Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.06.1999, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsflórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: tSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Óvarlega farið með lífeyri Hlutverk lífeyrissjóða er að sjá sjóðfélögum fyrir líf- eyri þegar þeir þurfa á honum að halda, einkum við starfslok eða framfærslu maka og hugsanlega bama sjóðfélaga falli þeir frá. Hlutverk lífeyrissjóðanna er því afar þýðingarmikið fyrir einstaklingana. Lífeyrissjóðir gegna og þýðingarmiklu þjóðhagslegu hlutverki, eins og meðal annars kom fram í ályktun miðstjómar Alþýðu- sambands íslands í fyrradag, þar sem sagði að þeir væm ein af stoðunum í samfélagslegu öryggi þjóðarinn- ar. Stjómum og forráðamönnum einstakra lífeyrissjóða ber að ávaxta fé sjóðfélaga sinna og sjá til þess að það sé gert með þeim hætti að innstæðan ávaxtist vel en um leið sé fyllsta öryggis gætt. Það þýðir að óþörf fjárfest- ingaráhætta sé ekki tekin. Þjóðin verður sífellt langlíf- ari. Því lengist sá tími sem fólk verður að treysta á framlag úr lífeyrissjóðum sínum, peninga sem það hef- ur sparað með sínu framlagi og vinnuveitanda á langri starfsævi. Á þetta er minnt hér vegna nýlegra frétta af fjárfest- ingum tveggja lífeyrissjóða í fýrirtækjum í héraði, fyr- irtækja sem hafa glímt við erfiðleika en um leið veitt mörgum vinnu á stöðum þar sem atvinnumarkaðurinn er einhæfur. Frá því var greint að Lífeyrissjóður Vest- mannaeyja hefði íjárfest í hlutabréfúm í Vinnslustöð- inni sem rekið hefúr útgerð og fiskvinnslu í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur verið rekið með gríðarlegu tapi og brást á dögunum við með fjölda- uppsögnum í báðum bæjarfélögunum. Þá keypti Lífeyr- issjóður Vestfjarða hlutabréf í sjávarútvegsfyrirtækinu Básafelli hf. á ísafirði en staða þess hefur verið erfið. Þessar ákvarðanir nefndra lífeyrissjóða eru vafasam- ar. Ekki verður annað séð en lífeyrissjóðimir líti þama fram hjá meginhlutverki sínu. Með hlutabréfakaupun- um em lífeyrissjóðimir að lina sviða í augnablikinu en með þeim er varanleg lækning fráleitt tryggð. Hætt er við að meiri hagsmunum sé fómað fyrir minni. Að sönnu er ástandið erfitt blasi það við að fjöldi sjóðfélaga missi vinnuna en meginhlutverk lífeyrissjóðsins, sem kallar á trygga ávöxtun, hlýtur að vega þyngra. Pétur Blöndal alþingismaður bendir á það í DV í gær að fjárfestingar lífeyrissjóða í afar áhættusömum fyrir- tækjum, sem margir sjóðfélagar vinni hjá, séu afskap- lega^hættulegar. Lífeyrissjóðimir verði að líta til langs tíma og vera færir um að borga sjóðfélögunum lífeyri. Það sem geti gerst, ef menn fjárfesta svo nálægt sér, líkt og í nefndum tilfellum, sé að áhætta sjóðfélaga stig- magnist. Fari allt á versta veg missi sjóðfélagar ekki að- eins vinnuna heldur einnig hluta lífeyrisréttinda sinna. „í grundvallaratriðum,“ segir Pétur, „eiga lífeyris- sjóðir ekki að Qárfesta í eða lána til fyrirtækja sem sjóð- félagar vinna hjá. Þeir eiga frekar að dreifa áhættunni sem víðast og flárfestingar erlendis em hluti af þeirri stefnu.