Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAI 1999 i ennmg 11 Listviðburður Pólska sópransöngkonan Agnes Wolska hélt tónleika ásamt danska píanóleikaran- um Elsebeth Brodersen á vegum Styrktar- félags íslensku óperunnar á laugardaginn. Wolska hefur sungið við fjölmörg óperuhús í Evrópu og jafnframt komið fram á tón- leikum og tónlistarhátíðum víða um álf- una. Á síðasta ári hlaut hún verðlaun í al- þjóðlegri söngkeppni sem fram fór í Tou- louse í Frakklandi. Það er því mikill feng- ur að fá tækifæri til þess að heyra í henni hér, enda tónleikar sem þessir sjaldgæfir eftir að tónlistarfélagið sáluga lagði upp laupana. Tímasetningin var aftur á móti af- leit og því heldur fáliðað á áheyrendabekkj- unum og merkilegt að ekki skyldi tekið til- lit til afmælistónleika Jóns Leifs sem voru á sama tima og ákveðnir löngu fyrirfram. En efnisskráin var samansett af ítölsk- um óperuaríum og einni franskri og ítölsk- um og pólskum sönglögum og hófst á Qui la voce sua soave úr I Puritani eftir Bellini. Það þarf töluvert áræði til þess að byrja á slíkri aríu en Wolska var öryggið uppmál- að og var flutningur þeirra á þessari til- fmningaþrungnu aríu glæsilegur. Breitt raddsvið Tregafull kveðjuaría Maríu úr La Figl- ia del reggimento eftir Donizetti var sömu- leiðis fallega flutt og hitti túlkun hennar á henni mann beint í hjartastað. Tvö sönglög eftir Puccini, Sole e amore og Terra e mare komu þar á eftir og runnu ljúflega niður sem og tvö sönglög Francesco Tostis, hið skemmtilega A vucchella eða Til munnsins þar sem slegið var aðeins á léttari strengi og Ideale sem var túlkað af miklu innsæi. Wol- ska er greinilega listamaður fram í fmgur- góma sem setur tónlistina sjálfa ofar öllu og hefur valdið til þess að flytja hana af mikilli Agnes Wolska. Tónlist Arndís Björk Ásgeirsdóttir sannfæringu. Þannig var risaarían Col sorriso d’inn- ocenza úr II Pirata eftir Bellini stórkostleg í meðfórum hennar þar sem hún næstum því reif úr manni hjartað með hrífandi túlkun sinni. Je veux vivre úr Rómeó og Júlíu Gounods var flutt af ákafa og gleði og Arrigo! Ah, parli a un core úr I Vespri Sicilianieftir Verdi var hreint stórkost- leg og sömu sögu er að segja af O mio babbino caro úr Gianni Schicchi eftir Puccini. Wolska hefur til að bera breitt raddsvið og er hún jafnvíg á það neðra og efra. Neðri hlutinn naut sín einkar fallega í tveimur sönglögum Chopins, Ósk og Fríö- ur piltur sem eru hvort tveggja algjörar perlur og voru fluttar sem slíkar að sjálf- sögðu á pólsku líkt og hin fjögur sem á eft- ir fylgdu. Slavneskur tregi Ekki má heldur gleyma hlut píanistans sem stóð sína plikt með mikilli prýði enda vanur meðleikari og augljóst að hún kunni sitt. Sýndi hún það m.a. í ágætlega bita- stæðum parti i Spunastúlkunni eftir Stan- islaw Moniuszko þar sem pianóið túlkar rokkinn sem snýst og snýst endalaust og var flutningur þess lags sem og hins ljúfsára lags um Gullfiskinn eftir sama höf- und ákaflega eftirminnilegur. Að endingu fluttu þær svo Undir hlynin- um og Talaóu viö mig aftur eftir Mieczyslaw Karlowicz sem eru full af slavneskum trega sem er dálítið inn- hverfari en sá ítalski og lét söngkon- unni vel að túlka hann líkt og annað sem var að finna á efniskrá þessara tónleika. Verður því að teljast synd að ekki skuli fleiri hafa orðið vitni að þessum