmála- flokkamir geta sætt sig við að talað sé um. Þess vegna er það alveg út úr kú að nefna Evrópumál- in frekar en kvótamálin, jafnvel þótt sex af hverj- um tíu kjósendum finnist eitthvað um þau mál. DV gæti alveg eins spurt rnn stríðið í Kosovo eða Nató eða hver eigi að vera forsætisráðherra í næstu ríkisstjóm. Allt er þetta jafnbjánalegt og fjarri íslenskri pólitík. Flokkamir hafa ákveðið að tala ekki rnn svoleiðis útópíur eins og það hvort einhver annar eigi að vera forsætisráð- herra en Davíð. Og meðan Davíð ræður, talar enginn um Evrópu. Frekar en kvótann. Fjölmiðlar eiga ekki að spyrja um það sem ekki er á dagskrá. Dagfari Einvígi aldarinnar Stöð 2 sendi á sunnudagskvöld út margauglýst einvigi þeirra Kára Stefánssonar og Sigmund- ar Guðbjamasonar um miðlæga gagnagrunninn. í aðdragandanum var auglýsingaæðið slíkt að líkast var að þar mundu takast á boxarar í þungavigt- arflokki, rammir að afli. En spaugilegri þótti þó þáttur Páls Magnússonar fréttastjóra í öllu saman. Bylgjan tók við hann viðtal um einvígið í hádegisfréttum og síðan var að heyrast í honum á Bylgjunni fram eftir degi. í 19 20 var enn viðtal við Pál um þetta ein- vígi. Það er gott og blessað aö starfsmenn fréttastofanna tah sam- an en gúrkan má vera ansi græn til að menn fari að senda samtölin í loftið æ ofan í æ ... Pólitísk spenna Skoðanakannanir sýna að sá mögúleiki er nærtækari en áður að Steingrímur J. Sigfússon myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkn- um. Viðhorf beggja til kvótamálsins eru þess eðlis að ólík- legt er að brjóti á því, auk þess sem Stein grímur J. Sigfús- son hefur ítrekað lagt áherslu á að brottfór hersins verði ekki gert _________ hærra undir höfði í samnhig um um stjómarmyndun en öðrum málefnum VG. í röðum Framsóknar og Samfylkingar eru menn uggandi yfir hversu Davíð Oddsson virðist leggja sig fram um að hampa Stein- grími, telja það til marks um vax- andi líkur á slíku samstarfi. Sjálf- stæðisflokkurinn myndi þá fá 8-7 ráðherra og auðvelt yrði því að koma sjálfstæðiskonu í ráðherra- stól. Jafnframt fengi flokkurinn bæði forsætis- og utanríkisráðuneyt- ið, þannig að Bjöm Bjarnason gæti loks orðið utanríkisráðherra... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.