“ Sjóðfélagar lífeyrissjóða treysta stjómendum þeirra fyrir ævispamaði sínum. Ábyrgð þeirra er því mikil. Þessum sömu stjómendum ber að reyna að ná sem bestri ávöxtun á innstæðu sjóðsins. Þau sjónarmið virð- ast hafa vikið fýrir skammtimasjónarmiðum hjá fyrr- greindum lífeyrissjóðum. Þótt slíkar aðgerðir séu skilj- anlegar, þegar glímt er við erfiðleika sem snerta marga, þjóna þær vart hagsmunum sjóðfélaga sé litið til lengri tíma. Jónas Haraldsson „Geta menn hugsað þá hugsun til enda að allur kvóti verði seldur frá Vestmannaeyjum? Fræðilega er sá mögu- leiki á borðinu." Endurskoðun fisk- veiðistjórnunar I stjórnarsátt- mála nýrrar ríkis- stjórnar er ákveðið að endm-skoða fisk- veiðistjómina með það fyrir augum að ná sátt í þjóðfélag- inu. Hér er um brýnt mál að ræða og miklar vonir bundnar við að vel takist til. Flestir eru sammála um að aflamarkskerfi sé vænlegur kostur til stjórnunar há- marksafla en á þeim 15 árum sem kvótakerfið hefur verið í notkun hafa nokkrir veigamikl- “ ir gallar þess orðið berir. Aðeins þrjú dæmi. Kjallarinn Guðmundur G. Þórarinsson verkfræðingur verðum við að kaupa aðgang að fiskimiðun- um af aðilum sem höfðu veiðireynslu á ákveðn- um ámm. Hrikaleg dæmi Þegar útgerðaraðilinn selur skilur hann oft eft- ir byggðarlag sem hefur lítil eða engin veiöirétt- indi. Fólk sem kynslóð eftir kynslóð hefur búið þar vegna þess að fiski- mið era úti fyrir strönd- inni. Eignir verða verð- lausar, fólkið atvinnu- laust. Dæmin eru hrika- leg. Patreksfjörður, Ólafsfjörður, Breiðdals- vík, nú Þorlákshöfn. Veiðireynsla - veiðiréttindi Veiðiréttindum við ísland er að mestu úthlutað til þeirra sem veiðireynslu höfðu á árunum 1981-83. Á markaðsverði nú um stundir geta þessi réttindi numið um 300 þúsundum milljóna króna. Gera verður ráð fyrir að flestir þeir sem nú stunda útgerð dragi sig út úr henni á næstu 10-20 árum. Ýmist falla þeir frá og erf- ingjamir hafa ekki hug á að fást við útgerð eða þeir hætta af öðmm orsökum. Þessir aðilar selja sín úthlutuðu veiðiréttindi og þiggja gríðarlega fjármuni fyrir, þúsundir milljóna. Þjóðin, sjóðir fólksins og fyrirtæki munu kaupa þessi réttindi. Fram- sýnustu stjómmálamenn okkar hafa barist fyrir því þessa öldina að ná yfírráðum yfir fiskimiðun- um undir íslensku þjóðina. Nú „Framsýnustu stjórnmálamenn okkar hafa barist fyrir því þessa öldina að ná yfirráðum yfír fiski- miðunum undir íslensku þjóðina. Nú verðum við að kaupa aðgang að fiskimiðunum afaðilum sem höfðu veiðireynslu á ákveðnum árum.“ Geta menn hugsað þá hugsun til enda að allur kvóti verði seldur frá Vestmannaeyjum? Fræðilega er sá möguleiki á borðinu. Einungis markaðurinn Úthlutun gæða á borð við fisk- veiðiréttindi við ísland getur ekki til lengdar farið fram eftir pólitísk- um leiöum eöa ákvörðun sérfræð- inga. Til lengdar getur einungis markaðurinn annast slíka úthlut- un. Utboð veiðiheimildanna er óumflýjanlegt. Aðlögunartími verður að vera hæfilegur og taka verður tillit til þeirra sem nú hafa keypt kvóta dýrum dómum. Þannig mætti lengi telja. Ásættanleg lausn Með núverandi kerfi hefur margt