listviðburði, enda hér á ferð- inni söngkona sem gæti fyllt stærri hús en íslensku óperuna oftar en einu sinni. Samkeppni S tórs veitar smellir lass Ingvi Þór Kormákssnn Síðastliðið fostudagskvöld sýndi Stefán S. Stefánsson, djasstónskáld og útsetjari, listir sínar með Stórsveit Reykjavíkur í Salnum í Kópavogi. Stefán velur sumum verkum sín- um hljómmikil íslensk nöfn og má með góð- um vilja greina eitthvað íslenskt í þeim þótt aðallega beri þau keim af alþjóðlegum og kannski helst bandarískum stórsveitadjassi. Fyrsta verk á dagskrá var Vindhviöur, hressilegt latínfönk þar sem hálfkæfð trompetlína setti skemmtilegan svip á einn kafla verksins. Meira af slíku trompetspili átti eftir að heyrast á tónleikunum. Gaman að því. Gjálfur nefnist lag sem kom út á plötu með Gömmunum fyrir margt löngu og naut sín lítið betur með stórsveit en með gamla laginu. Hokkaídó, sem ekkert minnir á Japan þrátt fyrir nafnið, er hins vegar bráðskemmtilegt ____________________________ svíng með dálítið „Webber-söngleikja- legum“ endahnúti. ______ Gott ef það var ekki í því verki sem sax- amir spiluðu radd- — aðan spunakafla af flottara taginu. Kitlur er prýðisdæmi um útsetninga- hæfileika Stefáns. Hans aðalsmerki er þó góð laglína og hér hélt hann sig rækilega á vegi þeirrar dyggðar þótt lagið tæki á sig ýmsar beygjur og sveigjur. Og enn spunnu kæfðir trompetar á bak við básúnumar sem hér vora í forgrunni. Það sem er skemmtOegast við verkið Vindhviö- ur er upp- hafsstefið sem leikið er á barítonsaxó- fón. Jóel Pálsson og sax- og gítaristinn Eðvarð Lárusson léku sín sóló í hraðara bop-tempói en ankanna- legt var að heyra þegar hægt var á laginu aftur eftir sólóin. Hinsegin blús og venjulegur Fyrri hluta tónleikanna lauk svo á nokk- urs konar „hinsegin“blús, Trapeeze Talk. Eftir hlé var byrjað á Agara gagara sem Samnor- ræna stórsveit- in flutti fyrst árið 1987. Flott lag með góðu básúnusólói hjá Edward Frederiksen. Svo steig sönk- onan Kristjana Stefánsdóttir á svið og söng fyrst vocalísu, Vorlauf og Stefán lék með á sópransaxófón. Þetta er með fallegustu ball- f .'K-j öðum íslenskrar ættar og millikaflinn hrein snilld. Það verður að segjast að ekki em margar söng- konur hérlendar sem geta „skattað" eins og það er kallað, impróviserað eins og hin hljóðfærin gera. Þetta getur Kristjana svika- laust og gerði í lagi sem kallað er Skatt-víf henni til heiðurs. Sú hin sama söng svo gamla smellinn hans Stefáns Tungliö, tungliö taktu mig sem var ósköp þægilegt og útsetningin ósköp þægileg og tilþrifa- litil. Reyndar kom á óvart að ekki skyldu fleiri verk vera með latínsku sniði þetta kvöld þar sem vitað er að Stefán er nokk- uð hallur undir hrynjandi af því tagi. Annað er svo það hversu hefðbundin þessi verk voru. Það er sko öruggt að ekki var.um neina framúrstefnu- tilraunir að ræða í þetta skipti. Að lokum var svo fluttur annar smellur Stefáns, alvöru stórsveit- arsmellur og líklega sá hinn fyrsti hér á landi, Einungis fyrir djass. Var gerður góður rómur að flutningi hans. Þetta var fyrsta upp- ákoma sinnar tegundar; ein- göngu íslensk verk sama höf- undar og ein- ungis fyrir djass-stórsveit. Má höfundur og stjórnandi Stef- án S. vel við una og er hon- um hér með óskað til ham- ingju með sin verk og hljóm- sveitinni líka og öll- um sólóistunum fyrir að spila