Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Side 6
6
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
Viðskipti
DV
Viðskipti á Verðbréfaþingi 1.017 m.kr. ... Húsbréf 471 m.kr. og spariskírteini 101 m.kr. ... Hlutabréfavið-
skipti alis 77,4 m.kr. ... Mest í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, 24,7 m.kr. ... Samherja, 18,5 m.kr.
Úrvalsvísitala lækkaði um 0,348%. ... Óvenjumikil utanþingsviðskipti,1.291 m.kr. alls. ...
Áhrif og viðbrögð við yfirvofandi neysluverðshækkun:
Ríkið verður að
inn
Vísitala neysluverðs 1999-2000
spá fýrir og eftir hækkanir
196
Janúar 1999 --------------------------------------------------► Janúar 2000
___________________________________________________________________________li g> '4
Miklar verðlagshækkanir hér á landi
undanfarið valda auknum verðbólgu-
ótta. Það eru einkum hækkanir á bíla-
tryggingum, bensini, áfengi, hita og raf-
magni sem valda því að neysluverðsvísi-
tala mun að öllum likindum hækka
verulega í maí. Flestar fjármálastofnan-
ir sem gefa út verðbólguspár hafa sið-
ustu daga verið að endurskoða spár sín-
ar og benda þær allar tii þess að verð-
bólga aukist verulega frá því sem áður
haíði verið spáð. Fjjárfestingarbanki at-
vinnulífsins spáir því til dæmis að vísi-
tala neysluverðs hækki um 3,6-3,9% frá
upphafi til loka þessa árs og 0,3-0,9% í
maí. Kaupþing hf. spáir því að hækkun-
in í maí verði 0,6-0,7% og íslandsbanki
hækkaði sína spá einnig. Þess má geta
að síðasta spá Seðlabankans gerði ráð
fyrir 2,8% hækkun á árinu.
Helstu áhrif
Hækkun á vísitölu neysluverðs getur
haft margs konar afleiðingar. Hækkun
verðlags umfram launahækkanir dregur
verulega úr kaupmáttaraukningu. Mikið
af skuldum heimila og fyrirtækja er vísi-
tölubundið og hækkun vísitölunnar
mun því auka skuldir heimila og fyrir-
tækja. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins
Á aðalfundi Steinullarversmiðj-
unnar fyrir skömmu var samþykkt
að greiða 148,5 milljónir króna til
hluthafa. Á það að gerast fyrir \<
september nk. og verður ekki í
formi beinnar arðgreiðslu, heldur
framkvæmt á þann hátt að hlutafé
fyrirtækisins verður fært niður er
þessu nemur, eða um 35% af bók-
færðu nafnvirði. Þá var á aðalfund-
inum jafnframt samþykkt að Stein-
ullarverksmiöjan verði skráð á opn-
um hlutabréfamarkaði seinna á
þessu ári, en stefnt hefur verið að
því um nokkurt skeið.
Rekstur Steinullarverksmiðjunn-
telur líklegt að Seðlabankinn muni fljót-
lega hækka skammtímavexti sína. Það
getur haft tvíþættar afleiðingar. í fyrsta
lagi hækka vextir og slikt dregur úr
neyslu og fjárfestingu. I annan stað get-
ur frekari vaxtahækkun valdið því að
krónan styrkist enn frekar og gengisvísi-
tala krónunnar lækki.
Þetta hefur í fór með sér að allur inn-
flutningur verður dýrari og því getur
vaxtahækkun haft dempandi áhrif á
verðlag í gegnum innflutta liði. Þessi
skoðun kemur fram í Morgunkomi FBA
ar hefur gengið vel síðustu árin,
hefur fyrirtækið skilað rekstraraf-
gangi síðustu fimm árin og á þess-
um tíma hafa skuldir þess lækkað
umtalsvert. Á siöasta ári var hagn-
aður fyrirtækisins 97,7 miiljónir og
rekstraráætlanir fyrir þetta ár gera
ráð fyrir svipaðri útkomu. Fyrstu
mánuðir ársins benda til þess að sú
áætlun verði nálægt lagi, að sögn
Einars Einarssonar framkvæmda-
stjóra.
