Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 Spurningin Leggur þú mikið upp úr útliti þínu? Jóhanna Fjeldsted sjúkraliði: Já, svona eitthvað. Ég kaupi frekar sjaldan fót en þau sem ég kaupi eru vönduð. Elín Sveinbjörnsdóttir heima- vinnandi: Nei, eiginlega ekki. Ég dæmi a.m.k. fólk ekki eftir útlitinu. Mér flnnst útlit geta verið blekkj- andi. Kristinn Ríkharðsson, sjálfstætt starfandi: Já, alveg rosalega. Gréta María Kristinsdóttir, 11 ára: Eiginlega ekki. Mér finnst það ekki skipta rosalega miklu máli. Gunnar Mikael Elvarsson nemi: Já, það er ágætt að líta snyrtilega út. Steinunn Ásgeirsdóttir verslun- arstjóri: Já, í hófi. Lesendur Hringvegurinn í máli og myndum - gott sjónvarpsefni fyrir feröamenn Er nokkur vanþörf á að kynna hringveginn í máli og myndum? - Horft til Fjarðarheiðar, milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða. Friðrik Jónsson skrifar: Ekki hef ég enn látið verða af því að aka hringveginn. Og fyrir margra hluta sakir. Fyrst er að láta þess getið að ég er ekki mikill öku- maöur sjálfur og í viðgerðum verð ég að treysta alfarið á aðra komi til lítils háttar bilunar í bifreiðinni, get jafnvel ekki skipt um dekk ef þar að kæmi. Svo kemur annað til; ég er hálfragur við að aka í fjalllendi og einkum og sér í lagi þar sem hyl- dýpi er í sjó fram og ekið svo að segja á blábrúninni. Þetta hef ég reynt einu sinni á leið til Vestfjarða um heiðamar stóra, Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði. Það var mikil þrekraun, en komst þó báðar leiðir óskaddaður. Ég hef lengi ætlað að aka hring- veginn austur um sandana og norð- ur Austfirði, en gallinn er sá að ég þekki ekkert til þarna en vil vita hvort mikið er um hálendisvegi og sérstaklega hvort brattir séu vegim- ir og háir við strendumar. Þótt maður lesi vegakort og fylgi línun- um á þeim verður maður jú ekki margs vísari um aðstæður. Það vantar sárlega að geta séö svona nokkuð með lifandi myndum, t.d. á videospólum. Og nú kem ég að aðalmálinu. í fyrra kom til min þýskur maður með fjölskyldu. Hann vildi aka hringveginn og gerði það. Hann sagði mér að hann hefði komist að ýmsu í vegakerfinu sem hefði verið full þörf á að vita áður en hann lagði upp í ferðina. Hann nefndi einmitt þetta atriði, að gott hefði verið að geta séð veginn áður i máli og myndum. Benti á að í Þýskalandi og víðar í Evrópu væm sýndar sjón- varpsmyndir að nóttu til frá ýmsum vegaleiðum úr bíl sem ekur leiðirn- ar. Þessar myndir rúlla bara áfram næturlangt, og menn geta séð hvaða leið er ekin og aðstæður allar á leið- inni. Oft era þetta einmitt myndir frá vegakerfinu þar sem aðstæður eru ekki við allra hæfl og gefa því góða innsýn fyrir þá sem ekki þekkja til. Ég er viss um að þetta væri góð leið til að kynna hinar ýmsu öku- leiðir og aðstæður hér á landi. Ekki síst fyrir útlendinga og okkur sem ekki vitum svo gjörla hvaða tegund vega og aðstæðna bíður manns 1 ferðalaginu um vegina okkar. Kannski hafa einhverjir kvik- myndatökumenn áhuga á gerð svona myndar einnar eða fleiri. - Upplagt sýningarefni, ekki satt? Tína fundin, dauð af mannavöldum J.S.T. skrifar: Það skóp mikið írafár í þjóðfélag- inu