áunnist. Menn sáu ekki fyr- ir galla kerfisins. En nú verður að leiðrétta. Markmiðið er að þjóðin öll njóti afraksturs fiskimiðanna, að fólkið I byggðum landsins verði vemdað gegn hrikalegum slysum sem hljótast af flutningi allra veiðiréttinda frá byggðarlaginu og að komandi kynslóðir verði ekki látnar kaupa veiðiréttindin við landið af nokkram útvöldum. Úthlutun á grundvelli veiði- reynslu með ein- hvers konar afla- gjaldi er ekki ásætt- anleg lausn. Afla- gjald verður aðeins ákveðið skynsam- lega af markaðnum. Annað verður hag- stjóminni ofviða. Vemdun fólksins i byggðum landsins gegn sviptingu veiði- réttinda er ekki bara byggðamál, það er réttlætismál. Það gengur ekki að t.d. 2% íbú- anna hirði aleiguna af hinum. Hinn nýi sjávarútvegsráðherra fær það mikilvæga verkefhi að endurskipuleggja þetta kerfi. Taka verður undir meö leiðarahöfundi DV. Takist ráðherra vel til mun hann letra nafn sitt í íslandssög- una. Ef ekki verður fiskveiði- stjómin endalaust deiluefni, rang- læti sem aldrei næst sátt um. Guðmundur G. Þórarinsson. Skoðanir annarra Langtímafjárfesting á Reyðarfirði „Stærðarhlutfóllm í þessu era ekkert sem nú orðið er óþekkt eða fjarlægt á íslenskum markaði. Lykilatriðin era að þessi íslenski hópur, sem hefur tekið sig saman, og stjómvöld, Landsvirkjun og Norsk Hydro nái að þróa verkefni sem fjárfestar hafa trú á sem öraggri og góðri langtímafjárfestingu. Verkefni af þessu tagi er þess vegna, að mínu mati, verulega stórt og spennandi fyrir ís- lenskar fjármálastofnanir að takast á við... Það er í raun og vera viðfangsefhi undirbúningsstarfsins að gera end- anlega stofnkostnaðar- og hagkvæmniskönnun.“ Halldór J. Kristjánsson í Mbl. 3. júní. Stööugleikinn ekki í hættu „Það hefur legið fyrir í marga mánuði að bensíngjald myndi hækka um þessi mánaöamót. Forsendur fjárlaga vora með þeim hætti, enda mikil áhersla lögð á að bæta vegi í landinu. Þar er ekki bara um aukin útgjöld að ræða heldur líka ávinning fyrir suma hópa landsins ... En það er alltaf ástæða til að fara varlega og ríkisstjóm- in ætlar sér það við gerð næstu fjárlaga. Vonandi er það svo að þeir sem hvetja okkur nú til varkámi séu sjálfir tilbúnir til að standa frammi fyrir mikilli varkámi í aukningu útgjalda." Halldór Ásgrfmsson í Degi. 3. júnl. Fréttastofur ríkisfjölmiölanna „Það er búið að breyta fréttatímanum ... Engum virð- ist detta í hug að fréttimar sjálfar hafi hka með þetta að gera!... Tökum beint dæmi um fréttir Rikisútvarpsins kl. 5, 6, og 7 á morgnana. Hvemig fara fréttamenn að því að rekast nánast aldrei á , jákvæða" frétt? Eða þá fréttamat- ið? Hefur fólki verið bannað að brosa? Er ekki meira af jákvæðum hlutum í gangi? Er ekki neitt skemmtilegt að gerast? Af hveiju þessi þrúgandi alvara? ... Hefúr frétta- stofum ríkisfjölmiðlanna aldrei dottið í hug að taka heild- stætt á þessum málum og varpa fram þeirri spumingu hvort opið nútímaþjóðfélag krefjist ekki nýrra vinnu- bragða? Sumir segja að aldamót séu góður tími til að rétta af kompásinn." Hrafn Sæmundsson í Mbl. 3. júni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.