Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 11 Fréttir Siv Friðleifsdóttir, nýr umhverflsráðherra, i DV-yfirheyrslu: Ekki skúffuráðuneyti - mun starfa markvisst og faglega Umhverjisráduneytid hefur ver- id skúffuráóuneyti hjá fyrirrenn- ara þínum, fyrrverandi landbún- aóarráðherra. Ætlaróu aó breyta því? „Það er ekki rétt að segja að það hafi verið skúffuráðuneyti. Það er nýtt ráðuneyti en hefur mjög stóra málaflokka til umfjöllunar, eins og náttúruvernd og mengunarvarnir. Umhverfisráðuneytið er mikilvægt en mun verða mikilvægara á næstu árum eftir því sem skilningur eykst á vægi umhverfísmála. Umhverfisráðuneytið hefur verió afgangsstœrö lengst af hjá ráðherr- um sem þjónuðu því sem aukagetu. Ætlar þú að koma inn í þennan málaflokk af krafti? „Að sjálfsögðu ætla ég að gera það. Ég verð einungis með þetta ráðuneyti. Það er í samræmi við þau rök stjórnarflokkanna fyrir fjölgun ráðherra að gera starfið markvissara og faglegra." En þú ert jafnframt samstarfsráð- herra Norðurlandanna. Er það ekki stór póstur? „Að sjálfsögðu fylgir því vinna. Norræn samvinna er hornsteinn ut- anríkisstefnu okkar, en mikilvægi hennar hefur vaxið að vissu leyti vegna þess að þrjú Norðurlönd eru nú í Evrópusambandinu en við og Norðmenn ekki. Það er hins vegar ekkert ráðuneyti sem fylgir því starfi, heldur skrifstofa ...“ Stendur til að stofna ráðuneyti norrœns samstarfs? „Það stórefa ég, enda ekki þörf á því.“ Sóttistu sérstaklega eftir því að verða umhverfisráðherra eða vild- irðu bara verða ráóherra? „Mér fannst umhverfismálin mjög eftirsóknarverð þegar mál þró- uðust þannig eðlilega að okkur í Reykjanesi var falin sú ábyrgð að fara með ráðherravald í ákveðnum málaflokki. Við þingmenn Fram- sóknarflokksins hefðum hins vegar hvert okkar sem var haft burði til að taka sæti í ríkisstjóm í hvaða málaflokki sem var.“ Hvenœr vissirðu að þú yrðir ráðherra? „Ég vissi það skömmu áður en Halldór Ásgrímsson lagði fram til- lögu sína á þingflokksfundi. Það vissi enginn nákvæmlega sína stöðu fyrr en skömmu fyrir fundinn. Mál hafa verið sett upp þannig, rang- lega, að Reykjanes væri að ýta út einhverjum öðrum kjördæmum ...“ Viar eitthvað óeðlilegt við það. Á bak við þig standa miklu fleiri atkvœði en t.d. bak við formann flokksins? „Það er mjög eðlilegt að litið var til Reykjavíkur og Reykjaness varð- andi ráðherraval. Nú koma fjórir ráðherrar okkar af landsbyggðinni og tveir af suðvesturhorninu. Það er eðlilegt og styrkir flokkinn tii fram- tíðar vegna þess að í dag em flest at- kvæði sem greidd era Framsóknar- flokknum úr Reykjaneskjördæmi. Okkur tókst að halda inni tveimur þingmönnum tvö kjörtímabil í röð sem ekki hefur áðúr tekist í 40 ára sögu kjördæmisins. í næstu kosn- ingum verður kosið á höfuðborgar- svæðinu í þremur kjördæmum. Þessi kjördæmi munu í næstu kosn- óeðlilegt að ekki sé tekið tillit til hennar. Við gerumst aðilar að 'þess- um sáttmála jafnskjótt og tekið hef- ur verið tillit til sérstöðu okkar og ásættanleg niðurstaða liggur fyrir. Við höfum ástæðu til að ætla að sér- staða okkar verði skoðuð sérstak- lega og að því verður skipulega unn- ið, bæði hjá okkur í umhverfisráðu- neytinu og víðar.