þau svona vel. Stefán S. Stefánsson - „hans aðalsmerki er góð laglína". um smasogur Nú ber vel í veiði fyrir „skúffuhöfunda" þvi Vikan hefur hleypt af stokkunum smásagna- samkeppni öðra sinni. Til mikils er að vinna því sigurvegari hlýtur að launum tveggja vikna ferð til Gran Canaria vetur- inn 1999-2000. Verðlaunasagan verður vitaskuld birt í Vikunni, en auk þess kaupir tímaritið birt- ingarrétt að fleiri góðum sögum sem berast. í fyrra bárust 200 sögur í þessa keppni og bar þá áður óþekktur höfundur, Ægir Hugason, sigur úr býtum. í ___ öðra og þriðja sæti voru ekki ómerkari pennar en Guðmundur Ólafsson rithöfundur og leikari og Gerður Kristný rit- höfundur. Skilafrestur er til 10. júní og er æskileg lengd smásagna 3-4 vélritaðar síður. í dóm- nefnd era Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, for- maður Rithöfundasambands íslands, Kristin Marja Baldursdóttir rithöfundur og Sigríður Arnardóttir, ritstjóri Vikunnar. Vornámskeið í Myndlistaskólanum Myndlistaskólinn í Reykjavík, sem nú er til húsa í gamla JL-húsinu að Hringbraut 121, mun bjóða upp á stutt námskeið fyrir böm í júnímánuði, þar sem fengist verður við marg- vísleg viðfangsefni sem snerta náttúru og menningu. í fyrravor bauð skólinn börnum að taka þátt í nám- skeiði tengdu menn- ingu Afríku- og Asíu- þjóða sem haldið var í s&mvinnu við listahá- tíð í Reykjavík en 1 lok þess krítuðu börnin litskrúðugar myndir undir berum himni á hafnarbakkann i Reykjavík. Áð þessu sinni verð- ur vettvangurinn einnig víður og breiður og unnið verður með margvisleg efni, hefðbund- in og óhefðbundin. Leiðbeinendur námskeið- anna era reyndir myndlistarmenn og kennar- ar á barnadeildum skólans. Á tímabilinu 17. maí-4. júní mun skólinn einnig bjóða upp á styttri kvöldnámskeið fyr- ir 16 ára og eldri, byrjendur sem lengra komna. Er þetta nokkur nýlunda, því yfirleitt er námskeiðahald af þessu tagi bundið við vetrartímann. Kennt verður þrisvar í viku í þrjár vikur. Nemendur fá innsýn í módel- teikningu, vatnslitamálun, portrettmálun, keramikgerð og listasögu. Kennarar verða Ingólfur Örn Arnarson, Valgerður Bergsdótt- ir, Svanborg Matthíasdóttir, Þorri Hringsson, Guðbjörg Káradóttir, Eggert Pétursson og Að- alsteinn Ingólfsson. Súrrealismi í New York Þeir sem hafa hug á að ferðast til New York í sumar ættu að bera sig eftir sýningu á súr- realískri myndlist sem haldin verður í Gugg- enheim-safninu frá 4. júní til 12. september. Þar er um að ræða sýningu á einstöku einka- safni tveggja duglegra safnara, Daniels Fil- ippachi og Neshui Ertegun. Á sýningunni verða um 500 sjaldgæf verk eftir meira en 100 listamenn, þar á meðal Bellmer, de Chirico, Cornell, Dalí (á mynd), Emst, Kahlo, Mag- ritte, Man Ray, Masson og Miró. Á sýningunni verða málverk, ljósmyndir, skúlptúrar, teikningar og klippimyndir, að ógleymdum bókum og fágætum handritum þar sem listamennirnir leika af fmgmm fram, framleiða ljóð og ósjálfráðar teikning- ar eða praktísera þá margræðu samkvæmis- leiki sem þeir vora þekktir fyrir. í tengslum við sýninguna verður að sjálfsögðu gefin út umfangsmikil sýningarskrá með greinum eft- ir helstu mannvitsbrekkur bandarískar um þessa markverðu stefnu sem setti umtalsvert mark á myndlist, heimspeki og þjóðfélagsþró- un á þessari öld. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.