Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 7
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999
7
Fréttir
Litli-strætó i vandræðum:
12 milljónir fyrir
hálfan farþega
„Við slógum hann af um mánaða-
mótin þvi kostnaðurinn var óásættan-
legur,“ sagði Þórhallur Öm Guðlaugs-
son, markaðsstjóri SVR, um Litla-
strætó, leið 1, sem ók um Þingholtin
og víðar um miðbæinn, yfirleitt tóm-
ur. „Samkvæmt stuðli sem við notum
reiknaðist okkur til að það væri rétt
rúmur hálfur farþegi á hvem ekinn
kílómetra og það er einfaldlega ekki
nóg þegar kostnaðurinn var 12 millj-
Litla-strætó. Það er bæði þægilegt,
skemmtilegt og ókeypis," sagði Kristin
Einarsdóttir.
Hlutverki Litla-strætó í miðbænum
lýkur í haust og er þá óljóst um fram-
haldið. Vel kemur til greina að selja
vagninn en vegna stærðar sinnar gæti
hann henfað vel fyrir stóra tjölskyldu.
„Það er allt til sölu ef verðið er rétt,“
sagði Þórhallur Öm, markaðsstjóri
hjá SVR. -EIR
Litli-strætó í biðstöðu við bflastæðin austan Háskólans.
Hilmar Þór.
ónir á ári.“
Litli-strætó var keyptur frá Þýska-
landi og er ákaflega vandaður vagn
sem hægt er að stiga inn í beint af
gangstétt. Hann tekur 40 manns í sæti
og kostaði um 7 milljónir króna. Hon-
um hefur nú verið fundið nýtt hlut-
verk hjá Reykjavíkurborg við að aka
fólki frá bílastæðinu austan Háskólans
og niður í miðbæ. Þar ekur hann á tiu
mínútna fresti bíleigendum að kostn-
aðarlausu og er aðeins 2 mínútur á
leiðinni.
„Við gripum til þessa ráðs vegna
þess að við missum um 300 bílastæði í
miðbæ Reykjavíkur í sumar vegna
framkvæmda," sagði Kristín Einars-
dóttir, framkvæmdastjóri miðborgar-
stjómarinnar. „Þessi bDastæði em við
Alþingishúsið, á miðbakka við Reykja-
vDturhöfn og reyndar víða. Við von-
umst tfl að fólk nýti sér bflastæðin við
Háskólann og noti Litla-strætó. Þetta
er góður vagn.“
Kristín Einarsdóttir segir að kostn-
aðurinn við þessar ferðir Litla-strætó í
sumar sé 2,9 milljónir króna en þar
bætist reyndar við ofaníburður í bfla-
stæðin við Háskólann og auglýsingar
um þjónustuna.
„Hins vegar er þetta ekki mikifl
kostnaður þegar litið er tfl þess að eitt
bflastæði í bílageymsluhúsi í Reykja-
vík kostar á bilinu 3-5 milljónir króna,
þannig að ég lít svo á að þama sé pen-
ingunum vel varið. Ég vona bara og
hvet reyndar fólk til að notfæra sér
Grundarfjörður:
Rækja frá
Kanada í 130
metra skipi
DV Vesturlandi:
í síðustu viku lagðist að bryggju í
Grundarfirði eitt lengsta skipið sem
þangað hefur komið, að nafni Green
Bergen. Skipið er 130 metra langt og
kom frá Harbour Grace í Kanada. Það
landaði 150 tonnum af rækju sem fara
átti til vinnslu hjá útibúi Fiskiðjunnar
Skagfirðings í Grundarfirði.
Ámi Halldórsson framkvæmda-
stjóri sagði í samtali að verið væri að
tryggja fyrirtækinu nægilegt hráefni i
sumar. Fiskiðjan vinnur einnig rækju
af togurunum Sæþóri og Otra frá Dal-
vik auk Skapta, sem er í eigu fyrirtæk-
isins. DVÓ/SG
Verkalýösfélag Húsaví}ýur:
Iðja og VMSI
sameinist
DV, Akureyri:
Aðalfundur Verkalýðsfélags Húsa-
víkur hefur skorað á Landssamband
iðnverkafólks að óska þegar í stað eftir
viðræðum við Verkamannasamband
íslands um sameiningu sambandanna.
5 ályktun verkalýðsfélagsins segir að
nú þegar mikil umræða fari fram um
skipulagsmál innan verkalýðshreyfing-
arinnar og stefnt sé að sameiningu
Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykja-
vík, og Eflingar - stéttarfélags um
næstu áramót telji aðalfundurinn rök-
rétt framhald að Landssamband iðn-
verkafólks og Verkamannasamband ís-
lands sameinist í eitt sterkt samband.
Með sameiningu sambandanna mynd-
aðist öflugt samband sem yrði góður
málsvari verkafólks og væri þannig
betur í stakk búið til að berjast fyrir
bættum kjörum þeirra. -gk
„...við ætlum að láta sverfa til stáls og sækja
stigin þrjú. Til þess þurfum við stuðning
áhorfenda og ég bind vonir við að fólk sjái
sér fært að styðja okkur í leiknum."
- Guðjón Þórðarsson
Happdrætti - Hver aðgöngumiði er tvöfaldur happdrættismiði
I hálfleik er dregið úr afrifum aðgöngumiða um raftæki frá Electric, raftækjaverslun
Heklu. Munið að skoða númer miðans þegar dregið verður I hálfleik.
VW Generation Golf - Glæsilegur happdrættisvinningur
Með því að merkja stofn aðgöngumiða og skila honum í sérmerktan kassa við
útgöngudyr Laugardalsvallar (leikslok tekur áhorfandi þátt i happdrætti þar sem
vinningurinn er Generation Golf að verðmæti 1.390.000 kr. Haustið 1999, að
loknum síðasta heimaleik íslands í forkeppni Evrópumótsins, verður dregið úr öllum
miðum sem borist hafa. Þeir sem mæta á alla 5 heimaleiki Islands í forkeppni
Evrópumótsins og skila miðum í pottinn í hvert sinn styðja ekki aðeins landsliðið
okkar heldur auka þeir um leið Kkur sínar á vinningi í þessu glæsilega happdrætti.
Samstarfsaðilar KSÍ eru
HEKLA
VISA
>#<
sjqváuPalmennar
FLUGLEIDIR,
gssöj
Oliufélagið hf
@ BÚNAÐARBANKINN
[RÍÝKUSil
í isg KHATrSí'YHKA
[ Peeiiib
GOTT FÓLK FLUGLEIDAHÓTEL HF
Þú ert í liðinu!
Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvelli 5. júní kl. 16:00.
Miðaverð:
Sæti 1: 2.000,- Forsala: 1.800
Sæti 2: 1.500,- Forsala:1.200
16 ára og yngri: 500,- Forsala: 400
Forsala: Þjónustustöðvar Esso til kl. 22:00 í kvöld.
Nú er boðið upp á fjölskyldu- og barnahólf þar sem
foreldrar og börn geta setið saman.
Á leikdegi verða miðar seldir á fullu verði á Laugardalsvelli
og hefst sú miðasala kl. 10:00.
Furstarnir, ásamt Géir Ólafssyni, skemmta fyrir leik og I hálfleik.
KSI