“ Það virðist vera himinn og haf milli Finns Ingólfssonar iðnað- arráðherra, sem margir telja persónugerving stóriðju, og Ólafs Arnar Haraldssonar sem er tal- inn af flestum náttúruunnandi og -verndarsinni. Hvar stendur þú i samanburói við þá? „Ég hef tekið virkan þátt í um- hverfismálum og náttúmvemd og fylgst gaumgæfilega með þeim. Ég get nefnt sem dæmi mitt stærsta og jafnframt erfiðasta umhverfismál, þegar ég sem bæjarfulltrúi og odd- viti minnihlutans í bæjarstjórn á Seltjamamesi átti þátt í því að stöðva stórtæk áform meirihluta Sjálfstæðisflokksins um að reisa umfangsmikla íbúðabyggð á svæð- inu umhverfis Nesstofu. Það er saga til næsta bæjar þegar minnihluta tekst að afstýra slíku, en okkur tókst það.“ Stendurðu þá nœr Ólafi Erni en Finni í umhverfismálum? „Mér finnst erfitt að skilgreina mig á einhverjum ás milli forystu- manna okkar í Reykjavik. Það er styrkur Framsóknarflokksins að hann er ekki öfgafullur umhverfis- flokkur, né stóriðjuflokkur. Hann er á miðjunni, starfar í anda sjáifbærr- ar þróunar og tekur tillit til friðun- arsjónarmiða en einnig nýtingar- sjónarmiða. Það er styrkur Fram- sóknarflokksins að skoða málin með skynsömum hætti þar sem eitt útilokar ekki annað í hverju álita- máli. Það er togstreita milli friðun- arsjónarmiða og nýtingarsjónar- miða.“ Er hœtta einmitt þarna á tog- streitu milli þin og iðnaðarráð- herra? Hvað um t.d. Eyjabakka? Óttastu að þurfa að slá á fing- urna á Finni? „Við Finnur munum augljóslega eiga mikið samstarf um þessi mál. Að sjálfsögðu munum við ræða erf- ið mál eins og umhverfis- og stór- iðjumál og komast að skynsamlegri niðurstöðu. Allir hafa eitthvað til síns máls og það verður að taka til- lit til raka og upplýsinga og vega og meta hluti. Ég sé ekki fyrir mér neina togstreitu við Finn Ingólfs- son. Það kann að vera að ég veröi hemill á Finn og hann á mig, en auðvitað gildir það ekkert um Finn einan, heldur alla ráðherrana. Ég verð að taka tillit til þeirra og þeir til mín. Það er eðli stjórnmálastarfs að finna ásættanlega leið í ágrein- ingsmálum.Það eru fleiri álitamál en stóriðja. Vegaframkvæmdir á viðkvæmum svæðum geta líka ork- að tvímælis, svo dæmi sé tekið.“ Aðhyllistu grœna skatta, eða mengunargjöld? „Fari menn út í að innheimta um- hverfísgjöld til að reyna að stýra notkun eldsneytis eða annars sem skaðar náttúruna, þá yrði væntan- lega að lækka skatta af einhverju öðm á móti, því ríkisstjómin stefn- ir ekki að ahnennum skattahækk- unum. Þetta mál verður til skoðun- ar.“ „Varðandi Fljótsdalsvirkjun hef- ur Alþingi í tvígang lögfest virkjun- arleyfi til Landsvirkjunar. Þegar lög um umhverfismat vora sett 1994 var aftur samþykkt að Landsvhkjun héldi fyrri heimild. Það er því að- eins Alþingi sem getur tekið þessi réttindi af Landsvhkjun. Lands- vhkjun er í dag að gera fram-um- hverfísmatsskýrslu. Stjórn Lands- virkjunar getur ákveðið að fara með þá skýrslu í kæruferli eins og um lögformlegt umhverfismat væri að ræða. Ég á ekki von á því að ríkis- stjómin breyti stefnunni í þessu máli.“ Er það þín skoðun? „Ég tel að málið sé í eðlilegum farvegi." Hvað um aó staðfesta Kyoto- bókunina? „Stefna ríkisstjórnarinnar er að ísland verði aðili að Kyoto-bókun- inni þegar fyrir liggur fyrh ásætt- anleg niðurstaða í sérmálefnum ís- lands. Okkar sjónarmið eru þau að við fáum nokkurs konar aukasvig- rúm vegna þess að við eram að nýta endumýjanlega orku I iðnaði okkar. Auk þess er hagkerfi okkar það lít- ið að eitt álver hefur hlutfallslega mikil áhrif hjá okkur, mun mehi á losun gróðurhúsalofttegunda en hjá stærri þjóðum. Sérstaða okkar er sú að auk þess að nota endurnýjanlega orku höfum við hitaveituvætt og eram því búin að laga hlutina gríð- arlega mikiö miðað við önnur ríki.