þegar tíkarskinnið Tína strauk frá gæslumanni (konu) sínum til þess eins, að því er best verður séð, að sleppa undan illri meðferð sem orsakaðist af vankunnáttu, óvita- skap eða þekkingarleysi. Nú spyrja eftaust margir: Hvað er verið að ásaka fólkið um? En sjáum nú til; í hvemig ástandi var hræið þegar það fannst? Það var þakið hárrúllum, og ekki nóg með það, tíkin var í ,jogginggal]a“! Og athug- um kringumstæður. Það var snjór, slydda, rigning og kuldi. Hvemig skyldi tíkarræflinum hafa liðið, rennblautri og banhungraðri? Hárið hefur ekki veitt neina vörn, þar sem það var allt vafið þétt upp á rúllurn- ar og jogginggallinn lá gegnblautur þétt að búk hundsins. Niðurstaðan er einfaldlega sú að dýrið deyr af völdum kulda og vos- búðar sem búinn er til af manna- völdum. Svo kallar fólk sig dýra- vini! Já, hvílíkir dýravinir. Hvar vora dýravemdarfélögin og öll sam- tök þeirra á meðan á öllu þessu stóð? Hundar og reyndar öll dýr sem eiga svona vini þurfa ekki óvini. Manni dettur í hug í beinu fram- haldi af fréttunum að smábömum, jafnvel ungbörnum, sé misþyrmt hér hvað þá með hunda og önnur dýr. Ég óska þess hér með að sýslu- menn eða lögreglustjórar láti fara fram rannsókn á meðferð á dýrum í borgum og bæjum og geri fólki grein fyrir að þarna er um lifandi dýr með tilfmningar aö ræða, bæði andlegar og líkamlegar, en ekki leikfong. Sendum mat til Kosovo Jóhannes Einarsson hringdi: Ég tel að við íslendingar getum komið inn í myndina varðandi stríðið á Balkanskaga með ýmsum hætti. Nú þegar eru einhverjir ís- lendingar að störfum á þessu svæði, við gæslu og hjúkrun á vegum Rauða krossins, að mig minnir. Um loftárásir á Serbíu má deila, en við eram nú einu sinni aðilar að Atl- antshafsbandalaginu og megum því þakka fyrir að þurfa ekki að leggja til mannafla í hersveitir þess. En allir era sammála um að harðstjórn Milosevic verði að linna með ein- hverjum hætti. Samningar virðast ekki halda við þann mann. þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 mínútan - eða hringid í síma 5000 milli kl. 14 og 16 Við eigum birgðir af kjöti, fiski og grænmeti sem við megum alveg sjá af. Þetta mætti vinna allt hér og matreiða áður en sent væri á staðinn, jafnvel í neyt- endapakkningar. En við getum lagt meira af mörk- um. Við getum auðveldlega sent matvæli í tonnatali til hinna hrjáðu flóttamanna frá Kosovo. Við eigum birgðir af kjöti, flski og grænmeti sem við megum alveg sjá af. Þetta mætti meira aö segja vinna allt hér og matreiða áður en sent væri á staðinn, jafnvel 1 neytendapakkn- ingar. Þetta má svo hita í þar til gerðum ofnum þegar á staðinn er komið. Tæknin er nú ekki flóknari en svo að nútímatæki fyrir upphit- un á staðnum, fyrir t.d. hermenn á vígvelli, era tiltæk í hvaða landi sem er. Nema auðvitað hér, þar sem við höfum ekki her. Slíkum tækjum ættum við þó að ráða yfir til að grípa til ef náttúruhamfarir yrðu einhvem tíma. - Ég skora á fyrir- tæki og fjársterka einstaklinga að kanna hvort matvælasendingar til Kosovo héðan séu ekki raunhæfar. Bestu þakkir til Flugleiða Harpa og Sigrún skrifa: Okkur langar að þakka fyrir frá- bæra netferð tO Tyrklands