Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1999, Blaðsíða 32
eHFRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað T DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. m 55ft 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ1999 Menntaskólinn á Egilsstöðum. Egilsstaðir: Yfirtaka út- varp Andvarp Sjálfstæðismenn á Egilsstöðum hafa leigt útvarpsstöðina Andvarp sem rekin er af nemendafélagi Menntaskólans á Egilsstöðum. Heit- ir stöðin nú Útvarp Andvarp - x -D , jfcOg fá aðrir stjómmálaflokkar ekki aðgang að henni. „Þetta er óheppilegt en nemenda- félagið rekur stöðina og ég hef ekki komið nálægt þessum samningi. Ég ætla að reyna að ræða við menn í dag og kippa þessu í liðinn. Rekstur útvarpsstöðvarinnar hefur verið þungur og nemendurnir eru með þessu að reyna að ná inn tekjum. Ég tel eðlilegra að þetta hefði verið boð- ið út,“ sagði Helgi Ómar Bragason, skólameistari menntaskólans, i morgun. Framsóknarmenn meðal mennta- skólanema eru mjög óhressir með yfirtöku sjálfstæðismanna á út- varpsstöðinni og undir það tekur Sólveig Dagmar Bergsveinsdóttir, kosningastjóri Framsóknarflokks- ins á Egilsstöðum: „Ég tek undir með skólameistara. Það hefði átt að bjóða þetta út,“ sagði kosningastjórinn í morgun. -EIR Iðnskólinn: Uppsagnir kennara Kennarar eru famir að segja upp ' *Störfum í Iðnskólanum í kjölfar þess ófriðar sem þar hefur ríkt að undan- förnu. Sævar Tjörvason kennari, sem gegnt hefur ýmsum trúnaðar- störfum fyrir skólann, m.a. verið kynningarfulltrúi hans, hefur sagt upp störfum. Þá herma heimildir DV að Guðni Kolbeinsson, formaður kennarafélags Iðnskólans, hafi skil- að inn uppsögn nú rétt eftir mán- aðamótin. Mikil umræða hefur verið meðal kennara undanfarna daga vegna þess ástands sem ríkir í skólanum eftir átakafund skólameistara og kennara. Em þær raddir sterkar sem segja að úlfakreppan sé orðin slík að kennarar eigi tveggja kosta i *völ, að segja upp eða taka stjómina i sínar hendur með einhverjum hætti. -JSS Tónleikar sænskra barna sem stunda Suzuki-nám vöktu lukku í Norræna húsinu í gærkvöldi en þar komu þau fram ásamt íslenskum fiðlunemendum. Kannski á eitthvert þessara barna eftir að slá í gegn í framtíðinni og stíga á svið í glæstum tónleikasölum. DV-mynd E.ÓI. Aöför aö arnarhjónum á Breiðafirði: Bóndinn brenndi hreiður arnarhjóna - Fuglaverndarfélagið kærir atvikið í dag Bóndi í Barðastrandarsýslu hef- ur tekið sig til og brennt hreiður- stæði arnarhjóna sem verpt hafa í hólma á Breiðafirði undanfarin fjölmörg ár. Fuglaverndarfélagið lítur atvikið mjög alvarlegum aug- um að sögn Ólafs Einarsson, líf- fræðings og stjórnarmanns í Fuglaverndarfélaginu, og verður kæra að öllum líkindum lögð fram hjá sýslumanninnum á Patreks- firði i dag. „Það eru margir yfir sig hneykslaðir á þessu atferli, en það virðist ótvírætt að verknaðin- um að brenna þennan hólma er beint gegn erninum," sagði Krist- inn Haukur Skarphéðinsson, líf- fræðingur á Náttúrufræðistofnun, í samtali við DV í morgun. Kristinn Haukur Skarphéðins- son hefur eftirlit með amarstofn- inum og fylgist með framgangi hans. Hann sagðist hafa orðið þess var í fyrradag að hólminn þar sem hreiðrið var hefur verið brenndur. Að brenna varpstöðvar arnarins sé gamalkunnugt ráð bænda frá þeim tíma þegar örn- inn var ófriðaður til þess að fæla hann burt. Kristinn sagðist ekki geta um það sagt hvort arnarhjón- in sem þama hafa verpt um langt árabil hefðu verið búin að hreiðra um sig eða ekki. Hólminn hefði verið brenndur einhvern timann í apríl samkvæmt ummerkjum og ernir verpa yfirleitt um eða upp úr miðjum aprílmánuði. Verknað- urinn hefur haft tilætluð áhrif þvi að arnarhjónin eru ekki lengur í þessum umrædda hólma. Aðilar í Reykhólasveit sem DV ræddi við í morgun staðfestu að hafa séð eld og reyk í hólmanum i nýliðnum mánuði. Kristinn Haukur vildi ekki i morgun greina frá því um hvaða hólma væri að ræða né hvaða jörð á Barðaströndinni hann til- heyrði áður en formleg kæra væri komin fram. Hann óskaði heldur ekki eftir að greina nánar frá þessu máli áður en kæra hefur verið lögð fram. Blaðið hefur hins vegar heimildir fyrir þvi að eftir- litsmenn með arnarstofninum hafi rætt við bónda þann sem grunaður er um verknaðinn og hann hefur viðurkennt hann fyrir þeim. íslenski öminn er sem kunnugt er alfriðaður, en hann var við það að deyja út fyrir og um miðja öld- ina, bæði vegna þess að sótt var mjög að honum vegna meintra búsifja sem hann ollii bændum og einnig vegna þess að meðan það tíðkaðist að eyða ref með því að eitra fyrir hann drápust ernir í stórum stíl sem lögðust á eitruð hræ refa og það eitraða fóður sem menn notuðu til að egna fyrir ref- inn. Eftir mjög harðar friðunarað- gerðir hefur amarstofninn nokk- uð hjarnað við. -SÁ Veðrið á morgun: Hlýjast fyr- ir norðan Á morgun verður suðaustan- kaldi eða stinningskaldi. Skýjað verður með köflum norðanlands en súld eða rigning i öðrum lands- hlutum. Hiti verður á bilinu 5 til 13 stig, hlýjast norðanlands. Veðrið í dag er á bls. 37. SKEMMTISKIPIÐ ÁRNES Q -J O I D _i — LU > SKEMMTIFERÐ AÐ PINNI UPPSKRIFT PAR SEM PÚ RÆÐUR FERÐINN! SÍMI 581 1010 SPENNANDI KOSTUR FYRIR HÓPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.