“ Viljum við einfaldlega fá að pústa meir út? „Þetta snýst ekki um það heldur að okkur fmnst eðlilegt að tekið sé tiilit til okkar sérstöðu. Við teljum ingum kjósa 33 þing- menn. Það er því fylli- lega eðlilegt og mjög mikilvægt fyrir Fram- sóknarflokkinn að velja tvo ráðherra af þessu svæði vegna þess að það nýja fylgi sem flokkurinn ætlar sér að fá i næstu kosn- ingum hlýtur að þurfa koma af þessu svæði. Flokkurinn gæth sjón- armiða þeirra sem búa á landsbyggðinni en einnig og ekki síður þeirra sem búa hér á höfuðborgars væðinu. “ Var það harðsótt að koma þessum boð- skap inn í kollinn á forystu flokks sem að verulegu leyti byggir þingstyrk sinn á meira vœgi dreifbýl- isatkvœða en þéttbýl- isatkvœða? Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. „Nei, enda segh það sig sjálft þegar litið er á ráðherrana. Þeh era fjórir af landsbyggð- inni og tveh af höfuð- borgarsvæðinu." Skoraði flokkurinn ekki augljóslega holu í höggi með því að út- nefha þig sem ráð- herra, konu á góðum ungum aldri og úr þéttbýli. Þurfti eitt- hvað að velta vöngum yflr( því? „Þetta er skemmti- legt líkingamál, en rökin voru nokkuð augljós: Það er skyn- samlegt fyrir flokkinn að vera sýni- legur á höfuðborgarsvæðinu og velja ráðherra þaðan. Flokkurinn er ekki, eins og margh hafa haldið, gamaldags sveitaflokkur. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur sem höfð- ar bæði til landsbyggðar og þéttbýl- is.“ Rataði Halldór þá á besta kostinn í stöðunni eftir að hafa veðjað á Pál Pétursson en höggvið siðan á hnútinn meö þvi að hafa Pál inni hálft kjörtíma- bilið en taka þá Valgerði inn? sterkur listi sem náði góðum ár- angri í kosningunum síðustu." En hann hefur sótt að þér i fyrsta sœtinu en hrokkið til baka? „Hjálmar Ámason er mjög hug- myndaríkur og sterkur þingmaður og hefur að sjálfsögðu áhuga á því að standa sig vel. Það er því ekkert óeðlilegt við það að hann sæki fram. Það eru engin sárindi okkar i milli.“ „Þetta var það besta að okkar mati í þingflokknum enda náðist samstaða og sátt um þessa skipan mála. Hin pólitiska staða flokksins er að sjálfsögðu þannig að lang- sterkast og eðlilegast var að setja inn tvo ráðherra af höfuðborgar- svæðinu og fjóra af landsbyggð- inni.“ Það hefur verið togstreita milli ykkar Hjálmars Árnasonar og einhvern stuðning hafði hann i sinni heimabyggð i ráðherrastól. „Auðvitað era þingmenn í stjóm- málum til þess að hafa áhrif.“ Eru sárindi ykkar í milli? „Nei, alls ekki. Á sínum tíma fór- um við í prófkjör sem endaði þannig að ég hlaut afgerandi stuðn- ing í fyrsta sætið en Hjálmar góðan stuðning í annað sætið. Þessi listi fékk afar góða kosningu fyrh fjór- um árum. í framhaldinu var ákveð- ið að fara ekki í prófkjör aftur held- ur stilla upp lista á síðasta kjör- dæmisþingi. Um það var víðtæk sátt og við Hjálmar studdum hvort ann- að, hann mig í fýrsta sætið og ég hann í annað. Út úr þessu kom VflRHEVBSlft Stefán Ásgrímsson Hvernig samrýmist stóriðju- og virkjanastefna þins flokks þeirri stefnu sem Náttúruvernd ríkisins fylgir? „Framsóknarflokkurinn og ríkis- stjómin vill ná sátt milli stóriðju og náttúravemdar. Til að hún náist þarf m.a. að efla mjög vitneskju al- mennings um umhverfismál og hag- kvæmni sjálfbærrar nýtingar náttt- úrunnar. Ég vona að það náist á kjörtímabilinu að ljúka gerð rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma þannig að einstök svæði haldi vemdargildi sínu. Um- hverflsráðuneytið kemur að þessari vinnu sem er mjög umfangsmikil. Ég tel að þessi áætlun fullgerð verði mikilvægt skref í átt til sáttar um þessi mál. Hvað um svœði eins og Eyja- bakka og Fljótsdalsvirkjun?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.