þann 13. maí sl. Ferðin var í alla staði vel skipulögð og hin besta skemmtun. Þessi vikuferð kostaði einungis tæplega 50.000 kr. með hálfu fæði og var kvöldverðarhlaðborðið glæsi- legt enda hótelið ekki af verri end- anum. Sérstaklega langar okkur að þakka Elisabeth fyrir stórkostlega fararstjóm. Við vonum að Flugleið- ir endurtaki ferðir sem þessa til Tyrklands en þar er mjög ódýrt að versla fyrir utan hvað okkur fannst Tyrkir hlýlegir og skemmtilegir í viðmóti. - Takk fyrir okkur. ísmola í ÁTVR- verslanirnar K.R.Ó. skrifar: Ég las bréf í DV sl. miðvikudag frá manni sem lenti í erfiðleikum við að fmna ísmola í verslunum. Hann fann svo sína ísmola i sjoppu á Seltjamar- nesi. En hvers vegna bjóða verslanir ÁTVR ekki upp á þessa þjónustu? Margir sem versla í ÁTVR eru sinmitt á leið heim til sín og myndu taka með sér poka eða kassa með ísmolum til að setja í frystinn hjá sér. Þetta er tilvalið fyrir ÁTVR til að hressa upp á ímyndina. Veitir nokk- uð af? ÁTVR má lika bjóða betri poka undir flöskumar en þessa leiðigjörnu plastpoka, og lika þykkara net fyrir flöskumar, t.d. úr frauöplasti eða Uku efni. - Já, það kostar að reka vinbúð sem viðskiptavinir meta að verðleik- um. Það verður ríkið að læra. Lágt menningar- stig þjóðar Halldór hringíh: í DV mánud. 31. maí á bls. 9 birt- ist heilsíðuauglýsing frá DV sjálfu, Símanum GSM, Toyota og Sjón- varpinu með eftirfarandi texta: „Við vitum það öll; Setma er lang- best. Úrslitin sanna að við íslend- mgar erum á miklu hærra menn- mgarstigi en aðrar Evrópuþjóðir. Áfram ísland" - Það er vissulega rétt að frammistaða Sebnu var bæði glæsileg og gleðileg og henni sjálfri og þjóðnmi til sóma. Það er á hinn bóginn alveg óljóst að hann sé einhver mælikvarði á menningar- stig almennt. Sú hálfbjánalega þjóð- remba sem birtist í auglýsingatext- anum er a.m.k. ekki til vitnis um neitt annað en lágt menningarstig, og er aðstandendum sínum og okk- ur hinum til skammar. Hækkun trygg- inga glapræði G.P. hnngdi: Það er mikið glapræði af stóru tryggingafélögunum að krefjast hækkunar iðgjalda vegna ábyrgðar- trygginga bifreiða um allt að 40%. Þetta verðúr til þess að eyðileggja allt það sem búið er að byggja upp varðandi stöðugleika og heilbrigt efnahagslíf hér á landi. Stjórnvöld hljóta að gripa hér í taumana áður en allt fer úr skorðum. Og það mun gerast verði ekki spymt gegn hækkununum strax. Þjóðarsálina aftur í gang Eydis hiingdi: Ég sakna Þjóðarsálarþáttanna í útvarpinu. Þetta var það eina sem ég hlustaði á eftir að ég kem heim úr vinnu. Þama fylgdist maður með púlsi þjóðlífsins. Fólk hringdi inn til að láta í ljósi skoðun á síðustu atburð- um hér og erlendis. Gaf fréttunum sína einkunn. Eini gallinn við Þjóð- arsálina var sá að stjómendur vom sifellt að gefa sínar einkunnir. Það var ekki við hæfi. Þetta er þáttur hlustenda, þáttur fjöldans, sem segir bara sína skoðun og útvarpið kemur henni á framfæri. Ekkert mema. Ég vil fá þennan þátt aftur í gang. Sum- arfrí starfsmanna er engin afsökun, né annað af slíku tagi. Hlustendur vilja líka láta ljós sitt skína yfir sum- artímann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.