Einar segir að með þessum
greiðslum til hluthafa nú sé í raun
verið að skila til baka því sem þeir
lögðu til er hlutafjáraukning átti sér
stað í Steinullarverksmiðjunni á ár-
inu 1989. Hluthafar fái nú sitt fram-
Fréttaljós
Bjami Már Gytfason
í gær. í verðbólguspá íslandsbanka er
þeim möguleika velt upp að ef krónan
lækkar muni verðbólga aukast enn frek-
ar en bankinn spáði í fyrstu. Það má þvi
lag með nokkuð góðum rentum tii
baka og sem dæmi fái sveitarfélagið
Skagafjörður nú 35 milljónir króna í
stað þeirra 13 milljóna sem Sauðár-
króksbær lagði í aukið hlutafé 1989.
í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins
Skagafjarðar fyrir þetta ár er
einmitt gert ráð fyrir sölu hluta-
bréfa í fyrirtækjum og það ættu því
raun að vera hæg heimatökin í því
að selja hlutabréfin í Steinullar-
verksmiðjunni ef mönnum sýnist
svo, sérstaklega eftir að fyrirtækið
er komið inn á verðbréfamarkað-
inn. Eiginfjárhlutfall í Steinuiiar-
verksmiðjunni var komið upp í 66%
í lok síðasta árs, sem segir að staða
fyrirtækisins er góð. -ÞÁ
ljóst vera að hækkun neysluverðsvísi-
tölu hefur víðtæk árhif bæði á heimili og
fyrirtæki. Hins vegar er illmögulegt að
henda reiður á því nákvæmlega hver
áhrifm verða.
Skuldabréf lækka
Ávöxtunarkrafa skuidabréfa hefur
lækkað töluvert undanfarið og mun
lækka enn frekar ef Seðlabankinn lækk-
ar vexti. Hækkandi ávöxtunarkrafa þýð-
ir að verð á skuldabréfum lækkar því
greiðsluflæði þeirra er núvirt með hærri
ávöxtunarkröfu. Líklegt má telja að
ástæða þess að skuldabréfm hafa lækk-
að sé sú að markaðurinn sé að verð-
leggja skuldabréfm með vaxtahækkun
Seðlabankans í huga og aukna verð-
bólgu. Hins vegar er rétt að benda á að
ekki er skynsamlegt að draga of ákveðn-
ar ályktanir því spumingunni hvort,
hversu mikil og hversu góð fjárfesting-
artækifæri verða eftir vaxtahækkun er
alveg ósvarað.
Mögulegar hagstjómaraðgerðir
Aðgerðir til að slá á þenslu miðast að
því að draga úr neyslu manna og draga
úr verðlagshækkunum. Eins og áður
sagði eru stjómtæki Seðlabankans vext-
ir. Það em takmörk fyrir því hvað Seðla-
bankinn getur gert tií að hækka vexti og
slá á þenslu og margir sérfræðingar
álita að bankinn sé kominn að útmörk-
um í beitingu vaxta. Þá er bara ein leið
eftir. Hið opinbera verður að auka
spamað sinn. Þannig er verulega dregið
úr því fé sem er í umferð í þjóðfélaginu
og þannig minnkar þensla. Ríkisstjómin
heftrn sagt að til þess að ná þessu mark-
miði ætli hún aö selja ríkisfyrirtæki.
