Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.05.1999, Blaðsíða 18
%fikmyndir MIÐVIKUDAGUR 26. MAI 1999 Laugarásbíó - At First Sight Það sem augun sjá og sjá ekki Virgil Adamson (Vai Kilmer) sér sjálfan sig í spegii í fyrsta sinn. Virgil hlaupi Eilskapaður inn i nýj- an veruleika. Hann þarf að deyja fyrst sem blindur til að geta fæðst sem sjáandi eins og sálfræðingur hans kemst að orði. Leikstjórinn Irwin Winkler er með gott efni í höndunum og tekst að vissu marki að gera það áhuga- vert en fellur í það klisjulega um- hverfi sem gerir myndina að Hollywood-glamúr þar sem meira er gert úr því að fá tárakirtlana til að virka en að hafa trúverðugleikann að leiðarljósi. Val Kilmer fær það erfiöa og vanþakkláta hlutverk að túlka blindan mann sem fær sýn og á hann að því er virðist stundum í erfiðleikum en er í heildina trú- verðugur. Mira Sorvino nær aftur á móti aldrei tökum á sinni persónu og hefur að mínu viti ekki hæfileika til að leika hlutverkið. Vel er skip- að í aukahlutverkin og er vert að benda á góðan leik Kelly McGillis í hlutverki systur Virgils. Leikstjóri: Irwin Winkler. Handrit: Steve Levitt, byggt á sögu Olivers Sacks, To See and not See. Kvik- myndataka: John Seale. Tóniist Mark Isham. Aðalhlutverk: Val Kil- mer, Mira Sorvino, Kelly McGillis, Bruce Davison og Nathan Lane. Hilmar Karlsson Jackie Chan hefúr getað það sem engum öðrum hefur tekist - að gera slagsmál fyndin - og í Who Am I?, sem hann leik- stýrir sjálfur, leggur hann mikla áherslu á að slagsmálin, sem eru fyrirferðarmikil í myndinni, séu alltaf með ákveðinni fléttu sem gerir það að verkum að það slakn- ar á spennunni og áhorfandinn brosir út í eitt. Nýjasta kvikmynd Chans, Rush Hour, er jafnframt besta og fyndnasta mynd hans og þcir hafði ekki svo lítið að segja samleikur hans og hins kjaftfora Chris Tuckers. Fóru þeir á kost- um i mörgum bráðskemmtilegum atriðum. í Who Am I? er enginn Chris Tucker og því byggist allt á frammistöðu Jackie Chans sjálfs og satt best að segja er myndin mjög kaflaskipt. Chan er, eins og við má búast, í essinu sínu í slags- málaatriðum og er vert að benda á eitt slíkt, þar sem hann slæst við tvo uppi á húsþaki, greinilega mjög liðtæka slagsmálahunda. Þetta atriði er mjög langt og minn- ir oft meira á kóreógrafiu heldur en slagsmál. K v i k m y ad a GAGNRYNI Who Am I? gerist í tveimur heimsálfum. Chan leikur málaliða sem ráðinn er ásamt félögum sín- um til að ræna þremur vísind- indamönnum sem ráða yfir for- múlu að gereyðingarvopni. Hann Jackie Chan teflir oft á tæpasta vað íWho Am I?. er sá eini sem kemst lífs af þegar sá sem hefur ráðið hópinn hreins- ar eftir sig ummerkin með því að drepa alla málaliðana. Minnis- leysi gerir það að verkum að Jackie Ch£m nær ekki sambandi við veruleikann í fyrstu en smátt og smátt rennur upp fyrir honum hvað gerst hefur og leit hans að sannleikanum leiðir hann í greni úlfsins í Rotterdam. Jackie Chan stendur fyrir sínu, en hann vantar herslumuninn til að geta haldið einn uppi kvik- mynd og því beinast augun af og til að einstaklega slökum auka- leikurum sem ásamt götóttum söguþræði sjá um að Who Am I? er fyrir utan flott slagsmálatriði vídeófóður á breiðtjaldi. Eitthvað af sökinni verður leikstjórinn Jackie Chan að taka á sig, það vantar alla festu í myndina auk þess sem ekki sést betur en Chan hafi gleymt að sinna öðrum en sjálfúm sér. Leikstjórar: Benny Chan og Jackie Chan. Aðalleikarar: Jackie Chan, Michelle Ferre og Mirai Yamamoto. Hilmar Karlsson f O P P 2 0 í Bandaríkjunum - aösókn dagana 14. -16. maí. Tekjur T milljónum dollara og helldartekjur v The Phanthom Menace veröur vinsælasta kvikmynd ársins. 