Það er rétt að slíkt dregur úr peninga-
magni og minnkar ráðstöfúnartekjur
fólks að einhveiju leyti en sterk rök
hníga að því að eyðsla fólks minnki ekki
þótt ráðstöfunartekjur minnki. Ástæðan
er sú að eignir hafa aukist og neysla tek-
ur mið af því. Ríkisstjómin segir einnig
að stuðla eigi aö öðrum spamaðarhvetj-
andi aðgerðum einstaklinga en útfærsla
á þeim aðgerðum liggur ekki fyrir. Það
má því telja liklegt að til að ná marktæk-
um árangri í opinberum spamaði þurfi
hið opinbera að taka sig verulega á og
yfirvofandi fjárlagagerð ætti að taka mið
af því.
viðskipta-
molar
ÍS selur eignir
íslenskar sjávarafurðir hf. hafa
selt fasteignir sínar á Kirkjusandi
og Holtabakka. Söluverðið er sam-
tals 305 milljónir en bókfært verð
þessara eigna er 160 milljónir
króna. Þessi sala er í samræmi við
markmið stjórnenda ÍS. Starfsemi
ÍS sem verið hefur í þessum hús-
um verður ýmist hætt eða flutt til
dótturfélaga.
Dúman ræðir efnahagsað-
gerðir
Neðri deild rússneska þingsins
hóf í gær umræður um lagabreyt-
ingar sem nauðsynlegar em til að
uppfylla skilyrði Alþjóða gjaldeyr-
issjóðsins fyrir stóru láni. Þau
ganga út á að endurskipuleggja
fjármagnsmarkaðinn og minnka
fjárlagahallann. Þetta er ekki í
fyrsta skipti og örugglega ekki það
síðasta sem þetta mál kemur á
dagskrá þingsins.
Nýtt fyrirtækjakort
Flugleiða
Flugleiðir hafa kynnt, í sam-
vinnu Europay á íslandi, nýtt Fyr-
irtækjakort. fVrirtækjakortið er í
raun
kreditkort
með mjög
víðtæka
eiginleika.
Kortið er
eingöngu
ætlað fyr-
irtækjum
og á að færa þeim nýtt stjómtæki
til að halda utan um kostnað
vegna ferðalaga og stuðla að
auknu hagræði hjá fyrirtækjum.
Því til viðbótar fylgja Fyrirtækja-
kortinu víðtækar tryggingar fyrir
fólk í viðskiptaferðmn.
ítalir í vandræðum
Efnahagsástand á Ítalíu hefur
lengi verið brothætt. Nú hafa
stjórnvöld sagt að þau eigi í vand-
ræðum með að uppfylla skilyrði
fyrir þátttöku i myntsamstarfi
Evrópu, EMU. Þau sögðu að til að
ná lágmarkshagvexti, sem er 1,5%,
þyrfti ítalska hagkerfið að vaxa
um 3% það sem eftir er þessa árs.
Enn eitt met evrunnar
í gær og fyrrinótt fór evran nið-
ur fyrir 1,031 gagnvart dollar og
hefur þá fallið um 12% frá áramót-
um. Vonast er til að evran taki að
styrkjast á ný því vonir hafa
glæðst verulega um að friður sé að
nást i Kosovo:deilunni.
Steinulllarverksmiðjan á Sauðárkróki:
Endurgreiðir hluthöfum það sem þeir
lögðu til í hlutafjáraukningu fyrir 10 árum
DV, Sauðárkróki:
Viltu öruggan sparnað sem er
eignaskattsfrjáls?
Sjóður 5 er sérsniðinn fyrir þá sem vilja spara til
lengri tíma á öruggan, þægilegan og hagkvæman
hátt. Hann fjárfestir einungis í ríkisskuldabréfum og
er því eignaskattsfrjáls. Hann er alltaf innleys-
anlegur og nafnávöxtun undanfarin 2 ár hefur verið
9,3% að meðaltali. Hægt er að kaupa í honum í
áskrift eða fyrir hvaða upphæð sem er. Kostir Sjóðs
5 eru fjölmörgum fjárfestum kunnir enda er hann
næststærsti verðbréfasjóður landsins með 7.270
milljónir kr. (VIB Sjóður 7 er stærstur).
VIB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • 155 Reykjavík
Sími: 560 89 00 • Myndsendir: 560 89 10
Veffang: www.vib.is • Netfang: vib@vib.is
1