100 milljónir dollara á fimm dögum Nýja Star Wars-myndin var sýnd í fyrsta sinn miövikudaginn 197júní í Bandaríkjunum í 2.970 kvikmyndahúsum. 28,5 milljónir dollara voru greiddar í aðgangseyri á hana á einum degi sem er met. Þetta er met á fyrsta sýningardegi, miövikudagsmet og langstærsti einstaki dagur kvikmyndasögunnar. Gamla metiö átti Jurassic Park: The Lost World, sem halaöi inn 26,1 milljón dollara sunnudaginn 25. maí 1997. The Lost World átti einnig gamla metiö fyrir fýrsta dag, 21,6 milljónir dollara, fös. 23. maí 1997. Gamla miövikudagsmetið átti Independence Day sem fékk inn 17,4 milljónir dollara miðvikudaginn 3. júlí 1996. Star Wars hélt áfram sigurgöngunni um helgina og komst eins og flestir höföu spáö yfir 100 milljón dollara markiö á fimm dögum. Til skemmtunar má geta þess aö áætlað er aö yfir 5 milljónir Bandaríkjamanna hafi borgaö sig inn á myndina á miövikudaginn og aö 2,2 milljónir hafi skrópað úr vinnunni og farið á myndina í staðinn. Aðrar myndir falla aö sjálfsögöu í skuggann á Stjörnustríðinu en vert er að geta árangurs The Mummy, sem er komin yfir 100 milljón dollara markið á sautján dögum, sem er mjög gott þó ekki sé þaö neitt I líkingu við Stjörnustríðiö sem er einsdæmi. Tekjur -HK Heildartekjur l-(-) Star Wars: The Phantom Menace 64,810 105,664 2. (1 The Mummy 13,791 100,210 3- (2) Entrapment 6,312 59,899 4. (3) The Matrlx 2,875 149,507 5- (-) The Love Letter 2,692 2,692 6. (5) A Midsummer Night's Dream 2,608 8,233 7. (8) Never Been Kissed 1,745 46,190 8. (4) Black Mask 1,665 7,313 9. (6) Life 1,565 57,526 10. (7) Trlppin 1,414 5,213 11. (7 Analyze This 0,921 102,124 12. (10) Tea with Mussolini 1,280 3,596 13. (13) Shakespeare in Love 0,745 95,940 14. (11) Analyze This 0,629 103,075 15. (12) 10 Things 1 Hate about You 0,584 34,596 16. (16) Cookie's Fortune 0,460 9,222 17. (14) Life Is Beautiful 0,414 55,785 18. (-) Payback 0,330 80,471 19. (17) Forces of Nature 0,283 51,389 20. (15) The out-of-Towners 0,273 27,264 m Blindur fær sjón og tapar henni aftur. Þetta er þunga- miðja At First Sight sem byggð er á sönnum atburðum. Nöfnum persón- anna hefur verið breytt enda skáld- að í eyður eins og oft vill verða til að markaðslögmálin gildi. Það vill svo til að sá sem skráði sögu Shirl Jennings, sem í myndinni heitir Virgil Adamson, er læknirinn kunni, Oliver Sacks, en hann skráði einnig Awakenings, sem fjallaði um geðveikan mann sem læknaðist tímabundið og er einnig byggð á sönnum atburðum og það er ekki laust við að upp í huga manns komi Awakenings sem er mun betri kvik- mynd heldur en At First Sight og ástæðan er einfaldlega sú að persón- urnar voru dýpri og áhugaverðari í Awakenings. Á móti kemur að áhugavert er að velta fyrir sér þeirri áleitnu spurningu hvort það sé alltaf gáfulegt að reyna að gefa blindum sjón. Einmitt í þeim atrið- um sem þessi spuming kemur upp á yfirborðið er myndin sterkust og áhugaverðust en dettur svo niður þess á milli. Kvikmynda • * Hinn blindi Virgil Adamson (Val Kilmer) er hamingjusamur maður. Hann vinnur sem nuddari á heilsu- hæli og hefur búið til sinn eigin heim sem hann finnur sig vel í og er hamingjusamur í. Inn í þennan heim kemur arkitektinn Amy (Mira Sorvino) og með þeim takast ástir. Þegar Amy kemst á slóð læknis sem gerir tilraunauppskurði á blindum sem lofa góöu við vissar aðstæður færir hún í tal við Virgil og systur hans að reyndur sé uppskurður á honum. Sér til undrunar rekst hún á vegg. Systir- in man sársauka- fulla uppskurði sem engu skiluðu og Virgil verður hræddur við að skipta um veru- leika. Hann lætur þó undan fyrst og fremst til að þókn- ast Amy og upp- skurðurinn tekst læknisfræðilega séð. Það er þó ekki þar með sagt að Stjörnubíó - Who Am I? Slagsmál með húmor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.